Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 1
37 <^ fffntmt 229. tbl. — Laugardagur 10. október 1970. — 54. árg. X>/zád£esA<.4fÁCœSt, h..£ MFTXXtfDEXJ>, KAFMAtfTflÆTl Í3. Sllfi «3» i ALÞINGI SETT í DAG EB—Reykjavík, föstudag. Alþingi kemur saman á morgun. Þingsetningin hefst með guðsþjón ustu í Dómkirkjunni kl. 2 e. h., prestur verður séra Friðrik Á. Friðriksson. Síðan hefst þingfund ur í Alþingishúsinu og setur dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, þingið. Sigurvin Einarsson alþing ismaður, aldursforseti þingsins, verður forseti þess unz þingfor- seti verður kjörinn, og mun hann í upphafi mimiast átta þingmanna, sem látizt hafa eftir að Alþingi var slitið s. 1. vor. Hörð áras á Solsjenitsyn í málgagni Sovétstjórnar Talin upphafið að harðvítugri herferð gegn honum í sovézkum f jölmioium Alexandor Solsjenitsyn NTB—Moskvu, föstudag. — Það er af pólitískum ástæð- um, sem sænska akadenu'an hefur veitt Alexander Solsjenitsyn bók- menntaverðlaun Nofoels, og ber að ¦ Dómur kveðinn upp í SANA-málinu: FORRAÐAMENN FYRIRTÆKISINS FENGU 70 ÞÚSUND KRÚNA SEKT Öl og flöskur fyrir 208 þúsund krónur gert upptækt SB—Reykjavík, föstudagur. Dómur í hinu margumtalaða Sana-máli var kveðinn upp á Akureyri í dag. Þrír stjórnar- menn fyrirtækisins, verksmiðju stjórí og framkvæmdastjóri voru dæmdir til að greiða sam- tals 70 þúsund krónur í sektir og auk þess voru þær ölbirgð- ir, sem lagt var hald á í vor, gerðar upptækar, en verðmæti þeirra mun vera um 208 þús- und krónur. Forsaga þessa máls er sií, að í byrjun apríl s.l. voru inn- siglaðar í birgðageymslu Sana á Afcureyri aliar birgðir af Thule-öli, sem þar voru, eða um 500 kassar, þar sem grunur hafði komið upp um að of mi'k- ið áfengistnagn væri í því. Dag- inn eftir tók síðan sakadóm- araembættið í Reykjavik í sína vörzlu allt Thule-öl í birgða- geymslunni í Reykjavík, rúm- lega 400 kassa. Sýnishorn voru tekin af ölinu og rannsökuð hjá Rannsóknarstofnun iðnaðar ins og einnig send til ranasókn- ar til Þýzkalands og kom í ljós, að áfengismagnið var 2.67%, en leyfilegt er að það sé 2.25%. Nokkru síðar kom í ljós, að álkóhölmælif Sáha-verksmiðj- unnar var bilaður, en nýr var fenginn og framleiðsla hafin á nýjan leik. Domurina í dag féll þannig, að Eyþór Tómasson, formaður stjórnar Sana, var dæmdur til að greiða 20 þúsund króna sekt, eða sæta 20 daga varð- haldi. Jón M. Jónsson, stjórn- armaður fékk 1S þúsund króna sekt, Gunnar Ragnars, stjórn- armaður fékk 10 þúsund króna ¦^^^^^^¦^^¦^^^^^^^^.^^.^^^^^¦^^.^^^¦^¦^^^^'^¦^^^^^^^^^^^^^¦^¦^¦^^'^^¦'^'^-^-^-^^i^i^^,^^^^^-*>^^-^ Rækjan fyrir vestan: FJÖLDI KVíNNA MISSIR ATVINNU VEGNA AUKINNAR VÉLVÆÐINGAR - en framleiðslan verður mun meiri og afköst stöðvanna stóraukast I harma, að sænska akademían hef- ¦ fyrsta, sem kom frá opinberam að- ! ur látið nota sig til slfks, — segir i!<um í Sovétrífcjunum um veitingu ;í grein í Izvestia, málgagni so- Nobe'sverðlaunanna, og eykur vézku ríkisstjórnarinnar, í dag. hún ótta manna um. að Solsjenit- Þessi neikvæða afstaða var hið syns bíði sömu örlög og Boris IPasternaks ári0 1958. Pasternak fékk að vel.ia milli þess að fara til Stokkhólms til að taka við NobelsverðJauinuinium og koma . aldrei til Sovétríkjanna aftur, eða að taka ekM við verðlaununum, og leiddi það til þess, a!ð Pasternak hafnaði þeim. Þá var ekmig foll-,. yrt í sovézkum blöðum, að sænska afcademían hefði veitt verð'aunin af hugmyndafræðilegum og and- sovézkum ástæðum. í föstudagsútgáfu Izvestia er birt yfirlýsing frá sovézkn rithðf- undasamtökunum, sem Solsjenit- syn var rekinn úr, og þar með gert ókleift að lifa sem rithöfund- ur í föðurlandi sínu. Lítur út fyrir, að yfirlýsingin sé komin frá fram- kvæmdastjóm sambandsins, en í dag neitaði stjórnin eða talsmemi hennar að segja nokfcað nm máiið, og færðu þau rök fyrir neit- un sinni, að Solsjenitsyn væri e!kki lengur félagi í samtökunnm og þeim því óviðkomandi. í yfirlýsingunni segir m. a.: „Eins og þegar er bunmtgt, hafa verk þessa rithöfundar veri® flutt til útlanda á ólöglegan hátt, og gefin út þar. Verk hans hafa um langao tíma verið notuð af af*ur- haMsöflum á Vesturlöndum til að i svívirða Sovétríkin. Sovézkir rithöfundar hafa marg- sinnis lýst skoðun sinni í f jölmiðl- um á Alexander Solsjenitsyn, verkum hans og hegðnn, sem — eins og lögð hefur verdð áherzla á, hjá rithöfundafélagi rússnesfca so- vétlýðve'disins — er andstæffl því hlutverki, sem samtökum sovézkra sekt, Magnús Þórisson verk- smiðjustjóri Sana, fékk 10 þús- uqd króna sekt Auk þessa vorj..ölbirg3irnar,_ sem áður hafði v«rið lagt hald á, gerðar upptækar. Voru það alls 911 kassar. eða alls 21864 flöskur, en glerin voru einnig gerð upptæk. Verðmæti ölsins og (jlerjanna er 208 þúsund krónur. Kostar þetta allt sam- an Sana því 278 þúsund krón- ur, fyrir utan málskostnað. Bogi Nílsson, fulltrúi bæjar- fógeta á Akureyri, kvað upp dóminn, en vérjandi Sana- manna var Páll S. Pálsson. EB—r-Reykjavík, föstudag. Vegna aukinnar sóknar á rækju- miffin í ísafjarðardjúpi og mikils kostnaðar við handpillun í rækjunni, hafa rækjuvinnslu stöðvar við fsafjarðardjúp aukið stórlega vélakost sinn. Er nú að- eins eitt fyrirtæki þar, sem enn- þá notar handpillunar- aðferðina. Allar liiuar, sex að ttflu, hafa fengi'ð pillunarvélar, og veld- ur það stórkostlega minnkandi þörf á verkafólki við rækjuvinnsl- una. i'iininii náði i dag tali af for- ráðamönnum fimm þessara fyrir- tækja og bar þeim öllum saman um, að ekki væri viðlit að nota handpillun lengur við rækju- vinnsluna, ef fyrirtækin ættu að bera sig, og ef auka ætti fram- leiðsluna. Sókn á rækjumiðin í Djúpinu hefur aukizt um 40% frá síðustu vertíð. Böðvar Sveinbjarnarson, sem rekur Niðursuðuverksmiðjuna h.f. á Torfnesi við ísafjörð, sagði, að hann væri nú búinn að fá rækjupillunarvél frá Bandaríkjun- um. Sagði hann. að hún afkastaði 300 kg. á klst., sem svarar afköst- um 40 stúlkna við handpillun, en sp fjöldi hefur yfirleitt unnið við vinnsluna áður hjá fyrirtækinu. Hins vegar hafa fjórir karlmenn unnið áfiur við vinnsluna hjá fyr- irtækinu, og er þörf fyrir þá| áfram, þrátt fyrir tilkomu pillun- arvélarinnar. Sigurður Sv. Guðmundsson, forstjórj Rækjuverksmið.iunnar h. f í Hnífsdal, hafði svipaða sögu að segja. Vinnuaflið hiá honum var áður 15 —' 20 konur og 2 karlmenn. Vegna tilkomu pillun arvélarinnar, sem hann er einnig nýbúinn að fá frá Bandaríkiunum, vinna nú hjá fyrirtækinu 10 manns, 6 karlmenn og 4 konur og sagði Sigurður að fækkun væri fyrirsjáanleg á næstunni. Á síð- ustu vertíð lögðu 2 bátar upp hjá Rækjuverksmiðjunni, en 7 munu lp«sna þar UPP á þessari vertíð. Haukur Helgason er fram- kvæmdastjóri Rækjustöðvarinnar h.f. á ísafirði, en fyrirtækið er nýstofnað og standa aö því eig enduæ 7 rækjubáta þar og Kaup félag ísfirðinga. Sagði Haukur, að rækjuvinnslan hjá fyrirtækinu myndi hefjast n. k. þriðiudag, en verið er að koma pillunarvél fyr- ir. Vélin mun afkasta um 350 kg af hrárækju á klst 20 manns koma til með að vinna hjá fyrir tækinu við rækjuvinnsluna, og mun kvenfólkið. sem er í meiri- hluta, annast pökkun og hreins- un. Sagði hann verkafólk á ísa- firði dálítið uggandi vegna vél- væðingarinnar. en á hitt bæri að líta, að' þörf væri á jafnmörgum karlmonnum, eða jafnvel fleiri, við tilkomu ræk.iupillunarvélanna. Framhald á 14. siðu. rithöfunda er ætlað. Sovézkir rit- höfundar hafa rekið Solsjenitsyn Framhald á bls. 14. Ceausescu dvelur hér í tvær stundir SB—Reykjavík, föstudag. Ceausesou, forseti Rúmeníu, kemur hingað til lands á mánu- daginn og hefur tveggja stunda viðdvöl, en hann er á leið vestur um haf, á þing Sameinuðu þjóð- anna. Með honum í förinni er ut- anríkisráðherra Rúmeníu. Þeir koma hingað með rúm- anskri flugvél fcl. 14,30 á mánu- daginn. Meðal þeirra, sém taka á móti þeim á flugveL.num, eru forseti íslands, dr. Kristján Eld- járn, og frú, forseti Hæstaréttar, ambassador Rúmeníu á ísíandi, ráðuneytisstjórar utanríkis- og for- sætisráðuneytisins og fulltrúar, lög reglustjóri og erlendir sendiherr- ar. Síðan verður möttaka á Bessa- stöðum, og þar verða, auk framan- taldra, menntamálaráðherra og formenn þingflokkanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.