Tíminn - 23.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.10.1970, Blaðsíða 6
6 TIMINN FÖSTUDAGUR 23. október 1970 Íllli TÆKHI00 BAMMSÖICMIB Bætt nýting jarðhitans í því sjö mánaða h.'éi, sem varð á greinum mínum í þess- um málaflokki, hljóp ungur ís- lenzkur verkfræðingur, dr. Valdimar K. Jónsson, undir bagga og skrifaði athyglisverða grein um bætta nýtingu jarð- hitans tL' raforkuvinnslu. \ Þegar jarðgufa er notuð til þess að framleiða raforku, er þapí venjulega gert á þam máta, að gufunni er beint að túrbínu. sem síðan knýr rafal, sem framleiðir rafmagnið. Við slíka beina notkun jarðgufunn ar nýtist aðeins um þrír af hundraði af orku hennar, en það er að sjálfsögðu mjög lé- !eg nýting. Valdimar K. Jónsson benti á það í grein sinni og raunar í annarri enn ítarlegri grein, sem birtist í Tímariti Verk- fræðingafélagsins 1. hefti árið 1969, að með því að nota jarð- hitann tií þess að hita upp ann- an vökva, sem hefur langtum lægra suðumark, mætti nýta orku jarðhitans miklu betur. Sérstaklega benti Valdimar á freonvökva í þessu skyni. Freon er þekktur frysti- vökvi. Hann sýður við um það bil 35°C, þá verður vökvinn að freongufu og við það þenst fre- onið að sjálfsögðu út margfalt. Þessari gufu má síðan beina að túrbínunni, sem knýr rafalinn alveg eins og þegar jarðgufan er notuð beint. Þegar freonið kemur frá túrbínunni, þarf að kæla það niður aftur í köldu i . vatná eða lofti, þánnig að það verði að vökva. Síðan er það hitað upp að nýju með jarð- hitanum, gufunni beint að túr- bínunni aftur og svo ko.1 af kolli. Bætt nýting jarðhitans byggist fyrst og fremst á þeirri staðreynd, að freon sýður við þetta lága hitastig, en vatn hips vegar ekki fyrr en viið 100°C, eins og kunnugt er. Freon-vél í bifreiS Hingað til lands kom fyrir sköfmu maður að nafni Norris J. Ne.'son. Þetta er fyrrverandi blaðaútgefandi af norskum ætt um og satt að segja með æffi litríka fortíð. Til dæmis var hann borgarfulltrúi í Los Angeles í sex ár, forstjóri trygg ingarskrifstofu þar, í njósna- og neðanjarðardei.'d banda- manna í sambandi við Noreg á stríðsárunum, starfandi í Nor- egi sem blaðamaður um tíma, einn af aðalstarfsmönnum í landsnefnd republikanaflokks- ins í tvennum kosningum, þar sem hann hafði meðal annars það h.'utverk að meta mögu- leika frambjóðenda til þess að ná kosningu. Á þeim grundvelli var ákveðinn fjárhagsstyrkur flokksins til þeirra. Þeir, sem eru öruggir, fá engan, og hé.’d- ur ekki þeir, sem eru vonlaus- ir. Að lokum var hann eigandi sex eða sjö minni blaða í út- borgum Chieago. En allt þetta er nú önour saga. Nú er Nelson seztur í he.’g- an stein, að minnsta kosti að nafninu til. Hann er þó hlut- hafi fyrirtækis, sem heitir Kinetics h.f. Það fyrirtæki á einmitt einkaleyfi á notkun freon og annarra vökva, sem sjóða við lágt hitastig, til þess að knýja vé.’ar bifreiða. Á myndinni, sem fylgir með þessari grein, er sýnt slíkt kerfi. í stað benzíns er notuð steinolía. Steinolían hefur þann kost, að við bruna hennar mynd ast svo að segja engin mengun. Freonið er hitað upp í pönn- unni, sem er undir öllum bí.’n- um. Vélin samanstendu. af tveimur stórum skrúfum, sem liggja saman. Freongasinu er beint að öðrum enda skrúf- anna. Það leitar eftir skrúf- ganginum, en knýr um leið skrúfurnar tí,’ þess að snúast í sitt hvora' áttina. Þær snúa síðan drifskaftinu. Þegar freon ið kemur út úr skrúfganginuim, er það kælt fyrst í smákæli framan til í véliani, en síðan í ^tóra kælinum, sem er í þaki bifreiðarinnar. Þar verður það að vökva og er vökvanum síðan beint aftur a katlinum undir bifreiðinni, þar sem freonið sýður að nýju o.s.frv. Ekki eru á.'lir hrifnir af þess ari hugmynd. Bent hefur ver- ið á það, a@ kælirinn í þakinu er mjög fyrirferðarmikill. Einn ig hefur verið vakin athygli á því, að freon þolir ekki hátt hitastig, þá eyðileggst það. Uppfinningamaðurinn, dr. Mintov, sem er aða.’hluthafi ÚR VERINU Skömmu eftir þing F.F.S.Í., sem haldið var í nóvember 1969, fóru til þess kjörnir menn að ræða við þáverandi dómsmálaráðherra um tillögu, sem fram hefði komið á þingi F.F.S.Í., er var á þá leið, að fara þess á leit við ríkisstjórn ina að eitt af stærri skipum landhelgisgæzlunnar yrði stað- sett út af Vestfjörðum á tíma- biliriu frá 1. nóv. til 1. marz ár hvert. í þessum viðræðum kom í ljós, að því er ráðherr- ann sagði, að starfandi væri rannsóknarnefnd, sem athuga skyldi orsakir sjóslysanna úti fyrir Vestfjörðum. Ekki hafa fulltrúar F.F.S.Í. farið á fund ráðherrans að nýju. Það, sem hefur meðal annars gert að svo er ekki, er það að menn vonuðu, að racinsóknar- nefndin skilaði áliti. Ebkert hefur heyrzt frá umræddri nefnd, og eru menn farnir að velta því fyrir sér hvað valdi. Senn líður að hausti og veður öll gerast válynd og full þörf á allri þeirri fyrirhyggju, sem frekast er hægt að hugsa sér. Nýlega var haldið þing Alþýðu sambands Vestfjarða og gerði það ályktun svipaðri þeirri, sem gerð var á sínum tíma á þiugi F.F.S.Í. Ekkert nefur komið fram, sem er betri leiðarvísir i þess- um efnum en varkárni og fyrir- hyggja. Vanur maður í hverju rúmi, það mun lengst af verða bezta slysavörnin. í seinni tíð hefur það gerzt, að mikið hef- ur verið um það að veita und- anþágu frá lögum um atvirinu við siglingar. Hefur F.F.S.Í. háð harða baráttu fyrir því að lögum þessum væri framfylgt. Algengt er, að símskeyti berst til Satngöngumálaráðuneytis- ins, sem er á þessa leið: Jón Jónsson óskar eftir leyfi ráðu neytisins tii að verða skipstjóri á þessu eða hinu skipinu. Engar upplýsingar fylgja ofl a tíðum. Hvað gerist? Segir ráðuneytið ekki nei á stund- inni. Ekki er svo, heldur er þetta sent til F.F.S.Í. og það látið segja neiið. Af hverju? Væri ekki eðlilegast að slíkum fyrirspurnum væri strax svar- að neitandi. Það finnst okkur, sem með þessi mál höfum far ið. Ekki er neitt í lögum um atvinnu við siglingar, sem heim ilar frávik. Af hverju era þá til undanþágur frá lögunum? Of mörg óhöpp stafa af mennt- unarleysi manna þeirra, sem öðlast réttindi á fyrrgreindan hátt. Það dregur úr aðsókn að skólanum, þegar menn geta fengið á svo auðveldan hátt at- vinnuréttindi til _ skipstjórnar. Þessu verður að hætta. ef ekki á að drabbast niður sjó- mennsk;: hérlendis. Fyrsta og síðasta boðorðið fyrir eyþjóð á að vera vel menntaðir sjómenn, sem eru færir um aö draga björg bú með sem minnstum tilkostnaði Ekki sízt hvað mannslíf snert ir. I. Stefánsson. fyrirtækisins, er hins vegar bjartsýnn. Hann segir, að nú sé verið að þróa kæli, sem er langtum minni en sá, sem sýnd ur er á myndinni, og hann bend ir á fjölmarga kosti kerfisins. Það er t. d. mikill kostur, að nota steinolíu, því að hún er ekki ná.’ægt því eins eldfim og benzín og gefur jafnvel fleiri hitaeiningar. Hann full- yrðir einnig, að 1 kerfinu öllu verði ekki fleiri en um það bii tvær tylftir af hreyfanlegum hlutum. Vélin vegur ekki nema um 25—26 kg. Það verða eng- ir gfiar, engin kúpling, enginn startari eða blöndungur, kveikja og þess háttar auka- tæki. Hraðanum verður stjórnað með gufunni, sem hleypt er inn á skrúfurnar. Með því fuil- yrðir Mintov, að mjög öflug hraðaaukning fáist og sömu- leiðis hraðastýring, því að vél- in verkar einnig sem bremza. Mikilvægast er þó, að kerfi þetta er næstum því alveg laust við mengun. Bifreilðafram leiðendur sýndu litinn áhuga fyrir tveimur árum. Nú hefur þetta hins vegar breytzt. Þeir verða eflaust fljótlega með lögum knúnir til þess að fram leiða mengunarlausar bifreiða- vélar. Þegar hefur einn framleið- andi í Japan samið við fyrir- tæki® um notkun freonvélar í bifreiðar sínar. Fyrsta bifreið- in verður reynd nú í haust. Hún er hins vegar þegar orðin úrelt, sagði Nelson. Við erum komnir með nýjan kæli og ef til vill með hreyflana tvo í hjólunum sjálfum, þannig að við losnum vi13 díifskaftið og mismunadrifið. Ef til vill verð- ur þetta bifreið framtíðarino- ar. HvaS eigum viS aS gera? Hingað kom NeJson á ferð sinni frá Noregi vegna þess, afð dr. Minto hafði komið í hug að nota mætti þetta kerfi ha?M8 til þess að framleiða raforku með jarðhita á afar hagkvæm- an hátt og stórbæta nýtíngu orkugjafans. Hann vissi hvergi um betri aðstöðu en hér á landi til slíkrar framleiðslu, þar sem bæði er mikill jarðhiti og víða kaldar ár við h.iðma til kæl- ingarinnar. Vill dr. Minto vita, hvort ekki sé áhugi hér á landi fyrir því að þróa slíkt kerfi. Við þóttumst nokkuð góðir að geta bent Nelson á það, að íslenzkur verkfræðingur hefði hreyft þessu máli þegar ítar- lega. Dr. Valdimar K Jónsson er nú starfandi við kennslu við háskólann f Pennsylvania. Stakk ég upp á því, að dr. Minto og dr. Valdimar ræddust við um þessa hugmynd og gaf Nelson jafnframt grein Valdi- nia- úr Verkfræðingatímarit- i'-iu, en hún er á ensku. Þótti Nelson ljóst, áð dr. Minto gæti töluvert lær. af þeirri greiri, og þéssir tveir hugvitssömú mer.n miklu geta fengið áork- að, ef -þeir legðust' á eitt. Þess má geta, að umræddri hugmynd um notkun freon til raforkuframleiðslu hefur verið hreyft víðar. Til dæmis mun hafa komið fram á hinni stóru ráðstefnu i Pisa um nýtingu jarðhitans nú í haust, að Rúss ar eru að gera miklar tilraun- ir ó þessu sviði. Nri “etur pað verið spurn- ingir, hvort v-'i’ ísiendingar er- um reiðubúmr til þess að verja nokkru fjármagn: til tilrauna á þessu sviði. til dæmis með leiðsögn þeirra Valdimars og Minto Hér getur verið um stór kostlega möguleika að ræða. Erum við menn til að nýta þá? Steingrímur Ilermannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.