Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 2
2 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 21. októbcr 1970 Ein af þrautunum í góðakstri er að aka með fram- eða afturhjól upp á planka og stöðva þar, eins og Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Ábyrgðar, gerir hér á myndinni á nýja SAAB 99 bílnum sínum. (Tímimynd G.E.) Góðakstur á sunnudaginn Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi Fyrsti aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- daemi verður haldinn í Hótel Borg arnesi n. k. sunnudag 25. október, og hefst klukkan 14,00. Auk aðal fundarstarfa verður aðalefnið á fundinum heilbrigðismál. Land- læknir dr. Sigurður Sigurðsson og heilbrigðisfulltrúi rikisins Baldur Johnsen læknir, munu flyt.ia fram söguerindi um þessi mál á fund inum- Öllum héraðslæknum og sjúkrahúslæknum í Vesturlands- kjördæmi, svo og þingmönnum kjördæmisins, sýslumönnum og bæjarfógetanum á Akranesi og fulltrúum sambands ísl. sveitar fiélaga, hefur verið boðið á fund inn. Samtök sveitarfélaga í Vestur- landskjördaemi voru stofnuð 23. nóv. 1969. í sambandinu eru 19 bæjar- og sveitarfélög, og er stefnt að því áð öll sveitarfélög í Vesturlandskjördæmi gerist aðil- ar að samtökunum. Markmið sam takanna er að vinna að hagsmun- um sveitarféláganna í kjördæm- inu, einkum atvinnu- efnahags-, skipulags-, félags- mennta- og samgöngumálum, efla samstarf sveitarfélaganna og auka kynningu sveitarstjórnarmanna og sam- ræma rekstrarfyrirkomulag sveit arfélaganna í því skyni að gera það sem hagkvæmast og styrkja þjóðfélagslega aðstöðu kjördæmis ins. Vegna áhuga sveitarfélaga um stofnun læknamiðstöðva og kynn- ingu á hinnu nýju heilbrigðisreglu gerð og læknamálum yfirleitt, var þetta mál tckjð sem aðalmál á þennan fund, og verður rætt um það á breiðum grundvelli. 30. sýning á Pilti og stúlku Hinn vinsæli alþýðu sjónleikur Piltur og stúlka verður sýndur í 30. sinn n. k. fimmtudag þann 22. október. Aðeins verður unnt að hafa örfáar sýningar til við- bótar á leiknum, þar sem á næst unni verða frumsýnd tvö ný leik- rit hjá Þjóðleikhúsinu, en Ieik- tjöld og annar sviðsútbúnaður i Pilti og stúlku er all rúmfrekur. Leikurinn Piltur og stúlka var sem kunnugt er sýndur 27 sinnum á s. 1. leikári við góða aðsókn. Myndin er af Búrfellsfeðgum, en Valur Gíslason og Bessi Bjarnason leika þá heiðursmenn. Auglýsið í Tímanum KJ—Reykjavík, þriðjudag. Á sunnudaginn fer fram góð- aksturskeppni í Reykjavík á veg um Bindindisfélags ökumanna. Góð aksturinn fer fram á götum Reykja víkur, en rásmark og endamark verða við lögreglustöðina við Snorrabraut og akstursþrautir munu fara fram á bifreiðastæðinu á horni Kalkofnsvegar og Sölv- hólsgöt. Fimm sinniim ffogið til Eyia í gær ŒCJ—Reykjavík, þriðjudag. Eins og sagt var frá á sunnu daginn í Timanum, þá hefur ekki alltaf verið fLugveður til Eyja að undanförnu, og þegar ekki er flogið í einn eða tvo daga, safnast saman mikið af flutningi. Á laugardag og sunnudag var flogið til Eyja, og svo ekki fyrr en í dag, og voru þá farnar fimm ferðir. DC-3 vélin fór þrjár ferð ir þar af eina með farþega en hinar með vörur, og Fokkerinn fór tvær ferðir, aðra með far- þega en hina með vörur. Þessir miklu vöruflutningar í lofti til Eyja stafa líka af því að Herjólf ur hefur verið í slipp, og því ekkert sérstakt skip í ferðum til og frá Eyjum eins og venjulega. Aðalfundur FUF í Reykjavík Aðalfundur FUF i Reykjavík verður haldinn laugardaginn 24. október n.k. í Glaumbæ og hefst U. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar störf. — Stjómin. Aðalfundur félags Framsóknarkvenna Aðalfundur félags Framsóknar- kvenna í Reykjavík, verður hald- in: á Hallveigarstöðum, fimmtudag inn 22. okt. kl. 8.30. Venjuleg aðalundarstörf. Að þeim loknum kynnir Margrét Kristinsdóttir ostarétti. Framsókit arkonur fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjómin. Keppnisstjóri verður Haukur ísfeld framkvæmdastjóri BFÖ, en skipulagningu góðakstursins hef- ur Sigurður Ágústsson fulltrúi hjá Slysavarnafélaginu annazt. Þetta verður í fjórða skiptið sem góðaksturskeppni fer fram á vegum BFÖ í Reykjavík, en til- gangur hans er að vekja athygli manna á góðum akstri, reyna kunn áttu manna í umferðarreglum og OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Starfsmaður í Byggingavöru- verzlun Kópavogs varð í gær und ir timburstafla sem hrundi. Beið maðurinn bana. Hét hann Jón Gunnlaugsson, til heimilis að Hólagerði 28. Hann var 71 árs áð aldri. Lögreglunni var tilkynnt um slysið kl. 18,20. Var Jón einn að leikni þeirra í meðferð bíla. All- ar þær þrautir, sem keppendur þurfa að leysa af hendi, geta kom ið fyrir í hinni daglegu umferð. Þátttaka í góðakstrinum er öll- um heimil, og skal tilkynna hana til BFÖ í Reykjavík eða Ábyrgðar, tryggingafélags bindindismanna. BFÖ ráðgerir að gera góðakstur að árlegum lið í starisemi sinni í framtíðinni. vinna við timburstaflann, en starfs félagi hans var að vinnu skammt frá. Hann varð var við að staflinn hrundi og ruddi timbrinu ofan af Jóni, en hann var látinn er hann náðist undan hrúgunni. Er talið að hann hafi látizt samstundis. RÁÐSTEFNA UM LÆKKUN KOSNINGAALDURS í ágústmánuði s. 1. skipaði stjórn ÆSÍ nefnd til að kanna réttindi og skyldur æskufólks, með sérstöku tilliti til hugsanlegrar lækkunar kosningaaldurs í 18 ár. Hefur nefndin unnið að gagnasöfn un með hliðsjón af eriendri og innlendri löggjöf og mun hún ljúka störfum í næsta mánuði. Þá munu gögn nefndarinnar send æskulýðssamtökum og síðan boð að til ráðstefnu aðildarsambanda ÆSÍ um málið. RÁÐSTEFNA UM ÞRÓUNARAÐSTOÐ í tilefni 25 ára afmælis Sam- einuðu þjóðanna gangast Her- ferð gegn Hungri og Félag Sam einuðu þjóðanna fyrir helgarráð stefnu 31. okt. — 1. nóv. nk. um þróunaraðstoð. Ræddur verður þáttur Alþingis, fjölmiðla og skóla í þróunaraðstoð. Þessi ráðstefna verður öllum opin og hvetja Fé- lag S. Þ: og HGH fóík eindregið til að taka bátt og leggja góðu málefni lið. Skólabörn heim sækja Dýrasafnið TK—Reykjavík, þriðjudag. Það færist í vöxt, að kennarar fari með bekki sína í heimsókn í Dýrasafnið í Breiðfirðingabúð. Einnig hafa barnaheimili komið þar í heimsókn við mikinn fögn uð barna. Dýrasafnið er opið frá kl. 1—7 daglega en hægt er að semja um aðra tíma fyrir hópa við forstöðumann og eiganda safns ins Kristján Jósefsson í síma 26628. ÍÞRÓTTASALUR Nemendasamband Samvinnuskól- ans hefur til umráða íþróttasalinn undir stúku Laugardalsvallar sem hér segir: Á miðvikudögum kl. 9,20 s. d. Á mánudögum kl. 7.40. Félagsmenn eru hvattir til að notfæra sér þessa aðstöðu. 39 nýútskrifaðar hjúkrunarkonur voru í fyrrr' 'd teknar inn í Hjúkrunarfélag fslands, en það er að jafnaði gert vor og haust. Nú telur Hjúkrunarfélagið 1013 meðlimi í hópnum í gærkvöldi var 1000. félaginn tekinn inn í félagið, og var það Lilja Kristín Pálsdóttir frá Siglufirði. Hún hefur þegar ráðið sig til starfa við Landsspítal- ann. 38 af nýju hjúkrunarkonunum hafa ráðið sig til starfa, en ein hyggst helga slg heimili og barnl eitthvað fyrst um sinn. Myndin er tekin í fyrrakvöld, þegar María Flnnsdóttir, varaformaður Hjúkrunarfélagslns, nældl merki félagsins I barm Lilju Kristínar. (Tímamynd Gunnar) Banaslys í Kópavogi Varö undir timbur- hlaða og beið bana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.