Tíminn - 24.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1970, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 24. október 1970. TIMINN ', Nóbelsverðlaunanefnd norska stórþingsins hefur oft átt í erf- 17 sinmim hefur ekki tekizt að finna verðugan friðar- verðlaunahafa iðleikum með að finna verðug- an verðraunahafa fyrir friðar- verðlaunin, og 17 sinnum hef- S ur verðlaununum ekki veriið út hlutað af þessum sökum, frá því þau voru fyrst afhent árið 1901, en þau átti að afhenda árlega frá þeim tíma. Sé fyrsti, sem hlaut friðar- yerðlaun Nobels var stofnandi Álþjóða Rauða krossins, Jean Henri Dunan, og eftir fyrri og síðari heimsstyrjöldina Tilaut Rauði krossinn friðarverðlaun- in. Engum friðarverðlaunum var úthlutað eftirtalin ár: 1914, 1915, 1916, 1918, 1923, 1924, 1928, 1932, 1939, 1940, 1941, 1942, 1943, 1948, 1955, 1966 og 1967. Þessir einstakSngar og stofn- anir hafa hlotið friðarverðlaun- ; in eftir síðari heimsstyrjöldina: 1945 Cordell Hull, bandarískur stjórnmálamaður, aðalfor- svarsmaiður bættrar sam- búðar við Suður-Ameríku, og einn af hvatamönnum að stofnun SÞ. 1946 John R. Mott og Emily Baich, heimsformönnum ; KFUM og K. 1947 Kvekarahreyfingin. 1949 Boyd Orr lávarður, einn af þeim, sem hvöttu hvað mest til stofnunar land- búnaðar- og matvælastofn unar SÞ, FAO. 1951 Leon Jouhaux, franskur verkai1ýíðsleiðtogi, sem vann að stoínun ILO, al- þjóðlegu vinnumálastofn- unarinnar. 1952 Albert Schweitzer, læknir í frumskógum Vestur-Afr- íku og heimspekingur. 1953 George Marshall, sá sem átti hugmyndina að Mar- shallhjálpinni svo nefndu, sem notuð var til þess að koma fótum undir lönd Vestur-Evrópu eftir síð- ari heimsstyrjöldina 1954 Flóttamannahjálp SÞ. 1957 Lester Pearson, kanadíski forsætisrálðherrann, einn af hvatamönnum að stofn- un SÞ. 1958 Faðir Pire, beféískur preat ur, forstöðumaður alþjóð- legu neyðarhjálparstofn unarinnar. 1959 Philip Noel-Baker, brezk ur sérfræðingur í afvopn unarmálum. 1960 Albert Luthuli, suöur-afr- íski friðarpostulinn. 1961 Dag Hammerskjöld, fram- kvæmdastjóri SÞ. 1962 Linus Pauling, bandaríski [ vísindamiaðurinn, sem gerði mönnum Ijósa hætt- una, sem stafar af kjarn- orkusprengjum og kjarn- orkuvopnum. 1963 Alþjóða Rauði krossinn. 1964 Martin Luther King, leið- togi bandarískra svert- itlgja. 1965 Barnahjálparsjóður SÞ — UNICEF. 1968 René Cassin, franskur pró- fessor, forseti evrópsku mannréttindanefndarinnar. 1969 Ai'þjó'ða vlnnumálastofn- unin ILO. FRIÐARVEMAUN FYRIR HVEITIRÆKTARTILRAUNIR Friðarverðlaun Nobels hlaut að þessu sinni norsk-amerískur vísindamaður, Norman Ernest Borlaug, fyrir framlag hans til þess að bæta úr matvælaskort- inum í heiminum. Friðarverð- i'aunin eru að upphæð um 6,6 millj. íslenzkra króna. Þafð er staðreynd, sem allir viðurkenna, að meira en helm- ingur íbúa heimsins fær ekki satt bungur sitt. Borlaug hefur, sem driffjöður hinnar svoköll- uðu „grænu byltingar" gefið þróunarlöndunum tækifæri til þess að brjóta sér leið út úr fá- tækt og sulti. Með plöntukyn- bótum sínum hefur Bori'aug skapað tæknilega byltingu í hveitiframleiðslunni, sem getur valdlð því, að hungur hverfi úr sögunni í þróunarlöndunum inn- an fárra ára. Auk þessa hefur hann lagt mikið af mörkum í þeim tilgangi að draga úr öðru stórvandamáli heimsins, mann- fjölguninni. Árangurinn af Firmakeppní BÁK 1970 ^¦^"^ ¦^¦^¦^—¦¦^-^'^¦^-^- ¦ Urslit: 1. Dúná, Auðbrekku 59 Jón Andrésson 2. Verzlunin Matval Sverrir Ármannsson 3. Reykiðjan Helgi Benónýsson 4. Sundlaug Kópavogs Rúnar Lárusson 5. Blikksmiðjan Vogur Sveinn A. Sæmundsson 6. Prentun Páls Bjarnasonar 294 Guðmundur Oddsson 7. Verzl. Kópavogur Vilhjálmur Þórsson 8. Blómaskáilinn Oddur A. Sigurjónsson 9. Bílalökkunin, Víðihv. Ari G. Þórðarson 10. Verzl. Álfhólsv. 80 Burkni Dómaldsson 11. Sig. Elíasson h. f. Jóhann H. Jónsson 12. Byggingafél. Vestri Haillvarður Guðlaugsosn 13. Útvegsbankinn, Kpv. Sigurður Sigurjónsson 14. Strætisvagnar Kpv. Haukur Hannesson 15. Apótek Kópavogs Þorvaldur Þórðarson 16. Verzlunin Vogur Ólafur JúTíusson. Vetrarstarf Kvennadeildar Skagfirðingafélagsins Kvennadeild Skagfirðingafélags ins í Reykjavík byrjar vetrarstarf semi sína með félagsfundi í Lind arbæ miðvikudaginn 28. þ. m. Þar mun meðal annars Fr. Elín 'Pálma dóttir verða með frásögn og mynda sýningu. Starfsemi félagsins hef- ur verið með ágætum undanfarin ár, það hafa verið haldin handa vinnunámskeið í ýmsum greinum og margt fleira gert til fróðleiks og skemmtunar. í haust afhenti félagið Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki Heyrnarprófunartæki að gjöf, sem safnað var fyrir með Bazar og kaffisölu 1. maí sl. í vetur er ætlunin að hafa handa vinnukvöld bar sem félagskonur geta hitzt, til þess að vinna fyrir næsta bazar. en starfsemin hefur alltaf miðazt vi'ð að láta heima byggðina njóta hennar. stig 318 302 297 295 294 291 290 289 289 285 285 282 280 279 278 Borlaug plöntukynbótastarfi Borlaugs mun á allan hátt flýta fyrir hag- vexti þróuoari'andanna. Borlaug fæddist í Iowa-ríki í Bandaríkjunum, sonur norsk- amerískra foreldra. Hann lagði stund á land'búnaðarvísindi og FRÁ TAFLFELAGI . KÓPAVOGS Vetrarstarf Taftfélags Kópa- vogs er hafið. Æfingar verða í vetur í Félagsheimili Kópavogs á þriðjudagskvöldum kl. 8.00. Sunnu daginn 1. nóv. hefst Haustmót T.K. Teflt verður í Félagsheimil- inu, og hefst mótið kl. 2. Síðasti sigurvegari á haustmóti var Jónas Þorvaldsson. en núverandi Kópa- vogsmeistari er Björn Sigurjóns- son. (Fréttatilkynning frá T.K.). varð doktor árið 1942. Árið 1944 fór hann að starfa á veg- um Rockefellerstofnunarin'nar á sviði erfðafræðirannsókna og síðar varð hann forstöðumaður ~landbúnaðarrannsókna, sem framkvæmdar voru í Mexíkó í saimvinnu við stjóm landsins. Borlaug býr í Mexiko City. Hann hefur unnið mest starf á sviði hveitikynbóta, og hefur starf hans haft mjög mikla þýð- ingu, m. a. í Mexíkó og síðar í öðrum löndum, ekki sízt i Pak- istan og Indlandi. —FB Gaman gaman NAMSSTYRKIR TIL BANDARÍKJANNA Eins og undanfarin ár annast ís- lenzk-Ameríska félagið og Insti- tute of International Education, New York,' um umsóknir um námsstyrki fyrir íslenzka stúdenta til bandarískra háskóla skólaárið 1971—1972. Þeim, sem verða stúdentar næsta vor, er sérstaklega bent á þessa styrki. Stúdentar á 1. og 2. ári í háskóla hér geta einnig sótt um þessa styrki, sem venjulega nema fæði, húsnæði og skólagjöld um. Umsóknareyðublöð ásamt eán- ari upplýsingum fást á skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, II. hæð, mánudaga og fimmtudaga kl. 6.30—7.30 e.h. Umsóknir skulu hafa borizt skrifstofunni fyrir 10. nóv. næst- komandi. Styrkir úr Thor Thors-sjóítaum: Nokkrir námsstyrkir verða veitt ir úr sjóðnum íslenzkum náms- mönnum við háskólanám í Banda- Framhald á bls. 14. í HEKLUPEYSÚÖr dralori Löng barátta á mörg- um vígstöðvum f framsöguræðu sinni á fundi Framsóknarfélags Reykja vfkur um verðbólguflóðið s.l. miðvikudagskvöld benti Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokks ins, m. a. á, að verðbólgan hefði verið miklum mun meiri á ára tugnum 1960—1970 en nokkru sinni áður, nema á sjálfum stríðsárunum, að hún var lítið eitt meiri og sýndi Helgi glögg lega fram á, hvernig óábyrg fjármálastjórn ríkisins og skuldasöfnun þess hefði átt drjúgan þátt í þeirri þróun. Helgi kvað það ekki vera satt, og það hefði aldrei verið satt, að ráða mætti niðurlögum verð bólgu með einu pennastriki. Það myndi kosta langa baráttu á mörgum vígstöðvum. Verðstöðvun ein engin lækning Verðstöðvun væri því engin lækning, en gæti, ef hún væri rétt framkvæmd, verið æski- leg til að gefa tíma til um- þóftunar. En það er ekki sama hvaða verðlag fest er með stöðv- uninni. Ef það er verðlag, sem leiðir til almenns hallareksturs í Iandinu eins og 1967, er verr af stað farið en heima setið. Stórfelldur greiðsluhalli hjá ríkissjóði gæti einnig gert verð stöðvun gagnslausa. Ef niður greiðslur og aðrar ráðstafanir, sem gera þyrfti, leiddu til greiðsluhalla, yrði að jafna hann á verðstöðvunartímabil- inu án þess að grípa til nýrra álaga, sem hefðu sömu álirif á kjörin og verðhækkanir og án sliks niðurskurðar á fram- kvæmdafé, sem leitt gæti til atvinnuleysis fiða tafið nauðsyn legustu þjónustuframkvæmdir. Þetta væri enn naðsynlegra vegna þess mikla hallabúskap ar, sem hefði orðið hjá ríkis sjóði á árunum 1967 til 1969. Þá gerði Helgi Bergs grein fyrir verðstöðvuninnj 1967 og taldi, að ef nú ætti að reyna verðstöðvun á ný vrði að forð- ast þau mistök og þær blekk- ingar, sem þá voru hafðar i frammi. „Viðreisn lll/# Á þessum sama fundi talaði Einar Ágústsson, varafonnaður Framsóknarflokksins og bentí m, a. á, að Jóhann Hafstein hefði getið þess sérstaklega er hann gerði grein fyrir stefnu málum, eftir að hann hafði formlega myndað nýtt ráðu- neyti, að stefnan og stefnumálitt væru hin sömu og 1959, þ. e. að koma atvinnuveguuum é traustan og heilbrigðan grund völl, draga úr verðbólgu, standa vörð um gjaldmiðillnn og láta aðila vinnumarkaðarins eina um að ákveða kaup og kjör, „svo aðeins nokkur af helztu öfugmælum áratugsins seu nefnd. Hér er bvi „Viðreisn in." á ferðinni, og því miður verður það að segjast, að svo virðist sem reisn hennar fari minnkandi með hverri nýrri útgáfu." — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.