Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 2
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 6. október 1970 Söngskoli f yrir ungt fólk hjá Dómkirkjunni ^»N^^>J^P»<K#N^>»^»^i#NI Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reyfcjavík hefur ákveðið í sam ráði við organleikara kirkjunnar að starfrækja í vetuir söngskóla fyrir ungt folk, sem áhuga hefur á góðri tónlist og því að syngja í kór. Mun kennslan fara fram tvö kvöld í viku á tímanum milli kl. 6,30 og 8,30. Nemendur fá kennslu í nótnalestri og tónfræði Og raddþiálfun. Jafnfiramt verða æfð kórverk af ýmsu tagi, sem áætlað er -qð flytja síðan á opin berum tónleikum síðar í vetur eða vor. Kennslan verður nemend um ókeypis. Þeir einir skilmálar fyrir inntöku í skólann eru að víðkomandi hafi áhuga fyrir tón- list og gott „tónlistareyra". Hinn starfandi kór dómkirkjunnar mun vinna með nemendunum á söng æfingum og syngja með þeim á tónleikum. Stjórn skólans og hluta kennslunnar mun dómorgan leikarinn, Ragnar Björnsson hafa á hendi. Ungt fólk, með tónlistar áhuga er hvatt til að notfæra sér þetta tækifæri, sem á engan hátt er bindandi þeim athöfnum, sem fram f ara í kirkjunni. SÖNGSKÓL! Á VEGUM DÓMKIRKJUNNAR í REYKJAVÍK Værrtanlegir nemendur söngskóla Dómkirkjunnar gefi sig fram í síma 19958 fyrir 10. okt. n.k. Söngskóli Dómkirkjunnar. FRYSflKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúhinga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti I loki — hlífðarkantar á hornum — Ijós í loki — faeranlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiníngar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555.— i út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938>- kr. 21.530.— { út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900.— kr. 26.934,— i út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31800— i út + 6 mán. -Q- RAFIDJAN VESTURCÖTU 11 REYKJAVÍK SlM119294 Nixon lýsir 9. október dag Leifs heppna Fyrir nærri þúsund árum lagði Leifur Eiríksson í ferð vestur yfir hið stormasama o£ ókunna Norður Atlantshaf, Hann fór að leita lands, sem sögur gengu um, þar sem vín- ber uxu á .trjám og gróðuirsæld var mikil. Um aldir hefur bug rekki og staðfesta Leifs Eiríks sonar orðið öðrum hvatning til að halda yfir Atlantshaf, setj ast að í þessu landi og hjálpa til að byggja upp hinn nýja heim. Hugrekki og framsýni manna eins og Leifs Eiríkssonar, er okkur ævarandi leiðarljós. Það er því viðeigandi, að við sem þjóð, vottum þessum djarfa landkönnuði virðingu og viður kenningu fyrir afrek sín. Það er inuér ánægja að verða við beiðni þingsins, sem 2. septem ber 1964 samþykkti ályktun, þess efnis að forsetinn skuli árlega lýsa 9. október dag Leifs Eiríkssonar. Ég. Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna, lýsi því föstu daginn 9. október dag Leifs Eiríkssonar og fel viðeigandi embættismönnum, að sjá um að fáni Bandaríkjanna sé dreg inn að hún á öllum opinberum byggingum, þann dag. Eg bið einnig bandarísCm þjóðina að heiðra minningu (LeiHs Eiríkssonar á þessum degi, með því að halda sam- komur og athafnir í skólum, kirkium og öðrum viðeigandi stöðum. Leiklistarskóli Þjóðleikhússins settur Leikflistarskóli Þjóðleikhússins var settur þann 1. október. Tíu nemendur eru nú í skólanum á öðru námsári, en nú er skólinn þriggja ára skóli. Kennarar við skólann eru átta. Dr. Þorvarður Helgason, kennir nú í fyrsta skipt ið við skólann. Þorvarður hefur í mörg ár stundað nám f leikhús fræðum í Vínarborg og hlaut fyrir skömmu doktorsgráSu í frægigrein sinni. Skólastjóri skólans er Guð laugur Rósinkranz, þjóðleiikhús- stjóri. Leiklistarskólinn er í Lind arbæ og er þar mjög góð aðstaða fyrir fámennan skóla. Reglur um stæroar- ftokkun á kartöflum. Vegna lítililar kartöflusprettu almennt á s. 1. sumri þá hefur Landbúnaðarráðuneytið ákveðið eftirgreinda stærðarflokkun á uppskeru haustsins 1970. sam- kvæmt upplýsingum frá Eðvald B. Malmquist yfirmatsmanni garð ávaxta. 1. Kartöflur I. flokkur. Skulu vera hirein afbrigði s. s. Gull- auga, RauSar ísl., Helga og Möndlukartöflur, — er aðgrein- ist í tvo stærðarflokka þ. e. 33 m.m. til 40 m.m .— og 40 mm. og yfir. Þá ennfremur eru í I. fl. Bintje-kartöfluir er ná 40 m.m. minnsta þvermál og þar yfir. 2. Kartöflur H. flokkur: Eru þær kairtöflur sem vegna galla hafa ekki náð mati 1 I. fl. og ennfremur afbrigði s. s. Bintje, Rya, Eginheimir, Alpa, Dir Johannson, Akurblessun King Edverd. Júlí og Furore. n. flokkur aðgreinist í stærðir 30 til 40 m.m. og 40 m.m. og yfir. Ofangreind I. fl. afbrigði má þó aðgreina í II. fl. í stærðir 30 til 35 m.m. 3. Kartöflur III. fl. Stærð 28 til 33 m.m. Kartöflur af III. fl. má þó ekki setja á markað nema eftir sérstöku samkomulagi við Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins eða umboð hennar, varðandi verð, pökkun og dreifingartíma vörunnar. Að öðru leyti er áríðandi a8 vanda til meðferðar og flokkunar sölukartaflna samkv. reglugerð sem gefin var út af Landbúnaðar ráðuneytinu 28. sept. 1962 og er hana að fá hjá Grænmetis- verzlun landbúnaðarins umboð um hennar og matsmönnum garð ávaxta út um land. Þá er rétt að minna á í þessu sambandi að samkv lögum am framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðllun og sölu á landbúnaðarvörum o. fj, frá 8. des. 1966 að þá má engin verzla með kartöflur, gulrófur, gul rætur né hvers konar gróðurhúsa framleiðslu í heildsölu nema með leyfi framleiðsluráðs. Ennfremur er það brot á lögum og matsreglugerð ef smásöluverzl anir selja fyrrnefnda garðávexti án þess að, mat hafi áður farið fram, auk þess munu þá einnig ef varan er ekki metin, ýmis til- skilin opinber gjöld af framleiðsl unni óh.iákvæmilega niður falla. Aningarfarþegum fjölgar - Vetraráætfun 1. nóvember JSB—Reykjavík, laugardag. Aningárfarþegar Loftlciða eru það sem af er þessu ári orðnir 22% fleiri, en á sama tíma í fyrra, en herbergjanýtingin á Hótel Loftleiðum hefur hins veg- ar minnkað nokkuð miðað við árið' í fyrra. Vetraráætlun Loftleiða gengur í gildi 1. nóv. og verða þá 10 ferðir í viku rnilli íslands og Bandarfkjanna. Áningafarþegar Loftleiða fyrstu átta mánuði ársins voru alls 8.930 og er það 22% hærri tala, en á sama tímabili í fyrra. Áningarfarþegar í júlí 1970 voru 1214, og í ágúst 1413 og er það um 12.2% aukning frá árinu áður. Á Hótel Loftleiðum gistu í júlí í ár 5039 gestir og í ágúst 4614 og er það 92,5% nýting, hefur minnkað um 10% frá í fyrra. Fyrstu átta mánuðina í ár gista alls 29,514 gestir á Hótel Loft- leiðum. Það er 78,8% nýting og 0,5% minni en í fyrra. í vetraráætluninni, sem giidir Framhald á 14. jjðu. Steingrísnyr sýnir a Akureyri OÓ—Reykjavíi, mánudag. Steingrímur Sigurðsson heldur þessa dagana myndlistarsýningu á Akureyri. Er sýningin haldin í'ný byggingu raunvísindadeildar menntaskólans, „Möðruv'óllum" Var sýningin opnuð laugardaginn 26. sept. og átti að ljúka í gær- kvöldi, e^ vegna mikillar aðsókn- ar ákvað listamaðurinn a3 fram- lengja henni til þriðjudagskvölds 6. október. Steingrímur sýnir að þessu sinni 46 myndir, flestar nýjar. Nokkrar af þeim myndum sem voru til sölu eru óseldar enn. Þingmenn og borgarfulltrúar Framsóknarflolcksins í Reykjavík HALDA ALMINNAN FUND NÆSTA MIÐVIKUDAG Alþingismenn og borgarfull-1 insson, Einar trúar Framsóknarflokksins í Benediktsson Reykjavík — þeir Þórarinn Þórar ' Þórarinsson - Agústsson, Kristján I og Guðmundur G. - efna til fundar í' Þórarinn Elnar Krisij.ni Guðmundur Framsóknarhúsinu við Fríkirkju veg miðvikudaginn 7. október ni. og hefst hann kl. 8,30 síðdegis. Fundurinn verður með svipuðu sniði og þeir, sem þessir sömu aðilar hafa haldið undanfarna vet- ur. Alþingismennirnir munu svara fyrirspurnum á fundinum um landsmálin almennt. en borgarfull trúarnir fyrirspurnum um borgar málefni. Fundir þessir hafa verið vinsaeil ir og ágætlega sóttir, en þeir e*u öllum opnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.