Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 10. október 1970. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoa Ritstjórnar- skrifstofur I Edduhúsinu. símar 18300 —18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Áfgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 165.00 á mánuði. Inna.niands - 1 lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm Ekida hl. Verkefnin framundan Alþingi kemur saman í dag. Við setningu þess hljóta að rifjast upp þau verkefni, sem bíða þess, og vinna verður að nú og á næstu þingum. Meðal þeirra verkefna, sem telja verður einna mest aðkallandi, eru þessi: ífc Að vinna að því að draga úr dýrtíðarvextinum, treysta þannig grundvöll atvinnuveganna og stuðla að auknum kaupmætti launa á þann hátt. sfc Að auka stjórnun og hagræðingu í rekstri atvinnu- veganna og byggja upp nýjar atvinnugreinar. ❖ Að skipuleggja þannig fjárfestingu og framkvæmd- ir, að fjármagnið nýtist sem bezt og að það gangi fyrir, sem er aðkallandi. $ Að stuðla að auknu jafnvægi í byggð landsins með eflingu þéttbýliskjarna og kaupstaða og kauptúna sem fyrir eru. Mikilvægur þáttur í þessu, er að móta nýja landbúnaðarstefnu, sem tryggi þeim, er land- búnað stunda, ekki lakari kjör en sambærilegum stéttum. $ Að endurskipuleggja allt skólakerfið með tilliti til breyttra tíma og aðstæðna og tryggja öllum sem jafnasta og bezta aðstöðu til menntunar. í Að marka afstöðuna til Efnahagsbandalags Ev- rópu, en það getur hæglega orðið örlagaríkasta málið, sem þing og stjórn þurfa að fjalla um næstu misserin. Ý Að hefjast handa um nýja sókn í landhelgismál- inu og hafa þar náið samstarf við þau ríki, sem vilja hnekkja þeirri viðleitni Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, að binda fiskveiðilandhelgina við 12 mílur. $ Að hefjast handa um öflugar ráðstafanir til að koma í veg fyrir óhreinkun og mengun umhverfisins, í samræmi við þingsályktunartillögu, sem Ólafur Jóhannesson flutti á síðasta þingi. Mörg fleiri veigamikil verkefni má nefna, en mörg þeirra falla þó beint eða óbeint undir þau, sem hér hafa verið talin. Upptalning þessi sýnir ljóst, að þau verkefni, sem bíða framundan eru bæði stór og margþætt, og að framtíð þjóðarinnar getur mjög ráðizt af því, hvernig að þeim verður unnið allra næstu misserin. Það var rétt ákvörðun hjá sænsku akademíunni að veita rússneska rithöfundinum Alexander Solsjenitsyn bókmenntaverðlaun Nobels á þessu ári. Það er undan- tekningarlítið álit þeirra, sem dómbærastir þykja á bók- menntasviðinu, að ekki hafi annar höfundur látið fara frá sér vandaðri og athyglisverðari skáldverk á síðasta áratugnum en Solsjenitsyn. Fyrir rússnesku þjóðina er það mikill sómi að eiga slíkan snilling sem Solsjenitsyn. / Valdhafar Sovétríkjanna hafa hins vegar ekki kunnað að meta verk hans, því að þau eru ekki í anda þeirrar sieínu, sem krafizt er að rithöfundar fylgi austur þar. Aðeins ein skáldsaga hans hefur verið gefin út í Sovét- ríkjunum. Hinar hafa verið settar á svartan lista. Það er dapurleg staðreynd, að slíkt andlegt ófrelsi skuli drottna hjá öðru mesta stórveldi heimsins. Jafnvel á keisaratímanum ríkti ekki slíkt ófrelsi í Rússlandi. Vald- hafar Sovétríkjanna þurfa að gera sér það ljóst, að utan Sovétríkianna hlýtur það að vekja tortryggni á valda- kerfi þeirra, að þeir virðast óttast andlegt frelsi enn nieira en keisararnir þó gerðu. Þ.Þ. ■ . .. - ............—■ " ■ " ■ DAVID BONAVIA, The Times: Dauði Nassers hlýtur að valda Rússum verulegum áhyggjum Þeir munu bíða og sjá hvernig arftaki Nassers reynist. >EER, sem lagt hafa á ráðin um stefnu Sovétríkjanna i mál efnum landsins fyrir botni Mið jarðarhafsins undangengin ár, hljóta að fyllast kvíða við frá- fall Nassers forseta, en sá at- burður getur reynzt þeim ör- lagarikur. Fyrir mánuði virtust Sovétmenn hafa orðið ofaná í baráttu stórveldanaa um áhrif og forgang í Arabaríkjunum. Síðar skall á borgarastyrjb.ld í Jórdaníu og efalaust hefur það átt sinn þátt í hjartaslagi Nassers, hve þessi átök reyndu á hanm. Aðstaða Rússa er önnur eftir fráfall Nassers, en þeir eru, — vegna eldflaugastöðva sinna og hernaðarráðgjafa í landinu, — skuldbundnir ríkisstjórn og forastu, sem er ókunn að svo kocnnu máli. Stjórnmál Araba eru hverful og hinir færustu vestrænir sérfræðingar í mál- efnum þeirra treysta sér ekki einu sinni til að spá, hvað eigi eftir að gerast í Kairó. En skyldur Sovétmanna við Egypta eru tengdar ákveðnum skyld- um Egypta við Rússland og Nasser sjálfur var miðdepill- ,, inn,.i^ai) ö:i óiO’io :uiÉJií , ; V. . . 1 J (,f'| EGYPTALAND héfur 1 sér- stöku hlutverki að gegna í augum Rússa. Það er lykillinn að Arabaríkjunum og afar mikilvægt í baráttu Sovét- manna gegn hinum vestrænu ríkjum, en hatur Araba á ísrael á að vera driffjöðrin. Þetta var vilji Nassers sjálfs og hann vildi framkvæma hann og hafði kraft og hylli til þess. Egyptaland er enn lykillinn að Arabaríkjunum vegna legu sinnar og mögu- leika á efnahagssviðinu, jafn- vel þó að Nasser sé horfinn af sjónarsviðinu. En Egyptar kunna að gugna við að gegna hlutverkinu, ef það krefst of rmkilla fórna og sjálfsaga. f augum Rússa eru Egyptar sjálfir ekki annað en mann- mörg, vanþróuð þjóð, sem þarfnast fjár, en fara verður vel að, — og ekki sérlega mikilvæg framgangi hinnar sovézku stefnu í heiminum og gæti ef til vill orðið til óþæg- inda, ef illa færi, Ekki er ólíklegt að þannig fari, ef hin- ir nýju leiðtogar taka þann kostinn, að hverfa frá forustu- hlutverki meðal Araba og meta öryggi þjóðarinnar og velmeg- un meira. Ef svo færi hefðu Rússar um tvennt að velja. annað hvort að láta af hernaðarað- stöðu sinni og hverfa á burt eins fljótt að unnt væri með góðu móti, eða að efla og treysta hernaðaænærveru. í þeirri von, að hún kæmi sér vel síðar í öðrum tilgangi. SJÁLFUR er ég þeirrar skoðunar, að Rússar hafi ekki hug á að taka að sér hlutverk „heimsveidis“ með því að koma upp öflugum herstöðvum meðal vanþróaðrar þjóðar hand an hafs. Ef hin nýja forusta BRESHNEFF í Egyptalandi’ gerði samning eða kæmi á friði við ísraels- menn, gætu Rússar kinnroða- laust tekið niður eldflauga- stöðvar sínar við Súezskurð og horfið á braut. Þeir skyldu ef til vill eftir nokkra hernaðar- ráðgjafa í Egyptalandi, frem- ur til þess að fylgjast með framvindu mála en að veita Egyptum aðstoð. Gildandi skuldbindingar eru miðaðar við stjórn Nassers eða annars manns, sem væri hans jafnoki, en fáir hafa trú á að viðtak- andinn reynist jafnoki hans. Sjálfsagt reynir arftakinn að feta í fótspor Nassers, jafnvel þó að hann sé minni fyrir sér. Hitt er þó augljóst, að háttur hans Sker úr um hæfni hans og vilja til að gegna hlutverk- inu, — en að undanförnu virt- ist vofa yfir að það yxi Nasser sjálfum yfir höfuð. Rússar verða ef til vill að sætta sig við allmikinn óstöð- ugleika í stjórnmálum hjá skjólstæðingunum, líkt og fór fyrir Bandarikjamönnum í Viet nam eftir að Diem féll frá, en sennilega reynast Rússar skyn- samari en Bandaríkjamenn og blanda sér ekki í innlendu stjórnmálin. VALDHAFARNIR í Moskvu hafa þegar hopað nokkuð á- stjórnmálasviðinu að því er Jórdaníu varðar, þegar banda- menn þeirra hófu að berjast innbyrðis og hvor aðilian um sig sýndist liklegur til að snú- ast gegn verndarveldinu, ef það ætlaði að reynast um of hlynnt hinum aðilanum. Rússar gátu ekki gripið til annarra ráða þegar upp úr sauð i Jórdaníu en að reyna að hafa sefandi áhrif á Sýrlendinga og hrópa sem hæst og mest um bandarísk afskipti. Nasser virtist kjörið hand- bendi Sovétmanna, gæddur miklum leiðtogahæfileikum, hafði gildar ástæður til að van treysta Vesturveldinum og þurfti mjög á efnahags- og hernaðaraðstoð að halda. — Stefna Sovétmanna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins var öllu fremur verk Nassers en að valdhafarnir j Moskvu réðu stefnu Egynta. Rússar voru verndarar Nsésers og hetj- ur í augum Araba af þeim sökum. Ef þeir gerast verndar ar næsta leiðtoga er líklegt, að þeir sýnist fremur á bandi Egypta en Araba yfirleitt. Ef dulinn rígur milli Egyptalands og annarra Arabaríkja veldur árekstrum eftir fráfall Nassers, gæti vinátta Rússa við Egypta jafnvel reynzt þeim til trafala í Arabarikjunum. VAFAMÁLIN eru svo mörg í þessu efni að ósennilegt er, að sovézka utanríkisráðuneytið hafist nokkuð að eða reyni að móta nýja stefnu gagnvart Egyptalandi fyrr en í Ijós kem- ; ur, hver afstaða hinnar nýju : ríkisstjórnar verður. Ósenni- ! legt er einnig, að Rússar kæri ' sig um að takast á hendur : meiri hernaðarskuldbindingar S en orðið er, og skynsamlegt | væri fyrir fsraelsmenn að fara | að þeim með gát. Fráfall Nassers veldur að minnsta kosti greinaskilum í sovézkri utanríkisstefnu, ef ekki kaflaskiptum. Nasser var einn af síðustu fulltrúum ákveð innar kynslóðarleiðtoga meðal I vanþróuðu þjóðanna, leiðtoga, | sem stefndu að meira áhrifa- | valdi en máttur þjóðar þeirra 8 gaf tilefni til, og komust furðu N lega langt á því sviði. — Nkrumah, Sukarno og Sihann- ouk var sýnd á sinni tíð svipuð umhyggja af hálfu Sovétmanna og Nasser varð aðnjótandi að undanförnu. Rússar eru þeirr- ar skoðunar, að slíka menn eigi að eggja og nytja meðan þeir eru hæfilega andstæðir Vestur veldunum og áhrifaríkir í ná- grenni sínu. ÞESSER leiðtogar heita „borg aralegir þjóðernissinnar“ á máli marxista, en þeir hafa, síðan að síðari heimsstyrjöld- inni lauk, ýmist reynzt Rúss- um mjög þarfir eða valdið þeim vandræðum og auðmýk- ingu. Þeir hafa hins vegar reynzt Vesturveldunum hættu- legir í bráð, en óáreiðanlegir bandamenn Sovétríkjanna þeg- ar til lengdar lét. Sufcamo kostaði Rússa til dæmis feikna mikið fé í efnahagsaðstoð, en sú aðstoð gaf þeim efekert í aðra hönd. Rússar virðast hafa mifcinn áhuga á slíkum „borgaralegum leiðtogum“, þrátt fyrir hina óskemmtilegu reynslu sína. Þeir virðast enn halda, að unnt sé að nota þá stefnu sinni til framdráttar meðal hinna vanþróuðu þjóða. Að minni hyggju stafar þetta að nofckra leyti af því, að þeim haettir til að ímynda sér vanda hinna vanþróuðu þjóða einfaldari en hann er í raun og veru. Rússar láta hugmyndafræði sína enn ráða allt of miklu um viðhorf- in til umheimsins, þrátt fyrir starfsama sendifulltrúa og mik inn lærdóm. Þeir leggja aHt of mikla áherzlu á stéttaátðfc, Framhald á bls. 14. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.