Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 2
TIMINN FIMMTUDAGUR 1. október 1970 Fyrstu sinfóníutón- leikarnir í kvöld SB—iReykjavík, þriðjudag. 1. tónleikar á starfsárinu 1970/ 71 verða haldnir í Háskólabíói fimmtudaginn 1. október og hefj- ast kl. 21.00. Stjórnandi Uri Se- gal og einleikari Joseph Kalich- stein, píanó.leikari. Efnsskrá tónleikanna verður: Mozart: Sinfónía nr. 34 í C-dúr K. 338. Mendelssohn: Píanókonsert í g-moll op. 25. Sibelisu: Sinfónía nr. 5 í Es-dúr op. 82. Hljómsveitarstjórinn Uri Segal vakti miíkla athygli og hrifningu þegar hann stjómaði Sinfóníu- Mjómsveit íslands á tónleikum í Lau'gardalshöllinni á Listahátíð í júní sl. Uri Segal er talinn meðal fremstu hliómsveitarstjóra af yngri íkynslóðinni og er áðeins 26 ára gamall, fæddur í Jerúsalem 1944. 19 ára gamall hóf hann nám í hljómsveitarstjórn, og sumarið 1967 tók hann þátt í alþjóða nám- skeiði í hljómsveitarstjórn í Hil- versum í HSollandi og 1968 í öðru slíicu námskeiði í Siena á Ítalíu, þar sem hann hlaut mikla viður- kenningu. I janúar 1968 var Se- gal ráðinn aðstoðarhljómsveitar- stjóri Fílharmoníuhljómsveitar New York borgar og vann þar með George Szell og Leonard Bern- stein. Uri Segal hefíur stjórnað sem gestur hljómsveitum í Banda- ríkjunum og Evrópulöndum. Píanóleikarinn Joseph Kalich- stein er fæddur í Tel Aviv árið 1946 og byrjaði að leika á píanó aðeins 4 ára gamall. AriS 1962 hóf hann nám við Juilliard tónlistar- skölann í New York og voru kenn- arar hans þar Edward _ Steuer- mann og Ilona Kabos. Árið 1967 hélt hann sína fyrstu tónleika í New York og hlaut þar frábæra dóma gagnrýnenda, sem töldu hann fæddpn „músikant" og líktu honum við Horowitz. Að lokn- um þessum fyrstu tónleikum í New York réði Leonard Bexn- stein hann sem einleikara með Fil- harmoníuhljómsveit New York borgar í sjónvarpsþætti. Árið 1969 vann hann 1. verðlaun Artists Advisory Council í Chicago og nokkru síðar vann hann 1. verð- lau í hinni frægu Leventritt keppni Hann hefur leikið með frægustu hljómsveitum í Banda- ríkjunum og er nú á leið til Bret- lands þar sem hann leifcur n. k. laugardag með Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Á fyrra misseri hljómsveitar- innair í vetur, verða alls haldnir 9 hljómleikar. Stjórnandi á öðr- um hljómleikunum verður Páll P. Pálsson, en einleikari Ib Lansky- Otto. Þá verða leikin verk eftir Bach. R. Strauss og Karl O. Run- ólfsson. Bohdan Wodiczko verður aðal- hljómsveitarstjóri síðara misseris og mun stjórna flestum tónleik- unum. Af verkum, sem þá verða flutt, mætti nefna ný hljómsveit- arverk eftir íslenzka höfunda, celló konsert eftir Jón Nordal, víólu- Framhald á bls. 14. Stjórn SÚM. Guðbergur Bergsson, Magnús Tómasson og Vilhjálmur Bergsson. (Tímamynd Gunnar). SUM kraftaverkið breikkar starfssvið sitt -IGMS FRYSTIKISTUR OÓ—Reykjavík, miðvikudag. SÚM mun í vetur víkka starfs- svið sitt, en það hefur til þessa nær eingöngu verið á sviði mynd- listar. Fleiri listgreinar munu nú verða kynntar : sal félagsins við Vatnsstíg, sem verður nú alhfiða Mstamiðstöð. í november hefjast leiksýniingar, sem María Kristjáns- dóttir sér um. Verða meðal annars sýndir nokkrir leikþættir eftir Guðberg Bergsson. Hann kemur meira við sögu SÚM í vetur því hann mun einnig á næstunni standa fyrir sýningu á verkum sínum, Ljóð-mynd, og kemur í ljós á sín- um tíma hverskonar verk það eru. Fyrri hluta vetrar verða haldn- ar aið minnsta kosti þrjár mynd- listarsýningar. Fyrst verður opnuð sýning á verkum hodenska svart- listarmannsins Piet Holstein. Síð- ar mun Vilhjálmur Bcrgsson sýna og þar á eftir Eyjólfur Einarsson. Þá er ráðgerð bókmenntakynning í SÚM salnum að Vatnsstíg 3B og tónlistarkynning sem Atli Heimir Sveinsson sér um. Eftir áramót verður kvikmyndalist gerð ein- hver skil. Féi’agar SÚM eru nú 23, þriðj- ungur þeirra er nú í útlöndum og er verið að undirbúa SÚM sýningar vítt um veröld, svo að segja má að starfsemi félagsins sé að þenj- ast út, en þrjú ár eru nú síðan sýningarsalurinn var opnaður og Framhald á bls 14 Flugslysíð: R.K.I. safnar til Jórdaníu Eins og áður hefur fram komið í fréttum barst Rauða krossi ís- lands fyrir nokkru hjálparbeifini frá Alþjóðarauðakrossinum vegna fórnardýra ófriðarins í Jórdaníu. Til að tryggja að hjálpin komist til skila, sem og til að tryggja eftir mætti að manmúðar sé gætt, hefur nefnd fjögurra manna, sem þjálf- aðir eru af langri reynslu í alþjóð- legu hjálparstarfi, verið send til að stjórma Rauða kross starfinu í landinu. í þeirri nefnd er Haakon Matthisen frkvstj. Norska Rauða krossins auk þriggja Svisslemdinga. Læknisfræði.'egum þætti starfsins stjórnar dr. Jakob Raft yfirlæknir frá Danska Rauða krossinum. At- hygli vekur að til yfirstjórnar eru einumgis valdir Svisslendingar og Norðurlandabúar. Veruleg þörf er í landinu á ýms- um lyfjum, bfóðvatni, lækninga- tækjum, sjúkrabílum og öðrum flutnimgatækjum. Þegar hefur ver- ið sendur fjöldi lækna og hjúkr- unarliðs. Miklar birgðir fatnaðar, matvæla og anmarra nauðþurfta verið sent ti.’ landsins m.a. frá félögum Rauða hálfmánans í nágrannaföndum Jórdaníu, en þau hafa stundað hjálparstörrf í Jórdaníu alllengi ásamt öðrum félögum Rauða krossins. í hjálparbeiðni Rauða krossins er sérstaklega óskað eftir pening- um svo hægt sé að kaupa vörur í nágrannalöndum Jórdamíu enda breytast þarfirnar frá degi ti’ dags og flutningur með flugvélum er mjög dýr. Stjórn Rauða kross íslands hef- ur því ákveðið að efna til fjársöfn Framhald á bls. 14. IGINS-djúpfrystlrinn gerir yöur kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlifðarkantar á hornum — Ijós i loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138,— kr. 17.555.— * út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938.— kr. 21.530.— 1 út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900.— kr. 26.934,— j út +- 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31890— j út + 6 mán. I RAFTORCÍ VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26660 Sótti konu sína á sjúkra- hðs - lézt í flugslysinu Ung færeysk hjón voru ein þeirra er Ientu í flugslysinu á Mykinesi á laugardaginn. — Mað urinn hafði í síðustu viku flogið til Kaupmannahafnar til þess að sækja eiginkonu sína, er um nokk urt skeið hafði legið á Ríkisspítal- anum vegna nýrnasjúkdóms, að því er Extrablaðið segir. A fimmtudaginn fónu hjónin með flugvél frá Kastrupflugvelli, en vegna óhagstæðs veðurs í Fær- eyjum þurftu þau að bíða í Bergen tvo sólarhringa. — Á laugardags- morguninm fóru þau síðan með Fokker Friendship-vélinni tL’ Fær eyja, og sú ferð kostaði eiginmann- inn lífið. Kona hans var meðal þeirra farþega vélarinnar er mest slösuðust í flugslysinu, og hún var meðal þeirra fyrstu sem flutt voru með þyrlu á ,’andsspítalann í Þórs- höfn. Þar komust læknarnir fljót- lega að raun um, að konan /ar mjög alvarle"a slösuð — og síð- degis á sunnudaginn þurftu þeir að taka af henni annan fótin.n Það voru 13 læknar, sem sáu um að hjúkra þeim 26 farþegum er komust lífs af úr flugslysinu, og voru lagðir inn á sjúkrahúsíð í Þórshöfn. Næ- stanzlaust frá því kl. 7 á sunnudagsmorguminn og til kl 5 á mánudagsmorgun var lækn irinn Otmar Færp önnum kafinn við að hjúkra þeim slösuðu. Otm- ar er barnalæknir á Ríkisspíta.'an- um í Kaupmannahöfn, en hefur í mánuð verið aðstoðarlæknir í Þórs höfn. — Ég var lagður af stað me® „Krónprins Friðrik" til Kaup- mannahafnar, þegar fréttist um slysið og skipinu var snúið við til Færeyja aftur, sagði Otmar við danska fréttamenn, þegar hann kom til Kastrupflugvallar á mánu- dagskvöi’dið, úrvinda af þreytu, enda hafði hann ekki sofið nema fáeina klukkutíma í tvo sólar- hringa. — Kom Otmar með fyrstu áætlunarvélinni er lenti á flugvell- inum á Vogey eftir slysið. Otmar Færp sagði við komuna til Kaupmannahafnar, að enginn þeirra er si’ösuðust í flugslysinu væru lengur í lífshættu, en þrír væru þó undir ströngu eftirliti. Það er konan sem missti fótinn, farþegi sem er höfuðkúpubrotinn — og sá þriðji hlaut Ijótt opið fótbrot. 10—12 farþegar aðrir sem slös- uðust í baki liggja nú á sjúkra- húsinu í Þórshöfn. — Aðrir sluppu með skráonur. Þrír farþeg- anna máttu fara heim af sjúkra- húsinu á mánudaginn. LEIÐRÉTTING í þættinum um Útgerð og fisk- vinnslu í blaðinu í gær, féll nið- ur lína j prentun og aflagaðist bví setning meinlega. í blaðinu stendur: „Þeim mannj ber því að hafa áhrif á gengisskráninguna" en rétt er setningin þannig: „Þeim manni ber því að fylgjast með þeim þáttum þjóðarbúskaparins. sem kunna að hafa áhrif á geng- isskráninguna.1*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.