Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 17. október 1970 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framrfkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu, símar 16300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, Innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Flskiðnskóli Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Ingvar Gíslason og Jón Skaftason, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um fiskiðnskóla. Saga málsins, sem er glöggt dæmi um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og flokka hennar, er rak- in í greinargerð frumv. og er í höfuðatriðum á þessa leið: Liðin eru’ full 10 ár síðan flutningsmenn þessa frum- varps hreyfðu því á Alþingi með flutningi þingsályktun- artillögu, að nauðsynlegt væri að stofna fiskiðnskóla hér á landi. Eftir margra ára endurflutning var loks hinn 30. apríl 1964 samþykkt þingsályktun frá flutningsmönn- um frumvarpsins og tveim öðrum þingmönnum um skip- un nefndar til þess að semja tillögur „um stofnun og starfstilhögun almenns fiskiðnskóla í landinu“. Skyldi nefndin ljúka störfum fyrir 10. október 1964. Ríkis- stjórnin lét undir höfuð leggjast að skipa nefnd þessa í tæka tíð, og það var ekki fyrr en 27. nóvember 1964, sem þáverandi sjávarútvegsmálaráðherra skipaði 8 menn í fiskiðnskólanefnd. Síðar var bætt við tveimur, þannig að alls sátu í nefndinni 10 fulltrúar, sem allir voru í nánum tengslum við hagsmunasamtök fiskiðnaðar, rann- sóknarstofnanir atvinnuveganna og fiskmatsyfirvöld. Fiskiðnskólanefnd sat að störfum um tveggja ára skeið. Skilaði hún áliti til ríkisstjórnarinnar í desember 1966, og var það aðalniðurstaða nefndarinnar að leggja til við ríkisstjórnina, að stofna skyldi sérstakan fiskiðnskóla, er hefði það aðalmarkmið að veita fræðslu í fiskiðrigrein- um og útskrifa fiskvinnslufræðinga. Þvi miður hefur ríkisstjórnin haft tillögu fiskiðnskóla- nefndar að engu og virðist staðráðin í að láta sitja við fullkomið aðgerðarleysi í fræðslumálum fiskiðnaðarins nú sem endranær. Má slíkt þó furðulegt heita, þar sem fullvíst er, að ekki er ágreiningur um meðal áhuga- og kunnáttumanna á sviði sjávarútvegsins og fiskframleiðslu, að aukin starfs- þekking og skólamenntun sé nú brýnasta hagsmunamál fiskiðnaðarins. Þess þarf varla að minnast, að fiskafurð- ir eru aðalútflutningsvörur íslendinga og standa að lang- mestu leyti undir beinni gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Vanræksla á sviði fræðslumála fiskiðnaðarins jafngildir því að afrækja aðalatvinnu landsmanna. Flutningsmenn þessa frumvarps líta svo á, að ekki verði lengur við aðgerðarleysi unað í fiskiðnskólamálinu, og vilja nú freista þess að taka upp hugmynd fiskiðn- skólanefndar frá 1966, eins og hún kemur fram í til- lögu nefndarinnar til frumvarps til laga um fiskiðnskóla, sbr. fjölritað nefndarálit, dags. í des. 1966. Er frv. nefnd- arinnar þar flutt óbreytt, ásamt skýringum hennar á ein- stökum greinum þess. Þess má geta, að samtök fiskiðnaðarins hafa að undan- förnu lagt áherzlu á, að slíkur skóli taki til starfa, og telja það eitt mikilvægasta sporið til að tryggja aukna vöruvöndun. Þess er því að vænta, að ríkisstjórnin og flokkar hennar stöðvi þetta mál ekki lengur. Slysaglldrur Lorgarráð fjallaði nýlega um þörf á auknu eftirliti og setningu reglugerðar um öryggi á vinnustöðum vegna hins hörmulega slyss, er varð í Breiðholtshverfi nýlega. Er sízt vanþörf á slíku eftirliti. Einn af borgarfulltrú- um Framsóknarflokksins ritaði grein, sem birtist í blað- inu s.l. fimmtudag, og benti þar á fjölmarga staði í borg- inni, sem börnum og unglingum getur stafað hætta af, og nefndi þá slysagildrur. Borgaryfirvöldum ber skylda til að útrýma þessum hættum, áður en fleiri slys verða. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Mikill óhugur ríkir í Kanada vegna mannránanna í Quebec Trudeau hefur hætt viS Rússlandsför og látið herlög taka gildi SVO ALVARLEGUM augam lítur Trudeau, forsætisráð- herra í Kanada, manránin í Quebec, að hann hefur ákveðið að fresta ferðalagi sínu til Sovétríkjanna, sem ákveðið hafði verið fyrir nokkru og stjórnir beggja ríkjanna höfðu vænzt mikils af. Þessi á- kvörðun Trudeaus þarf þó ekki að koma á óvart, þegar þess er gætt, að hann hefur talið það höfuðverkefni ríkisstjórn- ar sinnar að bæta sambúð enskumælandi og frönskumæl- andi rnanna í Kanada, en mann ránin eru til einskis, frekar líkleg en að spilla þessari sam- búð stórlega. FYRIR nokkrum mánuðum, horfði þetta á allt annan og betri veg. Þá fóru fraim fylkis- kosningar í Quebec. Flokkur Trudeaus, Frjálslyndi flokkur- inn, vann þá mikinn sigur und- ir forustu ungs og efnilegs leið- toga, Roberts Bourassa. Hann fékk 71 þingsæti af 108 alls. Þetta gerðist þrátt fyrir það, að einn af áhrifamestu mönn- um flokksins Rene Levesque, hafði sagt skilið við hann og stofnað nýjan flokk skilnaðar- manna, sem hafði það markmið að Quebec yrði sjálfstætt ríki, en þó í efnahagslegum tengsl- um við Kanada. Nokkuð skyggði það þó á þetta, að skilnaðarflokkurinn hafði feng ið verulegt atkvæðafylgi eða um 23% greiddra atkvæða, þótt hann fengi fáa þing- menn, sem stafaði af því, að kosið er í einmenningskjördæm um. Kosningasigur sinn átti Frjálslyndi flokkurinn líka því mest að þakka, að Skilnaðar- flokkurinn hafði tekið mun meira fylgi af íhaldsflokknum, sem hafði farið með stjórn fylkisins fjögur undanfarin ár. Eftir kosningarnar myndaði Bourassa nýja stjórn, sem hét ROBERT BOURASSA PIERRE LAPORTE ROBERT LEMIEX því að beita sér fyrir margvís- legum framförum. Yfirleitt hlaut stjórn hans góða dóma og Bourassa þótti líklegur til far- sællar forustu Hann er 36 ára að aldri, hagfræðingur að menntun og stundaði nám bæði í Oxford og Harvard. Meðal stefnumála hans var að efla sérstöðu Quebec á ýrnsan hátt, en treysta þó samríkið jafn- framt, því að Quebec ætti að geta notið góðs af því efna- hagslega. / TALIÐ er að um 43% af íbúum Kanada séu af brezkum uppruna, en 30% af frönskum uppruna. Enskan og franskan eiga að njóta jafnréttis sem tungumál, en yfirleitt hallar þó á frönskuna í öðrum fylkj- urn landsins en Quebec, en þar eru líka frönskumælandi menn langflestir. Þar hefur sú skoð- un einnig verið ríkjandi, að mjög hallaði á frönskumælandi menn í sambandi við embætt- isveitingar hjá sararíkinu Enskumælandi menn nytu líka ýmissa óbeinna forréttinda - sviði atvinnurekstrar og verzlun ar og á þennan og ýmsan annan hátt. sætu þjóðflokkarnir ekki við sama borð Einkum hefur þessi skoðun átt vaxandi fylgi að fagna á síðari árum og hafa Frakkar átt sinn þátt í að ýta undir það Fræg er heim- sókn de Gaulles til Quebec, þegar hann mælti: „Lifi Que- bec, í stað þess að segja: Lifi Kanada. Quebec er að' flatarmáli stærsta fylkið í Kanada, eða um 594 þús. fermílur. Það er annað fjölmennasta fylkið hefur um 6 millj. íbúa, en alls hefur Kanada um 20 millj. íbúa Náttúruauðlegð er þar mikil, en hefur enn ekki verið nýtt, nema að takmörkuðu leyti, þótt þegar sé risinn þar mik- ill iðnaður. Quebec-búar halda því fram, að þeir hafi á ýmsan hátt orðið útundan og kenna samríkinu um, að svo hafi far- ið. TVEIR flokkar hafa Itingum glímt um yfirráðin í Quebec, Frjálslyndi flokkurinn og íhaldsflokkurinn. íhaldsflokk- urinn stjórnaði þar um langt skeið þangað til fyrir 14 ár- um. Stjórn hans var á margan hátt afturhaldssöm og átti sinn þátt í því, að framfarir urðu þar minni en annars staðar . Kanada. Frjálslyndi flokkurinn hófst til valda fyrir 14 árum og stjórnaði um 10 ára skeið undir forustia" mikilhæfs um- bótamanns, Jöífn Lesage. Fram- farasókn hans varð þó ekki til að draga úr óánægjunni, heldur varð vakningin, sem fylgdi henni, fremur tii þess að auka hana og gefa skilnaðarstefnu byr í seglin. íhaldsmenn unnu því óvænt í fylkiskosningunum 1966, m.a. með því að krefjast aukiunar sérstöðu fyrir Que- bec. Þeim tókst hins vegar ekki að efna þetta nema að litlu leyti og varð það vatn á myllu skilnaðarstefnunnar. Það leiddi nj.a. til þess, að Leves- que klauf sig úr Frjálslynda flokknum, þegar hann vildi ekki taka upp aukna skilnaðar- stefnu, og stofnaði hanu þá skilnaðarflokk sinn eins og áður segir. ÖFGAFÉLAGSSKAPURINN. sem stendur að mannránunum. á ekki nema að litlu leyti skylt við skilnaðarhreyfinguna í Quebec. Félagsskapur þessi. sem kallar sig Front de Libera- tion de Quebec og venjulega gengur undir skammstöfuninni FLQ, hefur að vísu aðskilnað Quebec frá Kanada á stefnu- skrá sinni, en telur það þó ekki sjálft takmarkið. Takmark ið er að koma á sosialiskri bylt ingu í Quebec og gera Que- bec að miðstöð sosialiskrar byltingarhreyfingar á megin- landj N-Ameríku. í fylkis- kosningunum í vor, lýsti FLQ að visu yfir stuðningi við skiln- aðarflokk Levesques, en með þeim rökstuðningi, að auðveld ara væri að gera byltingu i Quebec. eftir að fylkið hefði verið aðskilið frá Kanada. FLQ telur, að útilokað sé að koma stefnu þess fram á lýðræðisleg- an hátt og því verði að beita skemmdarverkum og byltingar- Framhald á 14. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.