Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. október 197« TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU - Kláus, þetta er í fjórða sinn, sem þú grípur fram í. Nú ska-ltu fá að hreinsa til í skóla- garðinum eftir skólatítna í dag. — Já, en á ég líka a'ð setja hreint vatn í pollana? — Er það satt, að það sé Skoti, setn keypti benzínstöð- ina? — Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti búið að taka ni'ður s'kiltið, sem stendur á „ókeypis loft“ — Og hér kemur svo Parísar- tízk^n. Allsnakta línan! Innbrotsþjófur í Edinborg kastaði múrsteini inn um glugga í skartgripaverzlun og rændi fyrir 100 þús. krónur. Hann var handtekinn morgun- inn eftir, þegar hann kom til að sækja múrsteininn. Sóknarpresturinn var í hús- vitjun. Biðux þú kvöldbæn? spurði hann Pétur litla. — Nei, það geri ég nú ekki, varð Pétur að viðurkenna, en svo ljómaði hann allur og sagði: — En Mamtna gerir það. — Nú. hvað segir hún þá? —Guði sé lof, að þú ert kominn í rúinið. — Ertu heima, Klara? Ég sem er búinn að leita að þér um allan bæinn. MeTavish fann upp nýja að- ferð til að spara peninga. í hvert sinn, sem hann kyssir konu sína, setti hann tíu króna pening í sparibaukinn. Þegar stóri dagurinn kom, og opna átti baukinn, ti'úði hann ekki sínum eigin augum. Auk allra tíkallanna var heilmikið af fimmtíuköllum, fyrir utan nokkra hundrað krónu seðla og einn þúsund króna. Mc Tavish starði undrandi á konu sína. — Já, sagði hún rólega. — Það eru ebki allir eins nískir og þú. Eg skal vera stuttorður. DENNI DÆMALAUSI — Langar þig að sjá tíkall hverfa? Franski leikstjórinn og kvennagullið Roger Vadim hef ur sannarlega nóg að gera þessa dagana. Hann hefur leigt hús á Malibu-stibndinni frægu við Los Angeles, og vinnur þar að handriti að nýrri kvikmynd, sem meiningin er að taka í Ameríku. En hann hefur líka öðram mikilvægum störfum að sinna, nefnilega að gæta barn- anna sinna þriggja, sem verið hafa hjá honum í allt sumar. Elzt barna hans er Nathalie, tólf ára, dóttir Anette Ströy- berg. Hún býr með móður sinni í New York, þar sem hún geng ur 1 skóla, en á sumrin er hún oft langdvölum hjá föður sín- um. Sú stutta er óskaplega hrifin af dýrum, einkum hest- um og hundum, og hún er ákveðin í að gerast dýralæknir í framtíðinni. Næstur í röðinni er Ohristi- an, sem er tíu ára. Hann er sonur Catherine Deneuve og býr hjá henni í París, en þegar Vadim er í Frakklandi, eru þeir feðgarnir saman um hverja helgi. Vadim er ákaf- lega stoltur af syni sínum og er þess fullviss, að þessi blíð- lyndi, og jafnframt hugmynda ríki drengur eigi eftir að verða mikill listamaður, líklega list- málari. Lestina rekur -svo Vanessa litla, dóttir Jane Fonda, en hún er á þriðja árinu. Stúlkan sú ku vera með afbrigðum fyrirferðarmikil, en þrátt fyrir það er hún augasteinn föður síns og má hann vart af henni sjá. Það er ekki undarlegt þeg ar þess er minnzt, að hann hefur að mestu leyti orðið að annast hana, þar eð móðir henn ar refur verið svo önnum kaf- in við að stofna til mótmæla- funda og afplána fangelsisvist. En eíns og fram hefur komið í fréttum undanfarið, er leik- konan ein af helztu forsprökk- um Vietnam-mótmælenda. Vadim hefur lýst því yfir, að kjósi kona hans að halda áfram á þessari braut, hafi hann ekkert við það að athuga, en það hljóti samt sem áður að leiða til skilnaðar, auk þess sem Jane vill efcki búa í Frakk landi og hann efcki í Bandaríkj unum. Það eina sem hann ótt- ast í sambandi við yfirvofandi skilnað er, að hann fái ekki að halda sinni heittelskuðu Van- essu. En honum er mikið í mun að hún alizt upp í Frakk- landi við franska menningu, en efcki í Ameríku. Þetta er hún Angela Brown frá Bretlandi. Hún hóf feril sinn, eins og svo margar aðrar ungar stúlkur sem fyrirsæta, en hefur nú snúi'ð sér að kvik- myndaleik. Eftir fjöldann all- an af aukahlutverkum hefur henni nú loks gefizt tækifæri til að sýna hva® í henni býr. Henni bauðst nefnilega ný- lega aðalhlutverkið í æsispenn andi njósnamynd, og frammi- staða hennar í þeirri mynd mun skera úr um, hvort Angela hef ur hæfileika til að bera e'ða ekki. Myndin fjallar um unga stúlku, sem flýr heimaland sitt Um daginn sögðum við frá bandarísku leikkonunni Jean Seberg og franska rithöfundin- um Romain Gary. Þau slitu samvistum, en í stað þess að eftir að yfirvöld hafa fengið grun um að hún starfi þar sem njósnari óvinaríkis. Af tilvilj- un rekast nokkrir háttsettir landar hennar á hana í útland inu og hóta henni lífláti, ger- ist hún ekki gagnnjósnari fyr- ir sitt fyrra föðurland. Vonandi stendur þessi fallega stú.'ka sig vel í stykkinu, og skapar sér þannig glæsta fram tíð í kvikmyndaheiminum. Og vonandi fáum við einhvern tíma að sjá hana á hvíta tjald- inu, því að okkur lízt hún þess virði að íitið sé á bana oftar en einu sinni. flytja sitt í hvora áttina, svo sem venja er undir slífcum kringumstæðum, skiptu þau íbúð sinni í tvennt, svo að son- urinn Diego, yrði ekki eins til- finnanlega var við breyting- una. Eins og fram kom þá, tefja þau hjónaleysin þetta ágætis fyrirkomulag, og sú staðreynd, að Jean gengur nú með annað barn þeirra, virðist undirstrika þa«. — Þetta barn er síður en svo óvelkomið, segir leikkon- an. — Við höfum meira að segja hugsað okkur að eignast einhvern tima það þriðja. En þetta breytir í engu um sam- band okkar. Við ætlum alls ekki að flytja saman á ný, eins og margir virðast reikna með, og bví síður að ea-durnýja gifv ingarheitið. Okkur þykir mjtís vænt hvoru um annað en við erum einfaldlega ekki hæf til að búa saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.