Tíminn - 15.10.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.10.1970, Blaðsíða 12
Í2 HB333Bliié TIMINN MWíTTTiTíMfc FIMJVITUDAGUR 15. október 1970 Everton kaupir annan Newton - gaf 150 þúsund pund fyrir Henry Newton frá Nottingham Forest Everton keypti í fyrradag leik- manniiui Henry Newton frá Nott- ingham Forest, fyrir samtals 150 þús. <£ (31.5 millj. ísl. kr.) — Forest fékk helming upphæðar- iitnar greitt í reiðufé, en hinu helminginn með írska landsliðs- manninum Tommy Jackson, sem metinn er á 75 þús. £, Kemur það nokkuð á óvart að Everton skuli gera þessi stór- kaup, þar sem Newton er miðju- leikmaður, en Everton er talið eiga sterkustu tengiliði á Eng- landi, þar sem Ball-Harvey-Ken- dall eru. Newton þessi var í fyrra valinn í 40 manna hóp, sem Sir Alf FH og Haukar taplaus í Reykjanesmótinu í handknattieik. Um síðustu helgi voru leiknir tveir leikir í Reykjanesmótinu í M.fL karla í handknattleik, en í því taka þátt Hafnarfjarðarliðin bæði FH og Haukar ásamt Breiða bliki, ÍBK og Gróttu af Seltjarn- arnesi. Afturelding úr Mosfells- sveit var einnig skráð í keppnina, en hætti við þátttöku. Úrslit leitojanna um helgina urðu þau, að Haukar sigruðu Gróttu með einu marki 22:21. I hálfleik hafði Grótta yfir 16:15. í hinum leiknum sigráði ÍBK, Breiðablik 25:15. Önnur úrslit í mótinu ti)l þessa hafa orðið þau að FH sigraði Gróttu 25:17 og Haukar ÍBK 37:16, Breiðablik — Gróttu 15:14 og FH — ÍBK 29:9. Mótinu verður haldið áfram um næstu helgi. Ramsey valdi fyrir heimsmeistara keppnina síðustu, en var ekki val inn í 28nmanna hópinn, sem fór til Mexíkó. Newton var að byrja sitt sjöunda leikár með Forest, en hann kostaði félagið ekki eyri. Hann skipaði fyrirliðastöðu hjá Forest á þessu og síðasta keppnis tímabili. Mörg önnur félög höfðu haft áhuga á Newton og voru þá helzt nefnd Derby og West Ham. — Jackson kom inná fyrir Alan Ball í leik Keflavíkur og Ever- ton á Laugardalsvellinum á dög- unum. Hann mun leika með Nott ingham Forest næstkomandi laug ardao er þeir mæta Coventry. — Gaman verður að sjá hvaða stöðu Catterick, framkvæmdastjóri Ever ton, velur handa Henry Newton á laugardag gegn Arsenal. Eitt er þó víst, — það verða tveir „Newtonar" með 1. deildarliði Everton í ár. — kb. I sumar tóku skipshöfnin af M.s. Brúarfoss þátt í íþróttakeþpni fyrir skips- hafnir á eriendum skipum, sem voru í höfninni í Newport í Bandaríkjun- um. Voru það baeði yfirmenn, undirmenn og þernur skipanna, sem tókw þátt í þessari keppni. Skipshöfnin af Brúarfoss kom út úr þeirri keppni sem sigurvegari, og hlutu m.a. gullverðlaun í hlaupum og stökkum karla og kvenna. Hlaut skipshöfnin 727,07 stig en skipsmenn af Fjördaas frá Noregi varð í öðru sæti með 705,75 stig. Það er ekki oft sem „íslenzkt úr- valslið" hefur komið heim með fieiri verðlaun eða sigra úr sínum ferð- um, en þetta iið, en rétt er þó að geta þess að keppnin var ekki eins hörð og á Olympíuleikjum, og árangurinn ekki á alþjóða mælikvarða — en hvað um það, keppnin hefur örugglega verið bæði hoil og góð — og ísland sigraði — og það er ekki svo lítið. ff Knattspyrnueyjanáá Vestmannaeyingar hafa möguleika á sigrum í 6 knattspyrnumótum í ár Allt utlit er fyrir, að stór- veldið í knattspyrnunni í ár beri ekki nafnið KR, Fram eða Valur eins og undanfarin ár, heldur íþróttabandalag Vest- mannaeyja, eða ÍBV eins og það er ætíð nefnt. Félagið sendi lið til þátttöku í 8 íslandsmótum í ár (Reykja víkurfélögin taka þátt í 7 ís- landsmótum), og hefur það góða möguleika á að sigra i 6 þeirra. Það er þegar búið að sigra í 3. og 4, flokki, — tók þar báða bikarana af KR, sem sigr aði í þessum flokkum í fyrra, og hefur möguleika á að sigra í 4 til viðbótar. í Bikarkeppni KSÍ, þar sem það er komið í undanúrslit. Bikarkeppni 1. flokks, þar sem það er einnig í undanúrslitum. Bikarkeppni 2. flokks, og í íslandsmóti 2. flokks, þar sem það leikur til úrslita við ÍBÍ og KR, en KR er Reykjavikur- og Haustmeist ari í þessum flokkum. Það er engin smá árangur ef féiagi'ð nær að sigra í öll- um þessum mótum, og skáka með því og máta flest stóru félögin af höfuðborgarsvæðinu, sem öll hafa um meiri mann- skap að velja. Knattspyrnan er Eyjamönn- um í blóð borin, og hún hentar þeim vel, því að það eru lipr- ir og harðir náungar, sem búa á þessari litlu „knattspyrnu- eyju“ fyrir sunnan laad. — klp. FRYSTIKISTUR iGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlifðarkantar á homum — Ijós f loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fytir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- j^snm, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — ..rautt of lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 ftr. kr. T6.138.— kr. 17.555.— -) út + 5 mán. 190 ftr. kr. 19.938j— kr. 21.530.— -V út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934,— V út + 6 mán. 385-Itr. kr. 29.427,— kr. 31800— [- út + 6 mán. -ö- RAFIÐJAH VESTURCOTU 11 REYKJAVÍK SÍM119294 Sólun /fffK HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR |H||I snjómunst-ur veitir góða spyrnu Xli .-jf «****' sé í snjó og hálku. önnumst alfar viðgerðir hjólbarða 1 B'1 I með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501.— Reykjavík., BRflun RAFMAGNS- SIXTANT RAKVÉLAR 1 Th 4f§ft|fft Sixtant S — Sixtant S Automatic — Sixtant BN — Hver annari fullkomnari. Snöggur og mjúkur rakstur eins og með rakblaði og sápu. — Prófið sjálfir Braun Sixtant og gerið samanburð. Fást í raftækjaverzlunum í Reykjavík og víóa um land. B R AU N - umboðið: RAFTÆKJAVER2LUN (SIANDS H.F. ÆGISG. 7 - SÍMI 17975 - REYKJAVfK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.