Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 16
Ftmmtudagur 22. október 1970. Menningarpólitík í Holstebro - Sjá bls. 6-7 DÝRASTA HUSEIGNIN í REYKJAVÍK er Borgarspítalinn metinn á 178.4 millj. KJ—Reyk.javík, miðvikudag. í tilefni af framlagningu fast eignamats í Reykjavík er ekki óeðlilegt, að margir velti fyrir sér, hvað sé verðmætasta fast eignin í Reykjavík, og hvað sé dýrasta lóðin. EITT BANASLYS VARÐ GAMLA . JJflaust halda margir í fyrstu að dýrasta fasteignin sé í mið bænum, en að því er Fasteigna matsnefnd Reýkjavíkur og starfsmenn hennar upplýstu blaðamenn um í dag, þá er dýrasta fasteignin í Reykja- vík miðað við 1. janúar þessa árs Borgarsjúkrahúsið í Foss- vogi. Sjáift sjúkrahúsið, fyrir utan allan búnað, er metið á 175 milljónir og lóðin á 3,4 milljónir eða 178,4 milljónir samtals. Annað dýrasta húsið er heldur ekki í miðbænum, en þó nær miðbænum en Borgar sjúkrahúsið, sem sé Bænda- höllin við Hagatorg. Husið sjálft er metið á 125 milljónjr en með Ióð á 136,9 miHjónir^ og þarna er lóðin þyngri á met unutn en hjá Borgarsjúkra- húsinu vegna legu sinnar. Hvað varðar dýrustu lóðina. þá munu margir geta sép þess Framhald á bls. 3 OÓ—Reykjavík, miðvikudag. 63 ára gamall maður varð fyrir bfl á Hringbraut við Laufásveg kl. rúmlega 11 í gærkvöldi. Lézt maðurinn nokkru síðar í Borgar spítalanum. Maðurinn hét Tryggvi KEFLAVÍK Aðalfundur Félags ungra Fram sóknarmanna í Keflavík verður haldinn mánudaginn 26. okt. kl. 20,30 að Ví'k, Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn FUF. Aðalfundur FUF í Reykjavík Aðalfundur FUF i Reykjavík verður haldinn laugardaginn 24 október n.k. í Glaumbæ og hefst _i. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar störf — Stjómin. Aðalfundur félags Framsóknarkvenna Aðalfundur féiags Framsóknar- k-enna í Reykjavík, verður hald- in- á Hallveigarstöðum, fimmtudag Inn 22. okt. kl. 8.30. Venjuleg aðalundarstörf. Að þeim loknum kynnir Margrét Kristinsdóttir ostarétti. Framsókn arkonur fjölmennið og mætið stund víslega. f jómin. FUF Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 1. nóv. kl. 1,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Dagskrá nánar auglýst siðar. Stjórnln. 1969 Þessi gangbraut og svæðið umhverfis hana, neðan við gamla Kennaraskó lann, er hættumesta svæði fyrir fótgangandi vegfarendur. Hvergi verða lafnmörg og alvarleg umferðarsiys og þarna. (Tímamynd Gunnar) Ámason, til heimilis að Berg þórugötu 53. Tryggvi var að fara norður yfir Hringbrautina, þegar að bar Wolks wagenbíl, sem ekið var vestur á vinstri akrein. Bíllinn lenti á manninum, sem kastaðist upp á farangurslokið, síðan í rúðuna og í umgjörðina. Barst hann með bílnum alllangan spöl, kastaðist síðan af bílnum og á götuna. Var hann fluttur á slysavarðstofuna, og lézt rúmum tveim klukkustund u.m síðar, komst hann ekki til' með vitundar eftir áreksturinn. Að sögn bílstjórans og farbega sem voru í bílnum var Tryggvi um tvo metra austan við gang brautina, sem er barna yfir Hring braut, er hann varð fyrir bílnum og sá bílstjórinn hann ekki fyrr en rétt áður en slysið varð. Fjölmörg alvarleg slys hafa orð ið barna á Hringbrautinni, sunnan við gamla Kennaraskólann á und anförnum árum, og bar af all- mörg dauðaslys. Nær öll bessi slys hafa orðið beim hætti að bílar óku á fólk, sem var á leið | yfir Hringbrautina. Flest slysanna hafa orðið á eða við þverstrikaða Framhald á bls. 14 80 fSLENZKAR FRÉTTAMYNDIR f ARID I MALI OG MYNDUM SB—Reykjavík, miðvikudag. „Árið 1969 — stórviðburðir þess í myndum og máli“ <»r nxi kom- in á markaðinn. Bókin er með ís- lenzkum sérkafla. Þetta er fimmta bókin í röðinni og er dreifing þeg ar liafin til áskrifenda. Bókaútgáf an Þjóðsaga gefur bókina út í samráði við útgáfufyrirtækið Weltrundscliau-Verlag AG. í Ziirich í Sviss og er bókin prentuð þar. Setning íslenzka textans er gerð í prenthúsi Hafsteins Guðmunds sonar að Bygggarði á Seltjarnar nesi. Árbókin 1969 er 320 blaðsíður í stóru broti. Hundruð mynda eru í bókinni, þar af fjöldi litmynda. í erlenda kaflanum eru m. a. myndir frá tveiimur fyrstu lend- ingum Bandaríkjamanna á tungl- inu. Auk þess er sérstakur kafli Þeir unnu a'ð árbókinni. F. v. Björn Jóhannsson, fréttnstjóri. sem sá um innlenda kaflann, Hafsteinn Gu3- mundsson, sem sá um umbrot og setningu texta, og Gísli Ólafsson, sem sá um erlenda kaflann. (Tímam. G.E.) um íþróttir. Að þessu sinni eru nær 80 myndir í íslenzka kaflan um, þar af 9 litmyndir. Innlendu myndirnar eru teknar af ljós- myndurum um allt land, en flest ar eru þó eftir Ijósmyndara dag blaðanna. Björn Jóhannsson, frétta stjóri tók saman íslenzka kaflann. Árbókin er gefin út í 16 lönd um og er alls staðar svipuð. Hvergi er hún bó með sérkafla, nema á íslandi og í Frakklandi, en ísland var fyrst til að taka upp þá nýbreytni. Árbókin hefur allt frá upphafi verið metsölu- bók. Bókaútgáfan Þjóðsaga vill gera sem flestum kleift að eignast ár- bækurnar og geta þeir, sem óska, notið afborgunarkjara. Verð bók arinnar er nú kr. 1350.— með sölu skatti. Enn er unnt að fá árbæk urnar frá upphafi. Útgáfan hefur aðsetur í Prenthúsi Hafsteins Guð mundssonar að Bygggarði. Forstjóri Þjóðsögu er Hafsteinn Guðmundsson og annaðist hann hönnun íslenzka kaflans. Ritstjórn alþjóðlegu útgáfunnar er í hönd um Nils Lodin, Svíþjóð, Kerttu Saarela, Finnlandi, og Hans Studer, Sviss. Gísli Ólafsson, rit- stjóri, hefur annazt ritstiórn er- lenda kaflans í íslenzku útgáf- unni. Undirbúningur að Árbók 1970 er þegar hafinn, en það ár virðist ætla að verða viðburðarríkt, ekki sizt á innlendum vettvangi. ENN BRAUT VIÐ A G0NGU- KENNARASKÓLANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.