Tíminn - 13.10.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 13.10.1970, Qupperneq 1
Fjárlagafrumvarpið fyrir 1971 lagt fram á Alþingi í ) | i \ tröppunum á Bessastöðum. F. v. sendiherra Rúmena á Isiandi Stefan Nastasescu, forseti Islands dr. Kristian Eldjárn, forsetafrúin Halldóra Eldjárn, frú Ceausescu og Nicolae Ceausescu forseti Rúmeníu. (Tímamynd G.E.) Ceausescu heilsar formanni Framsóknarflokksins prófessor Ólafi Jóhannessyni, en tH vinstri er kona Ólafs frú Dóra Guðbjartsdóttir. (Mynd Pétur Thomsen) OG AUKIN ÚTÞENSLA RÍKISBÁKNSINS TK-Reykjavík, mánudag. FjárlagafrumvarpiS fyrir árið 1971 var lagt fram á Alþingi í dag. Útgjaldaliðir fjárflagafrum- varpsins hækka um 1.852 millj- ónir króna frá gildandi fjárlögum eða um 23%. Raunveruleg hækkun rekstrarútgjalda ríkissjóðs er þó meiri, eða um 25%. Þó eru öll útgjöld vegna nýrra kjarasamninga við opinbera starfs menn ekki tekin með í þessa áætlun fjárlagafrumvarpsins og lieldur ekki útgjöld vegna aðstoð- ar við bændur vegna harðinda og öskufalls. Það er verðbólgan og útþensla ríkisbáknsins, sem ein- kennir þetta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, cins og áður, enda er stefnan óbrcytt. Framlög til verklegra framkvæmda á fjár- lögum fara enn hlutfallslega lækk andi og stefnir þar á núllið. Barn margar fjölskyldur fá þarna sér- stakan glaðning, því að í frum- varpinu er lagt til að námsbóka- gjald ve:ði tvöfaldað og bifreiða- eigendur fá kveðjur með stór- hækkun skoðanagjalda af bif- reiðum. Á tekjuliðum fjárlagafrjmvarps ins er mest hækkun á söluskatt- inum, en gert er ráð fyrir að tekjur af söluskatti tvbfaldist frá því sem var í áætlun í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1970 og er það glöggt dæmi um það, að skatt heimta ríkisins færist æ meir í það horf, eð skattar séu inn- heimtir af landsfókinu, án tillits til efna og ástæðna. Af öðrum einstökum liðum í fjárlagafrumvarpinu má nefna það, að framlag rikisins til Af- vinnujöínunarsjóðs lækkar um 20 milljónir, eða því sem tekjum sjóðsins af álgjaldinu nemur. Ketnur það á óvart, þvi oft og lengi, og með miklum hávaða hefur því verið haldið að lands- mönaum, a0 tekjur Atvinnujöfn- unarsjóðs ættu eftir að stórauk- ast með til'komu álgjaldsins! Fram. lög til læknamiðstöðva standa svo til í stað en framlög til dagblaða lækka um tæpar 3 milljonir kr. í 6. grein fjárlagafrumvarpsins er lagt til að ríkisstjóminni verði veittar eftirtaldar heimildir: Að breyta fjárhæðum tekju- og gjaldamegin, ef lög verða stað- fest, er afgreidd hafa verið frá Alþingi 1970 og hafa í for með sér tekjur eða gjöld fyrir rflds- sjóð. Allar þær fjárveitingar, sem eigi eru ákveðnar í iögum, öðr- um en fjárlögum, forsetaúrskurð- um eða öðrum gildandi ákvörð- unuim, gilda aðeins fyrir fjárhags- tímabilið, Að endurgreiða skemmtana- skatt af fé því, sem aflað er með samkomum og rennur til eflingar slysavarna hér við land. Að ákveða, að Landssiminn inn- heimti ekki stofngjöld oq afnota- gjöld síma árið 1971 hjá allt að 35 blindum mönnum, eftir tilnefn ingu Blindravinafélags fslands. Menn þessir séu heimilisfeður feða vinni einir á vinnustað. Að ábyrgjast allt að 50 millj. kr. lán til byggingar fiskvinnslu stöðva og stöðva til þess að vinna úr landbúnaaðrafurðum, þó ekki yfir 60% af matsverði hverrar framkvæmdar. Að endurgreiða aðflutnings- Framhald á bls. 3 Vona komi í KJ—Reykjavík, mánudag Nicolae Ceausescu forseti Rúmeníu, frú hans og föruneyti komu til Keflavíkurflugvallar í dag í tveim Ilushin skrúfuþotum, og á flugvcllinum tóku forseta- hjónin íslenzku á móíi hinum tignu gestum, ásamt fleiri íslend- ingum, en að lokinni stuttri mót- tökuathöfn var ekið til Bessastaða, þar sem staldrað var við í um klukkustund, og i ræðu sem Ceausescu hélt þar sagðist hann vona, að forseti fslamls ætti eftir að koma í lieimsókn tii Rúnienín. Rúmenski forsetiiin og tóruneyti Ceausescu í ræðu á Bessastöðum í gær: að forseti Islands heims hans hafði hér aðeins tveggja og hálfs tíma viðdvöl, en hann var á leiðinni ti! New York, að taka þátt í hátíðahö.’dum í tilefni 25 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. I marga daga hafa rúmenskir og íslenzkir embættismenn unnið að undirbúningi komu forsetaris, en hann dvaldi aðeins um klukku- stund á Bessastöðum, og gafst bví rétt tími til að drekka úr kampa- víns- eða ávaxtasafagiösunum, áð- ur en haldið var aftur af stað á hundrað kílómetra hraða í góðri fy.'gd lögreglunnar suður á líefla- víkurflugvölL. Forsetafáninn blakti við hún á Bessastöðum eins og jafnan þegar mikilmenni eru þar i heimsókn. Við innganginn i forsetahústaðinn blöktu svo íslenzki og rúmenski fáninn, en hann er hlár, gu.'ur og rauður, þverröndóttur, og í gula- feldinum er mynd af landslagi og yfir því skín rauð stjarna. Við dyrnar stóðu tveir lögreglumenn úr Reykjavík heiðursvörð, og blaðamenn og .'jósmyndarar ís- lenzkir og rúmenskir fy'.gdust með komu gesta aö Bessastöðum. Undir hálf fjögur renndí bila- lestin í hlað a Bessastöðum, og okkar j Ceausescu og dr. Kristján Eldjárn ! stigu út úr fyrsta bí 'num ásamt j túlki Ceausescu, en í næsta bí! j iorsetafrúrnar og kona rúmenská sendiherrans hér á landi. í föru- neyti forsetans voru ýmsir em- bættismenn, og þar á meðal Man- escu utanríkisráðherra. í móttökulínunni á Bessastöðum voru fremstir forsætisráðherra Jóhann Hafstein og frú. utanríkis- ráðherra Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason menntamá.’aráðherra og frú, Ásgeir Asgeirsson fyrrverandi forseti, Birgir Finnsson forseti Framhald á bls. 14. Forsetar Alþlngls sömu og í fyrra EB-Reykjavík, mánudag. í dag voru forsetar Alþingis kjörnir. Voru forsetar allir endnr kjömir frá fyrra þingi, svo og skrifarar deildanna. Forseti sameinaðs þings var kjörinn Birgir Finnsson. 1. vara- forseti var 'kjörinn Ólafur Björas- son og 2. varaforseti Sigurður Ingimundarson. — Skrifarar sam einaðs þings vora kjörnir þeir Páll Þorsteinsson og Bjartmar Guð- mundsson. Forseti efri deildar var kjörinn Jónas Rafnar, varaforsetar Jón Þorsteinsson og Jón Áraason, og skrifarar Bjarni Guðbjörnsson og Steinþór Gestsson. Forseti neðri deildar var kjör- inn Matthías Á. Matthiesen, vara- forsetar Benedikt Gröndal og Gunnar Gíslason, og skrifarar Ingvar Gislason og Friðjón Þórð- arson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.