Tíminn - 14.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.10.1970, Blaðsíða 6
6 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 14. október 197» Svar Félags landeigenda í Laxársvæðinú við greinargerð stjórnar Laxárvirkjunar vegna vatnsmiðl- unar Laxárvirkju nar við Mývatn 3) Skylda stjórnar Laxárvirkj- unar til atí láta fara fram rannsókn á gagnsemi stífl- unnar í Miðkvísl, áður en hún var sett. Eftir reglutn stjórnsýslurétt- ar og landslaga bar Laxárvirkj un að láta fara fram rannsókn á gagnsemi stíflumannvirkja, áður en hún réðst í fram- kvæmdir. Laxárvirkjun hefur aldrei lagt fram gögn um, að slík rannsókn hafi farið fratn, enda þótt hún telji sig hafa tekið ákvarðanir „eftir ítarleg- ar athuganir". Bæði stjórn Laxárvirkjunar og ráðuneyti eru opiciber stjórnvöld, sem ber að -rann- saka málefni, áður en þau taka ákvarðanir um þau. Stíflugerð- in við Mývatn í Miðkvísl árin 1960 og 1961 hefur aldrei sann að gagnsemi sína, né heldur hafa verið lögð fram gögn um rannsókn gagnsemi þeirra, sem gerð hafi verið fyrir fram. 4) Ákvæði vatnalaga nr. 15/ 1923 um tilkynningaskyldu gagnvart þeim, er hags- muna hafa að gæta. f vatnalögum nr. 15/1923 seg ir í 144. gr., að ekki megi veita leyfi til vatnsmiðlana, eins og þeirra, sem gerðar voru við út- fallskvíslar Laxár úr Mývatni, nema þeir, sem hagsmuna hafa að gæta, hafi áður átt þess kost að láta uppi athugasemd- ir sínar. Um stíflugerðina h'öfðu allir þeir hagsmuna að gæta, sem áttu silungsveiði í Mývatni eða Laxá frá upptök- um til ósa eða áttu lönd að þess um vötnum, þar sem fjölbreyti legt fuglalíf var eicinig að PLASTPRENT h.f. GRENSÁSVEGI 7 SlMAR 38760/61 UTSVÖRIN! PLASTSEKKIR í grindum ryðja sorptunnum og pappírspokum hvarvetna úr vegi, vegna þess að PLASTSEKKIR gera sama gagn og eru ÓDÝRARI. Sorphreinsun kostar sveitarfélög og útsvarsgreiðendyr stórfé. Hvers vegna ekki að lækka þó upphæð? vernda auk annarra náttúru- verðmæta. í áðurnefndri 144. gr. vatna- laga segir, að senda skuli öll- um þeiní mönnum, sem ráð- stöfun kunni að varða, sérstaka tilkynningu um hana. Ef ekki verður vitað, hversu marga ráð stöfun muni varða, þá má í þess stað birta auglýsiugu þrisvar sinnum í Lögbirtinga- blaðinu, og skal fyrirtæki eða ráðstöfun glöggt greind og skor að á þá, er kynnu að telja sig málið skipta, að koma fram með athuganir sínar áður en tiltekinn, hæfilegur tími sé liðinn. 5) Lönd bænda hafa aldrei verið tekin eignarnámi. Þessu lagaákvæði vatnalaga hefur hvorki stjóm Laxár- virkjunar né ráðuneyti skeytt, heldur hefur verið vaðið inn á lönd bænda án þess einu sinni að freista þess að taka lönd þeirra eignarnámi. Um þetta atriði má vitna til m 2. mgr. 4. gr. laga nr. 61/1917, en þar segir: „Að matsgerð lokinni má eignarnemi taka hið mumda í sína vörzlu, án þess að hindr- að verði með áfrýjun gerðar- innar, gegn því að greiða mats- Síðari hluti verðið og allan áfallinn kostn- að.“ Samkvæmt þessari lagagrein skal stjórn Laxárvirkjunar ekki öðlast neinn rétt til að reisa stíflunarmannvirki, fyrr en hún hefur greitt bætur eftir mati. Stíflurnar reisti hún hins vegar fyrir 10 árum, og er ekki farin að greiða neinar bætur ennþá, enda ekkert eignarnám farið fram, og eru ákvæði 67. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/ k^l ISAL Rennismiður Óskum eftir að ráða rennismið til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi, um framtíðarstarf er að ræða. Ennfremur óskum vér eftir að ráða menn til starfa við birgðavörzlu Störfin eru fólgin í móttöku og afhendingu efnis og varahluta. Enskukunnátta æskileg. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti og hjá bókaverzlun Olivers Steins í Hafnarfirði. Umsóknir sendist eigi síðar en 19. október 1970 í pósthólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK 1944 því til fyrirstöðu, að slíkt eignamátn geti farið fram. 6) 67. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944 bannar, aC eig»- ir borgaranna séu teknar eignarnámi að nauðsynja- lausu. í 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 segir: „Eignarrétturinn er friðhelg- rar. Engan má skylda til að láta af hemdi eign sína, nema al- meimingsheill krefji; þarf til þess lagafyrirmæli, og komi fullt verð fyrir." Stjórnarskrárákvæði þetta er skýrt á þann veg, að stjóm- völd geti aldrei tekið eignir manna eignarnámi gegn vilja þeirra, nema þau geti sannað, að almenningsþörf krefjist þess. Laxárvirkjunarstjórn hef- ur aldrei reynt að sanna, né heldur getað sannað, að al- menningsþörf krefjist þess, að stíflan í Miðkvísl sé sett í Laxá. Hefur sú stífla þó falið í sér, að bændur á öllu vatna- svæði Laxár og Mývatns hafa verið sviptir hlunnindum sin- am í silungsveiði. Eru aðfarir hennar hér svipaðar þvi, þegar hihi nú ræðst í virkjunarfram- kvæmdir eftir svonefndu Gljúfurversskipulagi. Skipu- lagið gerir ráð fyrir raforka- veri, er skili yfir 54 megawatta orku, ea heimild er samt eftir lögum nr. 60/1965 um Laxár- virkjun til að virkja aðeins 12 megawött og ráðherraleyfi eftir þeim lögum heimilar að- eins að virkja 7.5 megawött. Mun Laxárvirkjun ekki heldnr takast að sanna, að almennings þörf krefjist þess, að ráðizt sé í virkjun, er framleiði raf- magn, er sé langtum dýrara en fá má annars staðar frá, þeg- ar slík virkjun felur f sér stór- kostleg spjöll á náttúruverð- mætum og eignum manna. 7) Stjórn Laxárvirkjunar brýtur lög nm nðttúrn- vernd nr. 48/1956. Stjórn Laxárvirkjunar hefur aldrei skeytt því neinu, þótt hún með framkvæmdum sínum valdi stórkostlegum náttúru- spjöllum. í 2. gr. laga nr. 48/ 1956 segir: * „Nú veldur fyrirhuguð mann virkjagerð eða jarðrask utan kaupstaða eða kauptúna hættu á því, að sérkennilegt landslag breyti um svip eða merkum náttúruundrum sé spillt, og er þá skylt að leita álits náttúru- verndarráðs, áður en fram- kvæmdir hefjast.” Stjórn Laxárvirkjunar virti þetta lagaákvæði að vettugi, þegar hún hófst handa um gerð stíflanna er lokið var við ár- in 1960 og 1961. Eftir reglum stjórnsýsluréttar veldur" ólög- mæt aðferð stjórnvalda, þegar þau taka ákvarðanir, að þessar ákvarðanir verða ógildar. Eru allir stjórnsýslufræðingar á einu máli am þetta, eada eru margir dómar Hæstaréttar fyr ir því. 8) Stjórn Laxárvirkjunar og rask hennar á Mývatni. Með stíflugerðinni 1960 og 1961 hefur stjórn Laxárvirkj- Land hins eilífa sumars. (tj^) Paradís þeim, sem leita hvildar og skemmtunar. Mikil náttúrufegurð, ótakmörkuð sól og hvitar baðstrendur. .. Stutt að fara til stórborga Spánar. Italíu og Frakklands. > Eigin skrifstofa Sunnu í Palma, '*'• méð íslenzku starfsfólkí. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI 7. SlMAR: 16400 12070 sunna sunna cTWALLORKA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.