Tíminn - 08.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.10.1970, Blaðsíða 5
9EVTHmJl>A<ÍTTR 8. o&tóber »70. TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Sími prestsins hringdi um miðija nótt og hann brölti fram úr r-úminn, vi'ðbúinn að þurfa að heimsækja sjúkling. — Gó©an daginn, prestur — hik — getáð þér Okki sagt mér, hver — hik — skrifaði Hebrea- bréfið? Presturinn var ekki beint upplagður ti: að leysa þetta vandamál á þessum tíma sólar- hringsins, svo hann svaraði: — Gaetuð þér ekki hringt aft- ur á morgon, þá er ég betur upplagður og þér ef til vill alls- gáður? — Já, en — hik — það er nú þa@ slæma við það, prestur, að — hik — þegar ég er edrú, er mér nákvæmlega sama, hver skrifaði Hebreabréfið — hik. — Við skulum fara til baka, áður en þau sakna okkar úr veizlunni. — Þakka yður fyrir að fylgja konunni minni heim, ungi mað- ur. En vilduð þér ekki færa hana frá dyrabjöllunni? Læknirinn: — Hva® hafið þér lengi haldið, að þér væruð hani? Sjúkfingurinn: — Alveg síð- an ég var kjúklingur. Hann var á leiðinni heim úr kránni og ætlaði að stytta sér leið yfir kirkjugarðinn, en datt þá niður í opna gröf, þar sem hann sofnaði, þar til kuldinn, sólin og verksmiðjuflauta vöktu hann. Hann reis upp, starði i kring um sig og varð að orði: — Guði sé lof. Það er dóms- dagur og ég er sá fyrsti, sem er upprisinn. Læknir, þér verðið að hjálpa mér. Ég hef martröð á hverri nóttu. Þá finnst mér allir lána- drottnar mínir hanga á flagg- línunni og heimta af mér pen- inga. Eg vakna upp í svitabaði. Hvað ". ég að gera? — Taka niður flagglínuna, — þetta eru 200 krónur! Ólsen hafði verið á fyllirii og nú leit hann í spegiliná. — Ólsen, þú ert óhreinn, sagði hann vi@ sjálfan sig. Svo tók hann vatnsfat, þvoði sér og skvetti svo vatninu út um opinn gluggann. Þá heyrðist öskur neðan af götunni. Ólsen leit út. — Afsakið, forstjóri. Ég sá ekki, að þér voruð í fatinu. 1 -7.1.0 DENNI DÆMALAUSÍ — Verð ég að biðjast fyrir- gefningar fyrir ALLT. sem ég hef gert af mér í dag? Ég hef liaft svo svaka mikið að gera! ii.»i...nn i.i.. i. .< ...... ...... ...... Leikkonan Mia Farrow og hljómsveitarstjórinn André Previn hafa ekki ennþá getað gift sig eins og siðuðu fólki sæmir, en eins og a.'lir vita, er næstum hálft ár síðan þau hjónaleysin eignuðust tvíbura. Previn stendur enn í skiln- aði við fyrri konu sína, og hef- ur það mál dregizt mjög á lang inn, Miu til ósegjanlegra leið- inda. ★ í borginni Perth í Ástralíu hafa þrettán ungar stúlkur tek iið sig til og sagt skilið við hreinleg og kvenleg störf eins og skrifstofu- og afgreiðslu- störf. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef þær hefðu bara hætt til að hafa það huggulegt heima eða til að fjölga mannkyninu, en sú staðreynd, að þær gerðu þetta til a@ geta hafið aðra og í neira lagi ókvenlega vinnu, íefur orðið mörgum umta.'s- ;fni. Þær gerðust nefnilega ,öskustúlkur“, eða kannski rseri betra að kalla þær ösku- mskur, því að loknu erfiðu lagsverki taka þær stakkaskipt um eins og Öskubuska í ævin- ýrinu, og eru þá hreint ekkert isnotrari en kynsystur þeirra, em fást við hreinlegri iðju. Myndirnar tvær eru einmitt tf einni slíkri öskubusku, Judy Vright. Á annarri sjáum við íana önnum kafna vi@ dagleg itörf, en á hinni er hún ósköp ænjuleg sautján ára ungmey, em ekki stendur að neinu eyti jafnö.'drum sínum að baki, tema síður væri. — Við skiptum um atvinnu af því að þetta er miklu betur borgað, sagði Judy í viðtali um daginn, — og mér finnst það hreint og beint sorglegt, að börnum starfssystra minna skuli vera strítt á því í skólan- um og á götunni, a@ mæður þeirra séu „í öskunni11. Því ætti sorphreinsunarstarfið að vera lítilfjörlegra en til dæmis skrifstofuvinna? Af hverju í ósköpunum ,'ítur fólk niður á okkur og finnst hlægilegt að kvenfólk skuli gefa sig að þessu starfi? Viðhorf almenn- ings til þessa hlýtur smám sam an að breytast. — Auðvitað er lyktin <>f sorpinu ekki beinlínis þægileg, Lítill, sænsk-enskur drengur á öðru ári á nú líklega í vænd- um nokkurra milljóna króna arf. Ástæðan er sú, að faðir hans var enginn annar en söngv arinn frægi, sem lézt fyrir ★ en hún venst, og svo er ekki annað en fara í ba@ á eftir ti,' að losna við hana. Og einn stór an kost hefur þetta starf — það er varla til betra ráð til að halda línunum en að burðast með öskutunnur allan liðlang- an daginn. skömmu, Jimi Hendrix. Móðir- in er kornung, sænsk stúlka, sem var ein af fjölmörgum að- dáendum söngvarans. Vinir söngvarans í London hafa ,'engi vita® um erfingjann í Svíþjóð, en það var ekki fyrr en eftir dauða hans, að þetta var gert lýðum ljóst. Bréf frá móðurinni var birt í ensku dag blaði, en í því játar hún honum einlæga ást sína ásamt ósk um að hún og barnið fái að búa hjá honum. TiL þess kom þó aldrei. Ein af vinkonum Jimis, Cathy Etchinham, fann þetta bréf ásamt nokkrum myndum af litla drengnum, þegar hún var að taka til í vistarverum hins látna, og hefur nú ,’agt það fram sem sönnunargagn. í máli stúlkunnar, ef hún hefur hug á að krefjast arfs til handa syni sínum. Það hefur hún enn ekki gert, en vilji hún halda fram rétti drengsins sem erf- ingja að einhverju af því, sem Jimi lét eftir sig, verður hún að gera það hið snarasta. Jimi sagði vinum sínum, að hann hefiði hitt sænsku stúlk- una á Majorka, og að hálfum mánuði seinna hefði hann feng ið frá henni bréf, þar sem hún kvaðst ganga með barn hans. Hann bar engar brigður á sann leiksgi.'di orða stúlkunnar og borgaði barnsmeðlagiö möglun arlaust, en heldur ekkert þar fram yfir. Ekkert bendir til þess að hann hafi haft í hyggju að ganga að eiga stúlkuna, en við barninu gekkst hann, og það ætti að nægja til a@ tryggja framtíð þess. «4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.