Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN FIMMTUDAGUR 1. október 1970 Sebastien Jabrisot: Kona, bíil 4 að hann hefði gleymt vináttu okk ar Anitu. Mér virtist hann þreyttur éða annars hugar, og hann var gugg- inn, rétt eins og þegar hann hef ur nærzt á megrunarkexi i nokkra sólarhringa. Hann kallaði mig Dany og sagðist vera í klípu. Stóllinn gegnt borðinu minu var þakinn skjölum, og ég setti þau á gólfið, en Caravaille vildi ekki tyila sér. Hann litaðist um í herþerginu, eins og hann væri þarna í fyrsta skipti. Hann sagðist mundu fljúga til Sviss daginn eftir. Hann ætti í mikiivægum samningum við fyrir tæki í Genf: Milkaby, mjólkur- duft handa ungböirnum. Hann gat sosum haft með sér útlitsteikn- ingar, prentsýni á gljápappír og litmyndir — ef hann legði eitt- hváð þess háttar fram, glataði hann ekki allri virðingu sinni á klukkustundar fundi með stein- gerðum forstjórum og varafor- stjórum — en hann var hræddur um, að skýrslusveitir skrifstof- unnar réðust of seint til atlögu og misstu af vélinni. Til skýring- air bætti hann við (ætli ég þek'ki það ekki). að hann hefði í-eyndar tekið saman skýrslu um tilhögun þessarar auglýsingaherferðar, en í dag hefði hann breytt henni all- mikið, og gamla hreinritið væri því ónothæft. Sannast sagna hefði hann ekkert til þess að sýna þeim á fundinum í Genf. Hann talaði hratt og horfði ekki á mig, eins og hann væri feiminn að biðja bónar. Hann gleraugu og byssa kvaðst ekki geta farið tómhentur, og þaðan af síður gæti hann frest að fundinum. Hann væri búinn að gera það tvisvar, og í þriðja skiptið yrði jafnvel Svisslending- um Ijóst, að við værum til einskis nýt, hálfgerðir bjánar, og arð- vænna að selja mjólkurduftið án okkar hjálpar. Það ;á í augum uppi, að hverju stefndi, en ég sagði ekkert. Við þögðum bæði. Hann rjálaði brot stundar við dulítið leikfang á borðinu. og ég settist í stólinn og fékk mér sígarettu. Ég benti honum á pakkann, en hann hristi höfuðið. Loks spurði hann, hvort ég hyggðist gera eitthvað sérstakt þá um kvöldið. Honum er tamt að ávarpa fólk með þessum hætti, kurteislega og þó án minnstu virð ingar. Ég held hann geti ekki ímyndað sér annað en ég steðji heim á hverju kvöldi og beint í rúmið, svo að ég komi endurnærð á skrifstofuna daginn eftir. Ég veit aldrei, hvað ég vil, veslings kjáninn. Ég lét sem ekkert væri og spurði eins eðlilega og mér var unnt: —Hvað eru þetta marg ar síður? — Svona fimmtíu um það bil. Ég hreytti út úr mér þykkum reykjarflóka og gleymdi allri kurt eisi. Púar eins og kynbomba, hugs aði ég (það fór með líkinguna), og þykist vera eitthvað. — Og þér viljið, að ég hrein- riti skýrsluna í kvöld? Bn- það er útilokað! Ég afkasta í mesta lagi sex síðum á klukkustund. Fá ið heldur frú Blondeau. Hún kemst máski yfir það í kvöld. Hann sagði, að vélin færi ekki fyiT en um hádegi. Það væri tómt mál að tala um frú Blond- eau í þessu sambandi. Hún væri jú fingralipur. en ofverkið henn- ar að lesa úr slæmu handriti, fullu af leiðréttingum, tilfærslum og hálfköruðum setningum. Ég hefði vanizt slíku. Þá sagði hann — ég held það hafi ráðið úrslitum — að honum væri ekki vel við mikla eftirvinnu á skrifstofunni sjálfri, allra sízt vélritun. í húsinu eru einkaíbúð- ir, og Caravailfe átti í miklu brauki við borgaryfirvöld, þegar hann leigði þarna undir fyrirtæk ið. Hann sagði ég skyldi fara heim með honum og hreinrita skýrsl- una þar. Ef mér entist ekki kvöld ið að ljúka henni, gæti ég sparað tíma með því að sofa þar og skrifað síðan afganginn morgun- inn eftir. Mér fannst ógerningur að neita þessu. Fyrir bað fyrsta hefði ég aldrei stigið fæti minum inn fyr- ir dyr á heimili forstjórans, og í öðru lagi bauðst mér þarna tæki færi til að heilsa upp á Anitu. Meðan Caravaille tvísté á gólfinu og tautaði „fínt þá segjum við það“, dró ég í huganum fáránleg ar myndir. Ég er asni: við þrjú að snæða kvöldverð. stór stofa, ljósin deyfð og ylmjúk. Við þrjú að rifja upp löngu liðnar samveru stundir. Fáðu þér meira af kraþb anum. Gerðu það fyrir mig, elsk- an mín. Anita fylgir mér til sæng ur, soldið meyrlynd af vínum. Gugginn er opinn, náttkulið bær ir tjöldin. Ég naut þessa ekki lengi. Cara- vaille leit á úrið og sagði, að ég fengi án efa vinnufrið. Þjónustu- fólkið væri í sumarleyfi á Spáni, og hann og Anita neyddust til að sækja einhver.ia leiðindasamkomu í Palais de Chaillot. Hann bætti annars við: —Anita verður glöð að sjá þig aftur. Mér skilst þú hafir að sumu leyti verið skjól stæðingur hennar. En hann sagði þetta án þess að horfa á mig og gekk að dyrunum, rétt eins og ég væri ekki ofar moldu, alla vega ekki j mannsmynd, miklu fremur í gervi rafknúinnar ritvélar frá IBM. Áður en Caravaille hvarf úr gættinni, sneri hann sér við, kink aði kolli í átt að borðinu/og spurði. hvort ég væri ekki búin í dag. Ég hafði hugsað mér að lesa prófarkir að nýjum iðnkynn ingarbæklingi, en það gat beðið, og loksins glopo-aði ég út úr mér setningu af viti: —Ég þarf að ná í kaupið mitt. Eg átti við launauppbótina, sem við fáum að hálfu í desember og að hálfu í júlí. Þeir sem taka sumarleyfi í júlí, fá uppbótina með júníkaupinu, en hinir síðasta vinnudag fyrir fjórtándann. Gjald kerinn dragnas-t þá milli starfs- fólksins og afhendir hverjum og einum peningaumslag. Hann hafði ekki ennþá komið inn til mín. Caravaille stóð hreyfingaiiaus og sleppti ekki takinu af húnin- um. Hann sagðist vera á leiðinni heim og vildi gjarnan fá mig með sér. Hann myndi ná í uppbótina fyrir mig og gæti þá jafnframt aukið svolitlu við hana, þrjú hundruð frönkum til dæmis. Væri bað ekki hæfileg borgun. Mér sýndist glaðna yfir honum, og að sjálfsögðu var ég hæst- ánægð. — Þá skaltu bara tygja þig af stað. Við hittumst niðri eftir fimm mínútur. Ég lagði bílnum við götuna. Hann skauzt úr gættinni og lok i aði dyrunum. ' Nær samstundis opnaði hann aftur. Ég var að setja leikfangið, sem hann hafði fært til, á sinn rétta stað. Þetta var duggunarlít- ill bleikur fíll, og Caravaille baðst afsökunar. þegar hann sá, hversu annt ég lét mér um dýriS, Hann kvaðst treysta því ég þegði. Eg mætti ekki segja nokkrum manni frá þessari aukavinnu ut- an sjálfrar skrifstofunnar. Mér skildist, að þetta með svona síð- búna skýrslu ætti einungis að vera okkar á milli. Honum þætti miður að vera seinn með hana. Hann ætlaði að segja eitthvað fleira, en kom sér ekki til þess, skotraöi augum til fílsins á borð- inu og skundaði út. Ég sat í stólnum stundaiikorn og velti því fyrir mér, hvað yrði upp á, ef mér tækist ekki að vél- rita þessar fimmtíu síður, áður en hann færi. Ég hafði nægan tíma, það var efcki það. En mér hættir við augnþireytu, ef ég vinn lengi frameftir. Augun verða blóð hlaupin, ég tárast, og stundum er verkurinn svo sár. að ég á bágt með sjón. Ég hugsaði einnig um Anitu. Loksins bar fundum okkar saman að nýju. Ég mundi hafa farið í hvíta kjólinn, hefði ég vitað þetta þá um morguninn. Ég varð að koma við heima og skipta urn föt. Þegar við Anitó unnum saman, notaði ég ennþá pilsgopana, sem ég hafði saumað á munaðarleys- ingjahælinu. Hún sagði afflfcaf sér yrði illt af að sjá mig í. þessum druslum. Núna kæmist hún að raun um, hversu breytt ég váeri orðin. Til hins betra auðvitað. En ekki dugði að slæpast svona. Cara- vaille hafði gefið mér fimm mín- útur, það eru þrjú hundruð sek úndur. Forstjórinn var óhemju slundvís maður. Ég reif blað úr blokkinni minni og hripaði niður í flýti: —Farin upp í sveit. Kem aftur á miðvifcu- dag. Dany. En strax eftir punktinn tætti ég snepilinn sundur og skrifaði á annað blað: —Verð burtu úr Par- ís um helgina. Þarf að ná í flug- og dansi í Domus Medica, faugar- daginn 3. okt. kl. 8.30. Skagfirðing- ar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. NY kl. 0900. Fer til Luxemborgar kl. 0945. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer til NY k). 1900. er fimmtudagur 1. okt. — Remigíusmessa Tungl í hásúðri kl. 13.53. Árdegisháflæði í Rvík kl. G.43. HEILSUGÆZLA Slökkvlliðið og sjúkrabifrciðir. Sjúkrabifreið Hafnarfirði. sími 51336. fyrir Reykjavík og Kópavog sínu 11100. Slysavarðstofan 1 Borgarspit. lutim er opin allan sólarhringinn Að eins mótt a siasaðra. Sirn' 81213. Kópavogs-Apótek og Keflavikur Apótek ern opin virka daga bl 9—19 laugardaga kl. 9—14. hetga daga kl. 13—15 Almennar upplýsingar um tækna bjónustu 1 borginni eru gefnai ' símsvara Læknafélags Reykiavík ui, sími 18888 Fæðingarheimilii' i Kópavogl Hiíðarvegi V). simi 42644 Tannlæfcnavaki er i Heilsvemo arstöðinni (þar sem - tof- an var) og er opin laugardaga oe sunnudaga M. 5—6 e. h. Sími 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið altó virka daga frá tol 9—7 á laugar dögum fcl 9—2 og á sunnudögun og öðrum helgidögum er opið frá íU 2—4 Nætur og helgidagavörzlu apóteka í Reykjavík, vikuna 26. sept. til 2. okt. Lyfjabúðin Iðunn og Garðsapótek. Næturvörzlu í Keflavik 1. 10. annast Arnbjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavik 2., 3. og 4. október annast Guðjón Klemenz- son. ÁRNAÐ HEILLA Þorsteinn Guð'brandsson, Nýju- Grund, Seltjarnarnesi, er 70 ára í dag. Ilann tekur á móti gestum i Átthagasa' Hótel Sögu mifli kl. 5 og 7 síðdegis. FÉLAGSLÍF Skagfirðingafélagið í Bcykjavík hefur vetrarstarfið með félagsvist Ferðafélagsferðir Á laugardag kl. 14 Haustlitaferð í Þórsmörk. Á sunnudag kl. 9,30. Selatangar. Fenðafélag íslands, Ö.'dugötu 3 Símar 19533 og 11798. KIRKJAN Neskirkja. Haustfermingarbörn mín komi til viðtals í Neskirkju 1. okt. kl. 6. Séra Fraink M. Halldórsson. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Guilfaxi fer til Oslo og Kaupmanna hafnar kl. 08:30 i dag. Vélin er væntanleg aftur til Keflavíkur k! 16:55 í dag. Gu.’lfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:30 í íyrramálið. Innanlaudsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Isafjarðar, Fagurhólsmýrar, Horna fjanðar og Egilsstaða. A morgun er áæt.'að að fl-júga til Akureyrar (2 ferðir), Hiisavíkur. Vestmannaeyja, Ísaíjarðar Patreks fjarðar, Egilsstaða og Sauðár- króks Loftleiðir h.L: Þorfinnur karlsefni er væntanlegur frá NY kl. 0730. Fer til Luxemborg ar ki. 0815. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg k!. 1630. Fer í.i.' NY kl. 1715. Eiríkur rauði er væntanlegur frá Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kf. 0830. Fer til Oslóar, Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl. 0930. Er væntanlegur til baka kl. 0030. Fer til NY kl. 0130. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í Rvík. JÖkulfe:l er í Leningrad. Dísarfell er í Ventspils, fer þaðan til Riga og Gdynia. Litla- feí'l er í Rvík. He.’gafell er í Svend borg, fer þa'ðan til Lysekil. Stapa- fell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Mælife.7 átti að fara frá Archang- ei- 29. sept., tii Zaandam. Cool Girl er í Keflavík. Else Lindinger er í Liibeck. Skipaútgerð ríkisins: Hekia er á Vestfjarðahöfnum á suðurleið. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum í dag ti: Hornafjarð- ar. Herðubreið er á Norðurlands- höfnum á austurleið. Baldur fór til Snæfeilsness- og Brei'ðafjarðar- hafna í gærkvöldi. ORÐSENDING Mænusóttarbólusetning, fyrir fullorðna, fer fram í Heiisuvernd- arstöð Reykjavíkur, á mánudögum frá kl. 17—18. Inngangur frá Bar- ónsstfg, yfir brúna. Minningarspjöld mmningarsjóðs Dr. Victors Urbancic fást í Bóka- verziun ísafoldar, Austurstræit, aðalskrifstofu Landsbankans, Bóka verzlun Snæbjarnar. Kvenfélag Háteigssóknar heldur bazar 2. nóv. Félagskonur og aðrir velunnarar félagsins ;e. vilja styrkja bazarinn eru vinsam- legast beðnar að láta vita í síma 82959 eða 34114. & Lj JO 1 j !// ■F ! k (L | i ’ . i Lárétt: 1) Fer i kaf 5) Kassi 7) Borða 9) Té 11) Kaffibætir 13) For 14) Nagla 16) Komast 17) Landi 19) Kaffibrauð. Krossgáta Nr. 635 Lóðrétt: 1) Knáa 2) KLuk an 3) Glöð 4) Kvendý:' I Dreifir 8) Tæki 10) An 13) Refi 15) Handlegg 11 Tón. Ráðning á gátu nr. 634. Lárétt: 1) Mistur 5) Árs 1 Ræ 9) Elda 11) Tré II Arm 14) Atla 16) Ós 1’ Glasa 19) Kit:ar. Lóðrétt: 1) Myrtar 2) > 3) Tré 4) Usla 6) Ilams 8) Ært 10) Drósa 12) E1 15) Alt 18) Al.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.