Tíminn - 18.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.10.1970, Blaðsíða 3
IWrWUDAGUR 18. október 1970 TIMINN 3 Rolling Stones til íslands? Það þarf svo sannarlega ekki að kynna fyrir ykkur pop-hetjuna á þessari mynd — það þekkja allir Mick Jagger. Um þessar mundir eru Rolling Stones að ljúka hljómleikaför um Þýzka- land, þar sem þeim var að vanda vel tekið af ungu fólki, þótt margir hafi hneykslazt yfir hegðun þeirra á hótelunum, sem þeir bjuggu á, og þar fram eftir götunum. ROLLING STONES er það nafn, sem lengi hefur skinið einna skærast í pop-heiminum. Það væri anzi gaman að fá hljómsveit- ina hingað til lands næsta sumar. Uss, ekki hægt, segja margir, það er svo dýrt. — En hví væri það ekki hægt, þegar tókst að fá Led Zeppelin? Það má jú reikna með að Rolling Stones tækju meira fé fyrir liljómleikaliald sitt, heldur en Led Zeppelin, en mér er spurn: Þarf endilega að halda pop-hljómleika í gróða- skyni. Sjáum nú til: Ef Rolling Stones tækju t. d. 2 milljónir ísl. kr. fyrir eina hljómleika í Laugardalshöllinni, myndu fimm þúsund miðakaupéndur greiða þá upphæð og ferðakostnað, ef hver miði að hljómleikunum væri seldur á 500 krónur. Það kæmu sem sé tvær og hálf milljón í kassann. — Og enn er mér spurn: Hver vill taka að sér að fá Rolling Stones hingað til lands, án þess að vænta mikils gróða af því mikla fyrirtæki? Ný Led Zeppelin-plata kemur í þessari viku JIMMY PAGE í Laugardalshöll- inni — liklega aS leika lag á nýju plötunni. Nýja LP-pIatan með Led Zeppelin er komin út í Eng- landi. Ilvað hún heitir? Jú vitaskuld Led Zeppelin III. Og til enn þá meiri upplyfting ar: Hún verður hér til sölu í borginni nú um 20. október, í Hverfitónum. Og nú er bara að bíða órólegur í dag, á morg un — og svo kemur hinn. Það verðuir áreiðanlega gam an að hlýða á þessa nýju plötu Led Zeppelin og við könn- umst áreiðanlega við nokkur laganna á henni frá hljómleik- unum frægu í Laugardalshöll- inni nú í sumar. — Þessi plata átti reyndar að vera komin út nokkuð fynr. Þegar Led Zeppelin komu hingað í júní, fræddi trommuleikari þeirra John Bonham mig um, að húin kæmi út í Englandi um mán- aðarmótin júlí-ágúst. En það er nú oft þannig að plötur koma síðar út en áætlað er í fyrstu. — Pop-festival-plata Tónaútgáfunnar er gott dæmi um það. STUTTAR Næstkomandi fimmtudags- kvöld, 22. október, verður fyrsta þjóðlagakv’öld v etrar- ins í Tonabæ. Ýmsar þekktar persónur koma þar fram. Árni Johnsen leikur og syngur á gítarinn sinn og segjr jafn- framt brandara. „Lítið eitt“ úr Hafnarfirði kemur fram, en þá „brúbba“ skipa þrír ungir menn. — Þá koma fram „þrjú á palli“ sem lengi vel hafa átt svo afar vinsæla og „nýja“ plötu.að dómi þeirra er sjá um morgunútvarpið. Ennfrem- ur kemur Kristín Ólafsdóttir fram ásamt undirleikara. Aðrir skemmtikraftar verða lík- léga Fiðrildi, Brus-bræður o.fl. Trúbrot dvelur nú í Kaup- mannahöfn. Verða þeir félag- ar þar fram^ að n.k. mánaðar- mótum. — í þessu sambandi sakar ei að geta þess, að Gunn- ar Jökull Ilákonarson er nú FRÉTTIR farinn til Svíþjóðar. Vonandi á hann eftir að komast þar í góða hljómsveit. Um þessar mundir er „Cos- mo's Factory" með Creedenee Clearwater Revival sú LP- plata sem hefur selzt mest meðal frænda okkar Dana. Gera þeir sér vonir um að fá þessa vinsælu hljómsveit í heimsókn í janúar eða febrú- ar á næsta ári. — Af tveggja laga plötum, er Up around The Bend einnig með CCR einnig vinsælust meðal Dana svo að ekki er undravert að þeir óska eftir heimsókn CCR. Þá eru lögin „Alright now“ með Free og hið góðkunna „In thp summertime" með Mungo Jerry ennþá í miklu dálæti meðal ungmenna í Dan mörku. . . . Og Danir verða líklega heppnir. Led Zeppelin eru nefnilega að yfirvegia tilboð um að heimsækja Danmörbu nú síðast í mánuðinum, eða í nóvember. Þá er gert ráð fyr- ir að Ghicago og Blood, Sweet and Tears haldi hljómleika í Kaupmannahöfn í næsta mán- uði eða í desember. Maður fer bara að verða öfundsjúkur út í Dani, aðal „grúbburnar“ eru stöðugt að hailda hliómleika hjá þeim. Fyrir skömmu ók Blues- kóngurinn John Mayall æva gömlum Rolls Royce (ár- gerð 1933) yfir gatnamót í miðri Lundúnaborg — á rauðu ljósi. Lögreguþjónn nokkur kom þar aðvífandi og krafðist 200 króna í sekt fyrir tiltækið, en John var hinn rólegasti, steig út úr bflnum, teygði úr sér og sagði: „Ah — hirtu dós- ina (bflinn) bara. Ég er ekki með neina smápeninga á mér.“ LJ Creedence Ciearwater Revival vinsæiii en Beatles? Maður verður alltaf svolítið montinn, pegar maður sér ís- landi hælt í útlöndum. Nýlega var gefin út stór og vönduð bók með gullfallegum litmyndum i Þýzkalandi, og ber hún nafnið Öll undur ver- aldar. Forsíðumyndin er af Surts- ey okkar íslendinga, en bak- síðumyndin er af pýramídun- um firægu í Egyptalandi — einu af frægustu undrum heiimsins. Eftir bókinni að dæma eru aðeins tvö veraldarundur á Norðurlöndum öllum — og eru þau bæði á íslandi: Þing- vellir og Surtsey. í Ráðstjórnarríkjunum öllum er aðeins eitt veraldar- undur: Kreml-hallaþyrpingin í Moskvu. Þjóðverjar eiga ekki nema eitt veraldarundur: risa- dómkirkjuna í Köln og sömu sögu er að segja um Bretlands- evjar. Þar er aðeins eitt ver- aldarundur: Steinaborgin „Stonehenge" í suður Eng- landi. Af öðrum veraldarundrum má nefna Kínverska múrinn, Viktoríufos§ana i Afríku, Stóragil (Grand Canyon) í Bandaríkjunum, Eiffelturninn í París, Panamaskurðinn, Ass- úanstífluna, Akropólishæðina í Aþenu og Pýramídana í Egyptalandi. Satt að segja eru tilltölulega fá lönd í heiminum (eftir bók þessarj að dænia), sem eiga sér vera.'darundur. Til dæmis finnst ekki eitt einasta i Ástra líu — eftir því, sem bókin segir. f júlí 1969 var bandaríska liljómsveitin Creedence Clear water Revial nær óþekkt. Nú horfir öðruvísi við. Hljómsveit in er orðin ein sú vinsælasta í víðri veröld, og allar plöt- urnar sem hljómsveitin sendir nú frá sér ná gifurlegun vin- sældum. Það virðist nóg að segja: — Þetta er plata með Creedence Clearwater og allir kaupa plötuna. Þessar miklu vinsældir hefur gert þá félaga í hljómsveitinni ansi metorða- gjarna, og nú er það takmark þeirra, að verða eins vinsælir og Bítlarnir voru, þegar bezt lét. — Það er samt erfitt nú þegar, að njóta þeirra vinsælda sem við höfum, segir trommu- leikari þeirra John Fogerty, en við látur engan bilbug á okkur finna. Eftir að plötur okkar með „Proud Mary“ og „Bad Moon Rising" voru komn- ar út, var ég dauðhræddur um, að nú gætum við félagar ekki komið fram með meira sem yrði vinsælt. Ég var sann- ast sagna ákaflega örvæntingar fullur, og í marga mánuði, sat ég sveittur, við að koma tveim tónum saman. — En skyndi- lega varð hugmyndin til, og allt gekk eins og framast var unnt, að gera sér vonir um. Hver veit nema nýja LP- plata CCR komi þeim allnærri takmarki þeirra. Sú plata nefn- ist „Combo’s Factory" og renn- ur út vestan hafs og austan, eins og gómsætar franskar kartöflur. John Fogerty og Doug Clifford í Creedence Clearwater. Hér eru þelr í fullu fjörl. — Getur þaS átt sér staS, aS eftir hálft ár verði þelr vinsælli en Bítlarnir hafa nokkru sinni verið?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.