Tíminn - 23.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.10.1970, Blaðsíða 9
FðSTUDftGtJR 23. o’itóber 1970. ÍÞRÓTTIR TÍMINN 9 Hermtmn aftur til Reykjavíkur Búinn að tilkynna félagaskipti í handknattleik en ekki knattspyrnu klp-Reykjavík. Hermann Gunnarsson, sem ver fi5 hefur þjálfari og leikmaður með 1. deildarliði Akureyrar undanfar- ið, leikur ekki með né þjálfar Ak- nrejTarliðið næsta keppnistímabil. Samningur hans við ÍBA renn- ur út um mánaðamótin nóvembei desember, en þar sem Akureyrar Ijðið var slegið út úr bikarkeppn Inni og engin verkefni framundan hjá því, varð samkomulag milli hans og forráðamanna ÍBA um að hann hætti mánuði fynr, en hann var búinn að tiíkynna þeim að hann yrði ekki fyrir norðan I vetur og næsta sumar. Hann mun flytja aftur til Hermann Gunnarsson f búningi ÍBA- liðsins, sem hann hefur nú kvatt að sinnti. í vetur verður það Valsbún- ingurinn, sem klæðir þennan marka- kúng 1. deildar og landsliðsins í ár, en hvort hann verður í honum næsta sumar er enn ekki á hreinu. SS og Coke í úrslitum klp—Reykjavik. Úrslitakeppnin i firmakeppninni f knattspyrnu hefur staðið yfir að undanförnn, og er henni nú lokið. í henni tóku þátt sigurvegaram- ir í riðlunum fjórum, sem leikið var í í sumar, Loftleiðir, BP, Víf- ilfell og Sláturfélagið. Á mánu- dag léku Loftleiðir og Síáturfélag- ið og sigraði SS í leiknum, 4:1. Á þriðjudag léku síðan Vífilfcll og BP, en með sigri í þeim leik hefði Vífilfell sigrað í keppninni. Það tókst ekki, þrátt fyrir mikla pressu Coke-manna á olíu-menn- ina í síðari hálfleik, og leiknum Jauk me® jafntefli, 1:1, og þýðir það, að Vífilfell og Sláturfélagið verða að leika aukaleik um sigur- Jaunin og fer hann fram nk. sunnu- dag kl. 15,00 á Framvellinum. Reykjavíkur í næstu viku, og hef ur heyrzt að hann sé þegar þúinn að tilkynna félagaskipti í hand knattleik og leiki með Val í vet- ur, en hann mun ekki vera búinn að tilkynna félagaskipti í knatt- spyrnu, Glímuæfing- ar hjá KR Glímuæfingar hjá K.R. verða í vet- ur á þriðjudögum og föstudögum í Melaskóla. Þjálfari verður Ágúst Kristjánsson. Ein af aðferðum íslenzka lands liðsins í handknattleik í fyrra við að skora mark úr aukaköstum, var aðferð, sem nefnd var „blómið“. Hún var fólgin í því að fjórir menn stilltu sér upp með bakið í varnarvegg andstæðingsins, en sá fimmti var með knöttinn. Á ákveðnu augnabliki stukku allir upp og þóttust vera með knöttinn og ruglaði það andstæðinginn þannig að sá, sem var með hann féfck með því að bíða, aðeins opið færi. Þegar í H'M-keppnina i Frakk- landi kom var þetta bragð reynt einu sinni eða tvisvar, en heppn aðist ekki og var þá hætt við það, og síðan hefur það ekki sézt. Nú hefur danska handknattleiks liðið HG, tekið upp þessa aðferð, sem við lærðum af Luxemborgar mönnum, og HG-jnenn af okkur, og hef-ur það gefizt vej hjá þeim. Um síðustu helgi lék HG við Fredricia KFUM og sigraði í þeim leik með 18 mörkum 29:11 (16:3). Var „blómið“ þá óspart notað, og heppnaðist 10 sinnum í röð. ÁMOKSTURSVÉLAR Ýtir — mokar — grípur — skefur — 150 — 175 — 250 Loader. 100 — 125 Þessar vélar hafa um árabil sýnt frábært notagildi, International — Hough-vélskófl- ur og ýtur — H-25 — H 400 B — venju- leg stýring eða liðstýrðar. Afkastamestu mokstursvélar á markaðinum miðað við verð og útgerðarkostnað. Iðnaðartraktorar — með eða án gröfu — með venju- legri skóflu eða fljótvirkri skóflu. Nokkrar vélar af ofangreindum gerðum fyrirliggjandi til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. r Véladeild SÍMI 38900 ÁRMÚLA 3, Reykjavík. INTERNATIONAL HARVESTER

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.