Tíminn - 22.10.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 22.10.1970, Qupperneq 1
f 239. tbl. — Fimmtudagur 22. október 1970. — 54. árg. , ^ „ FRYSTIKISTUR * "s/ q FRYSTISKAPAR * Z2Aó£6o/Lvé/a^ ft-.f RAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRÆTl », SlMI 1BMS ------- Fasteignamatsnefnd Reykia víkur og helztu aðstandendur fasteiRnamatsins í Reykjavík skýra frá uppbyssinsu mats- ins. Fyrir enda borðsins er Þór oddur Tb. Sigurðsson vatns- veitastjóri, form. nefndarinnar ; Guðmundur Hjartarson og Valdimar Kristinsson. Við tðfl una er Pétur Stefánsson verk fræðingur, bá sitja við borðið Bjarni Kristmundsson verk- fræðingur, Gunnar Torfason verkfræðingur og Valdimar Óskarsson skrifstofustjóri og Hjnum megin borðsins eru blaðamenn. (Tímam. Gunnar) Reikningar húsameistaraembættisins: Jóhann sléttaði reikningana með launagreiðslum til þriggja manna þrjú ár aftur í tímann EB—Reykiavík, miðvikudag. Eins og skýrt var frá í Tím anum í dag, minntist Halldór E. Sigurðsson í útvarpsumræð unum um fjárlögin í gærkvöldi, á athugascmdir Ríkisendurskoð unarinnar í fyrra, við reikninga húsameistaraembættisins, bar sem nokkrum starfsmönnum var gert að greiða verulega fjár hæð aftur til embættisins vegna rangrar færslu að dómi endur skoðunarinnar. — Sagði Hall- dór eftirfarandi um málið: „Áður en úrskurður var kveð inn upp um málið, ákvað dóms málaráðh. Jóhann Hafstein að greiða skyldi forstöðumanni stofnunarinnar fyrir aukavinnu frá fyrri árum fjárhæð, sem dregin var frá þeirri fjárhæð, er honum hafði annars borið að greiða. Ilins vegar endur- greiddi forstjórinn embættinu samkv. úrskurði. Eftir að úr- skurður hafði verið upp kveð inn af ríkisendurskoðuninni ákvað dómsmálaráðherra að greiða einnig tveimur öðrum starfsmönnum laun 3 ár aftur í tímann vegna auka- og eftir- vinnu og sléttaði með beim hætti næstum reikninga þeirra. Um þetta mál höfðu farið fram nkkur bréfaskipti á milli fjár- f'ramhald á bls. 14 í Fasteignir í Reykjavík voru 39.8$ milljarða virði 1. jan. Þingsályktunartillaga var í dag lögð fram á Alþingi um upplýs- ingarskyldu stjórnvalda. — Flutn- ingsmenn tillögunnar eru Þórarinn Þórarinsson, Ólafur Jóhannesson, Halldór E. Sigurðsson og Ingvar Gíslason. Er kveðið svo á í tillög- unni, að ríkisstjórnin láti undirbúa og leggja fyrir næsta þing frum- varp, til laga um skyldu stjórn- valda og ríkisstofnana til að skýra opinberlega frá störfum sínum og ákvörðunum og að veita þeim, sem þess óska, aðgang að reikningum og skjölum, sem almenning var-ða. __ Segja flutningsmenn í greinar- gerð, að mjög skorti nú á. að al- menningur fái sem áreiðanlegastar upplýsingar um starfsemi stjórn- valda og ríkisstofnana. Alltof mik- il leynd hvíli yfir starfsemi þess- ara aðila, og reikningum þeirra og skjölum sé oftast haldið lokuð- um, þannig, að almenningur fái ekki aðgang að þeim. Þessi leynd dragi mjög úr því aðhaldi, sem þegnarnir gætu ella veitt, og geri erfitt fyrir þá að dæma um at- hafnir stjómvalda og ríkisstofn- Segir síðan í greinargerðinni, að í mörgum löndum hafi verið stefnt að því síðustu áratugina, að auð- velda borgurunum að geta fylgzt sem bezt með starfsemi stjórn- valda og ríkisstofnana, m. a. með því að birta greinargerðir eða skýrslur um athafnir sínar og veita svo þeim, sem þess óska,,nánari upplýsingar og aðgang að reikning- um og skjöluin. Allvíða hafi vcrið sett sérstök lög um þetta efni. Slíka löggjöf vanti að mestu leyti hér, og því sé lagt til í þessari til- lögu, að ríkisstjórnin láti undir- búa hana fyrir næsta þing. KJ—Reyjavík, miðvikudag. Á morgun fimmtudag, verður sjö ára starf margra manna lagt fram fyrir dóm almennings — fast- eignamatið langþráða mun liggja frammi til 26. nóvember, en með framlagningu þess er náð lang- þráðu marki sem margir hafa hjálpazt að til að ná, og eiga matstölur að vera sem næst lík- legu gangverði fasteigna 1. jan- ar 1970. f Reykjavík verður lagt fram mat á 9.449 lóðum, 13,688 mannvirkjum og 23.688 íbúðurn samtals að matsverði 39,88 millj arðar króna. Fasteignamatsnefnd Reykjavík- ur skýrði blaðamönnum í dag frá ýmsu í sambandi við fasteigna matið, en það er framkvæmt með lögum frá 1963. Er í lögunum kveðið svo á að matið skuli mið ast við þáð verð sem líklegt er að þær myndu hafa í kaupum og sölum á fasteignamafrkaðinum, miðað við staðgreiðslu. í fast- eignamatsnefnd Reykjavíkur eru: Þóroddur T.h. Sigurðsson formað ur, Valdimar Kristinsson og Guð mundur Hjartarson, skrifstofu- stjóri nefndarinnar er Valdimar Óskarsson og auk framantalinna voru á blaðamannafundinum i dag og gáfu upplýsingar verkfræðing arnir Pétur Stefánsson. Bjarni Kristmundsson og Gunnar Torfa son. Fasteignaskráning og undir- búningur matsstarfa Nefndin hóf undirbúningsstörf vorið 1964 og voru þau aðallega fólgin i því að koma á fót eigin safni frumgangna með því að ]jós mynda söfn þeirra stofnana sem annast fasteignaskráningu. Upp- lýsingar úr söfnum eftirtaunna stofnana mynduðu kjarna í frurn gagnasafni nefndarinnar: 1. Núverandi fasteignaskrá Fasteignamats ríkisins. 2. Lóðaskrá Lóðaskrárritarans í Reykjavík. 3. Teikningasafn Byggingafull- trúans í Reykjavfk. 4. Lýsingar og matsgerðir húsa í safni Húsartygginga í Reykjavík urborgar. 5. Mæliblöð og uppdræftir frá öðrum borgarstofnunum. Auk þessa fengust margvíslegar upplýsingar frá öðrum aðilum, en þeim er upp hafa verið taldir, bæði opinherum aðilum og einka aðilum og vill nefndin nota þetta tækifæri til þess að bakfca öllum þeim mörgu sem greiddu fyrir Framhald á bls. 14. Játuðu að hafa nauðgað telpunni OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Lögreglan í Reykjavík hefur nú haft upp á öllum þrem piltunum, sem nauðguðu tólf ára gamalli stúlku síðari hluta dags sl. mánu- dag. Játuðu þeir á sig verknaðinn, og var þeim sleppt og saksóknara ríkisins afhent málið til nánari á- kvörðunar. Piltarnir drógu stúlkuna með sér inr, í kjallara nýbyggingar og nauðguðu henni þar. Tveir þeirra voru handteknir skömmu ef-tir að þcir frömdu verknaðinn, en hinn jiriðji fannst ekki fyrr en síðar. Tveir pi.’tanna eru úr Kópavogi og einn er búsettur í Ytri-Na'rðvík. Frumvarp Framsóknarmanna á Alþingi: STJÓRNVÖLDUM 0G RÍKISSTOFN- UNUM SÉ SKYLT AÐ SKÝRA AL- MENNINGI FRÁ ATHÖFNUM SÍNUM EB—Reykjavík, miðvikudag.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.