Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 17. október 1970 TIMINN Skattvísitala Framhald af bls. 1 mönnum vakti með umræddri til- lögu, að umreikningur á sköttum skyldi miðast við breytingar á verðlagi, en tilgangur framfærslu vísitölunnar er að sýna þær. Um þetta sagði Jóhann: „Þetta ákvæði á að miða að því, áð verðbreytingar, hækkandi dýrtíð í landinu, verki ekki ein út af fyrir sig sem stórkostleg skattahækkun á þegnana, þó að skattalöggjöfin að öðru leyti breyt ist ekki neitt, heldur að skatta- álagningin að þessu leyti hreyfist til og frá eftir því, sem verðhækk- anir eða verðlækkanir kunna að verða í þjóðfélaginu." íAlþt. 1952. C. 480). Það ákvæði laganna frá 1953, að tekjuskattur bVeyttust til hækk unar eða lækkunar í samræmi við kaupgjaldsvísitölu, helzt óbreytt til 1960. Þá beitti „viðreisnar- stjórnin“ svonefnda sér fyrir setn ingu nýnra skattalaga. Sagt var, að tilgangur þeirra væri m. a. sá að „fella niður tekjuskatt á al- mennum launatekjum". Þetta fór þó á annan veg. Vegna þess, að umrætt ákvæði var feUt niður, hækkuðu skattgreiðslur stöðugt næstu áirin sökum vaxandi dýr- tíðarbóta, án þess að rauntekjur ykjust nokkuð tilsvarandi. Þetta varð sérstaklega eftirminnilegt sumarið 1964, þegar gengið var svo nærri skattgreiðendum, að efnaha'gsráðgjafar ríkisstjórnar- innar lögðu til, að þeim yrðu veitt sérstök lán til greiðslu á sköttum. Ríkisstjórnin vair því tilneydd að gera nýja brcytingu á skattlög- unum vorið 1965, þar sem ýmsir frádrættir voru auknir og jafn- framt sett í lögin það ákvæði, að frádrættir og skattstigar skyldu hækka eða lækka „í samræmi við skattavísitölu, sem ákveðin er af fjármálaráðherra, í fyrsta sinn árið 1966, að fengnum tillögum kauplagsnefndar, hagstogustjóra og ríkisskattstjóra". Framkvæmd þessa lagaákvæðis hefur orðið á þann veg, að fjár- málaráðherra hefur ákveðið skatt vísitöluna frá ári til árs án þess að leita nokkuð álits þeirra aðila, er lögin mæla fyrir um. að hann geri. Skattvísitalan virðist hafa verið ákveðin af hreinu handahófi og tekjuþörf rikisins verið látin ráða henni miklu meira en greiðslugeta skattþegnanna. A þessu ári var t. d. skattvísitalan ákveðin 140 stig, en hefið átt að vera um 173 stig, ef framfærslu- vísitölunni hefði verið fylgt og meðaltal hennar á árinu 1964, þeg ar skattalögin voru sett, lagt til grundvallar. Því er nú svo komið, að verulegur hluti af tekjum lág- tekjufólks lendir í hæsta skatt- þrepi. Fjármálaráðherra hefur enn ekki ákveðið skattvísitöluna fyrir næsta ár, en í greinargerð fjár- lagafrumvarpsins fyrir árið 1971 segir, að „gert sé ráð fyrir, að skattvísitalan hækki til jafns við meðaltekjur". Ekki er ljóst, hvað hér er átt við. Hitt er víst, að fáist ekki skattvísitalan hækkuð miklu meira en svarar þeim verð- hækkunum eða launahækkunum, sem verða í ár, mun láglaunafólk verða að greiða um 60% í skatt af þeim launahækkunum, sem það hefur fengið á þessu ári, eða 27% í tekjuskatt og 30% í út- svar. Þessu valda m. a. þau 33 stig, sem vantaði á skattvísitöl- una á þessu ári, miðað við fram- færsluvísitölu. Það er skattgreiðendum bæði réttlætismál og hagsmunamál, að skattvísitalan sé ekki ákveðin af handahófi, heldur fylgi ákveð- inni reglu. Einkum á þetta þá við á vea-ÍJbólgutknum. Skattar eiga þvi aðeins að hækka, að raun- tekjur hækki. Þetta verður bezt tryggt með því, að skattvísitalan fylgi framfærsluvísitölunni.“ 1 „Glerbrotiö” ný barnabók i i EB—Reykjavík, föstudag. Út er komin hjá bókaforlaginu j Örn og Örlygur barnasagan „G.'er- brotið“ eftir Ölaf Jóhann Sigurðs son, einn þeirra rithöfunda og skálda er s.l. laugardag var út- h’.utað styrk úr Rithöfundasjóði ís.'ands. — Bókin er í alla staði mjög vel af hendi genð. Gísli Sig- urðsson teiknar kápu bókarinnar, og einnig eru margar skemmtileg- ar myndir eftir Gísla í bókinni. Frá Tafl- félaginu SB—Reykjavík, föstudag. Friðrik Ólafsson er efstur í meistaraflokki á Afmæ.ismóti Taflfélags Reykjavíkur, með 7% vinning. Næstir eru Magnús Gunn arsson, Ingi R. Jóhannsson, Björn Sigurjónsson, Guðmundur Ágústs son og Bragi Kristjánsson, með 5%. í fyrsta flokki er hinn góðkunni útvarpsmaður, Baldur Pá.’mason efstur með 5% vinning og hefur hann þegar tryggt sér meistara- flokksréttindi. Sigurður Tómas- son er efstur í 2. flokki. í 1. og 2. flokki eru tefldar 7 umferðir. Aðalfundur félags Framsóknarkvenna ASalfundur félags Framsóknar- kvenna í Reykjavík, verður hald- inr á Hallveigarstöðum, fimmtudag inn 22. okt. kl. 8.30. Venjuleg aðalundarstörf. Að þeim Ioknum kynnir Margrét Kristinsdóttir ostarétti. Framsókn arkonur fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjórnin. Æskulýðsráð Reykjavíkur: Fréttablað og ungmenna- kór á starfsskrá í vetur EB-Reykjavik, föstudag. Æskulýðsráð Reykjavíkur mun að venju standa fyrir margþættu starfi með æskufólki. Jafnframt leggur Æskulýðsráð áherzlu á stuðning við æskulýðsfélög borg- arinnar, eftir því sem við verður komið. Fulltrúar Æskulýðsráðs og félaganna hafa lialdið með sér fund, og rætt ýmis sameiginleg málefni. — Ákveðið liefur verið að efna til sameiginlegrar kynn- ingar á starfsemi Æskulýðsráðs og æskulýðsfélaganna, halda nám skeið í félagsstörfum fyrir forystu | menn félaga og leiðbeinendur. — j Nokkur breyting verður á rekstri Tónabæjar, verða dausleikir yfir- leitt ekki haldnir á vegum ráðs- ins. Verða salarkynnin leigð æsku lýðsfélögunum, skólum og fleiri aðilum. — 250 þúsund kr. um- framfjárþörf hefur nú fengizt úr borgarsjóði vegna starfsemi æsku lýðsváðs á þessu ári, en áður var búið að veita 550 þúsund úr borg- arsjóði fyrir þetta ár. Vetrarstarfið byggist í fyrsta lagi á starfseminni j Tónabæ, en þar verður sem áður opið hús, tvö til þrjú kvöld í viku. Kjall- ari hússins verður nú tekinn til notkunnar fyrir ýmiss konar fé- lags- og tómstundastarfsemi. f öðru lagi byggir vetrarstarfið á starfsetninni á Fríkirkjuvegi 11, og verður þar ýmislegt tál dund- urs, námskeið, haldin í ljósmynda iðju og radíóvinnu. Þá verða starf andi tveir skemmti- og ferðaklúbb ar og leiklistarklúbbur. Umferðar fræðsla verður á vegum Vélhjóla- klúbbsins Eldingar á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Og í þriðja lagi er það tómstundastarf í skól um. Verða námskeið í félags- og tómstundagreinum, sem kynnt verða í skólunum næstu daga. f undiirbúningi eru ýmis ný- mæli, svo sem útgáfa fréttablaðs með frásögnum af starfi með æskufólki. Ráðgert er stofnun ung mennakórs, og unnið að gerð kvik myndar um æskulýðsstarf. Þá er ráðgert að halda áfram athugun- um og rannsóknum á félagslegri aðstöðu ungs fólks í Reykjavík, m.a. hópmyndunum, en þær at- huganir hófust veturinn 1968— 1969. ,Hjartað og gæzla þess’ ný bók AB Þrátt fyrir miklar framfarir í læknavísindum og stöðuga sókn þeirra gegn' sjúkdómum, hrörnun og dauða, gefst almenningi vart að sama skapi aukinn kostur hag- nýtra fræðslurita, er ef.'i vilja hans og getu til að verjast og vinna á þeim meinum, sem sitja um heilsu hans og líf. Það má því þykja tíðindum sæta, þegar við bætist á markaðinn nýtt rit um þesskonar efni, og þá ekki hvað sízt, ef það á erindi við allan þorra manna í svipuðum mæ.’i og Hjartað og gæzla þess, sem al- menna bókafélagið sendir frá sér þessa dagana. Bók þessi. Hjartað og gæzla þess, kom fyrst út I New York á s.l. ári og hlaut þá strax mik.’a útbreiðslu. Höfundur hennar er bandarískur hjartasérfræðingur og geimfara- læknir, dr. Lawrence E. Lamb, en Þorsteinn Þorsteinsson dósent í lífefnafræði við Háskóla íslands, hefur þýtt hana og búið textann í hendur íslenzkum .’esendum. Þá skrifar ennfremur Árni Kristinsson hjartalæknir, formála fyrir bók- inni. Hjartað og gæzla þess er bók, sem varðar aila, unga sem gam.'a, og þá einnig m.a. foreldra, sem standa frammi fyrir þeim vanda að temja börnum sínum lífsvenj- ur og hollustuhætti. Ö.lu þessu fólki miðlar hún fræðslu, sem fyrr eða síðar kann að bjarga lífj þess sjálfs, ástvina þess eða annarra. Og sannast þá það, sem sagt hefur verið um Hjartað og gæzlu þess, að e.t.v. sé þetta „mikilvægasta bókin, sem mönnum geti borizt í hendur.“ Bókin er 214 bls. í stóru broti, prentuð í Setbergi og bundin í Félagsbókbandinu. Kápuna gerði Ástmar Ólafsson. Ályktun Hagfræða- félagsins Stjóm Hagfræðafélags fs- lands vill. vegna blaðaskrifa und- anfarið, beina eftirfarandi tilmæl- um til stjórnvalda. Endurskoðuð verði, nú þegar, gildandi lagaákvæði um ráðningu forstöðumanna opinberra stofnana. Þess sé gætt við setningu nýrra laga, að menntun og reynzla um- sækjenda á sviði stjórnunar sitji í fyrirrúmi, við ráðningu þeirra. Ákveðnum stéttum verði ekki veitt ur forgangsréttur að einstökum embættum, svo sem embætti Vega málastjóra, Hagstofustjóra, for- stjóra Sementsverksmiðjunnar o.s.frv. f.h. stjórnar Hagfræðafélags ís'ands, Ragnar Borg, form. Framsóknarf lokkurinn: sfarfshættir og skipulag Ráðstefna um „Framsóknar-1 verður haldin á vegum SUF næst- Glaumbæ kl. 14.00. Framsögumenn: Helgi Bergs, rltari Framsóknarflokksins, Þráinn Valdimarsson, fram- flokkinn: starfsliætti og skipulag“ 1 komandi sunnudag, 18. október, í Helgi Þráinn Már Jónatan \ kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins, Már Pétursson, formaður SUF Jónatan Þórmundsson, pró- fessor. Þingflokki og Framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins er sérstaklega boðið á ráðstefnuna. SUF. Þverrandi virðing opinberra aðila fyrir lögum og rétli? Ekki er ein báran stök. Það eru ótal mörg dæmi frá síð- ustu misserum, scm benda ótví rætt til þess að virðing æðstu valdamanna og ýmissa opin- berra aðila fyrir lögum og rétti fari þverrandi. Sýnist í sumum tilvikum vera svo langt af réttri leik komið, að alvar- legt má teljast. Víst er það, að eftir höfðinu dansa limirnir og það, sem höfðingjarnir hafast að, hjnir ætla sér leyfist það. t f athugasemdum frá mennta málaráðherra, sem birtar eru hér til hliðar í blaðinu í dag, játar hann reyndar, að ekki hafi verið farið að réttum regl- um og staðfestir, að lækna- deild háskólans hafi ekki farið a® lögum í svokölluðu prófess- orsmáli. Hins vegar segir ráð- herrann, að sér komi það ekk- ert við hvernig „cinstakar deildir hans (háskólans) standi að ályktunum sínum“. Hér tal- ar sá maður, sem er æðsti yfir- maður stofnunarinnar og ber að gæta þess að hún starfi lög- um og reglum samkvæmt. Þannig sýknar ráðherrann sig en vísar sök til fyrrverandi deildarforseta læknadeildar. Af lagaskýringum ráðherrans sést, að það var ekki of sagt í grein minni í gær, að hann er með allra frjálslegustu mönnum í þeim efnum þegar henta þykir. Nenni ég ekki að elta ólar við cinstök atriði í því sambandi, tel ekki að ráðherra hafi í nokkru hnekkt mínu máli, sem var ítarlega rökstutt, og vísa ég til greinar minnar í blað- inu í gær um það. Niðurlæging Alþingis Hins vegar verður ekki kom- izt hjá að benda á eitt atriði, sem flokka má undir sjúkdóms- einkenni þess, að valdamaður sé búinn að vera hættulega lengi víð völd í lýðræðisríki, þ.e. að hann er hættur að gera nægan greinarmun á persónu- legum ákvörðunum og lögum og telur meira að segja, að fjárlagafrumvarp sé sama og lög. Lítil er virðing þessara manna fyrir lögum og enu minni er hún greinilcga fyrir fjárveitingavaldinu, Alþingi. Gylfi lítur svo á, að fjárveit- ingavaldið sé hjá honum á skrifstofunui þegar svo ber und ir og honum sýnist svo, hann sé örlátur maður í þessum efn um og í þessum persónulegu fjárveitingum sé honum ekki naglaskapur að skapi! Skal svo enn vísað til greinar miunar í gær um þetta mál, sem er útrætt að minni hálfu og orðið að eins konar „innan- húss-máli“ í læknadeild. En anað dæmi um þverrandi virðingu valdsmanna fyrir lög- um, er nýkomið á markaðinn frá sýslumanninum í Borgar- nesi vegna Sementsevrksmiðju málsins. Þegar eitt virðuleg- asta stéttarfélae landsins, V°rk fræðingafélag íslands, telur sér skylt að kæra meirihluta stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins til saksóknara, fyrir Framhald á bls. 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.