Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 13
Fram leikur fyrri Evrópubikarleik sinn í 1. umferð á laugardaginn: „Frakkarnir harðir bardagamenn“ Alf — Reykjavík. — Fyrsta alvöru verkefnið, sem íslenzkir hand- knattleiksmenn fá að glíma við á nýbyrjuðu keppnistímabili, er leikur fslandsmeistara Fram gegn frönsku meisturunum US IVRY í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar. Fer leikurinn fram í Laugardals- höllinni nk. laugardag og hefst kl. 16. Gunnlaugur Hjálmarsson, þjálf- ari Fram, sagði á blaðamanna- fundi í gær, að Frakkarnir væru harðir bardagamenn, en Gunn- laugur fór gagngert til Frakklands nýJega til að njósna um franska meistaraliðið. Sagði Gunnlaugur ennfremur, að Fram yrði að halda vel á spilunum í leiknum á laugar- dag, ef sigur ætti að vinnast, frönsku leikmennirnir væru engin lömb að lcika við. „Spámaðurinn“ okkar þessa vikuna er Geir Kristjánsson fyrr- um markvörður Fram. Geir er mikill áhugamaður um enska knattspyrnu og hefur fylgzt með henni síðan han var drengur. Kunnugir segja að hann viti bók- staflega allt um hana og alla leik- menn, sem leika í 1. deild og nið- ur í 4. deild jafnt leikmenn, sem leika í aðalliðunum og varaliðun- um. Síðasti „spámaður" okkar, Gunn ar Guðmundsson, hafði 6 rétta og þar af 3 fyrstu leikina á seðlin- um. Spá Geirs Kristjánssonar á seðli nr. 32 er þessi: Geir Kristjánsson í franska liðinu eru fjórir lands- liðsmenn, þ. á m. bræðurnir René Richard og Michel Richard, sem mikla athygli vöktu í síðustu HM- keppni. Þetta er í fjórða sinn, sem Fram tekur þátt í Evrópubikarkeppninni í handknatt'eik. Fram var fyrst ís- lenzkra félaga til að taka þátt í keppninni árið 1962 og lék þá gegn dönsku meisturunum Skovbakken, og tapaði með eins marks mun, eftir framlengdan leik. — í næsta skipti lék Fram gegn sænsku meist- urunum Redbergslid í Gautaborg og tapaði með 5 marka mun, 25:20. í þriðja sinn er Fram tók þátt í keppninni, var leikin tvöföld um- ferð, og lék Fram þá gegn júgó- slavnesku meisturunum Partizan. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 17:17, en síðari ,'eiknum tapaði Fram með nokkrum mun. Ólafur A. Jónsson, formaður handk .ttleiksdeildar Fram, skýrði frá því á fundinum með blaða- mönnum í gær, að franska liðið væri væntanlegt til íslands á föstu dag. Léki liiðið gegn Fram á laug- ardag — og síðan einn aukaleik á sunnudagskvöld gegn landsliðinu. Síðari leikur Fratn og‘US IVRY í 1. umferð keppninnar, fer fram í Frakklandi 31. október nk. Þess má geta í sambandi við leikima, sem háðir verða hér um helgina, að aðeins verða seldir 2100 miðar á hvorn leik. Eftir að stól- bekkimir komu í Laugardalshöll- Framhald á bls. 14. Old boys æfingar ÍR Old Boys æfingar ÍR verða í ÍR- húsinu á mánudögum kl. 18.00— 18.50 og á fimmtudtjgum kl. 18.00 —18.50. — Stjórnin. ZcOar oktáber TX7Q 1 *: 2 Bkrkpod—Ote z CrnsBtXf Araawd Z CSrysfcí P.— Wcai Iliira / Derby — Lœds / KvErtoB — Newostfe /. mœiasm — NoU’m R. X IpSwkh “■*"*- Hwijkmí % Sfiur. Utd. WFA / Soath'pton: — Bumfey / ! lottRnfltnt jtOKR / Wrfvcs—Man. CSy X i. Sveitaglíma KR Sveitaglíma KR fer fram íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, laugardaginn 31. október kl. 16.00. Þátttökutilkynningar skulu berast Sigtryggi Sigurðssyni, Melhaga 9, eigi síðar en 27. október. Franska meistaraliðið US IVRY. Efníleg íslenzk stúlka sigrar á móti í Pennsylvaniu — Unnur María Gröndal heitir hún og varð fyrst í mark í tveim greinum á James Thorpe leikjunum klp—Reykjavík. Ung íslenzk stúlka, sem búsctt er í Bandaríkjunum, eða nánar til tekið í Harrisburg í Pennsylvaniu ná'ði á stóru frjálsíþróttamóti, sem haldið var þar fyrir skömmu, mjög atliyglisverðum árangri í hlaupum, en þar sigraði hún í tveim greinum. Þessi stúlka heitir Unnur María Gröndal og er aðeins l'l ára göm- ul, og mjög efnilegur hlaupari að áliti þeirra ,sem séð hafa hana á sprettinum. Fyrir skömmu fór fram í Penn- sylvaniu mikið frjálsíþróttamót, Unnur tók þátt í 60 yarda og 220 yarda hlaupi, og sigraði í báð- um greinunum. í 60 yarda hlaup- inu hljóp hún á 9 sekúndum slétt um, og í 220 yarda hlaupinu á 28 sekúndum. Þetta er mjög góð- ur árangur hjá ekki eldri stúlku, og þá sérstaklega þegar það er haft í huga að hú;i hljóp ekki á gaddaskóm og notaði ekki starthol ur. Til samanburðar má geta þess, að Ingunn Einarsdóttir frá Akur- FYamhald á bls. 14. KNATTSPYRNUMAOUR ÁRSINS Nú fer senn að líða að lokum atkvæ'ðagreiðslunnar um knatt- sem helgað er minningu rauðskinuj ,SPtyrnUmann árfsins 1970’ enhenni ans James Thorpe, sem sigraði í lykur um næstu ma“aðamot' í tugþraut og fimmtarþraut á Olympíuleikunum í Stokkhólmi | 1912, og tók Unnur þátt í því, sem j einn af fulltrúum skólans sem hún ! stundar nám í. Var haldið mikið I úrtökumót í öllum skólum í Pensylvaniu fyrir það mót og voru i I þátttakendur í því nokkur hundf-^ I uð talsins. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni að þessu sinni er mjög góð, og i hafa blaðinu borizt margir seðlar. Fyrir þá, sent atkvæðaseðil birtum við hann hér. Og eins og sjá má, er mjög auðvelt að fylla hann út. Jafn auðvelt er að koma hon- um til blaðsins, aðeins setja hann í umslag og merkja það „Knatt- spyrnumaður ársíns“, Dagblaðið r Iminn, pósthólf 370, Reykjavík. Setja það síðan í póst eða fara með.það á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti. -Gstx-Krist3áasBa DREGIÐ! f gær var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum Bikarkeppninnar í knatt- spyrnu, og vorn þar viðstaddir fulltrúar viðkomandi félaga og niðurröðunarnefnd. Liðiu, sem mætast í undanúr- slitum eru Vestmannaeyjar og Kaflavík í öðrum leiknum og sigurvegarinn úr leik Breiða- blik — KR og Fram í hinum. Keflavík og Vestmannaeyjar leika á Melavellinum á sunnu- dag M. 14.00 en Breiðablik og KR leika í Kópavogi á iaugar- dag kl. 14.00. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir síðan Frain um aðra helgi — klp, Knattspyrnumaður árslns tg kýs ......................... tem „Knattspyrnumann ársins 1970“. Nafh sendanda .................... Reimilisfang ..................... Símanúmer ...............

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.