Tíminn - 06.10.1970, Page 16

Tíminn - 06.10.1970, Page 16
ÞrtSjodagur 6. október TW07 Lesið um landið í hjarta Asíu - Sjá bls. 8 Síðari hluta dags í gær kviknaði í risi hússins við Lækjarteig 7 í Garðahreppi. Á fyrstu hæð hússins er verzl- unin Garðakjör. Slökkviliðsmenn komu brátt á vettvang og tókst þeim að hefta útbreiðslu eldsins, sem ekki komst niður á neðri hæðirnar. Miklar skemmdir urðu í risinu. (Tímamynd—Gunnar) HITAVEITA HÚSAVÍKUR FQRMLEGA TEKIN í NOTKUN Skuttogari á Akureyri smíðaður þar? SB—Reykjavík, mánudag. Leó Sigurðsson, útgerðarmaður á Akureyri, hefur farið þess á Ieit við bæjaryfirvöld á Akureyri og ríkisstjórnina, að hann fái sams- konar fyrirgreiðslu og aðrir aðilar hafi fengið, til að eignast skut- togara. Bæjarráð Akureyrar lagði til, að þetta yrði samþykkt með vissum skilyrðum. Skilyrðin, sem sett eru fyrir því,1 að Leó eignist skuttogarann eru eftirfarandi: Útgerðarfyrirtækið verði skráfð á Akureyri og skipið , eigi þar heimahöfn. Þeim afla, sem ekki sé landað erlendis, verði land- að á Akureyri, þegar aðstæður Íeyfa. Þá skal Akureyrarbær og út- gerðaraðiiar þar hafa forkaupsrétt á skipinu. Leó Sigurðsson leggur hins veg- ar áherzlu á, að skuttogari sinn venði smíðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri. Eins og áður segir, lagði bæjar- ráð Akureyrar til, að þetta yrði samþykkt, en fjallað verður um málið á fundi bæjarstjórnar á morgun. Míkið magn af smygluðu áfengi í Hofsjökli OÓReykjavík, mánudag. Tollverðir fundu mikið magn af áfengi í Hofsjökli í dag. Skip ið liggur í Reykjavíkurhöfn og er nýkomið til landsins. Fyrst fundu tollverðirnir 20 flöskur af áfengi, sem gerðar voru upptækar. Við nánari leit í skipinu fannst leynihólf sem í voru 620 tvcggja pela flöskur af rússnesku vodka. Leitinni var haldið áfram í kvöld. Bruni á Barðaströnd EB—Reykjavík, mánudag. Slökkviliðið á Patreksfirði var um hálf-fjögur leytið í dag kallað út vegna þess að kviknað hafði í íbúðarhúsinu á Hreggstöðum á Barðaströnd. Var skjótt brugðið við til að- stoðar, en þegar slökkviliðs- menn komu á staðinn var húsið alelda og að falli komið — en klukkutíma akstur er frá Patreksfirði í Hreggstaði. Brann húsið því til kaldra kola ásamt nær öllum innanstokks munum. Álitið er að kviknað hafi í út frá sprengingu í mið- stöðvarkatli, sem var ólíu- kyntur. Húsmóðirin á Hreggstöðum var að tala í síma, þegar hún heyrði sprenginguna og upp- götvaði að kviknað var í hús inu. Var bóndi hennar og synir beinra við vinnu í fjárhúsum, Framhald á 14. síðu SB—Reykjavík, mánudag. Hitaveita Húsavíkur var form lega tekin í notkun á laugardag inn. Framkvæmdir við lagningu veitunnar til Húsavíkur, frá Hvera völlum í Reykjahverfi, sem er um 19 km. leið, hófust í maí í vor og er því verki nú lokið, að öðru leyti en hví, að eftir er að hleypa vatni frá einum hveranna inn á leiðsluna. Innanbæjarkerf- inu er að mestu lokið. Nokkrir bæjarbúar hafa þegar tekið vatn- ið í notkun, en almenn vatns- sala mun hefjast upp úr mánaða- mótunum. í tilefni vígslu hitaveitunnar, hélt bæjarstjórn Húsavíkur hóf í félagsheimili stáðarins á laugar daginn. Bæjarstjórinn, Björn Frið finnsson, stýrði hófinu og í ræðu, sem hann filutti, rakti hann helztu EJ—Reykjavík, mánudag. Á þingi Alþýðusambands Vest fjarða (ASV) á dögunum var sam þykkt, að skora á þingmenn kjör dæmisins að „beita sér fyrir út- færslu fiskveiðilögsögunnar fyr- ir Vestfjörðum og láta cigi staðar numið fyrr en landgrunnið allt hefur verið friðlýst“, þar sem að „með stóraukinni ásók' stórvirkm erlendra veiðiskipa horfir til eyð- ingar fiskistofna á miðum Vest firðinga. Jafnframt er talið nauðsynlegt, að á Vestfiarðamiðum sé staðsett sérstakt eftirlitsskip. som gegui svipuðu hlutverki og brezka eftir litsskipið á vetrarvertíðum Þingið gerði nokkrar ályktanir þætt; úr sögu hitaveitumálsins á Húsavík. Sveinbjörn Jónsson, bvgg ingameistari kom fyrstur fram með hugmyndina að hitaveitu til •Húsavíikur frá Hveravöllum og var það fyrir 39 árum. Þá var skollin á heimskreppa og erfitt um allar framkvæmdir. Auk þess var hafnargerð orðin mjög aðkall- andi fyrir Húsavík og sat sú fram kvæmd fyrir. Hitaveituhugmyndin var þó alltaf á dagskrá og loks voru gerðar áætlanir, en ekki varð af framkvæmdum í það sinn. Gerð- ar voru tilraunir með boranir í bæjarlandinu, en árangur varð ekki nógu góður. Talsvert af heitu vatnj fékkst að vísu, en það var mengað salti og klóri, og þótti óhæft til hita- veitu. Þá var enn snúið að Hvera vallahugmyndinni. um þessi mál, og fara þær hér á eftir. Fyrst er það samþykktin um fiskveiðilögsöguna: „20. þing A.S.V. bendir á hve stór þáttur fiskveiðar og fisk- vinnsla eru í atvinnulífi fjórðungs ins. Jafnframt bendir þingið á að með stóraukinni ásókn stórvirkra erlendra veiðiskipa horfir tii evð- ingar fiskistofna á miðum Vest firðinga. Skorar bví bingið á bine menn kjördæmisins að beita sér fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunn ar fvrir Vestf’örðu.n og láta eigi staðar numið fyrr en landgrunnið al]t hefur verið friðlvst Ennfrem ur skorar hingið á Sjávarútvegs ráðuneytið og Ilafrartnsóknarstofn Fjarhitun h. f. í Reykjavík. varð ráðgjafi Húsavíkur í málinu um áramótin 1966—67. Fram- kvæmdastjóri Fjarhitunar, er Karl Ómar Jónsson. Enn voru gerðar nýjar áætlanir og dælu- stöðvum sleppt, en þær höfðu verið í fyrri áætlunum. Nú var komin fram ný tækni í röragerð o. fl. og sýnt þótti, að hitaveita frá Hveravölilum væri fjárhags- lega hagkvæmt fyrirtæki og nú er hún loks orðin að veruleika. Sameinaðir Rafverktakar á Húsavík lögðu aðrennslisæðina frá Hveravöllum til Húsavíkur, en Stefán Óskarsson, Reyn, Reykja hverfi, sá um mannvirkjagerð við hverina. Kostnaðaráætlun nam 56 millj. kr. en við fyrirkomu- lagsbreytingar hækkaði kostnáður upp undir 60 millj. Framhald á bls. 14. unina að halda áfram leit að nýj um rækjumiðum fyrir Vestfjörð um. Sömuleiðis verði haldið áfram könnun á hagnýtingu og markaðs leit fyrir aðrar skelfisktegundir ' Um eftirlitsskipið var sam- bvkkt eftirfarandi ályktun: ,20. þing A.S.V. vill beina sjón rrr Albingis að beirri átakanlegu reynslu, sem Vestfirði.-gar hafa orðið fyrir með skiptöpum hveria vetrarvertiðina á fætu> annar-i Álítur bingið að beirra hluta vegna og sökum harðnandj veður fars. sé löníu orðið nauðsynlegt að á Vestfjarðamiðum sé stað- sett sérstakt eftirlitsskip. er gegni svipuði hl'itverk' os brezka Framhald á bls 14. 100 manns sjósettu Esju SB—Reykjavík, mánudag. Gífurlegur mannfjöldi safnaðist saman við Slippstöðina h. f. á Ak- ureyri á tólfta timanum á laugar daginn, þegar nýja strandferða- skipinu, sem hlaut nafnið Esja, var hleypt af stokkunum. Veður var stillt og svalt. Athöfnin hófst með því, að Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðvar- innar, flutti ávarp, en síðan tók Ingólfur Jónsson, samgöngumála- ráðherra til máls og kona hans gaf skipinu nafnið. Þungi skipsins var á görðum um 850 lestir. Við framsetninguna var skipinu lyft af görðunum á framsetningarbrautina. Var það gert með því að fleyga skipið upp. Notuð voru 350 pör af eikar fleygum og þurfti til þess um 100 manns. Lyftingin tók um tvær klukkustundir. Að þessu loknu voru festingar skipsins skornar sundur og Esja rann hægt og virðulega út úr skipas.míðahúsinu og í sjó fram, við mikinn fögnuð viðstddra. Síðar um daginn bauð Slippstöð in h.f. 300 manns til kaffidrykkju í Sjálfstæðishúsinu. Veizlustjóri var Skaptj Áskelsson, stjórnarfor maður Slippstöðvarinnar, en auk hans tóku þar til -máls Magnús Jónsson, fjánmálaráðherra, Guð- jón Teitsson, forstjóri Skipaútgerð ar ríkisins, Bjarni Einarsson, bæj arstjóri, og Albert Sölvason, stjórnarformaður Útgerðarfélags Akureyringa h. f. Hið nýja skip var byggt, sem einnar skrúfu filutningaskip, með íbúðum fyrir 12 farþega og 19 manna áhöfn. Mesta lengd þess er 68,40 m., mesta dýpt 6,10 m Og mesta breidd 11,50. Stærð þess er u.þ.b. 700 brúttólestir og verður það systurskip m.s. Heklu. Lestarrými Esju er 61.520 kúbik fet og þar af frystirými 8,400 kúbikfet. Skipið er byggt sam- kvæmt Lloyd's register of shipp- ing, 100 a 1, styrkt fyrir sigling ar í ís. Skipið er búið 1650 ha. Deutz aðalvél og þremur ljósa- vélum af Paxman-gerð, samtals 671 kva. Auk þess neyðarljósavél af Deutz-gerð 57,5 kva. Áðalvél og skiptiskrúfu er hægt að stjórn-a bæði frá brú og vélarrúmi. Skip ið er einnig búið 200 ha bóg- skrúfu, og er henni stjórnað úr brú. Ganghraði skipsins er áætl aður 13 sjómílur. Lestun og losun er framkvæmd með tveim 3ja tonna bómum, stað settum framan við yfirbyggingu, 5 tonna krana miðskips, sem nær yfir allar lestar skipsins og 20 tonna kraftbómu í fremra mastri. Lestarlúgur eru af MacGregor- gerð og lestarop bað stór. að auð velt er að nota gám... Skipið verður búið mjög full komnum siglingartækjum, svo sem tveimur ratsiám og miðunar stöð. Allar íbúðir og salir eru k'æddir plasthúðuðum plötum, sem eru óeldfimar.' Hurðir og innanstokksmunir eru úr eik o? mahoní. íbúðirnar eru hitaðar upp með rafmagni. Kjölur að skipinu var lagður 24. júní 1969 og hefur verkið gengið samkvæmt áætlun. ef und Framhald á bls. 14. Vestfirðingar viija út- færslu fiskveiSilögsögu — telja nauðsynlegt að hafa sérstakt eftirlitsskip á Vest- f jarðarmiðum yfir veturinn eins og Bretar hafa nú

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.