Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 5
FIMMTUÐAGUR 22. október 1970. TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFBNU Mamma og litla systir höfðu verið að rífast. Skömmu seinna sá móðirin, að sú litla var að fara út um aðaldyrnar með ferðatösku í hendinni. — Hvert ertu að fara? spurði_ hún undrandi. — Ég er farin heim til storksins míns- Landkönnuðir á Afríku óku bílnum sínum alveg að ljóni, sem stóð og beit gras. — Þetta er undarlegt ljón, sem bítur gras- — Já, svaraði ljónið, — ég var að enda við að gleypa anti- lópu og ég vil ekki láta hana svelta. — Geturðu líka talað? — Já, ég gleypti nefnilega páfagauk líka. Frú Magga ætlaði rétt að skreppa út í bakarí til að kaupa tertu með sunnudags- kaffinu. í búðinni hitti hún gamla skólasystur sína og þær þurftu aúðvitað að tala svolít- ið saman, eftir öll þessi ár. Hálftími leið, án þess, að þær hugsuðu nokkuð um það, þar til eitt barnanna í húsinu kom með miða frá manninum henn ar Möggu. Þar stóð: — Eslkan, því skrifai'ðu aldrei? —Kanntu að synda? spurði sundlaugarvörðurinn lítinn peyja, sem kom trítlandi út að sundlauginni. — Nei! — Áttu engin systki’ni, sera geta komið með þér? — Nei. — Þá geturðu ekkí fengið að fara í laugina. Það er allt of hættulegt. — En ef ég kem með miða. sem stendur á, að það geri ekkert til, þó ég drukkni? minnir mig svolítið á hann. — Þér hafið eignast son — og hann hefur eignast þrjú syst- kyni. — Ertu ekki hrædd að fljúga, amma? spurði litla stúlkan, sem var að fara með ömmu sinni í Sunnuferð til Mallorea. — Nei, ég bið bara guð að halda verndarhendi sinni vfir okkur, og þá er allt í lagi. — Væri ekki betra að biðja hann að halda henni undir otokur? DENNI DÆMALAUSI Þeim er alveg sama, hvaS er í matinn hjá þér, þú verSur bara aö hafa það riflegt. wWMM ■ mm I ; .r.S Wwmm :ÍI1IP: í I MÉ %mBm : ' j 1 ! mmm I SPEGLI* Y0IM1M0 í fyrradag birtum við hér á síðunni mynd af Jillian Jessup, annan-i tveggja stúlkna, sem taka þátt í alheims fegurðar- samkeppni fyrir hönd Suður- 4fríku. Til þess að enginn væni okkur um þynþáttahatur, ætlum við að kynna ykkur blökkustúlk una Pearl Jansen, sem ekki er síður fönguleg en sú hvíta. Pearl er tuttugu ára, fædd og uppaiin í Jóhannesarborg og stundar nám við háskóla þar í borg. Sinn glæsilega vöxt sagð ist hún eiga lyftingaiþróttinni að þakka, en hana hefur hún stundað af brennandi áhuga um árabil. Sú stund rennur upp í lífi flestra kvenna, að þær fái brennandi löngun til að eignast börn. Leikkonan Ursula Andr- ess, sem orðin er þrjátíu og þriggja ára og aldrei hefur gef- ið sér tíma til að standa í bameignnm, hefur nú lýst því yfir, að hún hyggist taka sér fri frá störfum í þeim tilgangi að ala barn, jafnvel mörg, ef henni líkar vel í mömmustand- nu. Fa@ir þessara væntanlegu barna hefur verið valinn Jean- Paul Belmondo, sem ”110' hafa heyrt minnzt á, en þau Ursu’ hafa haldið náinn kunningssk. p um alllangt skeið. Eitthvað var ka?t á milli þeirra siðastliðið sumar, eða eftir að frökenin lýsti því yfir í blaðaviðtali, að þessi franski leikai'i væri montnasti, geð vondasti og á allan hátt leiðin- legasti náungi, sem hún hefði nokkurn tírna komizt í kynni við. En nú er víst allt fallið í ljúfa löð þeirri í milli, og þess líklega ekki langt að bíða, að þau venði umkiúngd litlum Belmondoum. Hér kemur ein dagsönn, sem gerðist á Hótel Borg fyrir skömmu: Maður nokkur ætlaði eins og svo margir aðrir. að bregða sé þar á barinn, að kvöldi til og að sjálfsögðu for hann þeim megin inn í húsið. Þegar inn er komið, segir kon an í fatage.vtnslunni. að ekki komi til nokkurra mála. xð maðurinn fari svona til fara inn á barinn, en hann var klæddur peysu. Maðurinn skildi þetta og ætlaði aftur út. sn þá vatt miðasöludama sér að bonum oa sagði: — Það er allt í lági. Farðu bara inn um hinar dyi’nar! Eins og við sögðum frá ekki alls fyrir löngu, er brezki lei'.:- arinn Peter Sellers nýkvæntur og hamingjusamur með henni Miröndu sinni Quai'ry, dóttur Mancroft lávarðax-. Brúðkaupið var Lv'svert frá- brugðið því, sem venja er um slíkar athafnir. Til dæmis var brúðurin ekki klædd hinum sígilda, hvíta brúðai-kjól held- ur stórkostlegum lillabláum maxikjól og mtí bai’ðastóran hatt. Brúðarmieyjar voru að vísu viðstaddar, en það ekki litlar stúlkui í falíegum kjól- um, heldur kjölturakkar brúðar- innar, sem spangcluðu hástöf- um, meðan á athöfninni stóð. Og þegar að þvi kom, að allir brúðkaupsgestirnir fengju kampavín til að skála fy&’ir brúðhjónunum, tóku vikindin ekki anuað í mál en að þau fengju siun skei’f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.