Tíminn - 24.10.1970, Síða 10

Tíminn - 24.10.1970, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 24. október 1970 TIMINN Sebastien Japrisot: Kona, bílt, gleraugu og byssa 24 þurfti að fá að borða tvisvar á dag, friða hold sitt og komast til Marseille fyrir fjórtánda júlí. Daginn áður hafði hann verið í Bar-le-Duc. Ung kennslukona hafið ekið honum þangað í Citro- en. Hún elskaði Liz Taylor og Mallarmé og var að heimsækja foreldra sína í Saint-Dizier. Það hallaði út degi. Rigning upp- stytta og (rigning. Þau óku út af þjóðbrautinni og námu staðar hjá gamaTli sögunarmyllu. Hún hafði aldrei gert það áður, og þeirn var óhægt um vik í aftursætinu. Hon um þótti ekki gaman að hugsa tii þess, en hún var ánægð. Hún sett ist brosandi við stýrið og raulaði fyirir munni sér til Bar-le-Duc. Hún var tuttugu og tveggja eða þriggja. Hún sagðist vera lofuð, en hún gæti slitið því án þess að særa nokkurn mann. Hún hefði aldrei verið eins hamingjusöm. Hún þagnaði ekki. Þegar þau komu til Bar-le-Duc, hafði hún látið hann úr hjá veit- ingahúsi og gefið honum þrjátíu franka fyrir mat. Svo réðu þau af að hittast um miðnætti, þegar hún hefði heimsótt foreldra sina í Saint-Dizier. Hann borðaði súr- kálsstöppu, fletti gegnum France- Soir og tók síðan bússann til Be- aune. Hann átti rúmtega tíu franka og eina ferðatöskúr og hann var syfjaður. Hann hafði ráfað um auðar igöturnar og ratað loks á járnbrautarstöðina með því að hlusta eftir testarskröltinu. Hann hafði sofnað á bekk í hiðsalnum og vaknaði lurkum laminn. Klukk an átta drakk hann kaffi og rak aði sig á karlaklósettinu. Hann keypti pakka af sígaretlum, en þótti svo rétt að spara og skilaði aftur pakkanum. Seinna um daginn tók hann bússann til Chalon-sur-Saone. Hann var blankur, en það væri einstök óheppni, ef honum byð- ist ekki far á þjóðbraut 6. Hann hetfði verið einstaklega óheppinn og meira en það. Fram undir kvöld hafði hann dontað á Aven ue de Paris og Rue de iá Cita- deTle, en ekkert bar í veiði. Hann kærði sig ekki um að ráðst á fólk og ræna því peningum, og það var hreint ekki fýsilegt að slást uppá vörubílstjóra. Hann þættist vera læknanemi og hafnaði svo á endanum í réttarsalnum. Hann fann til svengdar og sett- j ist inná pylsubar við fTjótsbakk-! ann, Hann horfði út um glugg- ann og fór sér í engu óðslega. Hann hafði ekki efni á að borða annars staðar, og auk þess hafði reynslan kennt honum að hremma bráð í myrkri. Hann viki ekki úr barnum og biði rólegur færis. Um klukkan ellefu sá hann að hvítum Thunderbird var Tagt við strandgötuna. Hann hroðaðj í sig pylsunni og tæmdi glasið. Þetta var kvenmaður, og um hár ið hafði hún bundið grænan eða bláan klút. Númerið var frá Par- ís. PhilippR Filanteris stóð á fæt- ur. Nú va,r ntundin upd runnin. Þegar hann koim úr, var unga stúlkan að loka bílnum. Hún var há vexti og í hvítum kjól. Hún tók af sér klútinn, og hárið glóði i götuljósinu. Hún var með sára- bindi á vinsti'i hendi. Ilún rölti yfir akbrautina og hvarf inní kaffistofu litlu neðar við strætið. Hún hafði þokkafuTTar hreyfing- ar, ginnandi og kvenlegar. PhiTippe gekk yfir götuna og kringum bílinn. Það var eins og hann grunaði. Stúikan var ein í förum. Hann opnaði d.vrnar stýr- ismegin, og móti honum lagði ang an af iTmvatni. Á mælaborðinu fann hann pakka af Gitane filter- rettum, fékk sér eina, kveikti í henni með glóðarkerinu og gáði í hanzkahólfið. í aftursætinu var ferðataska og í henni Ijóslitur 'kjóll, tvennar blúndubrækur og buxur, baðföt og náttskyrtá, sem angaði einnig af ilmvatni. Af hinu flestu var nýjalykt. Til ör- vggis setti hann ferðatöskuna sína í bíTinn. Iféðan gat hann fylgzt með öllu sem fram fór í kaffistofunni, og hann sá stúlkuna velja sér plötu í glym.skrattanum. Hún narlaði í saítkex. Hann veitti þvf gætur, að dökk oleraugun endurköstuðu Ijósin á kyniegan hátt. Nærsýn. Tuttugu og fimm ára. Klaufsk í hæsri hendinni. Gift eða í tygjum við einhvern, sem hafði efni á að skenkja henni Thunderbird í jólagjöf. Þegar hún laut yfir glymskrattann, þrengdi kjóllinn að löngum lærum og mótaði fyr- ir hvelfdum og þéttholda hlaun- um. Hún hafði skitnað á Teggjun- um. Hún' greiddi sér að gamalli tízku. Smám.vnt, neflítil. Hún skipti orðum ,rið kelluna hjá pen ingakassanum. Ilún virtist eiga í erfiðleikum. því að hún brosti dapurlega. KarTemnnirnir og raunar allir, sem inni voru, ská- blíndu á hana, en hún tók ekki eftir því. Hún var að hlusta á plötu með Bécaud, og Philippe heyrði Tagið út á stétt. Það fjalT- aði um stúlku, sem var ein á stjörnu í geiminum. Hafði hún þá nýlega fengið bless. Þær voru ekki á hverju strái. Hún var ekki múruð, eða að minnsta kosti hafði hún ekki ver- ið það nema í stuttan tíma. Hann vissi ekki, hvers vegna honum datt þetta í hug. Máski vegna þess, að stúlka, sem á peninga, lætur ekki staðar numið í Chalon klukkan ellefu að kvöldi. Nú, og hvers vegna ekki? Eða máski vegna þess, að ferðataskan var hálftóm, nokkrar fatarýjur og tannbursti. Eitt var þó alveg víst. Hefði hann getið sér rétt til um hagi hennar, mundi lukkan haTT- ast á sveif með honum. Hann settist í bílinn og beið hennar. Hann stillti á Europe 1 og kveikti í annai'ri sigarettu. Iíann sá hana koma út úr kaffi- stofunni, ganga yfir götuna og doka við á fljótsbakkanum. Þegar hún sneri í áttina að bílnum, réð hann af sérstöku göngulaginu, að hún væri skynsöm og varkár stúlka, en mundi þó jánka gæl- um, væri hún á annað borð drif- in úr kjólnum. Hún skyldi ekki sleppa. Philippe hitnaði í hamsi. Hún hrökk eilítið við, þegar hún opnaði dyrnar og heyrði í honum skammir fyrir seinlæti, en elTa sýndi hún eugin undrunar- merki. Hún settist við stýrið, sveipaði pilsinu um hnén og sagði meðan hún leitaði eftir lyklum í tuðrunni: — Komdu ekki með að þú hafir séð mig áður. Ég er orð- in hundleið á því. Hún talaði rnjög skýrt. Hann vissi ekki, hverju hann átti að svara, en umlaði á end- um: — Ókei, þú segir mér frá þv( seinna. Veiztu, hvað klukkan er? Honum var böivanlega við þessi gleraugu, tvo svarta flekki, sem fólu eitthvað. —Farðu út úr bíinum mínum, sagði hún byrst. — Þetta er ekki þinn bílT. — Eirimitt? Hún yppti öxTum. — Gerðu það er laugardagur 24. okt. — Proclus Tungl í hásuðri kl. 9.09 Árdegisháflæði í Rvík kl. 2.17 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan t Borgarspítalan- um er opim allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra Sími 81212. Kó. -vogs Apótek og Keflavíkur Apótek eru opin virka daga k'. 9—19, laugardaga kl 9—14 helgidaga k? 13—15. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðlr fyr ir Reykjavík og Kópavog. sími 11100. Sjúkrabifreið t Hafnarfirði. simt 51336. Almennar upplýsingar um lækna þjónustu 1 borginnj eru gefnar símsvara Læknafélgs Reykjavík ur, simi 18888 Fæðingarheimilið t Kópavogl. Hlíðarvegi 40 sími 42644. Tannlæknavakt er i Heiiisuverndar- síöðinni, þar sem Slysavarðs: an var, og er optn laugardsga og sunnudaga kl. 5—6 c. h. Sími 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virfca daga frá kl. 9—7, á laug- ardögum ki. 9—2 og á sunnu- dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl. 2—4. Kvöld- og helgarvörzlu í Apólekum Reykjavíkur vikuna 24. okt til 30. okt. annast Reykjavíkur Apó- tek og Borgar-Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 24. okt. annast Guðjón Klemenzson. - FERMINGAR - Fermingarbörn í Dómkirkjunni, sunnudaginn 25. okt„ kl. 2. (Sr. Óskar J. Þorláksson) Stúlkur: Ásdís Þórarinsdóttir, Laugavegi 43. Ásgerður Halldórsdóttir, Fornaströnd 16. Guðrún Ágústa Steinþórsdóttir, Blöndubakka 14. Gunnhildur Steinvör Asmundsdótt- ir, Víðihvammi 24. Halla Steinsson, Holtagerði 54, Kóp. Jakobína Daníei'sdóttir, Bogahlíð 26. Júlíana Elín Kjartansdóttir, Mávanesi 25, Arnarnesi. Ragnheiður Bragadóttir. Starmýri 6. Soffía Ragnarsdóttir, Mávahlíð 1. Drengir: Björn Ásgeir Guömundsson, Ferjubakka 8. Birgir Héðinn Gunnarsson, Mariubakka 18. Einar Ólafsson, Fornaströnd 16. Ilelgi I-Iclgasou, Vitastíg 15. Óli Jón Ólason, Sóleyjargötu 6, Akranesd. Ferming í Laugarneskirkju, sunnudaginn 25. okt. kl. 10,30 f.h (Sr. Garðar Svavarsson) Stúlkur: Ágústa Edda Sigurjónsdóttir, Miðtúni 3. Elín Auður Clausen. Ilraunbæ 97. Margrét Bára Einarsdóttir, Bergstaðastræti 64. Sigrún Sveinsdóttir, Hrísateig 43. Unnur Kristín Sigurðardóttir, Stórhofti 47. Þóra Kristín Jónsdóttir, Rauðalæk 45. Drengir: Frank Úlfar Michelsen, Álftamýri 65. Guðbjartur Jónsson Sigurðsson, Víðivöllum vi'ð Sundlaugaveg. Héðinn Sveinsson, Laugarnesvegi 86. Jón Örn Bragason, Nökkvavogi 56. Karl Jónsson, Rauðalæk 45. Magnús Karlsson, Hátúni 8. Pétur Magnús Guðnnindsson, Keldum, Reykjavík. KIRKJAN Aðventkirkjan Reykjavík. Samkoma fyrir almenning á morg- un, sunnudag kl. 5 s.d. Ræðumað- ur. Sigurður Bjarnason. Neskirkja. Ferming og altai’isganga kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Seltjarnarnes. Barnasamkoma í íþróttarhúsi Sel- tjarnarness ki. 10,30 Séra Frank M. Hafldórsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 2 í tcngslum vi'ð kaffisölu kvenfélags ins í Alþýðuhúsinu í H-afnai'firði. Séra Gísii Brynjólfsson predikar. Séra Bragi Benediktsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 10.30. Ferming. Altaris- ganga. Séra Garðar Svavarsson. Bústaðaprestakali. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns dómprófastur. Ferming. Messa kl. 2. Séra Óskar J. Þorláksson. Ferm- ing. Barnasamkoma kl. 11. í sam- komusal MiðbæjarskóiTainis. Séra Óskar J. Þorláksson. Ásprestakall. Ferming í Laugarneskirkju kl. 2. Barnasamkoma í Laugarásbíói kl. 11. Séra Grímur Grímsson. Kirkja Óháða safnaðarins. Messa kl. 2. A'ðalfundur safnaðar- ins verður haldinn í Kirkjubæ eft- ir messu. Séra Emil Björnsson. Grensásprestakall. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimil- inu Miðbæ kl. 10.30. Guðsþjónusta kT. 2. Séra Jónas Gíslason. Árbæjarsókn. Barnamessa í Arbæjarskóla kl. 11. Séra Bjarni Sisurðsson. Lágafellskirkja. Messa kl 2 Séra Bjarni Sigurðs- son Kópavogskirkja. Barnasamkoma kl 10,30. Guðs- þjónusta kl. 2. Allra sálna messa. Séra Gunnar Árnason. Háteigskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Arn- grímur Jónsson. Messa kl. 2. Ferm- ing. Altarisganga. Séra Jón Þor- varðsson. Langholtsprestakall. Barnasamkon.a kl. 10.30. Séra S’.g- urður Haukur Guðjónsson. Guðs- þjónusta kl. 2. predikari séra Arelius Níelsson. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10. Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. Messa kl. 2. Dr. Jakob Jónsson Ræðuefni: Sameinaðar þjóðir, sam einuð þjóð. Kálfholtskirkja, Holtum. Messa kT. 2. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Séra Magnús Run- ólfsson. Hafnarfjarðarkirkja. Barnasamkoma kl. 11. Séra Garð- ar Þorsteinsson. FÉLAGSLIF Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Þriðjudaginn 27. 10. hefst handa- vinnan og föndrið kl. 2. e.h. 67 ára borgarar og eldri velkomnir. Óháði söfnuðurinn. Aðalfundur Óháða . safnaðarins verður haldinn n.k. sunnudag, 25. okt., í Kirkjubæ, að aflokinni messu. Safnaðarfólk er hvatt til að fjölmenna við messu og á aöalfund- inn Bornar verða fram kaffiveit- ingar á fundinum Safnaðarstjórn. Árnesingafélagið í Reykjavík heldur spilakvöTd í átthagasal Hótel Sögu í kvöld kl. 21. Allir \rnesingar og gestir v?lkomnir. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundir fyrir pilta og stúlkur 13 ára og eldri mánudagskvöld 'T. 8.30 opið hús frá klukkan átta. Séi!a Frank M. Halldórsson. Kvenfélag Háteigssóknar heldur bazar mánudaginn 2. nóv. í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Þeir. sem ætla að gefa muni- i bazarinn. vinsamlegast komi þ -im til: u. Barmahlið 36 sími 16070; Vilhem- inu, Stigahlíð 4, slmi 34114; Pálu, Nóatúni 26, sími 16952; Kristínar, Flókagötu 27, simi 23626; Sigurð- ar, Stigahlíð 49, sími 82959.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.