Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 21. oktáber 1970 MNGFRÉTTIR Halldór E. Sigurðsson í útvarpsumræðunum í gærkvöldi: Verðbólguvöxturinn 123^0 árin 1950-’60 en 250^0 1960-70 Framhald af bls. 1 það þó ekki alla söguna, vegna þess, að tekjur umfram fjárlög hafa orðið 1.200 miL'jónir króna á árunum 1967—1969. Þrátt fyrir þetta er, halli á ríkisrekstrinum þessi ár 300—400 millj. kr. Þessu til viðbótar kemur svo það, að ýms ar framkvæmdir, er áður voru greiddar af tekjum hvers árs, hafa á síðari árum verið framkvæmdar með lánsfé, t. d. skuldar vegasjóð- ur nú 600—700 millj. kr. — vegna ríkisskóla og sjúkrahúsa eru skuld- ir um 126 millj. kr. og hafna, ann- arra en landshafna, 60—70 milfj. Og skuldir ríkissjóðs í þrengstu merkingu, þar eru ekki mcðtaldar rikisstofnanir eða endurlán, hafa hækkað um 780 millj. kr. á árun- um 1967, 1968 og 1969. Lítið um hækkun fjár- veitinga til nauðsyn- legustu verkefna Fleira en það, sem hér hefur ver ið talið, kemur fram við athugun fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1971, sem bein áhrif frá verðbéjgu- stefnu ríkisstjórnarinnar. T. d. er ekki gert ráð fyrir útgjöllum vegna kjaraamninga opinberra starfsmanna, þótt útgjöld hækki um 25% frá yfirstandandi ári. Hver trúir því, að hjá þeirn verði komizt, þótt ekki sé veitt til þess á fjárlagafrumvarpi? A.Varlegast er þó það, að ekki er nema að litlu leyti rúm íyrir hækkaðar fjárveitingar til nauð- synlegustu verkefna í 2000 millj. kr. hækkun fjárlaganna. — Nokkur dæmi vil ég nefna máli mínu til sönnunar: Fjárveiting til byggingar gagn- fræða- og barnaskóla hækkar um 23,1 millj. kr. — Hvað þýðir það? Þessi fjárhæð er ekki meiri en svo, að hún nægir tif að mæta hækkuðu verðlagi vegna þeirra skóla, sem eru í byggingu. Með öðnim orð- um, það er engin fjárveiting áætl- uð í fjárlagafrumvarpinu til nýrra bygginga á barna- og gagnfræða- skólum. Stjórnarliðar gera sé- mik ið far um að mikla sig af þeim fjárveitingum, er fara til byggingu- framkvæmda í þessum skólum. Ég hef enga löngun til að gera lítið úr því, sem gert hefur verið í þess- um málum, en það sem skiptir máli hér, sem í öðrum má.'um er. hvern- ig tekst að leysa þau verkefni, er til staðar eru á hverjum tíma. „Jafnaðarmaðurinn" Gylfi Eitt af þeim málum, sem mjög hafa verið til umræðu nú um nokkurt skeið, er að jafna aðstöðu æskunnar til framhaldsnáms. Á A1 þingi veturinn ’69 var samþykkt þált. frá Ingvari Gíslasyni og Sig- urvin Einarssyni, um athugun á þessu máli. í frh. af þeirri sam- þykkt var á fjárlögum 1970 fjár- veiting, sem nam 10 millj. kr. tk’ að jafna aðstöðu æskufólks til framhaldsmenntunar. Enda þótt háttvirtum þingmönnum væri ljóst, að hér var um alltof litla fjárhæð að ræða, þá var þeim þa® samt mikilsvert, að mál þetta fékk viðurkenningu En hvað varð svo u.m framkvæmd málsins hjá menntamálaráðherra? Samkvæmt auglýstum regluin um úthlutun þessa f jár, voru nemendur, er sturnl uðu gagnfræðaskólanám í heima- vistarskólum úti á landi, útilokað- ir frá því að njóta dvalarstyrks af þessari fjárveitingu. Hér er um hróplegt ranglæti að ræða, sem ekki verður þolað. Nú var það svo, að öllum var ljóst, að þessi fjárveiting var aðeins viðurkenn- ing á nauðsyn málsins, en mundi ekki nægja til að jafna aðstöðuna meira. Það vakti því undrun, þeg«r ljóst var, að fjárhæðin á fjárlaga- fruimvarpinu hækkaði ekki einu sinni sem nemur verðhækkuninni, hvað þá að litlð væri á þörfina eða nemendafjöldann. — Að þannig sé tekið á málum, er skipta sköpum fyrir æsku landsins, í fjárlagafrum varpi, er hækkar um 2000 millj. kr., munu háttvirtir þingmenn ekki láta bjóða sér. Ekki er betri sögu að segja af framlögium til bygginga sjúkra- húsa og læknisbústaða. — Ástand- ið í heilbrigðismálum er svo al- varlegt, að einskis má láta ófieist- að til að bæta úr því. Allmiklar umræður hafa farið fram hér á landi um skipulagsbreytingu í læknaþjónustunni með samstarfi lækna við læknamiðstöðvar. Það verður að treysta því, að ekki standi á fjárveitingu til að koma slí'kri skipulagsbreytingu í fram- kvæmd, þar sem samstaða er fyr- ir hendi til að skapa hana og ann- að er verða má til aukins öryggis í læknaþjónustunni. Þótt fé sé j ekki áætlað til þess í fjárlagafrum varpi nú, verður Alþingi að taka j þar í taumana.“ OMEGA Veljið yður í hag Úrsmíði er okkar fag Nivada JUpina. PIEHPOflí Magnús E. Baldvlnsson laugivegi 12 - Simi 22804 Halidór E. Sigurðsson Þá minntist Ilalldór á rafvæð- ingu landsins, og það ranglæti að láta byggðaíög 'sjálf er nú fá raf- orku frá samveitum greiða vexti af lSiitím, sém ‘ tekiii eru til þeirra framkvæmda. En þau byggðalög, sem um áraraðir hefðu búið við raforku frá samveitum þyrftu ekkert slíkt á sig að leggja. Yrði úr þessu að bæta. Til þessa málaflokks væri nú aðeins hægt að veita 4,9 millj. kr. — Þá sagði Halldór ekki séð að vegasjóður myndi valda verkefnum sínum með þeim tekjustofnum, er hann hafi. Alveg hafi verið gengið framhjá vegamálum þegar þetta fjárlagafrumv. var samið, þó að út gj’öld þess hækkuðu um 25%. — Þannig sogaði verðbólgan og út- þensla ríkiskerfisins til sín tekj- ur þær, sem ríkisstjórnin sækti til þegna landsins. Söluskatturinn — meiri þungi á rekstur heimilis eftir þvi sem börnin eru fleiri „Til þessa hef ég ekki vikið að fcreytingum á tekjuáætlun fjár- lagafrumvarpsins, en þær eru veru legar. Söluskattur í þeirri mynd sem hann er nú, var tekinn upp af núverandi ríkisstjórn í upphafi árs 1960. Á fyrstu valdaárum „við reisnar" gætti hans lítið, en nú er hann orðinn stærstj tekjustofn ríkisins, og eru áætlaðar tekjur af honum 3.500 millj. kr. Eðll sölu- skatts sem tekjustofns, er það, að hann er jafnhár, hvort scm um er að ræða nauðsynlegustu neyzlu vörur eða nii'ður nauðsynlegar vör ur. Hann leggst því með meiri þunga á rekstur heimilisins eftir því sem börnin eru fleiri. Auk þess eru skil á honum til ríkis- sjóðs ekki svo örugg, sem vera skyldi.“ Minnti Halldóv síðan á orð Gylfa Þ. Gislasonar er hann mælti áðu: fyrr, söluskattur var á dagskrá se«n tekjustofn os Alþýðu flokksmenn þá mjög skeleggir and stæðingar hans. Sagði Gylfi þá m.a. að framkvæmdin á söluskatts innheimtuani hafi verið þannig, að vafalaust væri enginn skattur svikinn jafn stórkostlega. Það væri ekki aðeins ríkissjóður sem fengi mikið fé vegna lagaákvæða um hann, heldur og ýmsir at- vinnurekendur í skjóli lagaákvæð anna. — Sagði Halldór það þvi koma úr hörðustu átt, að Gylfi og liðsmenn hans skyldu vera orðnir slíkir stuðningsmenn söluskatts, og sú ríkisstjórn er þeir sitji í skuli hafa söluskatt fyrir stærsta tekjustofn ríkissjóðs. Sagði Hall- dór það stefnu Framsóknarflokks- ins ,að skattar yrðu mismunandi háir eftir eðli varanna, að skatta mætti ekki leggja á brýnustu nauð synjar. — Ef jafn söluskattur er notaður sem tekjustofn að ein- hverju marki, sagði Halldór, þarf að létta þeirri byrði af þeim efna minni með tryggingabótum og af- námi skatta af nauðþurftatekjum. Gegn þeirrí íhaldsstefnu að leggja þyngstu skattana þar á sem getan ér minnst, eihs og nú er gert, mun Framsóknarflokkurinn berjast svo sem hann hefur orku til. Auk þess verkar þessi tekjuöflunarstefna sem olía á verðbólgubálið. Þá minnti Halldór á. að sam- bandið milli stjórnvalda og stofn ana sé harla lítið, og sagði, að áætluð fjárþörf stofnana sé að jafnaði eftir tillögum forstöðu- manna þeirra. í því sambandi gat hann þess, að umsetning Pósts og síma væri í krónutölu álíka há og fjárlög ísl. rikisins 1958. Halldór lagði áherzlu á, að nauðsyn bæri til, að athuga stöðu ríkisstofnana gagnvart stjórn völdum, ekki sízt þeirra, sem hefðu sjál'fstæða tekjustofna. Verðstöðvun verði raunhæf Því næst ræddi Halldór um hin alkunnu skipbrot svonefndrax við reisnarstefnu sem brennimerkt hafa fjárlögin fyrir 1971. Um verð stöðvunina sagði hann: — Fram kom í ræðu formanns Framsókn arflokksins í fyrri viku, að Fram sóknarflokkurinn er fylgjandi verðstöðvun, þó því aðeins að hún sé raunhæf en ekki sýndar mennska, eins og fyrir kosningarn ar 1959 og 1967. Til þess að verð stöðvun sé raunhæf, verður að nota tímann er vinnst við hana til að færa verðlagið tii þess, seir afkoma heilbrigðra atvinnuvega þolir. Framsóknarflokkurinn lýsti þeirri stefnu sinni við umræður stjórnmálaflokkanna haustið 1968 og oft síðar, að möra ráð yrðu að koma til í baráttunni við verð bólguna. Nauðsyn bæri til að minnka vandann, m. a. með bví að draga úr álögum á atvinnuvee ina, endurskipuleggja ýmsa starf semi þeirra með hagræðingu oe áætlanagerð, með breytingu á stofn. og rekstrarlánum við at- vinnuvegina o. fl. Að lokum sagði Halldór m.a.: Framsóknarmenn telja, að eitt af þeim atriðum, er nota þurfi til baráttu gegn verðbólgunni, sé að fella niður söluskatt af mestu nauðsynjuen, og að hafa persónu- frádrátt til skatts þannig, að ekki sé lagt á nauðþurftatekjur eins og nú er gert. Það er röng stefna, að dómi Fratnsóknarmanna, að hagnýta sér vöxt verðbólgunnar til aukinnar skattheimtu. Skatt- vísitalan og verðlagsvísitalan eiga að haldast ,í hendur. Um þetta flutti flokkurinn frumvarp á síð- asta Alþingi og aftur nú. Það er skoðun okkar að ef að því ráði hefði verið horfið í fyrra að samþ. frumvarp okkar um söluskatt og tekju- og eignaskatt, stæðum við nú ekki frammi fyrir hrollvekj- andi verðbólgu og betri horfur væru einnig um fjárhag ríkisins en nú er. Framsóknarmenn vilja efla hag almannatrygginga, m.a. svo að hægt sé að beita mætti þeirra gegn verðbólgunni. Þessi atriði líii stefnu okkar og vinnu- brögð til að stöðva og draga úr verðbólgunni verð ég tímans vegna að láta nægja, en vil undir strika þetta: Framsóknarflokkur- inn telur nauðsyn bera til þess að stöðva vöxt verðbólgunnar nú þeg ar, en leggur áherzlu á það, að raunveruleg barátta verði hafin gegn verðbólgu í skjóli verðstöðv- unar m. a. með þeim aðgerðum, er ég lýsti hér fyrr í ræðu minni. Framsóknarflokkurinn telur, að án forustu ríkisvaldsins verði engri verðstöðvun komið á. For- usta ríkisvaldsins verður m.a. að koma fram í aðhaldi hjá ríkisstofn unum, um að þær haldi þjónustu- gjöldum sínum í skefjum og hafi sterkt aðhald að rekstri sínum.“ Helgi Bergs Tekur sætí á Alþfngi Helgi Bergs, 1. varaþing- maður Fraimsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi, tók í fyrradag sæti á Alþingi í stað Björns Fr. Björnssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.