Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 3
8HÐVTKUDAGUR 21. október 1970 TÍMINN Vantar vél til Færeyja- flugs, Viscount rifin, Cloudmaster á sölulista OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Flugfélag íslands er nú að leita fyrir sér um kaup eða leigu á flugvél til að annast Færeyjaflug ið, í stað Fokkervélarinnar sem fórst ekki alls fyrir löngu. Ekki er enn vitað hvers konar flugvél verður fengin til flugsins. Viscountflugvélin, se,m verið hef ur á sölulista í nokkur ár verður nú rifin. Fæst ekki nægilega hátt verð fyrir vélina og verður hún því seld í varahluti. Er þegar bú- ið að selja hreyflana. Þá er önn- ur Cloudmasterflugvél FÍ komin á sölulista. Trilla sökk á Húsavík ÞJ—Húsavík, þriðjudag. Hér gerði vonzkuveður um helgina, norðan hvell og él. All- hvasst varð og lítil trilla sökk við bryggjuna og önnur var hætt kom in. Ekki festi snjó, en föl kom á jörðu. Rjúpnaskyttur fóru á stúfana og fengu allgóða veiði fyrstu tvo dag ana, betri en undanfarin ár, en síðan hefur lítið verið farið til rjúpnaveiða. Ekki mun algengt, aS karlmenn starfi á barnaheimilum, en þó er einn að finna á Tjarnarborg í Reykjavík. Hann er danskur, frá Kaupmannahöfn, René Nielsen aS nafni. Réne er tvítugur og er þaS hluti af námi hans f Dan- mörku, að dveljast 4 mánuði erlendis, en hann aetlar sér að verða tómstundakennari. 'Hann hefur verið á Tjarnarborg í 3 vikur og líkar vel. Ekki segir René, að það skipti nokkru máli, þótt hann og börnln skilji ekki mál hvers annars, það sé ágaett samband og skilningur milli þeirra samt. Ekki er annað að sjá á myndinni, en börnin kunni vel að meta „fóstra" sinn. (Tímamynd Gunnar) Gullfaxi í æfingaflugi KJ—Reykjavík, þriðjudag. Þegar um fer að hægjast í millilandafluginu hjá Flugfé- lagi íslands, er þotan Gullfaxi notað til að æfa flugmenn fé- Iagsins í aðflugi, og þess vegna fór hún nokkrar ferðir yfir Reykjavík í dag. Er bæði ver ið að þjálfa og æfa þá sem réttindi hafa, O'g eins að þjálfa nýja þotuflugmenn. Arekstrar KJ—Reykjavík, þriðjudag. Mikið var um árekstra yfir miðjan daginn í dag og töldust þeir vera alls 12 \ höfuðborginni frá hádegi og fram til rúmlega sjö. Þá varð ellefu ára telpa fyrir bif reið á móts við Suðurlandsbraut 16, en sem betur fer, slasaðist hún ekki alvarlega því hún fékk að fara heim eftir að meiðsli henn ar höfðu verið athugúð á Slysa deildinni í Borgarsjúkrahúsinu. Aðalfundur Hafnasambands sveitarfélaga II samræmingu hafnargjalda Á aðalfundi Hafnasambands sveitarfélaga, sem haldinn var í Reykjavík föstudaginn 16. októ- ber, voru gerðar tvær ályktanir, sem hér fara á eftir: Samræming hafnargjalda: „Fyrsti ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga samþykkir að kjósa þriggja manna gjaldskrár nefnd. Hlutverk nefndarinnar skal vera- 1. að meta til sannvirðis þá þjónustu, sem hafnirnar láta við skiptavinum sínum í té. Til grundvallar skal leggja bein an og óbeinan rekstrarkostnað við þjónustuna svo og þann fjármögn unarkostnað, sem ekki er borinn uppi af ríkisframlagi. 2. að gera tillögur á grundvelli athugana sinna til næsta ársfund- ar um almenn hafnargjöld, þar sem tekin skal afstaða til, að hve miklu leyti samræming gjalda sé æskileg og/eða framkvæman leg, m. a. út frá flokkun hafna eftir stærð. starfsemi og lands hlutum.“ í nefnd þessa voru kosnir Alex ander Stefánsson, oddvitii Ólafs vík, Gunnar Ágústsson. hafnar- stjóri í Hafnarfirði og Gylfi fsaksson, bæjarstjóri á Akranesi. Endurskoðun hafnalaga. „Fyrsti landsfundui' Hafnasam bands sveitarfélaga skorar á Al- þingi að endurskoða hafnalög frá árinu 1967, sérstaklega 6. tgr. lag anna, er fjallar um skiptingu stofn kostnaðar við hafnargerðir. Þá vill fundurinn benda á að- steðjandi vandamál vegna mengun ar og skorar á Alþingi að bæta inn í hafnalögin sérstökum kafla um varnir þar að lútandi, þar sem m. a. verði kveðið á um greiðsluskyldur vegna hreinsunar kostnaðar og viðurlög við mengun arbrotum. Fundurinn felur alþingismönnun um Einari Ágústssyni og Gúðlaugi Gíslasyni (sem báðir sátu fundinn og tóku þátt í umræðum um mál- ið) að hafa samband við hafna máTaráðherra um framgang máls þessa.“ Stjórn sambandsins. í stiórn Hafnasambands sveitar félaga til eins árs voru kosnir Gunnar B. Guðmundsson, hafnar stjóri í Reykjavík, formaður, Alex ander Stefánsson, oddviti í Ólafs vík, Stefán Friðbjarnarson, bæjar stjóri á Siglufiröi. Jóhann Klau sen, sveitarstjóri, Eskifirði og Gylfi ísaksson, bæjarstjóri, Akra- nesi. Endurskoðendur Hafnasambands ins voru kosnir Kiústinn 0. Guð- mundsson, bæjarstjóri. Hafnarfirði og Jón Baldvinsson, sveitarstjóri. Patreksfirði. Hundur klóraði barn ' > r- . <i ■. . > ■ KJ—Reykjavík, þriðjudag. Alltaf berast kvartanir öðru hvor.u til lögreglunnar vegna hunda sem ganga lausir og angra fólk og hræða börn. Þannig var kvartað úr Fossvogshverfi í dag, vegna þess að hundur hafði klórað fjögurra ára barn, og hrætt það. Fóru lögreglumenn á staðinn, og mun lítill svartur hundur hafa sézt í hverfinu, en ekki náðist hann þó. Ættu hundaeigendur að gæta hunda sinna, svo þeir rnrði ekki öðrum til ama. Gaman gaman í HEKLUPEYSU úr dralori 3 T Frumkvæði Ingólfs Ástæða er til að vekja sér- staka athygli á eftirfarandi greinarkafla, sem birtist í grein Stefáns Valgeirssonar hér í blaðinu um „frumkvæði Ingólfs Jónssonar". Stefán vitnar fyrst í eftirfarandi orð úr leiðara Morgunblaðsins: „Fyrir 4 árum hafði Ingólf- ur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, forgöngu um að bónda- konu væru reiknuð nokkur laun fyrir hennar störf í búinu, en svo sem kunnugt er falla margvísleg störf í hendur hús- móður á sveitabýli. Auðvitað leiddi þessi leiðrétting til ein- hverrar hækkunar á búvörn- verði, en hver vill halda því fram, að ósanngjarnt sé að bóndakonu séu reiknuð nokkur laun fyrir hennar mikla starf? Að vísu voru Framsóknarmenn þeirrar skoðunar, en það er önnur saga.“ Svo mörg eru þau orð. Á áðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var 4. sept. 1963 í Bændahöllinni, var m. a. samþykkt samhljóða tillaga þess efnis, að hafin yrði bar- átta fyrir því að tekið yrði tillit til vinnuframlags eigin- konu og barna innan 16 ára aldurs við framleiðslustörfin. Var það Vilhjálmur Hjálmars- son, sem fyrir tillögunni tal- aði. Krafa um þetta efni hafðl áður verið fram borin og sam- þykkt á fundum bænda, og var því þetta mál ekki nýtt af nál- inni.“ Og meira „frumkvæði" „í yfirnefnd þá um hanstið bar hinn nýi formaður stéttar- sambandsiiis, Gunnar Guðbjarts son, þessa tillögu upp, en hún naut ekki náðar fyrir augum hinna háu herra. Og til þess að varpa enn skýr ara Ijósi á þetta mál er hér kafli úr ræðu landbúnaðarráð- herra, er hann flutti á Alþingi 25. apríl 1965, en til umræðu var breyting á lögum um Fram leiðsluráð landbúnaðarins o.fl. en í það vitnar leiðarahöfund- ur Morgunblaðsins, sem fyrr er getið: „Bændur hafa haldið því fram, að þeir hafi ekki fengið viðurkennda alla þá vinnu, sem lögð er fram og verður að leggja fram við meðal bú. Hvort það er á rökum byggt hjá bændum skal ég ekkert fullyrða um, en þeir hafa hald ið því fram, að vinna eigin- konu og skylduliðs og aðkeypt "inna hafi ckki verið tekin til greina að undanförnu, nema að sáralitlu leyti. Það er ekki mitt að dæma um það, hvort þeir hafi endi- lega rétt fyrir sér eða neytend- ur. En nú er meiningin að leggja á borðið gögn sem sýna hvað rétt er í þessu efni.“ Þetta sagði Ingólfur Jónsson i aprílmánuði 1965. Ef þetta er borið saman við leiðara Morgunblaðsins frá 25. sept, s.l. þá ætti mönnum að skilj- ast ■' hvern hátt er hollast að 'esa það blað, þegar það skrif- ar um okkur Framsóknarmenn og afstööu okkar til hinna ýmsu mála.“ — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.