Tíminn - 06.10.1970, Síða 13

Tíminn - 06.10.1970, Síða 13
ÞREÐJUDAGUR 6. október 1970 ÍÞRÓTTIR TIMINN IÞRÓTTIR 18 ÞrLr seðlar fundust hjá Getraun- um að þessu sinni með 11 rétta, og fær hver í sinn hlut um 60 þús- und krónur. Með 10 rétta voru 47, þar af einn með fastaa seðil, og falla um 1600 krónur á hvern seðil. Frá Austurlandi hringdi einn maður, sem tilkynmti að hann væri með 11 rétta, en er að var góð, hafði hann gíeymt að fylla út báða stofnama, sem hann sendi, og varlð hann því af vinningnum í þetta sinn. 12 réttir og úrslitin í 1. deild í Englandi á laugardaginn urðu þessi: Leikir S. október 1970 1 X :: ; Arsénal — Notth. For. / ¥ - 0 Blackjiool — Stoke X 1 - 1 Coventry — Everton 1 3 - 1 Crystal P. — Southp’ton / 3 - l Derby — Tottenham X / - I Ipswich — W.BA. X 2 •- z Lœds — Huddersfidd 1 2 - 0 Liverpool — Chélsea 1 1 - O Mhn. City — Newcastle X 1 - / West Ham — Bumley 1 3 - / Wolves — Man. TJtd. 1 3 z Sheff. TJtd.— Sheff. Wed. l 3 ' z Akureyringar slegnir út í fyrsta leik sínum í bikarkeppninn i og verða að senda bikarinn aftur tíl Suðurlands AE—Vestmannaeyjum Fyrstir allra 1. deildarlcikmanna fslands 1970, geta Akureyringar lagt skóna á hilluna í ár, og það áður en leikmenn úr 2. og jafnvel 3. deild gera þa'ð, því að þeir voru slegnir út í sínum fyrsta leik í bik- arkeppninni að þessu sinni, og voru það Eyjamenn, sem það framkvæmdu, með því að sigra þá á malarvellinum í Vestmannaeyj- um 2:1 eftir framlengdan leik. Akureyringar þurfa að gera meira en að feggja skóna til — þeir verða einnig að pakka niður bikarnum, sem. þeir hlutu með því að sigra í bikarkeppninni í fyrra, og senda hann suður yfir heiðar, því að Suðurl. verður hans heim- ili næsta ár, en heimilisfangið enn ekki fundið. Eyjamenn skoruðu sitt fyrsta mark á 12. mín. leiksins — Sævar Tryggvason fékk góða sendingu þvert yfir völlinn, og lék upp að endamörkum — Þaðan sendi hann knöttinn vel fyrir markið, og þar kom Haraldur Júlíusson á fullri ferð, og sendi með sínum lands- kunna „gullskalla“ á venjulegan hátt í markið. Frara hlaut silfrið Sigraði ÍBK í „úrslitaleiknum" 3:2 Á 25. mín. leiksins jafnar Her- mann Gunnarsson fyrir ÍBA, er Einar bakvörður ÍBV hitti ekki knöttinn, sem rúllaði til Her- manns, sem var vel vakandi fyrir svona mistökum, og hann lék ró- lega alla leið inn í mark Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn, það eina sem ÍBV hafði fram yfir mótherjann, var fleiri tæki- færi. f síðari hálfleik byrjuðu Ak- ureyringar vel, og ætluðu sýnilega að taka leikinn í sínar hendur, en er á leið dofnaði yfir þeim, og leikurinn jafnaðist aftur. Þegar nokkuð var liðið á fyrri hluta framlengingarinnar fékk Sævar Tryggvason knöttinn á vinstri vallarhelmingi ÍBA, og lék einn og óhindraður upp að marki, og skoraði við mikinn fögnuð á- horfenda. Fátt annað markvert skeði, nema er Tómas Runólfsson komst einn upp að marki IBA og átti að- eins eftir að leggja Samúel mark- vörð að velli, en er hann gekk út á móti honum, snéri hann við og sendi knöttinn langt út á völl Úrslitin í leiknum, 2:1 ÍBV í vil, voru sanngjörn miðað við tæki- færi. Akureyringar voru ekki sjaldnar með knöttinn, en tæki- færi þeirra voru sárafá, og var oft eins og þeir hefðu engan áhuga á leiknum. Landsliðið lofar góðu Góður hraði — lítið um mistök, og sæmilega yfirveguð og löng upphlaup, var einkenni á leik „landsliðsins“ í handknattleik í leiknum við Drott á sunnudags- kvöldið. Mennirnir bak við þessa ágætu og frekar sjaldgæfu hlið á lands- liðinu, voru þeir Ingólfur Óskars son og Bjami Jónsson, sem héldu öllu spili gangandi, báðir vakandi fyrir línunni, og hugsuðu sjálfir minnst um það að skora, en létu hina um það eftir að hafa ruglað vörn Svíanna vel og lengi með snöggum skiptingum, og stjóm- sömum Ieik. Leikur Drott var allt annar og betri en gegn FIl og Fram, og þá sérstaklega gegn Fram. — Þó þetta væri þriðji 'eikurinn á 3 dögum. Liðið lék hratt og skemmtilega, en vantaði afgerandi mann, til að skora, knattmeðferðin var til fyr- irmyndar, og allt yfh'bragð á lið- inu hreint og skemmtilegt. „Landsliðið“ hafði yfirhöndina í að skora frá byrjun, en Svíunum tóksf að jafna 2:2 — 4:4 — 6:6 og 8:8, en í hálfleik hafði „landslið- ið“ yfir 9:8. Síðari hálfleikurinn byrjaði með 9::9 eftir örfáar sekundur, en þá kom gó'ður kafli með miklum hraða, og breyttist þá staðan 14: 10 ,landsliðinu“ í vil. Það bil tókst Drott ekki að jafna upp og urðu lokatölur leiksins 19:15. Það fór ekki fram hjá neinum að þótt landsl. hefði verið ágætt í þessum leik, vantaði miki® í það við fjarveru Geirs Hallsteinssonar, sem af Hannesi Þ. Sigurðssyni og Co, var settur út úr liðinu ásamt félögum síinum úr FH, þeim Erni Hallsteinssyni, Birgi Finnbogasyni og Auðunni Óskarssyni. 1 kringum Geir er ætíð Ijómi, sem enginn annar íslenzkur handknattleiks- maður hefur, enda var megn ó- ánægja meðal áhorfenda, sem töldu sig hafa verið svikna, því þeir hefðu aldrei komi'ð, ef þeir hefðu vitað, að Geir yrði ekki með, og voru þeir Hannes og fé- lagar ekki hátt skrifaðir hjá þeim — „Það er hægt að fá nóg af körlum eins og þemian Hannes •— en það er ekki til nema einn Geir Hallsteinsson", sagði einn gamalf áhugamaður um handknattleik á leiðinni út, og undir það tóku margir með honum. — klp. Mp—Reykjavík. Sem betur fer fyrir mótanefnd KSÍ og önnur „toppstykki“ í þessu æðsta valdi knattspyrnunnar í landinu, sigraði Fram í leiknum við ÍBK um annað sætið í 1. deild, sem scttur var á af þeim háu herr- um, þvert afan í lög KSÍ um knatt- spymumót. Leikurinn fór fram á sunnudag- inn í norðan garra, og léku Kefl- víkingar undan vindi í fyrri hálf- leik, og sóttu þar af leiðandi mun meir fyrstu 45 mínúturnar. Það voru þó Framarar, sem skor uðu fyrsta markið, er Sigurbergur Sigsteinsson skallaði knöttinn glæsilega í netið eftir hornspyrnu frá Helga Númasyni. Keflvíkingar jöfnuðu 1:1 þegar um 15 mín. voru til leiksloka, og var Grétar Magnússon þar að verki, eftir nokkra pressu á Fram- markið, sem lauk með því að Sigur bergi mistókst að hreinsa frá marki, og rann knötturinn til Grét- ars, sem skoraði. í síðari hálfleik var leikurinn svo til einkaeign Fram, sem press- aði nær látlaust undan vindinum, en Keflvíkingum gekk erfiðlega aið sækja á móti og áttu sárafá upphlaup. Á 23. mín leiksins skoruðu þeir þó mark, og það eitt það furðu- legasta, sem sézt hefur í langan tíma, enda var mikið hlegið að því á áhorfendapöUunum. Keflvík- ingar sóttu upp vinstra meginn og voru komnir mitt á milð miðju og Dæma í Osló Hanadknattleikssamband ís- lands hefur verið beðið um að tilnefna tvo dómara á fyrri IeHt norska handknattleiksliðsins, Oslo Studentene við finnska liðið, UK 51 frá Helsinki í Evrópu- keppni meistaraliða í handknatt- leik. HSÍ hefur tilnefnt þá Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson á leikinn, sem fram fer í Osló í þessum mánuði. ¥:s\^v>VÍ FRAM-silfurliðiS í I. deiid 1970. Aftari röð frá vinstri: Hilmar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, Helgi Númason, Jóhannes Atlason, Sigurbergur Sigsteinsson, Tómas Kristinsson, Marteinn Geirsson, Ómar Arason, Rúnar Gíslason og Guðmundur Jónsson, þjálfari. Fremri röð f. v.: Gunnar Guðmundsson, Snorri 'Hauksson, Ásgeir Hlíasson, Erlendur Magn ússon, Kristinn Jörundsson, Einar Árnason, Arnar Guðlaugsson og Baldur Scheving. vítateigs, er Þorbergur Atlason markvörður Fram, tók á rás út úr markinu og hljóp langt út fyrir teig til að spyrna knettinum frá. Það tókst honum ekki betur en svo, að hanm fór til Steinars Jó- hannssonar, sem sendi hann yfir Þorberg, sem stóð á miðjum vell- inum og í netið. Adam var ekki lengi í paradís, því tveim mín. síðar jafnaði Ás- geir Elíasson fyrir Fram með föstu skoti frá markteig, sem hinn annars ágæti markvörður ÍBK í þessum leik Reynir Óskarsson réði ekki við, og 4 mín. síðar varð hann aftur að sækja knöttinn í markið, efiir glæsilegan skalla frá Helga Núm':yni. Þetta urðu lokatölur leiksins, samngjarnar tölur og sanngjörn úrslit, ekki aðeins í .’eiknum held- ur og í gegnum 1. deildina í heild í sumar Fram átti 2. verðlaun in fyllilega skilið, og það á’ þess að ieika þennan leik. Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð íekin d sóiningunni. Kaupum notaða sóiningarhæfa nylon-hjólbqrða. önnumst allar .viðgerðir hjóibarða með fullkomnum fækjum. GÓÐ WÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501.—Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.