Tíminn - 24.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.10.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 24. oirtdber 1970. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarimi Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgáson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steuigrímur Gíslason. Ritstjómar- skrifstofur f Edduhúsinu, símair 16300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur súni 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á manuði, innanlands — í lausasölu kr. 10,00 éint. Prentsm. Edda hf. Sameinuðu þjóðirnar tuttugu og fimm ára Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna tók formlega gildi 24. október 1945 og er stofnun samtakanna því venju- lega miðuð við þann dag. Því er í dag minnzt 25 ára afmælis þeirra víða um heim, og það ekki sízt rifjað upp, sem samtökin hafa áorkað á undanförnum aldar- fjórðungi. Það verður ekki sagt, að Sameinuðu þjóðunum hafi enn tekizt að fullnægja hugsjónum þeirra, sem gerðu sér mestar vonir um árangur af starfi samtakanna. Það verður líka að viðurkenna, að þeim hef ur enn ekki tekizt að koma á því öryggiskerfi, sem tryggi friðinn í heim- inum, eins og takmark þeirra er. Hitt ber samt að viðurkenna, að þeim hefur nokkrum sinnum tekizt að afstýra styrjaldarátökum og koma á vopnahléi, þar sem styrjöld var hafin. Á þessum aldarfjórðungi hefur heldur ekki komið til neinnar styrjaldar milli stórvelda, og þró- unin orðið allt önnur og æskilegri en eftir fyrri heimsstyrjöldina. Sameinuðu þjóðirnar eiga áreiðanlega beinan og óbeinan þátt í því. Þær hafa verið vettvangur, þar sem forustumenn þjóðanna hafa mætzt, en senni- lega myndu þeir ekki hafa gert það ella. í einkaviðræð- um áhrifamanna, sem hafa farið fram í sambandi við fundi og ráðstefnur S.Þ., hafa mörg deilumál jafnazt og jafnframt verið eytt ýmsum misskilningi og tortryggni. Þannig hefur hinn ósýnilegi árangur af starfi S.Þ. oft orðið miklu meiri en hinn sýnilegi. Á sviði efnahagsmála, menningarmála, mannúðar- mála og mannréttindamála, hafa Sameinuðu þjóðirnar unnið ómetanlegt starf á undanförnum aldarfjórðungi. Þær hafa áorkað miklu í baráttu við hungur og sjúk- dóma, þekkingarleysi, fátækt og misrétti. Þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi þannig komið mörgu góðu til leiðar, eiga þær þó meira eftir óunnið, bæði á sviði öryggismálanna og annarra framangreindra mála. Alltaf eru líka að bætast við ný verkefni. Á allra síðustu árum hafa t.d. bætzt við tvö hin mikilvægustu verkefni, eins og baráttan gegn mengun og nýting úthafsins. Þau verða ekki heppilega leyst, nema alþjóðleg samtök eins og S.Þ. hafi forustuna. Það er því ekki fullyrðing, heldur staðreynd, að mannkynið værl fátækara, ef Sameinuðu þjóðirnar væru ekki til. Vestmannaeyjar Nokkrar umræður hafa orðið á Alþingi um þá tillögu Helga Bergs, að Skipaútgerð ríkisins taki upp daglegar áætlunarferðir með vörur og farþega milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar. Vestmannaeyjar, sem eru einn mesti útgerðar- og athafnabær Iandsins, býr nú við ófullnægjandi sam- göngur. Eðlilegt er að það mál verði leyst með dagleg- um áætlunarferðum til Þorlákshafnar, sem er sú höfn á landi, er næst liggur Eyjum. Þar á milli er 3V2 stundar sigling í stað 10 stunda milli Reykjavíkur og Vestmanna- eyja. Fastar siglingar milli Vestmannaeyja og Þorlákshafn- ar, yrði ekki aðeins mikil samgöngubót fyrir Vestmanna- eyinga, heldur ykju umsvif og athafnir í Þorlákshöfn og myndi verða veruleg lyftistöng fyrir byggðina þar og hafa þannig býðingu fyrir allt Suðurland. Þ.Þ. RÆÐA U THANTS Á AFMÆUSFUNDI S. Þ.: Við höfum náð til tunglsins, en ekki hvert til annars S.Þ. hafa áorkað mörgu, en miklu meira er þó ógert. Fundir allsherjarþings Sameinuðu þjó'ðaiina frá 14.—24. okt. hafa sérstak- lega verið helgaðir 25 ára afmæli Sameinuðu þjóo'- anna. Margir þjóðarleiðtog- ar hafa heimsótt þingið til ao" flytja þar ávörp. U Thant, framkvæmdastjóri S Þ„ flutti að sjálfsögðu fyrsta ávarpið, og fer það hér á eftir í lauslegri þýðingu: FJÓRÐUNGUR aldar er lið- inn síðan leiðtogar örmagna og blæðandi heimsbyggðar skrif- uðu undir skjal, sem til var orðið vegna angistar og þján- inga af vö'ldum styrjaldarinn- ar. Stofnsíkrá Sameinuðu þjóð- anna öðlaðist gildi við ein- hverja mikilvægastu athöfn I sögu mannkynsins og hún gaf fyrirheit um heim, þar sem friður og velmegun ríkti og frelsi til að njóta jafnréttis, hvort heldur var karla og kvenna eða þjóða, fjölmennra sem fámennra, aldinna eða ungra. Sameinuðu þjóðunum, sem til urðu við undirskrift stofn- skrárinnar, hefur ófðið vel ágengt, ea eKki eins vel og þörf er á. Segja tná að þetta sé allsherjarþing mannkynsins og þangað sé leitað með mis- gjörðir, órétt og áhugamál mannanna. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa stuðlað að því að koma í veg fyrir að staðbundnir árekstrar yrðu að allsherjarbáli. Þær hafa aðstoðað þúsund milljónir manna við að ððlast sjálfstæði og lýst yfir óafsalanlegum rétti manasins. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sýnt fram á gífurlegan efnalegan og félagslegan ójöfn uð, sem rfkir á jörðinni, og veitt aðstoð sína við að ráða þar bót á. Þær hafa afneitað og barizt gegn heimsvalda- stefnu, hlutdrægni og kynþátta cnisrétti í öllum myndum. Þær hafa haldið uppi vðraum fyrir virðuleika mannsins og ódeilan leika umhverfis okkar mann- anna. Þær hafa litið langt fram á veginn og varað þjóðir og einstaklinga við hættutn, sem vofi yfir ðllum heimi á á'komnum tíma. EN Sameinuðu þjóðunum hefur ekki orðið nóg ágengt. Ófyrirgefanlegt er, hve tnargir annmarkar frá liðnum tíma eru enn við lýði, og draga til sín óhemju orku o« fjármagn, sem mikil og brýn þörf er fyrir S öðrum sviðutn. Enn er háð tilgangslaust víg búnaðarkapphlaup í stað þess að stuðla að framþróun i heim inum. Enn eimir eftir af ný- lendustefnu, kynþáttamisrétti og brotum gegn almennum mannréttindum í stað þess að láta frelsi og bræðralag rfk.ia Enn er keppt að valdi og yfir ''rottnur ' staf! bróðurlegrar ^ambúðar Enn er fjölmennum samfélög U Thant og Edvard Hambro, forseti allsherjarþingsins, hlusta á umræður. um haldið utan við heimsstarf í stað þess að gera það algilt. Enn er keppt að stækkun áhrifasvæða ákveðinna hug- sjónastefna í stað þess að hefja stjórnlist í sameiningu og treysta þar með ðryggi heims- ins gegn ágreiningi, Enn v«rða menn sekir um staðbundin átök í stað þess að ástunda samvinau góðra granna. MEÐAN þessir úreltu hættir í skoðunum og framkomu era enn við lýði, hljóta hinar ðru breytingar í umhverfi okkar að leiða af sér ný vandamál, sem aðkallandi nauðsyn er, að mannkynið snúist gegn og ráði bót á í sameiningu: Bilið aiilli auðugra þjóða og snauðra breikkar, munurinn í vísindum og tækni verður meiri, mannfjölgunin æ örari og mengun umhverfisins eykst hröðum skrefum. Sama er að segja um sívaxandi þéttbýli, eiturlyfjaneyzluna og hneigð æskufólks til fráfælingar. — Óhófseyðslan virðist ógna fram tíð mannlegs samfélags. Heimsbyggðin virðist vera að sprengja utan af sér hinn hefðbundna stjórnmálastakk. FramferSi margra þjóða er víðsfjarri því að svara þeim kröfum, sem örar breytingar á okkar litla hnetti gera. Al- þjóða samvinna nær miklu skemmra en vera þyrfti. SAMEINUÐU þjóðirnar era tæki mannkynsins til að stuðla að friði og einingu í heiminum. en seinvirkt og þungt í vöfum Þeim getur því aðeins orðið ágengt, að aðildarþjóðirnar styðji þessi samtök sín, elski þau, sýni þeim fulla alúð og óski þeim góðs gengis í ein- lægni. Samtökin hljóta að mis- heppnast, ef ríkisstjórnir ein- stakra ríkja virða þau að vett- ugi og halda áfram á sinni einskorðuð sundrungar- og sér hagsmunabraut. Er ekki hver síðastur fyrir leiðtoga heimsins að hverfa alveg frá fyrri villu og gera sér þess ljósa grein, að skiln- ingur, ást og umburðarlyndi eru brýnusta hagsmunir allra á þessum litla hnetti? Að sér- hvert sár, sem veitt er hér á jörðu, er sár á heildarlíkam- anum? Að yfirgangsstefna leið- ir til falls og sjálfseyðilegg- ingar? Er ekki æskuf ólkið ein- mitt að reyna að koma okkur í skilning um þetta með 6rþrifa ráðum sínum, enda þótt þau séu miður sannfærandi? HIMINHRÓPANDI fátækt viðgengst við hliðina á óhófi og allsnægtum hér á jðrðu. Okkur hefur tekizt að komast til tunglsins, en við höfum ebki náð hvert til annars. Margar tegundir fugla og dýra, sem búið hafa með okkur hér á .iörðinni, ern horfnar fyrir fullt og allt. Margar fagrar ár eru orðnar að skolpræsum, sem stofna heimshöfundum i voða. Við verðum að gera okkur háskann ljósan. Kominn er tfcni til að ríkisstjórnir ein- stakra ríkja söðli um og hefji sig á jafn hátt eða hærra stig glöggskyggni og ákveðni, sem- höfundar stofnskrárinnar vora s þegar þeir sömdu hana. ViS ærðum að gefa stofnskránni tækifæri til að sanna ágæti sitt Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.