Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. október 1970 TÍMINN 3 ) Hreinsitækin sett upp ef þörf krefur OÓ—Reykjavík, mánudag. — Við höfum alltaf vitað að það er hætta á einhverri flúormengun í næsta nágrenni verksmi'ðjunnar, sagði Halldór H. Jónsson, stjórnar formaður fslenzka Álfélagsins, Tímanum í dag, og við liöfum áhuga á að koma í veg fyrir að skaði verði af menguninni. Ef vísindalegar rannsóknir sýna að, mengunin sé veruleg, munu verða sett upp hreinsitæki í verksmiðj- una, en samningar voru gerðir um þetta atri'ði áður en verksmiðjan tók til starfa. Er verksmiðjan var byggð var gert ráð fyrir að hægt yrði að setja hreinsitækin «PP, og var hluti þeirra hyggður um leið og verksmiðjan. Halldór bauð í dag blaðamanni frá Tímanum að kynna sér hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til „Gylfaginning” Framhaid aí bls. 1 hefst hann tol. 20,30. — Fundar efni: 1. Eftirmáli borgarstjórnar kosninganna og framtíðarhorfur. Frummælandi: Arnbjörn Kristins son, form. fulltrúaráðsins. 2. Kosning uppstillinganefndar vegna Alþingiskosninganna 1971. — 3. Umræður umi prófkjörsregl ur. Frumimælandi: Sigbvatur Björg vinsson, ritstjóri.“ Uim 1. diagskrárefnið er fátt að segja. Alþýðuflokkurinn er í verki þegar búinn að afgreiða það tnál með því að neita um haustkosningar. Flokksmenn eru búnir að éta ofan í sig öll stóru orðin frá því í vor og öll skil yrðin, sem þá var sagt að ætti að setja fyrir áframhaldandi stjórn arsamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn eru geymd, en í staðinn kom in sú föðurlega yfirlýsing flokks formannsins Gylfa Þ. Gíslasonar, að með afstöðu sinni til haust kosninga hafi Aiþýðuflokikurinn auðvitað tekið á sig aukna ábyrgð á afgreiðslu mála í vet- ur, enda sé A'lþýðuflokkurinn „ábyrgur" flokkur. Um 2. dagskrárliðinn er enn minna að segja, þar sem upp- stillingarnefnd verður í raun kjör stjórn í prófkjörinu, sem mikill meirihluti er fyrir í Alþýðuflokks félögunum. þótt menn séu ekki allir sammála hinni nýstárlegu leið Gylfa við framkvæmd þess. Um 3. dagskrárliðinn stóðu deilurnar. Sá, sem valinn var af meirihluta stjórnar fulltrúaráðs ins.til að mæla fyrir bjarghringn um hans Gylfa, var Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri Alþýðublaðs ins, sem meðal flokksmanna gengur undir nafninu „His Masters Voice“. Þetta var sjálf sagt val framsögumanns miðað við allar aðstæður, en kemur kannski ókunnugum dálítið á óvart, því að þessi sami Sighvatur skrifaði í vor — fyrir borgarstjórnarkosn ingarnar — hverja greinina og leiðarann á fætur öðrum gegn prófkjörum og skoðanakönnunum og taldi sig sanna það, að lýðræði væri einmitt hvergi meira en í Alþýðuflokknum við ákvörðun framboða án prófkjörs- Nú mælir hann fyrir prófkjöri af sama eld nióði og hann lagðist gegn þeim í vor — en nota bene: Með því skilyrði. að framkvæmdin verði einskonar Gylfa-ginning Alþýðu flokksmanna. Nánar verður skýrt frá þessum fundi Fulltrúaráðs Alþýðuflokks- félaganna í Reykjavík í blaðinu á morgun. f gærkvöldi ákváðu Alþýðu- flokksmenn í Reykjaneskjördæmi að þar skyldi fara fram opið prófkjör við val á mönnum á framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Stokkurinn í mæni kerjaskálans í Straumsvík. í loftinu eru öflugar viftur, sem draga brennsluefnin út. Á botni stokksins er rcnna, sem tekur við vatni, ef hreinsitaekin verSa sett upp, en þau verSa þá á milli vift- anna og vatnsrennunnar. (Tímamyndir—Gunnar) að fylgjast með flúormengun frá verksmiðjunni, og hvað gert verð- ur til að koma í veg fyrir haua ef þörf þykir. Dr. Basshard, tækni legur framkvæmdastjóri verk- stniðjunnar, skýrði í stórum drátt um frá mengunarrannsóknum og þeitn hreinsitækjum sem komið verður fyrir ef þörf þykir. Það þarf engum að koma á óvart að flúors verði vart við verksmiðjuna, því efnið myndast við brennslu í kerjaskálanumi og rýkur út í Íoftið. Hins vegar er magnið svo Mtið aS ekki á að stafa hætta af. Þó er visst afmark að svæði næst vertsmiðjunni, sem vart getur flOorvnengunar að marki, og var öllum landeigendum á sínurn tíma gert aðvart um það. Garðir voru sérstakir samningar vegna hættu á flúormengun, og var skipuð nefnd til að rannsaka þetta atriði löngu áður en verk- smiðjan tók til starfa. Eru tveir aðilar neíndarinnar skipaðir af rík isstjórninni og tveir af Álfélag- inu. Skipulegar mengunarrannsóknir Tveim árum áður en álfram- leiðslan hófst voru gerðar athug- anir á gróðri í Hafnarfirði, Foss- vogi, Reykjavík og Heiðmörk. Fannst þá víða sviðnun í trjálaufi, sem náttúrlega er fráleitt að stafi af flúormengun frá álverinu. Um mengunarhættu við verksmiðjuna er það að segja að ekki er talið ólíklegt að hennar verði vart á svæði, sem nær 3 km. suður fyrir hana og jafnlangt inn til landsins og 2 km. í átt að Hafnarfirði, eða sem næst að vegamótum Krísuvík- urvegarins. Mengunarnefnd hefur með vissu millibili tekið sýnishorn af gróðri, mold og vatni á stóru svæði. Nær það svæði allt upp í Borgarfjörð, en þar eru tekin sýnishorn í Reyk- holti og á Gullberastöðum í Lund- arreykjardal. Eftir því sem nær dregur Straumsvík eru sýnishorn- in tekin á þéttara svæði. Eru sýn- ishornin ávallt tekin á sömu stöð- um og er unnið úr þeim í þrem löndum, á íslandi, í Noregi og Sviss. Eru niðurstöðurnar síðan bornar saman. Niðurstöður þeirra rannsókna sem síðast voru gerðar liggja ekki enn fyrir. en munu gera það bráðlega. Eina mögulega mengunin frá verksmiðjunni er flúormengun. Hreinsitækin Flúorin myndast við brennsluna í kerjaskálanum, eins og áður er sagt. Eftir endilöngum mæni skál- ans er stokkur og efst í honum öfl ugar viftur, sem draga loftið upp úr skálanum og blása brennslu- efnunum út. Neðst í þessum stokki er breið renna, sem á að taka við vatni ef til þess kemur að setja þurfi hreinsisíur í verk- smiðjuna. Dr. Basshard sagði, að ef þurfi að hreinsa flúorin úr úrgangsefn- unum verði að setja þar til gerðar síur í fyrrgreindan stokk, milli rennunnar og loftventlanna. Eru síurnar gerðar úr plastefni og þétt ur vatnsúði látinn leika milli þeirra. Flúor gengur mjög auð- veldlega saman við vatn og renn- ur með úðanum niður í rennuna og verður leiddur út úr verksmiðj- unni í sjóinn. Sagði framkvæmda- stjórinn að ekki væri kunnugt um að nein hætta væri á ncins konar mengun þótt flúor væri í vatni, enda yrði hér um svo lítið magn að ræða, að þess yrði varla vart. Vatnsrennan, sem út af fyrir sig er talsvert mannvirki, er þegar fyrir„hcndi í kerjaskálanum. Það sem einkum mundi valda erfið- leikurn við uppsetningu síanna væri að setja verður þær upp meðan verksmiðjan er í fullum gangi. Þó er það engan veginn óyfirstiganlegt, sagði dr. Basshard, það mundi einkum vera óþægilegt að vinna þarna uppi vegaa hitans. Um kostnað vegna uppsetningar hreinsitækjanna, var ekki hægt að fá upplýsingar. Hins vegar er ljóst að viðhaldskostnaður verður mik- ill. Þarf að hreinsa síurnar oft til að þær komi að gagni, en ventlam ir í mæninum eru svo kraftmiklir að skipt er um loft í öllum kerja- skálanum 40 sinnum á klukku- stund, eða sem því svarar. Þá sagði framkvæmdastjórinn, að bú- ast megi við að einhver annar háttur verði hafður á við hreins- un, ef til kemur, úr þeim kerja- skála, sem nú er verið að byggja og verður fuligerður árið 1972. En hægt er að sía flúorinn frá öðrum efnum með annars konar aðferðum en hér var lýst. Framhald af bls. 1. Þá er leið 3 einnig mikil vandræðaleið og vagnarnir á þeirri leið, yfirfullir á mestu umferðartímunum. Við nýaf- stáðnar breytingar var tíma- áætlun þeirrar leiðar, rýmkuð þannig að vagnarnir eiga að vera stundvísari en áður. Tímaáætlunin á leið 11 var rýmfcuð þannig. að nú eru farnar þrjár ferðir á fclst. í stað fjögurra áðuir, og tvær ferðir á klst. á kvöldin í stað þriggja áður. Er þessi leið einn mesti höfuðverkur SVR. SVR hefur nú þrjá skúra til afnota sem verkstæði og er við gerðarrúm þeirra mjög tak- markað, þannig að vandræði mikil steðja að, þá er eins og kunnugt er mikill varahluta skortur hjá SVR vegna brun ans. Er ástæða fyrir óánægju al- imennings yfir þessu nýýa kerfi SVR, sem sannað hefur að ekki er hægt að standa við auglýst loforð. Þá mun vera mikil óánægja meðal vagn stjóra yfir því mikla álagi sem á þeim hefur verið, frá því breytingar voru gerðar í vetur og segja þeir að aldrei hefði átt að gera þær breytingar. Gaman gaman Dr. Basshard útskýrif hvernig hreinsitækjum verður komið fyrir i mæni kerjaskálans ef þeirra gerist þörf. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.