Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ÞRH>JUDAGUR 6. október 1970 Hjúpur leyndardómanna ligg- ur enn þá yfir Afghanistan. Þetta mikla fjallaland í hjarta Asíu, hefur ekki enn verið „uppgötva©" af ferða- mönnum, en það eru líka ekki nema átta ár síðan landið var opnað fyrir almenning. — En hvað finnur maður svo í »and- inu milli Kína og Persiu? — Jú, 14 milljónir manna, og meðal þessa fólks kynnist maður ó- hugnanlega mikilli fátækt. Sé farið í flugvé,' frá Teher- an, og lent á flugvelli í Kabul- dalnum, sem er rétt við höfuð- borg landsins, er farið úr birtu í skugga. Það fyrsta sem mað- ur sér, þegar gengið er úr flug- vélinni, er óhreint íó!k vafiffl inn í ullarteppi — óhreint fólk sem skelfur af kulda. Það er kalt í Kabuldalnum yfir vetrar- tímanna og liggur dax'urinn 2000 m yfir sjávarmáli. Stór hluti fólksins þarna, á hvergi heima, en í fjallshlíðunum er þó hægt að finna röð af fruimstæðum steinhúsum og jarðhúsum. Það er eðlilegt, að land sem ekkert er nema fjöTL og aftur fjöll, sé eigi frjósamt. Sauð- f járræktin er inikilvægust í lífs baráttu Afghanistamanna, en námugröftur er sífellt að verða þýðingarmeiri. Námugröftur er þó mjög takmarkaður enn sem komið er, og fer einkum fram nyrzt í landinu og við bak þess atvinnurekstrar styður f jár- magn frá Sovétríkjunoitn. Eig- inlega verður maður"því ekki undrandi yfir þeirri vitneskju, að yfirleitt eru daglaun alþýðu- manna i Afghanistan ekki nema sem svarar 20 ísl. kr. En er hægt að ifa á svo litlu? Þegar kröfurnar eru litlar er þaö hægt, og allt er svo ódýrt í Jandinu, að útlendingar verða undrandi yfir því. Til dæmis kostar næturgisting á hóte'um í Afghanistan varla meira en 20 ísl. kr. En þá verður líka að minna á, að aðbúnaðurinn er mjög slæmur á hótelunum, og maður verður að vera afar var- kár vilji maður ekki fá kóleru, eða aðra hættulega sjúkdóma. Farsóttir er raiörg tíðar í land- inu, og þar deyja margar þús- undir manna árlega í farsótt- um. Þa^ er p'r>.ki!m kóteran og bólusóttin, sem herjar á fólk- ið, einnig valda tavz3v:'; 4 berklar dauðsföliuaa m<u'gr£Ú Barnadauði er.afar mikill, jafn- vel mun meiri en í Indlandi. Kona sem ég átti ta: við, hafði fæfi tólf börn, en aðeins eitt þeirra var á lífi. Slíkt er ekk- ert einsdæmi í Afghanistan. Auðvitað er það sóðaskapur- inn, sem veldur þessum miklu dauðsföllum. I öllum bæjum landsins standa göturæsin op- in, og aÆr geta hugsað sér hvað mikinn sóðaskap þetta fyr irkomulag hefur í för með sér. Vatnið sem fólkið drekkur er óhreinsað yfirborðsvatn eða brunnvatn — alls staðar aug- ljós skortur á öllu er nefnist hreinlæti. En vatnið er ef til vilí mesta vandamál þjóðarinn- ar. Og í miklum þurrkatímum, vtrðist þetta vandamál vera með öllu óleysanlegt. Matarskorturinn er einnig mjög mikill, og það er mikið unn horaða Afghanistanbúa — margir ganga uin eins og lif- 3"'': h»*-'^'^»'íur. Pólkið lifir aöaiie£<t a te og þurru brauði — Sóöaskapurinn er víða áberandi og skolprœsi víSa opin á götum, eins og sést á þossari mynd, sem er frá höfuóborginni Kabul. AFGHANISTAN - land hinna mörgu óleystu verkefna næringarrík er ekki sú fæða. Þeir eru margir Afghanistan- búarnir, sem deyja úr sulti, og margir deyja þeir á götunum. Aud Svinland, norskur lækn- ir og eiginkona hans, háfa í þrju ár búið í Afghanistan. Þau segja Iæknaskortinní4 .landinu. hreint út sagt ægilegan. íbúar landsins eru eins og fyrr sagði 14 miL'jónir, en í landinu eru ekki sjúkrarými fyrir fleiri en eitt þúsund manns. Danska hjúkrunarkonan Ell- en Rasmussen, sem hefur stund að hjúkrun í Afghanistan frá 1927, setti upp fyrsta sjúkra- skýlið úti á landsbyggðinni. — Þeir voru margir erfið- leikarnir sem við þurftum að yfirstíga þegar við héldum 1966 í baráttuferð út á lands- byggðina. Við vorum fjögur saman, tveir bandarískir lækn- ar, innfæddur x'æknir og svo ég, sem var eina hjúkrunarkona, segir Ellen Rasmussen. Við fórum um mikinn hluta lands- ins og margs konar lyf jum var dreift og alls staðar blasti við þörfin eftir læknum. Þá virtist fólkið samt vera óvinveitt í okk ar garð, en nú er þessu öðruvísi farið. Þegar ég fenðast nú um, kemur svo mikið af íóM til min sem vill fá lækningu, að- ég get varla 'nnt því öllu. Nú hafa amerískar hjálparsveitir komið til landsins, til þess að teysa vandamálið, en þörfin *yr ir hjúkrunarkonur og sjúkra- liða er enn þann dag í dag hræðilega mikil. Hér er mikið verkefni fyrir okkur Norður- landalbúa, segir Ellen afS lokum. Maður fellur sannarlega ekki veí inn í umhverfið, þegar maö- ur sem Evrópubúi gengur í hvítri skyrtu með bindi o.s.frv eftir óhreinuim götum Kabul- borgar. Á götunum lyktar allt af saur og öðrum óhreinindum. Víða situr fólkið í allri eymd sinni og starir á mann. En það betrar ekki, jafnvel þótt það hafi ríka ástæðu til þess. Aöems þegar það er algjört lífsspursmál, leggur Afghanist- anbúi sig niður við að betla. Hins vegar fjölgar stöðugt .ietlurum frá Evrópu á götum borgarinnar. Það eru svonefnd- *ir hippar, seim þangaðháfá ferð azt á puttanum, til þess að fá bash keypt á ódýran hátt. Þeir eru sem sé pen- ingalausir og skammast sín ekki fyrir að beWa frá fólki, sem ef til viJl er það fátækasta í heimi. Hipparnir hafa valdið vandræðum þeim fáu Evrópu- mönnum, sem hafa atvinnu í landinu. Kabulbúar eru nefni- lega farnir að líta á alla hvíta menn, sem hippa og eru af þeim ástæðum farnir að ííta niður á Evrópubúa. Það er hægt að kaupa hash á götuim úti og það er ekki dýrara, en tóbak hér í Reykjavík. Hashkaupmenn imir eru alls ekki hræddir við BÍS bjóða varning sinn á götum úti — hver má sjá það sem vill. Sauð-fjárrækt er mikiivœgasta atvinnugrein Afghanista. I gegnum miðja höfuðborgina rennur á, sem sama nafn ber og borgin, Kabul. Það er leysing- arvatn frá jöklunum í Hindu- kusjfjölkmum, þar sem hæsti tindurinn er 7700 metrar. Þeg- ar þetta vatn er komið aL'a leið úr þeim miklu fjöllum, er það orðið anzi óhreint, og áin er skolpræsi Kabulborgar. — En samt er þafð í ánni, sem fólkið þvær klæði sín, fæðu sfna og sig sjálft. Það mumdi lfklega hneyks'a Islending, þegar hann stæði í fyrsta sinn við ána og sæi mann gera þarfir sínar í hana — og rétt hjá þeim síðamefnda, annan mann að baða sig í ánni, en þetta er ósköp algeng sjón í höfuiðborg Afghanistan. Það er mikið ferðazt í hest- vögnum í Afganistan, en það er líka hægt að ferðast þar um í vögnum, sem dregnir eru af mönnum. Stundum er nauðsyn- legt að ferðast um Kabulborg í vagni, þvi að oft kemur fyrir, alð skolpvatnið flæðir yfir aflar göturnar. Fyrir ferðamenn, sem koma til landsins og ekki vilja hætta á að eyðileggja maga sinn, er matur mikið vandamál. A hótelinu Spinzar í KabuJ er hægt að fá góðan mat, en einn- ig mat, sem valdið getur injög slæmum niðurgangi. Ef manni þykir steiktur matur góSur er þó líklegt að öryggi magans sé tryggt. — 1 útjalðri höfuð- borgarinnar, hefur á þessu ári, skotið upp kollinum fyrsta flokks hóteli og var það byggt með bandarísku fjármagni. Hótelið er svo fínt að Jægra settir starfsmenn þess, sem yf- irleitt eru innfæddir, þorðu varla í fyrstu, að ganga á tepp um hótelsins, og þeim fannst víst „svolítið" einkennilegt að horfa á alla fátæktina út um hina stóru glugga. — Tekið ska'J fram, aSS hótelið er byggt fyrir bandaríska ferðiamenn, einkum fyrir milljónamæringafrúr í heimsreisu. Jafnvel þótt landið hafi ver- ið opnað fyrir átta árutn, er það eftir sem áður, frum- stætt land þar sem lifshættir fólksins eru mörg rundruð ár- um á eftir tímanum, sé borið saman við okkur hér á Vestur- Ændum. — í hinum mörgu fjalladölum landsins, finnst manni jafnvel lífshættir fólks- ins vera heilli ö;d á eftir tím- anum, og oft kemur þar tii óeirfða milli einstakra ætta. Ný lega vora fimm þúsund tnanns drepnir í slíkum óeirðum í ein- um dalanna. Eru það oftast rógberar, sem valda þessum 6- eirðum. Líf hins óbreytta manns í Afghanistan er *'ítið sem ekk- ert virt, og lendi maður í slags- máfum og takizt að drepa and- stæðinginn, er litið á mann sem hetju. Það er því ekki undra- vert þó að Nonðurlandabúar, sem fara til landsins geri ýmsar öryggisráðstafanir áður.. Margir hafa með sér schæfer- hund, og æfa sig í meðferð skot vopna. Það er ekki erfitt að bera skotvopn, og allur er var- inn góður. — Taki maður til- lit til siða íbúa landsins, á mafð- ur -ð geta komizt heill að húf j frá hinu frumstaeða Afghanist. an. Einar Lyngar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.