Tíminn - 08.10.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.10.1970, Blaðsíða 8
TIMINN FIMMTUDAGUR 8. október 1970. Blómleg starfsemi Taflfélags Reykjavíkur xsskýrsla Taflfélags Reykjavík- ic 1970. Starfsár Taflfófags Reykjavíkur rá 30. apríl 1969 til 1. maí 1970 ar um margt viðurðaríkt ár í stigu ’lagsins. Mikilvægasti viðburður 'sins var e.t.v. sá. að stigið var ýtt skref í húsnæðismálum félag- ns með kaupum á efri hæð fast- 'gnarinnar nr. 44 viið Grensásvég því skymi að sameina hin ný- eyptu húsakynni núverandi fé- igsheimili. Ennfremur skal nefna in fögboðnu mót, haustmót Tafl- ílags Reykjavíkur og skákþing ’.eykjavíkur og síðast en ekki sizt /ö skákmót haldin í samvinnu við káksamband íslands, IV. Reykja- ikurskákmótið, 16 manna alþjóða kákmót, sem haldið var í janúar 970 og skákkeppni stofnana 1970. Aðalfundur Taflfélags Reykja- íkur 1969 var haldinn í félags- eimii'i Taflfélags Reykjavíkur inn 9. október. Var fráfarandi tjórn endurkjörin. Helztu skákviðburðir og viið- faingsefni Taflfélags Reykjavikur á næstliðnu starfsári voru sem hér segir: 1) Haustmót Tafifélags Reykja- víkur 1969 var haldið á tímabilinu 5.—26. október. Þátttakendur voru alls 62. í meistarafi'okki tefldu 26 keppendur 9 umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1969 varð Bragi Krist- jánsson, sem hlaut 7 vinninga, jafn marga og Ingi R. Jóhannsson, sem hafnaði að lokum í 2. sæti, en í 3.—4. sæti voru þeir Björn Þor- steinsson og Björn Sigurjónsson með 6% vinning hvor. I einvígi, sem þeir Ingi R. Jóhannsson og Bragi Kristján.sson tefldu um skák meistaratitil TR 1969, sigraði Bragi. hlaut 3 vinninga úr 5 skák- um. í 1. flokki vanð Jóhannes Jóns- son efstur af 10 keppendum með 8 vinninga af 9 mögufegum, en í 2. og 3. sæti voru þeir Kristján Guðmundsson og Ólafur Orrason með 5% vinning hvor. í 2. flokki i tefldu 13 keppendur 9 umferðir FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þóttilisti í loki — hlifðarkantar á hornum — Ijós 1 loki — faeranlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138,— kr. 17.555.— i út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938j— kr. 21.530.— í út -t- 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934,— i út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427,— kr. 31800— } út + 6 mán. RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 REYKJAVÍK SÍM119294 eftir Monrad-kerfi. Sævar Bjarna- son bar þar sigur úr býtum með 8 vinningum, 2. í röðinni varð Ómar Kristjánsson með 6% vinn- ing, en í 3. og 4. sæti urðu þeir Sæmundur Bjarnason og Ögmund- ur Kristinsson með 6 vinninga hvor. í unglimgaflokki tefldu 11 keppendur 7 umfenðir eftir Mon- rad-kerfi. Unglingameistari Tafl- félags Reykjavíkur varð Benedikt Jónasson með 5% vinning, en í 2. og 3. sæti urðu þeir Steingrímur Hólmsteinsson og Jón Hákonarson með 5 vinninga hvor. 2) Hraðskákmót Tafffélags Reykjavíkur 1969 var haldið í byrjun nóvermbermánaðar. Þátt- takendur voru 55 að tölu og tefldu þeir 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og var hver umferð tvöföld. Hraið- skákmeistari Taflfélags Reykjavík- ur 1969 varð Ingvar Asmundsson með 14% vinning af 18 möguleg- um, í 2. sæti hafnaði Jón Friðjóns son mcð 13 vinninga og í 3. sæti Magnús Sólmundarson, sem einnig hlaut 13 vinninga. 3) Rúmlega eitt hundrað firmu tóku þátt í firmakeppni Tafffélags Reykjavíkur 1969. Iðnaðarbanki íslands sigraði skákkeppni þess- ari, sem var útsláttarkeppni og vann þar með svokallaðan Lands- bankabikar, sem er veglegur far- andgripur. Jón Friðjónsson tefldi fyrir hönd Iðnaðarbankans og hlaut hann í lokakeppni 21 vinn- ing af 23 mögul i 2. sæti varð Björn Þorsteins$on. sem tefldi fyrir Morgumbfaðið og hlaut hann 20% vinning, en í 3. sæti hafnaði Ingvár' Ásmuhdsson,”' sem 'kepiJÍÍ fyrir Heildverzlun Lárusar Ingi- marssonar, vann 19 skákir. 4) Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 1969 var haldið dag- ana 29. og 30. desember. Þátttak- endur voru 38. Að undangenginni forkeppni var keppendum skipað í tvo 19 manna riðla og fékk hver keppandi 5 mín. á hverja skák. í a-riðli sigraði Stefán Briem með 17% vinning, af 18 mögulegum. í 2. sæti var Ingvar Ásmundsson með 14% vinning, en í þriðja sæti Jóhann Ö. Sigurjónsson með 14 vinninga. í b-riðli bar C ;nnar Ói'afsson sigur úr býtum með 18 vinningum af 18 mögulegum. 5) Bikarkeppni Taflfélags Reykjavíkur 1969, sem var venju skv. útsláttarkeppni, hófst fyrri hluta nóvembermánaðar 1969 og lauk ekki fyrr en í apríl 1970. Keppendur voru 18 talsins og \_r þeif skipað í tvo rlðla eftir styrk- leika. í a-riði'i tefldu 10 manns. Bikarmeistari Taflfélags Reykja- víkur 1969 varð Jón Kristinsson eftir sigur yfir Birni Þorsteins- syni. Ingvar Ásmundsson hafði þá nýverið fallið úr leik. í b-riðli bik arkeppninnar bar Ögmundur Krist insson sigur úr býtum. Skáksamband fslands og Tafl- félag Reykjavíkur stóðu sameigin- lega a’ð tveim skákmótum, nr. 6 og 7 hér á eftir. 6) Dagana 16. jan. — 5. febr. ’70 fór hér í Reykjavík fram alþjóða- skákmót á vegum Skáksambands íslands og Taflfélags Reykjavíkur Keppendur voru 16, þar af 6 er- lendir skákmeistarar. í móti þessu, sem var IV. Reykjavikurskákmótið, sigraði Guðmundur Sigurjónsson glæsilega með 1 vinningum úr 15 skákum, í 2. sæti varð T. Ghitescu méð 11% vinning, en í 3. sæti hafnaði B. Amos með 11 vinninga. Skáksamband íslands veitti mót- inu forstöðu o sá um reiknings- hnltí þess 7) Skákkeppni stofnana fór Hólmsteinn Steingrímsson, formaður TR fram í aprílmánuði s.í. og voru þátttökusveitir 40 talsins. 18 sveit- ir kepptu í a-riðli, en 22 í b-riðli. Tefldar voru 6 umferðir eftir Monradkerfi. Efstar og jafnar í a-riðli urðu sveitir Búnaðarbanka og Orkumálastofnunarinnar með 16% vinning hvor, en í þriðja sæti var sveit stjórnarráðsins með 16 vinninga. Búnaðarbankinn hlaut að endingu efsta sætið í a-riðli með því að sigra Orkumálastofn- unina í aukakeppni. í b-riðfi sigr- a'ði sveit Guðmundar Agústssonar og fluttist þar með upp í a-riðil. 8) Sunnudaginn 15. febrúar 1970 Hófst skákþing Reykjavíkur og voru skráðir þátttakendur 77. Meistaraflokkur og 1. flokkur tefldu í einum riðli 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Efstir og jafn- ir urðu þeir Björn Þorsteinsson og Jón Hálfdánarson með 9 vinn- inga hvor, en 3. í röðinni var Jón Kristinsson með 8 vinninga. Ein- vígi Jóns Hálfdánarsonar og Björns Þorsteinssonar um skákmeistara- titil Reykjavíkur 1970 lauk með sigri Björns, sem ln'aut 2% vinn- ing gegn %. í 2. flokki voru kepp- endur 26 talsins og tefldu þeir 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Efst- ur varð Gunnlaugur Óskarsson með 6% vinning, í 2 sæti Harald- ur Haraldsson einnig með 6% vinn ing, en í 3ja sæti Ögmundur Krist- insson með 6 vinninga. I unglinga- flokki voi-u keppendur 12. Ungl- j ingameistari Reykjavíkur 1970 varð Gunnar Guðmundsson með 10 vinninga af 11 mögulegum, 2. í röðii.ni varð Sölvi Jónsson með 9Yz vinning og 3. Jón Baldursson með 8% vinning. 9) Ilraðskákmót Reykjavíkur 1970 var haldið um miðjan marz 1970. í mótinu tefldu 54 menn. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, hver umferð tvö- föld. Hraðskákmeistari Reykjavík- ur 1970 varð Jóhann Ö. Si^urjóns- son með 14 vinninga af 18 mögu- legum, en í 2.—4. sæti urðu þeir Björn Þorsteinsson, Ingvar As- mundsson og Magnús Sólmundar- son með 13% vinning hver. 10) Hraðskákmót fór frarn hinn 10. mai s.I. og voru keppendur 21. Sigurvegari mótsins varð Jón Frið- jónsson, sem hlaut 19 vinninga af 20 mögulegum, en 2. og 3. sætið skipuðu þeir Björn Theódórsson og Hilmar Viggósson með 17% vinning hvor. 11) Sumarmót Taflfélags Reykja víkur stóð yfir dagana 3.—24. júní 1970. Keppendur í mótinu voru 16 og var þeim skipað i tvo riðla. I a-riðli kepptu menn úr meistara- og 1. flokki, en í b-riðli menn úr 2. flokki og ungi'ingaflokki. Efstir og jafnir í a-riðli urðu þeir Bjöm Sigurjónsson og Jóhannes Lúðvíks son með 5% vinning hvor eftir 7 tefldar skákir, en þriðji í röðinni varð Jón Þorsteinsson með 5 vinn- inga. 12) I júlímánuði s.l. kom 17 manna skáksveit undir fararstjórn Tryggva Pálssonar, formanns Skák félags Akureyrar, í heimsókn í fé- lagsheimili Taflféfags Reykjavík- ur við Grensásveg og gistu norð- anmenn þar þrjár nætur. Sunnu- daginn 17. júlí háðu Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Reykjavík ur keppni á 17 borðum og sigruðu Reykjavíkingar með 12% gegn 4%. Daginn eftir fór fram hrað- skákkeppni og sigruðu TR-ingar þá einnig með miklum yfirburð- um. Dagana 9.—15. janúar 1970 gekkst Æskulýðsráð Reykjavikur fyrir kynningu á starfsemi æsku- lýðsfélaganna í Reykjavík og fór kyinningin fram með sýningum, fyrirlestrum og skemmtiþáttum í Tónabæ. Þar sem meginhluti fél- agsmanna í Taflfélagi Reykjavíkur er ungt fólk, ákvað stjórn TR að setja upp sýningu á afmörkuðum bás f Tónabæ til kynningar á starf semi félagsins. Helgi Guðmunds- son annaðist uppsetningu sýning- arinnar af háJfu, TR og tókst hon- um vel miðað við efni og aðstæð- ur. Á síðasta degi sýningarinnar í Tónabæ sá Ingvar Ásmundsson um stuttan kynningarþátt fyrir hönd Taflfélags Reykjavíkur og var honum vel tekið af sýningar- gestum. Segja má, að þessi við- leitni Æskulýðsráðs Reykjavíkur til að kynna hin ýmsu félög áhuga- fólks í Reykjavík hafi verið þarft O; velheppnað framtak. Hér á eftir fer skýrsfa Braga Kristjánssonar um skákkeppni gagnfræðaskólanna í Reykjavík 1970. „Skákkeppni gagnfræðaskólanna 1970 var haldin í samvinnu við Æskulýðsráð Reykjavíkur dagana 4., 11. og 18. apríl í Tónabæ. Nú | var í fyrsta skipti teflt í tveim flokkum, tefldu 13 og 14 ára nem- i endur í a-flokki, en eldri nemend- ur í b-fi'okki. í a-flokki voru 6 sveit ir og sigraði sveit Langholtsskóla. , í b-flokki voru einnig 6 sveitir og ; sigruðu þar nemendur úr Réttar- holtsskóla með miklum yfirburð- um. Síðasta dag keppninnar fór í fyrsta skipti fram hraðskákkeppni. A síðasta ári var keppt um Morg- unblafsbikarinn í síðasta sinn og gáfu Æskulýðsráð og Tónabær til keppninnar tvo farandbikara, sem keppt var um í fyrsta skipti í ár. Taflféi’ag Reykjavíkur veitti bóka- verðlaun fyrir bezta árangur í 1. og 2. borði í hvorum flokki. Einn- ig ga TR öllum þátttakendum Fiske-skákritið áritað til minning- ar um þátttöku í mótinu. Forstöðu maður mótsins var Jón Pálsson, æskulýðsfulltrúi Reykjavíkurborg ar, en skákstjórar voru þeir Bragi Kristjánsson, Andrés Fjei'dsted ! og Egill Egilsson". Almennar skákæfingar: Skákæf- ingar fóru fram fjórum sinnum í viku hverri nema á meðan haust- nr' TR og skákjr Reykjavíkur stóðu yfir. ' ákæfingar unglinga fóru frar. umtudögum 1:1. C - 7 e. h. og á laugardögum kl. 2—5 síðd. Á fimmtudagskvöldum á tímabilinu ki, 8-—11 annaöist Sig- urður Kristjánsson skákæfingar fyrir fullorðna, en á sunnudögum sá Geir O'afsson um skákæfingar, sem ’ðu yfir frá kl. 2—5 siðd. Hinn 19. ar? 1970 undirrituðu stjcrrir TR og SI samning um kaup á efri hæð 'isteignarinnar nr. 44 við Grensasveg. Stjórn TR hafði um' f:' ’ essara nýju hús- næðiskaupa skv. samþykkt á al- mennum félagsfundi þann 27. jan. 1970. Ums. i.ið kaupverð var 1750 þús. kr. og eignarhlutfölí sem áð- ur þau, að TR á tvo þriðju hluta Framhald á 12. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.