Tíminn - 06.10.1970, Síða 9

Tíminn - 06.10.1970, Síða 9
>K»JUDAGUR 6. október 1970 TIMINN 9 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Kaxisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnar- skrifstofur 1 Edduhúsinu, simar 18300 —18306. Skrlfstofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 165,00 á mánuði, lnnanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm Edda hf. Fiskdreifing í Reykjavík Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins 1 Reykjavík báru fram á síðasta fundi borgarstjórnar tillögu um að komið yrði upp sameiginlegri dreifingarmiðstöð fyrir fisk í samráði við þá, sem annast fisksölu í borginni. Skyldi m.a. athuga, hvort Sænska frystihúsið hentaði og hvaða möguleikar væru á að fá það til umræddrar starfssemi. Einar Ágústsson mælti fyrir þessari tillögu og sagði m.a.: — Eins og nú hagar til verður hver fisksali sjálfur að þeytast milli nálægra verstöðva í leit að fiski svo að segja á öllum tímum sólarhrings, freistast til að kaupa meira en hagkvæmt er, ef heppnin er það mikil, að fisk er að fá, þrátt fyrir takmarkaða aðstöðu til að geyma og vinna þessa viðkvæmu vöru, og flytja hana langar leiðir oft á tíðum á ófullkomnum og óhentugum farartækj- um. Afleiðing er svo í mörgum tilfellum verri vara heldur en verða þyrfti og þessir menn gætu haft á boðstólum, ef skilyrði þeirra væru ögn hagstæðari. Fiskur er bæði hollur og ódýr matur, þrátt fyrir allar hækkanir, og vafalaust algengasta fæðutegund á flest- um íslenzkum heimilum. Það er því hreint fjárhagsatriði, sem hér er um að tefla — að bæta aðstöðu fiskdreifing- arinnar. Við íslendingar njótum þeirra fríðinda að búa við ein beztu og gjöfulustu fiskimið heims. Engu að síður er það staðreynd, að erfiðlega gengur að fá fiskinn nýjan og góðan á borð Reykvíkinga. Ástæðan hlýtur fvrst og fremst að vera skipulagsleysi í dreifingu Önnur mat- væladreifing er fyrir löngu komin í fastar skorður. Mjólk, mjólkurafurðir, kjöt og kjötvörur, grænmeti o. fl. og þótt mörgum finnist sjálfsagt sitthvað við þau kerfi að athuga, er þó ástand þeirra mála ósambærilega miklu betra en sá óskapnaður, sem látinn er viðgangast í fisk- sölumálunum. Nú eru gerðar vaxandi kröfur á hendur útflutnings- framleiðslu okkar — nýjar reglugerðir settar um eftir- lit og meðferð þess fisks, sem ætlaður er á matborð út- lendinga — og sízt er þar of fast að orði kveðið. Erlendir kaupendur láta ekki bjóða sér annað en það bezta. Allt ætlar um koll að keyra af því komizt hefur upp, að bein geta verið í fiski, hvað þá ef grunur léki á misbresti um hreinlæti í meðferð þessara matvæla Það virðist því sannarlega engin goðgá, þótt farið verði að huga að því, hvernig meðferð sá fiskur fær, sem við íslendingar ætlum okkur sjálfum til matar, enda vitanlega skammt undan að heilbrigðisyfirvöld hér sem annars staðar geri auknar kröfur til hennar. Þess vegna er lagt til að borgin gangist fyrir útvegun hentugs húsnæðis, þar sem koma mætti við sameigin- legum innkaupum allra fisksala í Reykjavík, en heild- sala yrði þar í höndum fisksalanna sjálfra Reykjavík og nágrenni mun þurfa yfir 10 þúsund tonn af fiski yfir árið og fer þörfrn á neyzlufiski auðvitað vaxandi á næstu árum, svo að hér er um talsvert stórt úrlausnarefni að ræða. Með hliðsjón af þessu hafa augu manna beinzt að Sænska frystihúsinu, sem um skeið hefur hvergi nærri verið fullnýtt. Þar mun aðstaða öll vpra hin ákjósanleg- asta og enginn sá atvinnurekstur þar stundaður, sem ekki gæti orðið á braut með mjög skömmum fyrirvara. Er vonandi að borgaryfirvöld sjá sér fært að koma á ein- hvern hátt til móts við þá menn, sem nú leggja nótt við dag til að koma vinsælustu og ódýrustu fæðutegundinni á borð þeirra, sem búa í Reykjavík og nágrenni. — TK ERLENT YFIRLIT Anwar Sadat þykir líklegastur til að verða eftirmaður Nassers Nasser treysti honum bezt af samverkamönnum sínum ÁRIÐ 1964 var þeirri skipan komið á í Egyptalandi, að fjór- ir menn færu sameiginlega með varaforsetavaldið. Það var hlutverk þeirra að fara með stjórn landsins sameiginlega um tiltekinn tíma, ef Nasser forfallaðist eða félli frá. Eftir styrjöldina 1967 var þessi skip- an felld niður, og var Egypta- land varaforsetalaust þangað til í desember síðastliðnum. Nasser hafði verið óhraustur undanfarna mánuði og m. a. dvalið í Sovétríkjunum sér til heilsubótar, en ekki fengið fulla bót. Það þótti þvi hyggi- legt að endurreisa varaforseta- embættið að nýju, en nú var því ekki lengur skipt milli fjögurra manna, heldur falið einum manni. Jafnframt var svo ákveðið, að hann skyldi gegna forsetaembættinu í tvo már.uði eftir að aðalforsetinn forfallaðist eða félli frá, svo að nægur tími gæfist til að velja nýjan forseta. Almennt er nú litið svo á, að Nasser hafi þegar hann valdi varaforsetann ,í fyrra, til- nefnt þann manninn, sem hann bar persónulega mest traust til allra samstarfsmanna sinna. Því þykir líka næsta sennilegt. að þessi maður verði fyrir val- inu, þegar þingið kemur sam- an innan skamms tíma til að velja nýjan forseta. Hann hef- ur það a. m. k. umfram aðra keppinauta sína, að Nasser treysti hoaum bezt. ANWAR SADAT. sem Nass er tilnefndi sem varaforseta í desember í fyrra og gegnir nú forsetaembættinu um tveggja mánaða skeið, fæddist 25. desember 1918 og má því segja, að þeir Nasser hafi ver- ið jafnaldrar. Faðir hans var skrifstofumaður á herspítala og var það snemma ósk Sadats að verða hermaður. Hin ósk hans var að hrekja Breta frá Egypta landi. Fyrri ósk hans rættist, þegar hann fékk inngöngu í herskóla 1936 Þar hófst kunn- ingsskapur þeirra Nassers. Þeir urðu fljótt nánir vinir og skoðanabræður, þvi að báðir voru þeir þá þegar eldheitir þjóðernissinnar Sadat var hins vegar enn ákafari andstæðing- ur Breta og óþolinmóðari. Það leiddi til þess, að Bretar grun uðu hann um að stunda njósnir fyrir Þjóðverja á stríðsárun- um og var hann því hafður i haldi 1942—44. Þá slapp hann. Andúð hans á Bretum hafði aukizt við varðhaldsvistina og tók hann nokkru síðar þátt f ráðagerðum um að sprengja upp brezka sendiherrabústað- inn, en Nasser stöðvaði það. Sadat var síðan um skeið með- limur í bræðrafélagi Múham- eðstrúarmanna. er skipulagði hermdarverk gegn egypzkum stjórnmálamönnum. er voru taldir Bretum sérstaklega hlynntir. Þannig var hann ákærður fyrir þátttöku í morði fjármálaráðherra, sem var myrtur 1946 og sat hann því í haldi þrjú næstu árin. Honum var sleppt 1949 og næsta ár fékk hann liðsforingjastöðu ) hernum. Félagsskapur þeirra Nassers hófst nú að nýju og var Sadat einn þeirra tólf liðs- foringja, sem skipulögðu júní- byltinguna 1952, þegar Farouk konungi var steypt úr stóli Það féll í hlut hans að til- kynna byltinguna opinberlega, þega. búið var að fjarlægja Farouk. Af þessum tólf er Sad- at sá eini, sem er enn í valda- honum fjölmörg, sétrstök þýð- um eða öðrum hætti vikið hin- um smám saman til hliðar, enda fylgdi hann þeirri reglu, að láta engan mann halda mik- illi valdastöðu til iengdar. Hann færði þá milli embætta og suma lét hann draga sig . hlé. Sadat var sá eini, sem hann hafði alltaf við hlið sér og virtist treysta óbilandi á. SADAT hefur síðan bylting- in var gerð 1952, gegnt fjöl- mörgum virðingarstöðum. Hann hefur verið aðalritstjóri helzta málgagns Nassers, for maður í flokki hans, þingfor seti og einn af varaforsetum landsins 1964—67. Nasser fól honum fjölmörg sérstök þýð ingarmikil verkefni, eins og t d. að annast um mikilvægust\i milliríkjasamninga, t. d. við Rússa. Vegna þess hve Sadat oefu’ alltaf staðié Nasser nærri of eius og unnið i skugea han# hefur borie opinberlega mmm. á honum en ýmsum öðrum teib togum Egypta Menn vita þvi Anwar Sadat (til hægrl) og Aly Sabry, sem er einn helztl keppinautur hans um forsetaembættið. minna um nersónuleg viðhorf hans en ella. Þó þykir víst, að hann sé eindreginn þjóðernis- sinni. Hara er einnig þekktui sem mikill trúmaður, sem oft vitnar í Kóraninn. Hann er sagður tala mjög vandað mál og þykir segja frá flesVam be: ur. Hann er sagður þægilegur í umgengni og hafa góða kýmni gáfu. Hann er tvíkvæntur. Seinni kona haus er ensk í aðra ættina og eiga þau sex börn. Hann er sagður mikill fjöl- skyldumaður, eins og Nasser var Vegna þess, hve handgeng- inn Sadat var Nasser, þykir hann öðrum líklegri til að þekkja vel viðhorf hans og fylgja fram stefnu hans, ef hann yrði Kjörinn forseti Hins vegar efast menn um, að hann hafi til að bera sömu hyggindi og stefnufestu og Nasser En slíkar efasemdit gilda einnig um þá, sem ero líklegastir til að keppa við hann um forseta embættið Það er og víst, að enginn þeirra mun í fyrstu hafa þí tiltrú þjóðar sinnar, sem Nasser naut. Þess manns, sem hreppir sæti hans, bíður ekki auðvelt starf framundan. Líklegastir keppinautar Sad- ats um forsetaembættið eru taldir þeir Aly Sabry og Zakar- igra Mohieddine. Sabry er af mörgum talinr mikilhæfastur af samverkamönnum Nassers. Skoðanalegt, hefur hann verið talinn standt nærri kommún- ístum i innanlandsmálum, en þó vilja gæta fulls sjálfstæðis í skiptum 'ið Rússa Mohied dine e: hínt vegar talinn standa til nægri. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.