Tíminn - 09.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1970, Blaðsíða 2
2 TIMINN FÖSTUDAGUR 9. október 1970. DAGUR ALÞJÓÐAPÓST- SAMBANDSINS í DAG Hinn 9. október 1874 var Al- þjóðapóstsambandið stofnað í Bem. Stofnlöndin vom 22. Nú hefur verið ákveðið að minnast þessa dags ár hvert. Tilgangurinn með stofnun sam bandsins var að gera póstþjónust una milli landa virkari og einfald ari. í samningnum var þetta orð að svo: „Lönd þau, sem gert liafa samning þennan með sér, mynda eitt póstsvæði til gagnkvæmra skipta á bréfapóstsendingum, og heitir það Alþjóðapóstsamband- ið.“ Þetta þýddi það, að sérhvert samningslandanna skuldbatt sig til að taka á móti bréfapósti frá hverju hinna og koma honum áfram eins og um eigin póst væri að ræða. Áður hafði slíkt aðeins vexið hægt með því að gera sér staka samninga við hvert land um sig. Stuðlaði þetta því að greiðari póstgöngum landa í milli. Auk þess var ákveðið, að eitt og sama burðargjald skyldi gilda um allan heim fyrir bréfapóst, og póstþjónusta sendilandsins þyrfti ekki að greiða ákvörðunarlandinu fyrir að koma sendingu til við takanda. Við þetta varð burðar gjaldakerfið einfaldara og flókin reikningsskil féllu niður. Með tilkomu flugpósts breyttist þetta að vísu, vegna þess hve flugflutn ingar eru dýrir. Nú eru 142 lönd aðilair áð Al- þjóðapóstsambandinu, sem síðan 1947 er ein af sérstofnunum Sam einuðu þjóðanna. ísland varð aðili að Alþjóða- póstsambandinu þegar í upphafi sem hluti af danska ríkinu og 1919 sem sjálfstæður aðili. Talið hefur verið, að póstþjón ustu hafi verið komið á hérlend is 13. maí 1776, þegar Kristján konungur 7. gaf út úrskurð um „stofnun póstþjónustu á íslandi“. Eiginleg pósthús þekktust þó ekki hér fyrr en 1870, er póstafgreiðsl ur voru settar á stofn í Reykja vik og á Seyðisfirði. Árið 1872 verður póstþjónustan sérstök stofn un. Fyrsta frímerkið í heiminum kom út 1840 í Bretlandi, en fyrsta íslenzka frímerkið var gefið út 1873. Nyjar Ijðsmæður Þessar tíu blómarósir út- skrifuðust nýlega frá Ljós mæðraskóla íslands. Fremri röð frá vinstri: Hildur Sæmundsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Anna Bryn jólfsdóttir, Rannveig Matthías dóttir. Aftari röð: Bóthildur Steinþórsdóttir, Halla Hall- dórsdóttir, Elín Hjartardóttir, Birgitta Pálsdóttir, Margrét Guðmundsdótir. T ilraunadagheimiTi fyrir skólabörn SB—Reykjavík, þriðjudag. Bráðlega mun taka til starfa eins konar tilraunaskóladagheim- ili að Skipasundi 80 í Reykjavík. Heimilið er þannig hugsað, að böm úr hverfinu, sem eru í skóla, hafi þama athvarf þann tíma dags ins, sem þau stunda ekki skóla, ef foreldrarnir eru ekki heima. Heimilið mun starfa í eitt ár til að byrja með. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, bauð borginni þetta hús í eitt ár, endurgjaldslaust til starfrækslu heimilis sem þessa. Ráðgert hefur verið, að heimilið taki til starfa nú í haust. Þótt hús næðið sjálft sé ókeypis, mun þetta kosta borgina nokkuð, því þarna þarf að sjálfsögðu að hafa starfs- fólk, til að annast börain og hafa ofan af fyrir þeim og svo þarf að kaupa húsgögn í húsið. Ekki er þörf á að breyta húsinu sjálfú neitt. Slíkt heimili hefur ekki verið starfrækt áður hér og er þetta eins konar tilraun af hálfu borgar innar. Verkstjórnarnám- skeið vetrarins Varð heimsfrægur Framhald af bls. 3. inci úr sovézku rithöfundasam- tökunum í fyrra. Þótt bækur hans hafi fæstar fengizt útgefnar í Sovétríkjun- um, og engin eftir 1966, hefur þeim verið smyglað til Vestur- landa og þær gefnar út þar. Hefur Solsjenitsyn m. a. verið gagnrýndur í Sovétríkjunum fyrir að hafa ekki fordæmt slíka útgáfu verka sinna, en einnig hafa verk hans verið sögð andsovézk — EJ. SB—Reykjavík, fimmtudag. Prestskosningar fóra fram um helgina í Grensásprestakallj í Reykjavík og Stóra-Núpspresta- kalli í Árnesprófastsdæmi. Um- sækjandi um GrensásprestakaU var einn, en tveir sóttu um Stóra- NúpsprestakaU. Atkvæðj voru talin í morgun á skrifstofu biskups. Sir. Jónas Gíslason, sem verið hefur prest ur íslenzku kirkjunnar í Kaup mannahöfn, sótti um Grensás- prestakall. Á kjörskrá þar voru 3057. Atkvæði greiddu 738. Um- Verkstiórnarnáimskeiðin hefja 9. starfsár sitt með námskeiði, sem hefst 19. okt. n. k. Hefur frá upphafi verið haldið 31 fjögurra vikna námskeið, þar af nokkur sérnámskeið. Þá var í fyrra í fyrsta sinn haldið 3ja daga framhaldsnámskeið fyrir þá verkstjóra, sem áður höfðu sótt 4 vikna námskeiðin. Eru fram haldsnámskeiðin hugsuð til upp- rifjunar og viðbótarnáms. Almennu námskeiðin eru haldin í tvennu lagi, 2 vikur í hvort sinn. Fyrri hlutinn er einkum sækjandi hlaut 718 atkv. Auðir seðlar voru 18 og ógildir 2. Kosn ingin var ólögmæt. Um Stóra-Núpsprestakall sóttu þeir Guðjón Guðjónsson, cand. theol í Reykjavík og sr. Kristjár, Róbertsson, sóknarprestur á Siglu firði. Á kjörskrá voru 459, þar af kusu 301. Atkvæði féllu þannig að Guðjón Guðjónsson. guðfræði kandidat, hlaut 154 atkv., en sr. Kristján Róbertsson 146. Einn seðill var auður. Kosningin var lögmæt og Guðjón Guðjónsson rétt kjörinn prestur í Stóra-Núps prestakalli. helgaður hinum mannlega þætti verkstjórnarinnar, hagnýtri verk stjórn og vinnusálfræði. Á síðarj hlutanum er mestum tíma varið í námsefnin vinnurann sóknir, vinnueinföldun og skipu lagstækni. Þeir, sem Ijúka báðum hlutum hvers námskeiðs. fá þátttökuskír teini. Á næsta námsári eru fyrirhug uð 3 almenn 4 vikna námskeið og 3 framhaldsnámskeið. Næsta almenna námskeið verð ur haldið sean hér segir: Fyrri hluti: 19. — 30. okt. Síðari hluti: 4. — 16. ían. Umsóknareyðublöð og allar nán ari upplýsingar er að fá hjá Iðn aðarmálastofnun íslands, Skip- holti 37, sími 81533. Þau starfsmannaskiptj hafa orð ið við verkstjórnarnámskeiðin á þessu ári, að Sigurður Ingimund arson, alþm.. hefur látif af störf um sem forstöðumaður, en við hefur tekið Þorir Einarsson, viðsk.fr. GlIIIJfiN Stvrkársson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUk AUSTURSTRÆTI 6 SlUI IÍ3S4 írslit tvennra prestskosninga BLÓMASALUR BLÖMASALUR f VlKINGASALUR ^ KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7 RONDO KARL LILLENDAHL OG ^ HJÖRDlS jiiifc. GLIRSDÚTTIR -dfl HOTEL LOFTLEIÐIR SIMAR 22321 22322

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.