Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 9
aBNNTJDAGUR 4. ofetober 1970 TÍMINN 9 Þekktasti leikmaður Drott er landsliðsmarkvörðurinn Mats Toma son. f dag leika sænsku meistararnir gegn landsliðinu og hefst leil urinn klukkan 20. — Eins og frá hefur verið skýrt, sigraði Droti í fyrsta leiknum, en vegna þess hve snemma blaðið fer í prentur á laugardögum, er ekki hægt að skýra frá úrslitum í leik Fram og Drott, sem háður var í gær. Sænsku meistararnir á ferS hér Sænska meistaraliðið í hand- knattleik, Drott, er statt á ís- landi um þessar mundir á veg- um ÍR. Er ebki ónýtt fyrir ís- lenzka handknattlei'ksmenn að fá jafngóða gesti í upphafi keppnistímabilsins. Drott er frá Halmstad, en sá bær er á vesturströnd Svíþjóð- ar. fbúar þár eru 45 þúsund talsias. Athyglisvert er, að fþróttaaðstaðan í Halmstad er að sutnu leyti betri en í Reykja vík, þó að um helmingi minni borg sé að ræða. Þar er til að mynda íþróttahöll, sem rúmar 3 þúsund áhorfendur, og er að því Jeyti fullkomnari en Laug- ardalshöllin, að innan veggja hennar er hægt að iðka nær allar innanhússíþróttir. Þar er að finna litla sali fyrir bowling, glímu, borðtennis og ýmsar aðr ar íþróttir. Er þessi íþrótta- höll í Halenstad byggð með það fyrir augum, að nýta megi hvem einasta fermetra undir íþróttastarf, en það er vart hægt að segja um Laugardals- höllina, eada var hún byggð sem sýningarhöll að hálfu leyti. í Halmstad er einnig mjög góð aðstaða fyrir skautafólk og sundfólk. Þar er að finna tennisvelli og góða knattspyrnu velli. Má segja, að yfir höfuð sé lögð mikil áherzla á íþrótta- starfið þar eiras og í öðrum borgum í Svíþjóð, minni-"Og stærri. ■■ Það er því á miklum mis- skilningi byggt, sem haldið hefur verið fram, að Reykja- vik sé einhver fyrirmyndar- borg hvað byggingu fþrótta- mannvirkja áhrærir. Enginn neitar því, að ýmislegt hefur verið gert í Reykjavík, en þeg- ar helmingi minni borgir á Norðurlöndum státa af jafn góðri aðstöðu, eða jafuvel betri, hlýtur slík kenning að falla um sjálfa sig. Forkastanleg vinubrögð f dag á að fara fram á Mela- leggja meiri áherzlu á ungling ana. Á síðustu árum hafa kom- ið fram nokkrir bráðefnilegir ungir kylfingar, sem vakið 'hafa verðskuldaða athygli. En vegna afturhaldssjónarmiða, hefur verið stefnt markvisst að því að halda þessum piltum niðri með því að meina þeim að taka þátt í keppni fulorðinna, jafn- vel þótt vitað sé, að þeir standa þeim fullorðnu ekkert að baki. Þessu verður að breyta. Auð vitað verður að gefa ungu mönnunum tækifæri til að sýna hæfni sína í keppni við sér eldri menn í stað þess að binda þá í einhvern aldursbás í þeim eina tilgangi að halda aftur af þeim. Er vonandi, að hin nýja stjórn Golfsambands- ins taki þetta mál upp og geri veiðeigandi lagfæringar. — alf. vellinum aukaleikur um silf- urverðlaun 1. deildar keppninn ar í knattspyrnu. Áhöld eru um það, hvort þessi leikur eigi nokkurn rétt á sér, a.m.k. er hvergi kveðið á um slíka auka- keppni í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Hingað til hefur markahlutfall verið lát- ið gilda um röð liða, ef þau verða jöfn að stigum, nema í efsta og neðsta sæti. M.a. gild- ir sú regla í handknattleiknum, og er skemmst að minnast þess, að á síðasta íslandsmeist aramóti í handknattleik urðu Hafnarfjarðarliðin PH og Hauk ar jöfn að stigum í 2. sæti, en Haukar hlutu silfurverðlaunin af því að þeir höfðu hagstæð- ara markahlutfall. Forráðamönnum KSÍ hefur reynzt erfitt að útskýra ákvörð un sína um þennan aukaleik, enda virðist um fljótfærnis- ákvörðun að ræða, eins og svo oft áður af hálfu þeirra manna, sem þar fara með stjórn. Er skiljanlegt, að félögin séu orðin langþreytt á slíkum vinnubrögðum, t.d. hefur Fram, sem var með hagstæðara markahlutfall en Keflavík, ákveðið að leika leikinn í dag með fyrirvara og áskilið sér rétt til að kæra hann, enda ástæðulaust að láta traðka rétti sínum. Lærdómsrík för golfmanna : Islenzkir kylfingar ráku lesl ina í Heimsmeistararhótinu í golfi, sem nýlega var háð á Spáni. Þótt ebki hafi verið bú- izt við því fyrirfram, að ís- lenzku golfmennirnir yrðu með al þeirra fremsta, jafnvel ekki í miðju, þá er það stingandi, að þeir skuli hafa rekið lest- ina. Golf er orðin það vinsæl og útbreidd íþrótt á íslandi, að fyllsta ástæða er til að leggja áherzlu á að eignast góða keppnismenn, frambærilega í alþjóðakeppni. Til þess, að svo megi verða ,er nauðsynlegt að Úrslitaleikur um silfurverðlaunin MELAVÖLLUR KL. 14.00 í dag, sunnudaginn 4. október, leika til úrslita um II. sætið: Fram — Í.B.K. Að leik loknum fer fram verðlaunaafhendmg I. og H deildar. MÓTANEFND. Nýtt vörubílsdekk (í umbúðum) tapaðist af vörubíl okkar á leiðinni Reykjavík — Hvalfjörður, laugardaginn 26. sept- ember. Skilvís finnandi vinsamlegast láti vita. Kf. Króksfjarðar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.