Tíminn - 24.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.10.1970, Blaðsíða 2
TIMINN LAUGARDAGUR 24. oktdber 1970 Afmælissýning á verkum Asgríms SB—Reykjavík, föstudag. Tíu ár eru liðin um þessar mund- ir síðain Ásgrímssafn var opnað. í því tilefni ákvað stjórnar- nefnd safnsins að efna til sýning ar í Bogasalnuim á nokkrum þeirra verka Ásgríms, sem verið hafa í viðgerð og hreinsun í Danmörku undanfarin 4 ár. Fá þessara verka hafa komið áður fyrir almennings sjónir. Eins og kunnugt er, fundust gömul olíumálverk í lélegum kjallara í húsi Ásgríms Jónsson asr, að honm látnum. Kom í ljós, að meðal þeirra voru mörg öndvegisverk frá fyrri áruni, en sum þsirra mjög illa farin af sagga, sem í kjallaranum var. Nauðsynlegt var að senda þær til útlanda í viðgerð og tók Ríkis- listasafnið danska að. sér þetta verk, sem staðið hefur yfir í rúm an áratug ö.g hefur verið gert við rúmlega 100 myndir. Sala lista- verkakorta Ásgrímssafns iiefur að mestu staðið undir kostnaði við viðgerð myndanna. Flest þess ara verka hafa verið látin í rand aða ramma. Árið 1966 var haldin í Boga salnum sýning sem þessi og þá sýnd verk Ásgríms, sem verið höfðu í hreinsun og viðgerð fram til þess tíma. Þá var talið, að viðgerð verk- anna væri senn lokið, en við nán- ari athugun kom upp sú hugmynd, að ef til vill mætti takast að bjarga nokkrum gömlum olíumál verkum, sem höfðu verið afskrif uð fyrir 10 árum. Á sýningunni, sem nú er að hefjast í Bogasalnum, eru þessi verk. Steen Bjarnhof tók að sér Framhald á bls. 14 BÆTT HEILBRIGDIS- ÞJÓNUSTA ÍSKAGAFIRÐI GÓ. — Sauðárkróki. Nýlega barst Sjúkrahúsi Skag firðinga heymarprófunartæki, af vönduðustu gerð, að gjöf frá Kvennadeild Skagfirðingafélagsins í Reykjavík. Konurnar hafa áður gefið Sjúkrahúsinu vandað tæki á skurðstofu. Formaður Sjúkra- hússins, Jóhann Salberg Guð- mundsson veitti gjöfinni viðtöku og lét í ljós þakklæti til Kvenna deildarinnar og fór nokkrum orð uoi u<m þann hlýhug og ræktar semi til átthaganna, sem gjafir þessar bera vott am. Búnaður Sjúkrahússins til sjúkdómsgrein- inga og meðferðar á s.iúkdómum hefur þanaig eflzt á undanförn- um árum, meðfram fyrir tilstilli einstaklinga og félaga innanhér- aðs og utan, sem oft hafa fært stofnuninni stórfé í þessu skyni. Stofnunin hefur kappkostað að auka heilbrigðisþ.iónustuna eftir mætti í samræmi við auknar kröf ur tímans ag orðið nokkuð ágengt í því efni á undanförnum 10 ár- um sem hún hefur starfáð í nú- verandi húsnæði. Auk bættrar al- mennrar læknishiálpar hefur ver íð komið á ýmsum þáttum heilsu verndarþjónustu og nú á síðasta ári hefur augnlækningaþjónustan verið aukin og jafnframt geð- og tyflækningaþ.iónusta, sem Bjarni Þjóðleifsson læknir annaðist að mestu leyti þar til hann hvarf úr héraði hinn 1. okt. sjL Yfir læknir stofnunarinnar er Ólafur Sveinsson og yfirhjúkrunarkona er Huílda , Pétusdóttir. Skprtur á lærðu heilbrígðisliðí, lækhum og hjúkrunarkonum, háir starf- semi stofnunarinnar og hefur gert um nokkur ár. Hafur verði rætt um að stofna læknamiðst'óð og nú síðast í anda laga þar um, en samstaða um það mál hefur enn ekki tekizt heima fyrir tneð for- svarsmönnum sveitarfélaganna. Pétur Ólafsson tannlæknir sem starfað hefur hér undanfarin 3 ár, er senn á förum til sérnáms í tannlækningum og óvíst hvernig til' tekst að leysa tanniæknaskort inn á meðan, en af kunnugum er talin þörf á tveim starfandi tann- læknum í Skagafirði. Áður en Pétur tók hér til starfa hafði ver ið tannlæknislaust í tæp tvö ár og eru foreldrar að vonum ugg- andi um heilbrigðisþjónustuna þegar mætir menn hverfa úr hér aði. Ráðamenn hafa haft við orð að láta þessi mál til sín taka og er þess því að vænta að vandinn verði leystur mynduglega. Járniðnaðarmenn knýja á um eftirlaun verkafólks Á fé.'agsfundi Félags járniðnað- armanna 22. okt. sl. voru eftirfar- andi samþykktir gerðar: „Félagsfundur í Félagi járniðn- aðarmanna, haldinn 22. okt. 1970, beinir því eieidregið til háttvirts Alþingis, að sem fyrst verði sam- þykkt framkomið frumvarp um breytingar á lögum nr. 18/1970, um eftirlaun tií aldraðra félaga í stéttarfélögum. Félag járniðnaðarmanna telur samþykkt umrædds frumvarps, um lágmarksupphæð eftiri"auna verba- fólks, sem ekki er í lífeyrissjóð- um, sérstakt réttlætismál." „í tilefni þeirra^yiðræðna, sem fram fara milli fulitrúa-. Alþýðu: sambánds Islands, afviinnurekenda og';'rikisstjórnar. um aðgerðir til stöðvUnar vertðlagshækkana, álykt- 'ar félagsfundur í Félagi járniðn- aðarmanna, haldinn 22. október 1970, eftirfarandi: • Kjarabætur 'þær er verkalýðs- félögin tiáðu með kjarasamningun- um í júní og júlí sl. voru aðeins nauðsynlegar leiðréttingar á þeim kjörum er launafólk hafði búiffl við, og almennt var viðurkennt að launa fólk ætti réttmæta kröfu til. Þrátt fyrir þetta þurfti að knýja kjara- bætur fram með nokkurra vikna fórnfrekum verkföllum. Verðhækkahir á vörum og þjón- sutu, sem orðið hafa frá þvi a® síð- ustu kjarasamningar voru gerííir, hafa rýrt kaupmátt launa frá því hann yar eftir samningsgerðina. Aðgerðir í efnahagsmálum verða því að miðast við það meginatriSi Framhald á bls. 14. SELJA IBUÐIRNAR SJALFIR TIL ÞESS AÐ KYNNAST ÞÖRFUM KAUPENDANNA Fyrsti vísir af sífbýlishúsum á ísSandi SJ—Reykjavík, föstudag. Á síðastiiðnu ári tók Reykja- víkurborg upp þá nýbreytni að út- hluta stórum lóðum til háhýsa- bygginga í efra Breiðholtshverfi. Fyrirtækið Breiðholt h.f. hlaut lóðina Æsufell 2—6, og er hafin bygging fyrsta áfanga af þremur við hús það, sem þar á að standa, en það verður áfast annarri stór- byggingu Félags atvinnubílstjóra. Hús þetta mun standa á einum fegursta útsýnisstað borgarinnar, og verður fyrsti vísir „sifbýlis- húss" hér á landi, en í slíkum hyggingum sums staðar erlendis geta íbúarnir fengið margs konar þjónustu, svo sem tilbúinn mat, barnagæzlu o.s.frv. Sú kvöð hvíl- ir á húsinu frá Reykjavíkurborg að allar íbúðir þar eigi hlutdeild í sameign, þar sem gert er ráð fyrir að verði gufubaðstofa, hár- greiðslustofa, barnagæzla, 12 ein staklingsherbergi, húsvarðaríbúð, tómstunda- og fundaherbergi. Þessi stækkun byggingarein- inga af hálfu borgarinnar gefur aukna möguleika til vélvæðingar við byggingaframkvæmdir. Vél- væðingin og endurtekning fjölda íbúða á sama stað gera kleift að halda kostnaði í skefjum þrátt fyr ir verðhækkanir. Þá er öllum lögnum í þessu hverfi lokið og götur malbikaðar áður en bygg- ingarframkvæmdir hefjast, og er þessi aýjung Reykjavíkurborgar mjöa til hagræðis fyrir byggingar fyrirtæki. Stjórnarmenn Breið- holts h.f. sögðu á blaðamanna- fúndi í dag, að þeir teldu þessa þróun gefa. aukna möguleika til uppbyggingar byggingariðnaðar- ins, sem sérhæfðrar fraraleiðslu- Frá blaSamannafundi Breiðholts hf. i Jimur, Björn Emilsson.. byggingartæk gær. Páll Friðriksson, stjórnarmeðlimur og byggingarjrteistar Æsufells 2- nifræðingur og Guðmundur Einarsson, stiórnarformaður Breiðholfs hf. -6, Sigurður Jónsson, stjórnarmeð- greinar í þjóðfélaginu og í nán- un tengslum við eftirspura mark- aSarins hverju sinni. En með því móti að byggingaiðnaðurinn væri brotinn niður i smáeiningar og rekinn sem hver annar heimilisiðn aður gæti engin þróun orðið. Góð fjánmagnsfyrirgreiðsla er, að þeirra dómi, nauðsynlegur gruad- völlur þess, að stór byggingar- framkvæmd. sem bygging Æsu- fells 2—6 sé hagkvæm, og er það von eigenda Breiðholts hf., að réttir aðilar leysi þann vanda á viðunandi hátt. Húsið verður á sjö hæðum auk hálfrar hæðar við jörð, þar sem verða bílskúrar, en efst verSa þrjár stórar „toppíbúðir" og þak- garðar sameiginlegir fyrir alla íbúa byggingarinnar. 42 íbúðir verða í fyrsta áfanga, sem verður tilbúinn í deseoiber 1971, en 124 í allri byggingunni. Ef hús Félags atvinnubílstjóra er talið með verða þarna alls um 300 íbúðir. Sala íbúða i húsi Breiðholts h.f. er hafin og er verð frá tveggja og upp í fimm herbergja íbúða frá 915.000 kr. upp í 1.480.000 kr. íbúðirnar seljast „tilbúnar undir málingu, veggfóðrun eða flísa- lögn og dúkalögn á gólf", en að öðru leyti fullfrágengnar og með öllum innréttingum. Séreign verð- ur fullfrágéngin, en sá hluti henn ar, sem áður er um getið, gufu- baðstofa, hárgreiðslustofa o.s.frv. er ekki innifalin í kaupverSi íbúð Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.