Tíminn - 15.10.1970, Síða 16

Tíminn - 15.10.1970, Síða 16
Flnwitudagur 15. október 'l970. MHHBnBHHBHi Vettvangur æskunnar - Bls. Eftir mikiS stímabrak, tókst aS fá Kobba til aS sitja fyrir á öxl eiganda síns, Kristjáns Jósefssonar. (Tímamynd Gunnar) Talandi páfagaukur i íslenzka dýrasafninu Stefnuyfírlýsingar forsætísráðherra og formanna stjórnar- andstöðufíokka í dag Aðalfundur félags Framsóknarkvenna Aðalfundur félags Framsóknar- kvenna í Reykjavík, verður hald- inn á Hallveigarstöðum, fimmtudag inn 22. okt. kl. 8.30. Venjuleg aðalundarstörf. Að þeim loknum kynnir Margrét Kristinsdóttir ostarétti. Framsókn arkonur fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjórnin. Keflvíkingar, Suðurnesjabúar Björk, félag Framsóknarkvenna í Keflavík byrjar nú aftur með hin vinsælu spilakvöld í Aðalveri. Byrjað verður á þriggja kvölda keppni, sem hefst sunnudaginn 18. okt. kl. 21. Húsið opnað kl. 20,30. Góð verðlaun. Mætið vel og stund- víslega. Skemmtinefndin. Almennur fundur: Hugsanlegar varnir gegn óðaverðbólgu ríkisstjórnarinnar Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur almennan fund, miðviku- daginn 21. október, kl. 8.30 i Glaumbæ. Fundarefni Stiórnmálaviðhorfið og hugsanlegar varnir gegn óða- verðbólgu ríkisstjórnarinnar. Frummælendur: Einar Ágústsson alþingismaður og Helgi Bergs. ritari Framsóknarflokksins. SB—Reykjavík, miðvikudag. Kobbi heitir páfagaukur. sem nýlega bættist i íslenzka dýrasafnið í Breiðfirðinga- búð. Kobbi er að því leyti frá- bi-ugðinn hinum dýrunum þarna, að hann er snarlifandi og getur meira að segja talað. Kristján Jósepsson eigandi safnsins segir, að Kobbi sé mcsta blaðurskjóða, þegar hann sé einn, en þegjandaleg- ur við gesti. Við skruppum í heimsókn til Kobba upp í dýrasafn í dag og þá sat hann einn í búrinu sínu í stóra salnum og tautaði eitthvað. Hann svaraði þegar við buðum honu.rn góðan dag, en ekki allt af kurteislega. Meira fékkst hann ekki til að segja, sem skildist. En Krist- ján, sagði okkur, að Kobbi hefði komið í bæinn fyrir fjór- um dögum og væri ekki far- inn að venjast að hafa ekki vini sína hjá sér. Áður bjó Kobbi á Vopnafirði í 2 ár, en meira er ekki vitað um ævi hans, nerna hvað hann skreið úr egginu fyrir einum fjórum árum. Kobbi er ákaflega fallegur á litinn, grasgrænn, með hárauð an haus og rauða bletta á vængjunum. Kristján hleypti honum út úr búrinu og hann Framhald á bls. 14. EB-Reykjavík, miðvikudag. Engir fundir voru á Alþingi í dag, en á morgun mun Jóhann Hafstein, forsætisráðhen-a, flytja ræðu á Alþingi, um stefnu ríkis- stjórnarinnar í þeim málum, er bíða úrlausnar á þessu þingi. — Munu síðan formenn stjórnarand- stöðuflokkanna væntanlega flytja ræður um stefnu flokka sinna í þeim málum. — Fjölmörg frum- vörp liggja nú frammi á Alþingi. Frá ríkisstjórninni hafa m.a. kom ið: Frumvarp til laga um virkjun Lagarfoss á Fljótsdalshéraði; frv. til laga um olíuhreinsunarstöð á íslandi, frv. til laga um lífeyris- sjó'ð hænda, og frumvarp til laga uk framleiðnisjóð landbúnaðar- ins. í frumvarpinu um virkjan Lag- arfoss er lagt til, að ríkisstjórn- inni sé heimilt að fela Rafmagns- veitum ríkisins að virk.ja Lagar- foss til raforkuvinnslu í allt að 800 hestafla orkiiveri. Þá er lagt til að heimila ríkisstjórninni að taka lán fyrir hönd ríkissjóðs eða ábyrgjast lán, sem Rafmagnsveit- ur ríkisins taka, allt að 180 millj. kr., til greiðslu stofnkostnaðar mannvirkjanna. — í greinargerð með frumvarpinu keimur fram, að Rafmagnsveitur ríkisins hafa að undanförnu unnið að framhalds- athugunum á fjárhagslegri fram- kvæmd Lagarfossvirkjunar, á grundvelli nýendurskoðaðra kostn aðaráætlunar um virkjun í áföng um. Var greinargerð um útreikn- inganna send ráðuneyti með bréfi dags. 18. þ.m. Niðurstöður þeirra eru, að svo sem nú horfir um orku notkun á Austurlandi, geti Lagar fossvirkjun orðið hagkvæm og væntanleg til innsetningar árið 1973, eða jafnvel í árslok 1972, og það því fremur, sem veruleg aukning náist á orkusölu til hit- unar. Stjórnarfrumvarpið um olíu- hreinsunarstöð á íslandi er nú ei.durflutt á Alþingi, og er í frum varpinu átt við iðjuver til fram- leiðslu á olíuvörum og öðrum efna iðnvarningi fyrir erlendan og inn lendan markað með hreinsun og vinnslu úr jarðolíu og skyldum efnum, svo og hvers konar atvinnu fyrirtæki, sem starfrækja má í þágu slíks iðjuvers eða í tengsl- um við það. Þá er í frumvarpinu ákvæði þess efnis, að rfkisstjórn in beiti sér fyrir stofnun hluta- félags, sem hafi þáð markmið að halda áfram lokakönnun þess, að olíuhreinsunarstöð verði byggð á íslandi, og ennfremur ákvæði þess efnis að ríkisstjórninni sé heim- ilt að veita ríkisábyrgð fyrir láni, eða lónum, er hlutafélagið tekux til starfsemi sinnar, allt að 5 mrllj. króna. Þá er frumvarpið um lífeyris- sjóð bænda nú einnig endurflutt, er í því ákvæði um stofnun Iíf- eyrissjóðs fyrir alla bændur í land Framhaid á 14. uðu Framsóknarfólk er hvatt til að fjölmenna á þennan fyrsta fund vetrarins. Stjórnin. Helgi Einar Fleiri greiðslustaði gjaldheimtu AK, Rvík. — Á fundi borgar- stjórnar á morgun, fimmtudag, bera borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins fram tillögu uu að Gjald heimtan, sem annast innheimtu langflestra opinberra gjalda í Reykjavík fyrir borg og ríki, hafi fleiri móttökustaði -' borginni fyr- ir greiðslur þessar til þess að auðvelda borgurunum skilin. Eins og nú er, eru greiðslustað ir Gjaldheimtunnar allt of fáir, og á þeim verðuo- stundum bið og veldur þetta hvoru tveggju, að innheimta verður tregari og borg arar þurfa að eyða miklu mciri tíma í að koma greiðslum af sér en eðlilegt er. 4 bessu þarf að ráða bót. -u 40 m kornhlaia rís á 18 dögum KJ-Reykjavík, miðvikudag. Frá því 27. september hefur verið steypt nótt og dag í Sunda- höfn, en þar er nú risin rúmlega 37 metra há kornhlaða, og í viku- lokin verður lokið við að steypa turn á hlöðuna, sem skagar þá 45,27 metra upp í loftið, og breyt ir þar með umhverfinu í Sunda- höf» töluvert mikið. Það er hlutafélagið Kornhlað- an, sem byggir þarna á hafnar- bakkanum, en verktaki við þessa sérstæðu byggingu er Brún h.f. Um hundrað menn vinna þarna á tvískiptum vöktum. fimmtíu á hverri tólf tíma vakt, og meðal- steypuhraði hefur verið 2,40 mtr. á sólarhring, en steypan kemur frá Steypustöðinni h.f. og er sér- staklega löguð fyrir þetta mann- virki. í kornhlöðunni eru 24 korn „síló“, og að því er Hjalti Páls- son, stjórnarformaður Kornhlöð- unnar h.f., sagði Tímanum, er von á vélum í hlöðuna í nóvember, og samkvæmt áætlun á hún að vera tilbúin til notkunar siðari hluta vetrar. Rúmar kornhlaðan 5300 tonn. Koruhlaðan skagar nú um 40 metra upp í loftið á hafnarbakk- anum í Sundahöfn (Tímamynd — GE) V- ix Sllilll v-- ■;> v '

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.