Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 11
SKNTVUÐAGUI? 4. október 1970 TIMINN 11 Aðalfundur FUF í Árnessýslu Aðalfundur Félags ungra Fram- sóknarmanna í Ámessýslu verður í Framsóknarhús inu á Selfossi nk. fimmtudag, 8. okt. Fundurinn hefst kl. 21,30. Bagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmis- þing. 3. Önnur mál. Gestur fundarins verður Már Fétursson, formaður SUF. — Þýð- ingarmikið er að félagar fjölmenni á fundinn. Stjórnin. Gryfjan í Breiðholti Framhaid af bls. 1 verið skýringin á því, hvers vegna éfcM var betur gengið frá gryfj- cttttíí og raun ber vitni. — En á óbyggðum svæðum í Breiðholti er talsvert af gryfjum sem fyllzt bafa af jarðvatni, og hafizt var handa um að dæla upp úr í gær- morgtm. Þessir hættulegu staðir hafa verið ógirtir, og engir eftir- Etsmena á stöðunum, enda lög- reglnnni ékki tilkynnt um þá sem hættulega staði, eins o.g fram kom í Tímanum í dag. Þurftu skurðgröfu Framhald af bls. 1. vilpu svo að hún verði í fram táðinni hvorki mönnum né sfcepnum að tjóni, en hættulegt var fyrir mennina sem fyrst bomu að hestinum að nálgast hann. því að þeir áttu það á hættu, að festast hreinlega í leirnum. í Hussein Framhald af bls. 7 en hann. Þau eignuðust eina dóttur, Alya, en skildu eftir tveggja ára sambúð. í máí 1961 gekk Hussein að eiga Toni Avril Gardner, dóttur brezks hershöfðingja. Hún varð Muna al-Hussein prinsessa og þau eiga fjögur börn: Abdullah erfðaprins, fæddan 1962, Faisal fæddan 1963 og tvíburasysturnar Zein Og Ajsha, sem fæddar eru 1968. Muna prinsessa hefir dvalizt í London að undanförnu ásamt börnum sínum, og kon- ungurinn hefir neitað henni um að koma til Jódaníu meðan barizt er í landinu. KONUNGURINN hefir gild- ar ástæður til að ætla að konu hans og börnum sé hætta búin í Jordaníu. þar sem reynt hefir verið að minnsta kosti tólf sinnum að ráða hann af dögum, þar af fjórum sinnum árið sem leið. Aðferðirnar hafa verið af ýmsu tagi: Eitt sinn réðust þotur, sem virtust vera frá Sýrlandi, á litla flugvél. sem hann flaug. Hann hefir orðið fyrir sprengjutilræði og matreiðslumaður í höllinni átti að gefa honum inn eitur. Eitt sinn horfði hinn ungi konungur hugfanginn á hvern ig dropar, sem hann ætlaði að fara að taka inn, átu sig inn í postulínsskál. Hussein konungur hefir hag- að framferði sínu eins og þeim manni bæri að gera. sem rit- aði sjálfsævisögu undir heit- inu „Lífið hangir á þræði“. Eitt sinn ritaði hann: „Dauðinn getur þá og þegar krafizt líkamans, og þegar bar að kemur skiptir dauðinn sjálfur ekki miklu máli. Starí'- ið sem unnið hefir verið, skiptir öllu máli“. Meiraprófsnámskeið Meiraprófsnámskeið verður haldið í Reykjavík nú í október. Umsóknir um þátttöku sendist til Bif- reiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, fyrir 10. október n.k. Bifreiðaeftirlit ríkisins Nauðungaruppboð sem auglýst var í 3., 5. og 7. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1969 á jörðinni Engihlíð í Hofshreppi, þing- lýstu erfðafestulandi Guðbrands Bjarnasonar, með húsum og öðru tilheyrandi, fer íram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands og Arnar Þór hrl., á eign- inni sjálfri mánudaginn 12. október n.k. kl. 11 f.h. Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu. Vetrarstarf Kvenfélags Laugarnessóknar Eftir sumarhléið er Kvenfélag Laugarnessóknair að hefja starf semi sína aftur. Það er með elztu kirkjukvenfélögum borgar- innar. Upphaflega var Laugarnes sóknin töluvert stærri en nú er Eftir að borgin byggðist meira og meira í austurátt þótti nauð synlegt að mynda nýjar sóknir og eru þær orðnar 7 eða jafnvel 8 ef Árbæjarsóknin er talin með. Segir það sig sjálft, áð þær kon ur, sem upphaflega voru búsettar í Laugarnessókn, eru margar hveri ar ekki lengur í henni. Hafa marg ar þeirra gerzt nýtar konur í hinum nýju kvenfélögum, sem þar hafa risið upp. Þess vegna ■vill Kvenfélag Laugarnessóknar láta þær konur vita, sem haía sezt að í sókninni, en hafa ekki leitað inngöngu í félagið, að okk ur vantar núna konur í félagið. Fólagsheimilið er ennþá lítið, en félagsandinn er sérlega góður. Fyrir dyrum stendur nú að byggja nýtt félagsheimili og er von tl þess, að það rísi af grunni í náinni framtíð. Við viljum bví skora á þær konur. sem eiga ungl inga og er annt um að stuðla að því að unglingastarfið, sem á sér stað innan safnaðarins geti fært út kvíarnar, að taka höndum sam an við okkur kvenfélagskonurnar. Fundir eru haldnir fyrsta mánu dag hvers mánaðar mánuðina október — maí. Margt er þar á dagskrá bæði til uppbyggingar. fróðleiks og ánægju. Eru þeir haldnir í kjallara kirkjunnar og hefjast kl. 8,30 e. h. Fyrsti fund ur verður á mánudaginn kemur. þann 5. okt. Verið hjartanlega vel komnar, gjarnan fyrst sem gestir til að sjá og heyra Og ef ykkur líkar vel, þá er okkur ánægja að bjóða sem flestar velkomnar í Kvenfélag Laugarnessóknar. Alþýðublaðið Framhald af bls. 1 Mun blaðið hafa safnað miklum skuldum, en ekkert aukið út- breiðsluna, sem er í lágmarki. Öllu starfsliði var sagt upp frá og með 1. október síðastl. og hafa flestiir yfirmenn blaðsins hætt störfum og farið annað, svo sem Kristján B. Ólafsson, ritstjóri Sigurjón Jóhannsson. ritstjórnar- fulltrúi, Vilhelm Kristjánsson fréttastjóri, Þórir Sæmundsson. framkvæmdastjóri og Sigurjón Ari, auglýsingastjóri. Er því fátt manna á blaðinu um þessar mund ir. Sennilegt er talið, að enn ein tilraun til þess að halda Alþýðu blaðinu úti verðj gerð, en hvernig hún verður. eða hvort hún tekst betur en hinar fyrri, skal ósagt látið. Þó má telja senmlegt. að _A1- þýðublaðið hressist ef Gísli Ást- þórsson tekur þar aftur við stjórn. en eins og áður segir mun það allt óvíst. SKIPSTJORINN Á VINGÞÓRI SÝKNAÐUR Oó—Reykjavík, miðvikudag. Skipstjórinn á Vingþóri NS 341, sem tekinn var að meintum ólög- legum veiöum í g^r, var sýknaður af ákærunni á Seyðisfirði í dag. Mál skipstjórans á Fróða RE 44, sem einnig var tekinn að meintum ólöglegum veiðum í gær, er enn í athugun. Það var varðskipið Árvakur, sem tók bátana, sem stunda dragnóta- veiðar, við mynni Seýðisfjarðar. Kennsla í finnsku og rússnesku f haust taka til starfa tveir nýir sendikennarar við heimspeki- deild Háskóla íslands, í finnsku og rússnesk-u. Finnski sendikennarinn, hum kand. Pekka Kaikumo, hefur nám- skeið í finnsku fyrir almenning í vetur. Þeir sem vilja taka þátt í því (byrjendur og framhaldsnem- endur) komi til viðtals í Norræna húsinu miðvikudag 7. okt. kl. 20.15. Rússneski sendikennarinn, frú Alevtina Zharova, hefur einnig námskeið fyrir almenning í vet- ur og eru væntan'egir nemendur beðnir að koma til viðtals fimmtu dag 8. okt. kl. 20.15 í stofu 6 á 2. hæð Háskólans. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 16. og 17. tbl Lögbirtinga- | blaðsins 1968 á jörðinni Stapa í Lýtingsstaða- i hreppi,, þinglýstri eign Jóhanns P Guðmundsson- ! ar, fer fram eftir kröfu Benedikts Blöndal hrl. v. [ Raforkusjóðs og Brunabótafélags íslands, á eiga- inni sjálfri mánudaginn 12. október n.k. kl. 2 e.h. Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu. Sívaxandi fjöldi fólks les SAMTÍÐINA ! hið skemmtilega heimilisblaS allrar fjölskyldunn- > ar. Þið fáið póstsend 10 stór blöS á ári fyrir að- eins 200 kr., og kostaboS okkar til nýrra áskrif- enda er: 3 árgangar fyrir aSeins 375 kr., meðan upplag endist. Póstsendið þvi strax þennan pöntunarseðil: Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að SAMTlÐINN] og sendi hér með 375 br. fyrrr árgangana 1968. 1969 og 1970. (Vinsamlegast sendið þetta I ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn ............................ Heimili ......................... Utanáskrift: SAMTÍÐEN. Pósthólf 472. Reykjavík. FRYSTIKISTUR 270 - 400 OG 500 LlTRA Hannað eftir kröfum norskra neyendasamtaka. Eldsnögg frýsting allt niður í -h 34 gráður. Engin kristalmyndun í selluvökvanum í matvör- unni. Því miklu lengra geymsluþol. KPS FRYSTIKISTURNAR eru með læsanlegu loki, Ijósi í loki, á tvöföldum nylon hjólum, úr brenndu og lökkuðu stáli að utan og innan, vandlega ryð- varðar. Matvælin eru örugglega geymd í KPS frystikistum. EINAR FARESTVEIT OG CO. H.F. BERGSTAÐARSTRÆTl 10 A - Sími 16995 - Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.