Tíminn - 09.10.1970, Side 1

Tíminn - 09.10.1970, Side 1
Solsjenitsyn: Fer til Sví- þjóðar - ef NTB—Moskvu, fimmtudag. Alexander Solsjenitsyn, sem sæmdur var bókmenntaverðlaun- um Nóbels í dag, sagði í viðtali i Moskvu, að hann myndi fara til Stokkhólms og taka þar við verð- laununum úr hendi sænska kon- ungsins — ef hann fengi brottfar- arleyfi hjá sovézkum yfirvöldum. Solsjenitsyn hefur sem kunnugt er verið rckinn úr samtökum so- vézkra rithöfunda. Það voru skandínavískir frétta- menn í Moskvu, sem fyrst náðu tali af Solsjenitsyn, sem þessa dag- ana dve.’st hjá vinafólki í Moskvu. Hann var í fyrstu mjög tortrygg- inn á fréttir um að hann hefði fengið Nóbelsverðlaunin, en þegar hann var sannfærður um að sænska akademían, sem veitir verðiaunin, hefði opinherlega til- kynnt. að hann fengi verðlaunin að þessu sinni — sem nema um Framhald á bls. 10 Æviferill bls. 3 Dómarafulltrúar: Opna víöa skrifstofur KJ—Reykjavík, fimmtudag. Fyrir nokkrum dögum auglýstu 22 lögfræðingar í Reykjavík opn un á nýjum lögfræðiskrifstofum, en sameiginlegt öllum þessum lög fræðingum er það, að þeir eru dómarafulltrúar og þar með starfs menn rfkisins. Mun opnun lög fræðiskrifstofanna vera þáttur í haráttu dómarafulltrúanna fyrir betrí kjöruiji. Nú hefur Tíminn fregnáð að dómarafulltrúar á Sel fossi, í Hafnarfirði og á Akureyri séu í þann veginn að opna eigin lögfræðiskrifstofur, og líklega einnig dómarafulltrúar í Keflavik og í Kópavogi. Snæfellingar uggandi vegna hörpudiskaveiðanna í Breiðafirði: MEGNIÐ AF HÖRPUDISKINUM FLUTT SUDUR I VINNSLU EB—Reykjavík, fimmtudag. Hörpudiskaveiðar eru nú stundaðar af kappi á Breiða- firði. Sex bátar stunda þessar veiðar, þrír frá Stykkishólmi og þrír frá Reykjavík. Hafa bátarnir stundað veiðarnar und anfarið rétt utan við höfnina í Stykkishólmi og aflað vel. Vinnslan á liörpudisknum fer nú að miklu leyti fram í frysti- húsum í Reykjavík. Aðeins afli eins báts fer í vinnslu í Stykk- ishólmi, sem nú mun vera eini staðui'inn þar vestra er vinnur hörpudiskinn. Gætir nú mikillar óánægju meðal manna þar vestra, vegna þessara veiða. Óttast þeir að um ofveiði sé að ræða á Unnið að vinnslu á hörpudiski í frystihúsi ísbjarnarins í Reykjavík i gær. I' i ma (Tímamynd Gunnar) Sýrur eyðilögðu holræsi fyrir hundruð þúsunda EJ—Reykjavík, fimmtudag. Eitursýrur frá verksmiðju Frygg við Lyngás 1 í Garðahreppi hafa lent í holræsi, sem Iiggur frá vcrksmiðjunni, og eyðilagt það. Verður að taka holræsið upp og leggja nýtt. Auk þess er hugs anlegt að leggja verði sér lögn fyrir verksmiðjuna, ef for- ráðamenn hennar geta ekki sannfært hreppsnefnd Garða hrepps um að sýrur þessar komist ekkj aftur í holræsið. Alla vega er hér um að ræða tjón fyrir nokkur hundruð þúsund ki-ónur, að sögn Ólafs G. Einarssonar, sveitarstjóra, en blaðið hefur heyrt töluna 700 þúsund nefnda í því sambandi. Holræsi þetta mun 10 tommu þykkt úr steinsteypu. Var hrepps yfirvöldu-m tjáð á sínum tíma að ekki væri hætta á, að sýrur þess ar færu í holræsið, og sagði Ólaf ur, að að sögn fyrirtækisins væri hér um slys að ræða en ekki ásetning. Holræsi þetta liggur frá verk- smiðjunni niður í læk skammt fyr ir neðan Hafnarfjarðarveg, en hafði ekki enn verið tengt aðal æðinni, sem liggur út í sjó. Hins vegar átti að fara að tengja hol- ræsið við aðalæðina, þegar upp komst um skemmdirnar. Sagði Ólafur, að botninn í holræsinu væri svo mikiS tærður, að taka yrði upp lögnina og leggja nýja lögn. Ólafur sagði, að hreppsriefndin myndi á mánudaginn halda fund, þar sem mál þetta yrði tekið fyrir. og þar ákveðið hvað gera skyldi í málinu, en fyrirtækið væri bóta skylt fyrir þessu tjóni. Þá yrði einnig ákveðið, hvort fara skyldi fram á sérlögn fyrir verksmiðjuna eða ekki. Ólafur sagðist ekki geta nefnt ákveðnar tölur um tjónið, enda færi það m. a. eftir því hvort leggja yrði sérlögn eða ekki. Hins vegar hefur blaðið frétt að tjonið sé metið á um 700 þúsurxd kiónur. hörpudiskinum og gagnrýna mjög það skipulagsleysi er rík- ir í sambandi við þessar veið- ar. Þó beinist óánægjan einkum að flutningunum á hörpudisk- inum í vinnslu hér fyrir sunn- an. Hefur hreppsnefndin í Stykkishólmi samið ályktun um málið og sent viðkomandi ráðu neyti. Nýstofnað fyrirtæki í Stykk- ishólmi, Skel h.f., sér um vinnslu á aflanum úr einum Stykkishólmsbátanna, en afli hinna er allur fluttur suSur í frystihús í Reykjavík. Er vinnslan á hörpudiskinum í Stykkishólmi mjög takmörkuð, vegna óvissu um nægan mark- að. f Reykjavík eru a.m.k. tvö frystihús sem vinna úr hörpu- diskinum. Eru það fsbjörninn h.f. og Hraðfrystistöðin í R- vik h. f., en fleiri stöðvar í Reykjavík munu vera að hefja vinnslu á skelfiskinumj eða hafa það í huga. Hraðfrystistöðin og fsbjörn- inn munu nú flytja 9 toan á sólarhring hingað suður frá Stykkishólmi Hefur íshjörninn einn vörabíl til flutninganna, en Hraðfrystistöðin tvo. Er hörpudiskurinn fluttur í salt- vatni í tuncium hingað suður, svo að hann verði sem fersk- astur, er hann kemur í vinnslu, en helzt á hann þó að vera lif- andi. Er fiskurinn síðan tekinn úr skelinni, hreinsaður, settur í hlokkir og frystur. Sér Sölu- miðstöðin síðan um útflutning á honum á markað í Banda- ríkjunum, sem ekki er þó tryggur. Það var ekki fyrr en í sumar, sem vinnslan byrjaði á hörpu- diskinum, í Króksfjiarðarnesi, og hóf bátur á vegum kaup- félagsins þar veiðarnar. Fyrir um það bil hálfum mánuði bilaði báturinn, og hef- ur því öll hörpudiskavinnsla legið þar niðri, og ekki ráðgert að hún verði tekin þar upp að nýju á næstunni. Eins og fyrr segir, eru menn við Breiðafjörð mjög óánægð- ir yfir þessum veiðum. Hefur ekki verið kannað af Hafrann- sóknarráði um hve mikið magn er að ræða á hörpu- diski í Breiðafirði, og er það álit manna þar vestra, að ekki sé ráðlegt að róta upp hörpu- diskinum fyrr en það hefur ver ið kannað. Eru þeir mjög ugg andi um ofveiði. Þess skal að lokum getið að það tekur hörpudiskinn um tíu ár að ná eðlilegri stærð, og að bátarnir sem nú stunda fyrrgreindar veiðar, róta ekki einungis upp hörpudiskinum heldur og öðr um skelfiski, sem þeir fleygja jafnóðum aftur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.