Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 1
 Hrúturflúði 300 metra niður bjarg SB—Reykjavík, mánudag. Er gangnamenn úr Þing- eyjarsýslu voru að leita fjár í nágrenni viS Bláfjöll, sáu þeir hrút stökkva uiður á bjarg- syllu og var ekki hægt að ná honum við svo búið. Ðaginn eftir fóru þrír mannanna á iframhaia a 14 siöu Deilur á Fulítrúaráðsfundi Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík í gærkvöldi: GYLFAGINNING" I ff PRÓFK JÖRSREGLU NUM FuHhlaðinn strætisvagn og fullt af fólki, sem vill komast meS — alg eng sjón þessa dagana í Reykjavík. (Tímamynd—Gunnar) Vandræðaástand hjá SVR EB—Reykjavík, mánudag. Vandræði mikil eru nú hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Vagnaskortur, mikil aukning á þörfum á vögnum í úthverf- um borgarinnar, skortur á verk- stæðisrúmi og varahlutum, mik-' il umferð og hafið skólaár, var þess valdandi í dag, að ekki gátu allir, sem þess óskuðu, tekið sér far með strætisvagni á tilsettum tíma. Fólk í Breið- holtshverfi þurfti t. d. í norðan- garranum í morgun, að bíða í allt að 20 mínútur eftir vagni, vegna þess að sá vagn á leið 11, sem það átti samkvæmt fyrir- fram ákveðnum reglum, að fá far með, ók yfirfullur fram- hjá biðskýlinu. Hjá SVR aka nú 36 vagnar á föstum leiðum, en vegna þess- arar mik'u eftirspurnar, hefur þurft að fá aukavagna á ákveðn- ar leiðir á mestu umferðartím- um dagsins. Þannig var t. d. í morgun aukavagn á leið 11 í hálftíma. Hins vegar er mjög erfitt að mæta átaginu á þyngstu leiðunum, vegna þess að aukavagnar eru ekki fyrir hendi. Vagnaskortur hrjáir mjög SVR og úr því verður ekki bætt, fyrr en fimm nýir vagnar koma til landsins, í byrjun des- embermánaðar. Þær i'eiðir, þar sem þetta vandræðaástand er mest, eru leið 2, Grandi-Vogar, leið 3, Nes-Háaleiti og sú umrædda leið 11 Hlemmur-Breiðholt. Leið 2 hefur löngum, eða frá því breytingarnar fræga síðla vetrar tóku gildi, verið vandræðaleið, og vagninn yfir- leitt yfirfullur á mestu um- ferðartímum dagsins. Eftir að nýja tímaáætlunin tók gildi nú um mánaðarmótin, þá var leið- in, vegna þess að vagnstjórar höfðu mjög knappan tíma til að aka hana, stytt með því að aka Gnoðavog í vesturátt frá Langholtsvegi að Álfheimum. Eru nú farnar sex ferðir á þess ari leið á klukkustund í stað fimm áður, en á kvöldin eru farnar fjórar ferðir eins og var fyrir mánaðarmót. Þrátt fyrir þessar breytingar er þetta sama vandræðaleiðia og áður. Eru vagnar sem fara leiðina, yfirfullir af fólki, á mestu um ferðatímunum, og komust færri en vildu með vögnunum á tknanum milli kl. 5—6 í dag. Framhald á bls. 3 Ályktun 20. þings Alþýðusamb Vestfjarða vekur athyggi: TK—Reykjavík, mánudag. í kvöld var haldinn fundur í Fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Reykjavík. Á dagskrá fundarins voru m. a. tillögur um prófkjörs reglur og kosning uppstiUingar- nefndar vegna alþingiskosning- anna 1971. Búizt var við að þessi fundur yrði fjölsóttur og aUir kjörnir fulltrúar yrðu þar við- staddir, því að búizt var við all hörðum deilum þar sem stjórn Fulltrúaráðsíns hafði klofnað í afstöðunni t>l prófkjörsreglna. Lagði meirihlutinn til, að farin yrði sú nýstárlega leið við val á mönnum á framboðslistann, að menn skyldu hjóða sig fram tU ákveðinna sæta á listanum. Er sagt að þessi tillaga meirihlutans sé runnin undan rifjum Gylfa Þ. Gíslasonar, sem óttast mjög afleiðingar prófkjörs fyrir stöðu sína f flokknum. Mun ótti Gylfa ekki ástæðulaus, því að við kosn ingu fulltrúa á flokksþing fyrir fáum dögum varð Eggert G- Þor steinsson lang hæstur að atkvæð um, en Björgvín Guðmundsson kom fast á eftir Gylfa að atkvæða magni. Gylfi telur sig geta nýtt aðstöðu sína til að koma í veg fyr ir að nokkur hættulegur keppi nautur bjóði sig fram í 1. sæti listans á móti sér. Af þeim rótum er tillaga meirihluta Fulltrúaráðs stjórnarinnar. f auglýsingu í Alþýðubtaðinu í dag er fulltrúaráðsfundurinn aug lýstur með svofelldum orðum: „Fundur verður haldinn í Full trúaráði Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík í Iðnó uppi í kvöld og Framhald á b’.s. 3 Miðkvíslarmálið: Koma í veg fyrir viðgerð stíflunnar Mannslífum stohað / hættu vegna vals óhæfra vélstjóra? EJ—Reykjavík, mánudag. 20. þing Alþýðusambands Vest- fjarða var haldið fyrir skömmu, og þar voru gerðar margar ályktanir. M. a. var gerð þar samþykkt, þar sem þingið „átelur harðlega það háttarlag Vélstjórafélags íslands, að innheimta félagsgjöld af vél- stjórum, sem félagar eru í stéttai- félögum innan sambandsins og sem önnur félög semja um kaup og kjör fyrir“. Síðar í þessari ályktun kemur þó athyglisverðasti kaflinn, en þar segir m. a.: „Jafnframt harmar þingið það sinnuleysi samgöngumálaráðuneyt- isins, að svara í engu margítrekuð- um kröfum þessara félaga og ann- arra samtaka sjómanna, að til þeirra sé leitað um undanþágur fyrir véfstjóra á fiskiskipum og láta þannig Vélstjórafélagið sjálf- rátt um að selja í formi félags- gjalda undanþágur til vélstjóra, sem þeir í engu þekkja og hafa engan samningsrétt fyrir. — Með þessu háttalagi rænir ráðuneytið ekki einungis viðkomandi stéttar- féiög tekjum, sem þeim ber, held- ur er þar mörgum mannslífum stofnað í hættu veljist óhæfur vél- stjóri.“ í lok ályktunarinnar er skorað á ráðuneytið, ,,að virða án tafar þann skýlausa rétt verkalýðsfélaganna á sambandssvæðinu, að til þeirra sé leitað urn a.lar undanþágur fyrir vélstjóra á félagssvæðum þeirra.“ Blaðinu tókst ekki í dag að ná í talsmann Vélstjórafélagsins til að skýra málið frá sjónarmiði fé- lagsins. SB—Reykjavík, mánudag. Eigendur eyjanna Helgey og Geitey í Laxá, hafa nú auglýst bann við allri umferð um eyjarnar. Þannig háttar, að Miðkvíslarstífl- an, sem sprengd var á dögunum, er innan þess svæðis, sem þarna er um að ræða. Blaðinu tókst ekki í kvöld að ná tali af landeigendum, en Rolf Árnason í Laxárvirkjun sagði, að að því er hann vissi, væri þessi ráðstöfun gerð vegina mikiflar um- ferðar óviðkomandi um svæðið undanfarið. Hins vegar lægi í aug- um uppi, að með því að setja um- ferðarbann á svæðið lýstu bændur því yfir, að þeir ætluðu ekki að heimila viðgerð á Miðkvíslarstífl- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.