Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 2
TIMINN LAUGARDAGUR 10. október 1970. á sýningunni voru 1623 verk. Matthea hlaut þar bronz-verðlaun fyrir myndir sínar og var vin- samlega getið í blöðum m. a. í franska listfræðitímaritinu La Revue Moderne, sem er þekkt og útbreitt tímarit, útgefið í París. En þessa var getið í ísl. frétta miðlum á sínum tíma. Myndirnar á sýningunnj eru flestar til sölu og er verð þeirra frá 6—35 þúsund kr. Sýningin verð ur opin frá kl. 2—10 alla daga til 18. okt. Nýjl Vesturlandsvegurlnn liggur sex sinnum yflr þann gamla, en vegarstæðið breytlst mlklð vlS Grafarholt, þar sem vegurlnn fer norðar. við bælnn, en segja má, að hann llggl f etnum stórum svelg frá 'Höfðabakka og líorður fyrir Korpu, eins og bezt sést á meðfylgjandi uppdrætti. Með nútímatækni hefjast stúrframkvæmdir í vega- iagningu í byrjun vetrar Rætt við Sigfús Örn Sigfússon deildarverkfræðing um hrað- brautarframkvæmdir á Suður- og Vesturlandsvegi KJ—Reykjavík, föstudag. Fyrir ekki mjög mörgum árum hefði það talizt til tíð- inda., að byrjað væri á stórkostlegum vegaframkvæmdum þegar komið væri fram á haust, en nú á tímum véla og tækni telst þetta ekki lengur til tíðinda, og það þurfa að vera miklar stórhríðir svo verklegar framkvæmdir við jarðvinnu tefjist eitthvað að ráði. Þessa dagana er að komast fullur skriður á framkvæmdir við nýja vegarkaflann á Vestur- landsvegi, frá Höfðabakka að Korpu, og á Suðurlandsvegi frá Kömbum að Bakká í Ölfusi. Jafnframt er verið að leggja síðustu hönd á brúna yfir Elliðaárnar, og veginn báðum megin við árnar. í fyrrahaust var byrjað á vega framkvæmdum við Suðurlandsveg ofan úr Svínahrauni og niður fyr ir Lækjarbotna, og hefur stöðugt verið unnið við þennan veg síð an. Er nú svo komið að búið er að leggja olíumöl á hluta vegar ins, og ef veðurguðirnir verða hliðhollir, má jafnvel búast við að allur vegarkaflinn verði lagð ur olíumöl í haust, en alla vega verður vegurinn tekinn í notkun, og má því segja að ekið verði í vetur á nýjum vegi alla leið frá Lækjarbotnum og UPP í Hvera dalabrekku, því gamli vegarspott inn á þsesari leið hefur verið lagð ur olíumöl, og er því sem nýr. Fréttamaður Tímans leitaði upp lýsinga um nýbyggingu Suðurlands vegar og Vesturlandsvegar, hjá Sigfúsi Erni Sigfússyni deildar- verkfræðingi í Brautadeild hjá Vegagerð ríkisins, en þessi sér staka deild var stofnuð fyrir uim ári, þegar ákveðið var að fara út í hraðbrau-taframkvæmdir f fullri aLvöru. — Ef við / snúum okkur bá fyrst að olíumölinni, Sigfús Örn, hvað er búið að leggja mikið af olíumöl í sumar. — Nú er búið að taka í notkun rúmlega sjö kílómetra kafla lagðan olíumöl á Suður- lar ’’vegi, og nær þessi kafli of- Svarta Iínan !Vnir nÝÍa veginn í Olfusinu, en hann liggur þó an frá Hveradalabrekku og niður Hveragerði en gamli vegurinn. Slitna línan sýnir nýja veginn undir Sands'keið. Þá er búið að en gamli vegurinn er sýndvr með tvöföldu striki. leggja olíumöl á 1,5 km til við bótar á nýja veginn sem liggur notrðan við gamla veginn yfir Sandskeið, en eftir er að leggja olíumöl á um 2 km. kafila til að olíumölin verði samfelid á um tíu km. kafla. — Hvernig hefur gengið að leggja olíumölina? — Veðurguðirnir hafa ekki ver ið okkur nógu hliðhollir, og svo virðist sem úrkoman þarna efra sé um þrisvar sinnum meiri en Fratnhald á bls. 14. nokkuð fjær upp Kamba, SB—Reykjavík, föstudag. Matthea Jónsdótir opnar mál- verkasýningu í Bogasalnum á sunnudaginn. Þar sýnir hún 30 myndir, unnar á síðustu 3 árum. Þetta er önnur málverkasýning Mattheu. hin fyrri var : Ásmund arsal í maí 1967. Matthea hefur tekið þátt í mörgum samsýning um Fél. ísl. myndlistarmanna o. fl. hér heima. Ilún va. þátttakandi í sýningunni „Europa orijs 1969“ í Ostende í Belgíu, en þátttakend ur í henni voru 541 listmáiari frá þátttökuríkjum Evrópuráðsins, en qaman HEKLU PEYSU úr dralori

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.