Tíminn - 08.10.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.10.1970, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 8. október 1970. sunna ^allorka _ CPARADÍS & c5? föRÐ travel Land hins eilífa sumars. (g) ■ y ■■ Paradís þeim, sem leita hvíldar og .1 v ‘ skemmtunar. Mikil nátturufegurð, ótakmörkuð sól M og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, italiu og Frakklands. i' y Eigin skrifstofa Sunnu i Palma. 'ígjtfk i l með islenzku starfsfólki. FERÐASKRIFSTOFAN sunna f§ BANKASTRÆTI 7. SlMAR: 16400 12070 sunna travel Lambakjöt Framhald al bls. 1 íslandi í Noregi og Svíþjóð, og bá verðum við að eiga kjöt fyrir þá marbaði, sem gefa okkur bezta verðið begar búið er að létta á tollinum, en kjöt er nú hátollað í þessum Höndum. Tollunum verð ur aflétt í Svíþjóð í marz—apríl og í Noregi í júní—júlí. Verið er að senda tvo farma af kjöti til Bretlands. Verða það 800 til 900 tonn og fara á mark að í London. Fer þetta kjöt út í þessari og næstu viku. Það er nýfryst dilkakjöt. Einnig er selt mikið af dilkalifur til Bretlands, eða um 150 tonn. Er það dýr vara og eftirsótt. Hefur svipað magn verið selt til Bretlands undanfarin haust. Þá er einnig selt til Bretlands talsvert magn af frystum lungum, en þau eru notuð í hunda- og kattafæðu. 75 milljónir Framhald af bls. 1 hækkun rekstraikostnaðar á ár- inu og þá einnig ef ekki hefði komið til verkfallsins s.l. vor, sem stöðvaði innan'andsflugið og mun hafa valdið félaginu a. m. k. 5—6 millj. króna beinu fjárhagslegu tjóni. Ýmislegt bendir nú til þess að bjartara sé framundan í starfsemi félags ins en verið hefur um nokkurt skeið. Ferðamannastraumurinn vex og athafnalíf þjóðarinnar virðist vera aið komast úr þeim erfiðleikum, sem við hefur ver- ið að etja undanfarin tvö ár. Þetta hvorttveggja boðar a..kna fi’utningaþörf og þar með auk- in verkefni fyrir Flugfélagið. Við eigum ennþá langt í land með að Ijúka greiðslum þeirra lána, sem tekin voru vegna kaupa á Friendship flugvélun- um og þotunni, en það er þó mikið gleðiefni, að félagið er nú skuldlaust við ríkisábyrgCa- sjóð eftir að hafa endurgreitt sjóðnum tæpl. 75 millj. króna á undanförnum þremur mán- uðum. Þótt byrlegar blási nú en stundum áður, er þó hollt að gera sér fu.la grein fyrir þeim blikum, sem á lofti eru. Vaxandi samkeppnj innlendra og erlendra aðila og verðbólgu- draugurinn munu vissulega sjá til þess, að enginn tími verði til að „slappa af“ ef vel á að fara“ Loftleiðir Framhald af bls. 16. Bandaríkjunum, „Scandinavian National Trave.' Offices“ er rekin af stjórnvöldum fyrrgreindra landa. Myndi kostnaðurinn af fs- lands hálfu, tæki það þátt í starf- seminni, vera um 130 þús. ísl. kr. Sigurður sagði, að þegar ísl. sam göngu málan ef n d i nni hefði verið kunnugt um skilyrðin, sem sett Kjöt-Kjöt Nú er rétti timinn til afi kaupa kjöt fyrir veturinn, l. og II. flokkur 120,00 kr., m. flokkur n verðflokkur 111.20 kr.. m. verðflokk- ur af geidum ám 87.20 kr.. rv flokkur ærkföt 71.80 kr., V. flokkur, ærkjöt og hrútakjöt 64.00 kr. mcð söluskatti. Sláturhús Hafnarfjarðar StMl 50791. voru til þess að ís.’and gæti tekið þátt í samstarfinu, hefði hún neit að samstarfinu. Þá hefur Loftleið- um verið meinað að auglýsa í rit- um norrænu ferðaskrifstofunnar. Þann 6. apríl voru gerðir samn- ingar um ýmsar takmarkanir á ferðum Loftleiða til og frá hinum Nonðurlöndunum og hefur félagið nú leyfi í vetur fyrir tvær ferðir á viku til Skamdinavíu með 114 farþega í hvorri ferð. Formlega stendur það má:l þann- ig nú, að tilboð um smávægilegar rýmkanir á samkomulaginu frá 1968 hefur verið ’agt fram af hálfu Skandinava, en til þess hef- ur íslenzka ríkisstjórnin enn enga afstöðu tekið. Málið er því enn í athugun hjá stjórnvöldum. Glsli Jónsson Framhald af bls. 16. Árin 1959 til 1663 var hann for- maður utanríkismálanefndar. Hann var fulltrúi í Norðurlanda ráði 1951—‘56 og 1959—‘63 og gegndi formennsku fynst í félags málanefnd ráðsins en síðar í menningarmálanefndinni, og árið 1960 var hann aðalforseti ráðsins, en varaforseti 1959 Oig 1961—‘63. Gíslj gegndi fiölmörgum störf um öðrum á stjórnmálaferli sín- um, var m,a. fulltrúi í NATO 1961 og formaður íslenzku deild arinnar þar. Hann hafði einnig afskipti af öðrum félagsmálum, og var gerð ur að heiðursfélaga SÍBS árið 1946. Smygl Framhald af bls. 16. áfenginu, en ætlaði að taka á sig glæpinn fyrir félaga sína, en hið sanna kom í ljós, og situr nú eng- inn inni vegna smyglsins, en búið er að finna 662 flöskur af vodka í skipinu. Fjórir af skipverjum eru búnir að gefa sig fram sem eigendur smyglsins, en rannsóknarlögregl- an sannaði þana fimmta saklausan, þrátt fyrir að hinn sami héldi sekt sinni til streitu. Áfenglð fannst á tveim stöðum í skipinu. Heldur leit enn áfram. íþróttir Framhald af bls. 13 slitaleiknum. Legia Warsaw er heimsfrægt félag, enda er nær allt bezta íþróttafólk Póllands í því. Ástæð an er sú, að Legia Warsaw er lið pólska hersins og velur hann að- eins eins og flest önnur Austur- Evrópulönd, bezta fólkið í hverri íþróttagrein í félagið. í Tékkósló vakíu er t.d. Dukla, lið hersins, Ungverjalandi, Honved og Búlga- ríu, CSKA. Það verða því engir smákarlar, sem koma með Legia hingað, og meirihluti þeirra lands liðsmenn. Pólska landsliðið hefur komið hingað til lands áður, og sigraði þá hér í tveim leikjum með nokkrum mun. en síðan það var hefur körfuknattleiknum i Pól- landi farið mikið fram. íslandsmeistararnir í körfuknatt leik, ÍR, tilkynnti þátttöku í Ev- rópukeppni deildarmeistara, en hætt.i síðan við og er okkur ekki kunnugt um ástæðuna fyrir þvi. Aðstoðarlæknastöður Eftirtaldar aðstoðarlæknastöður við Borgarspítal- ann eru lausar til umsóknar: 2 stöður aðstoðarlækna á Röntgendeild. 2 stöður aðstoðarlækna á Svæfingadeild. Upplýsingar varðandi stöðurnar veita yfirlæknar viðkomandi deilda. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Stöðumar veitast nú þegar, eða eftir samkomu- lagi til 6 eða 12 mánaða. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavíkur- borgar. Reykjavik, 8. 10. 1970. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftirlitsstarf Staða eftirlitsmanns við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsækjandi skal vera á aldrinum 21—35 ára og hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun, vegna sémáms erlendis. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. Frek- ari upplýsingar um sfarfið veitir framkvæmda- stjóri heilbrigðiseftirlits. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist borgarlækni, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 24. október næstkomandi. ÞAKKARÁVÖRP Innilega þakka &g ykkur öllum sem glödduð mig með vinarhug á sjötugs afmælinu þann 1. október. Guð blessi ykkur öll. . Þorsteinn Guðbrandsson. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig á 70 ára afmæli mínu 15. sept. s.l., með gjöfum, blómum og skeytum. Ég þakka vinum mínum og ég þakka dætrum mínum og tengdasonum hjartanlega, og ég þakka Kvenfélagi Borgarness af heilum hug. Guð blessi ykkur öll. Guðrún E. Jónsdóttir, Borgarnesi. W© a2 fe'ÉWOD Fríður piltur einn er enn, augnagaman sprundum, tvo úr einum myndar menm, og menntar frúrnar stundum. » Ráðning á síðustu gátu: Tunglski-n. K VÍÐAVANGI Og dansar? Á meðan enginn veitir mér svör við þessum spurningum verð ég a'ð láta mér nægja mína eigin álykt- un: Tilgangurinn getur ekki verið annar en sá að telja fólki trú um, að tveimur árum eftir innrásina sé allt fallið i ljúfa löð í Tékkóslóvakíu. Fólk bað- ar sig og hlustar á tónlist. Eng in bannsett uppþot. Engar múg æsingar. Heldur lög og regla, án þess þó að nokkur lögregla sé sjáanleg. Kunningi minn einn segir að það sé misskilningur, sem standi í haus blaðsins á degi hverjum, að Þjóðviljinn sé mál gagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis, það ætti með réttu að standa mál- gagn kratisma, skrifstofuvalds og sovézka sendiráðsins. Þetta eru vitaskuld ýkjur. En þær eru engan veginn fráleitar, því miður.“ — TK Judo sem ekki hafa stundað íþróttir, éða hafa aðrar ástæður til að taka ekki þátt í erfiðum líkams- æfingum. Almennar æfingar fyrir félags- m-enn verða eins og s.l. ár. Tekið skal fram, að allir geta gengið í Judofélagið og eiga þeir þá aðgang að öllum æfingum þess án þess að greiða ofanskráð nám- skeiðsgjöld. Sú nýbreytni hefur verið tekm upp, að nú verður íþróttanuddari starfandi hjá Judofélaginu í vet- ur, svo að menn geta fengið nudd, ef þeir óska. Æfingatímar verða sem hér segir: Mánud. kl. 19 Mánudagar Þriðjudagar Þriðjudagar Þriðjudagar Fimmtudagar Fimmtudagar ^östudagar Föstudagur Laugardagar Sunnudagar kl. 19,00—20,30 almennar æfingar ki. 18,00—19,00 „Old boys“ kl. 19,00—20,30 almennar æfingar kl. 20,30—22,00 byrjendui kl. 18,00—19,00 drengir 8—13 ára kl. 19,00—20,00 almennar æfingar kl. 18,00—19,00 „Old boys“ kl. 19,00—20,00 byrjendui kl. 14,00—16,00 almennar æfingar kl 10,00—11,30 drcngir 8—13 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.