Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 6
TIMINN SUNNUDAGUR 25. ott&ber 197« 6 Hinar þrjár stefnur Alþýðuflokksins Stefnt samtímis í þrjár áttir Alþýðuflokkurinn hélt flokks- þing sitt um síðastl. helgi. Sam- kvæmt því, sem birzt hefur frá þinginu í Alþýðublaðinu, virðist aðalákvarðanirnar, sem teknar voru á þinginu, hafa verið þess- ar: Alþýðuflokkui-inn heldur áfram stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og setur engin sérstök skilyrfíi fyrir áframhaldi hennar. Alþýðuflokkurinn felur þing flokkknum að hafa frumkvæði að sameiginlegum fundi þing- flokka Alþýðuflokksins, Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðubandalagsins til þess að ræða stöðu vinstri hreyfingarinnar á íslandi. Alþýðuflokkurinn gengur til næstu kosninga óbundinn og með algjörlega frjálsar hend- ur um, hvað við tekur eftir kosningarnar varðandi stjórn- arsamstarf eða stjórnarand- stöðu. Samkvæmt þessu stefnir Al- þýðuflokkurinn eftir flokksþing- ið, samtímis i þrjár áttir. Fyrsta áttin er sú, að vera áfram skil- málalaust í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, eins og gert er nú. Önnur áttin er sú, að vinna að sköpun vinstri hreyf- ingar með Alþýðubandalaginu og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Þriðja áttin er sú að vera öllum óháður og algjörlega með frjálsar hendur í næstu kosningum og eftir þær. Ef taka ætti mark á slíkri stefciuyfirlýsingu, væri það helzt það, að Alþýðuflokkurinn hefði enga stefnu og ekkert markmið, en reyndi að halda öllum dyr- um opnum til þess að geta verið í ríkisstjórn áfratn. Loddarabrögð Ástæðan, sem veldur þessari þriggja átta yfirlýsingu Alþýðu- flokksins, er næsta augljós. Inn- an flokksins ríkir megn óánægja með samvinnuna við Sjálfstæðis- flokkinn, einkum þó meðal yngri manna. Þetta kom glöggt fram eftir bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar i vor. Yngri menn- irnir töldu réttilega ósigurinn stafa af því, að svo langt og inui- legt væri samstarf Sjálfstæðis- flofcksins og Alþýðuflokksins bú- ið að vera, að kjósendur væru hættir að þekkja þessa tvo flokka í sundur. Talsmenn íhaldssam- vinnunnar héldu því hins vegar fram, að ósigurinn i Reykjavík væri að kenna ungum mönnum. sem hefðu skipað efstu sæti list- aus. Unga fólkið í efstu sætun- um hefði verið ' óþekkt og því ekki notið trausts. Deilum um þetta lyktaði á þann veg, að skip- uð var sérstök nefnd til að fjalla um samvinnuna við Sjálfstæðis- flokkinn. Þar og á flokksþing- inu, tókst Gylfa að sigrast á óánægjunni að sinui, með þeirri kostulegu yfirlýsingu, að flokkur inn skyldi stefna í þrjár áttir í senn, þ.e. að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, að vera i samræðum við Alþýðubandalagið og Hannibalista, og að vera óháður öllum í næsta kosning- um! Þanmig tókst Gylfa að friða * ' * - "• Hnífsdalur til bráðabirgða hin óánægðu öfl í flokknum, rneð því að hafa eitthvað handa öllum! En sá frið ur getur naumast staðið lengi. Svo augljóst er það, að hér er um fylistu loddarabrögð að ræða, sem eru gerð til þess að breiða yfir hina algeru tæki- færisstefnu þeirra manna, sem nú ráða Alþýðuflokknum. Tvískiptur flokkur Þingflokkur Alþýðúflokksins mun nú vera búinn að skrifa þingflokkum Alþýðubandalags- ins og Hannibalista bréf, þar sem þeim er boðið til sameigin- legs fundar á fimmtudaginn kemur. Enn er ekki kunnugt um, hver viðbrögð þeirra verða, en ekki væri óeðlilegt, að þeir vildu vita um afstöðu Alþýðuflokksins til stjórnarsamstarfsins við Sjálf stæðisflokkinn, áður en þessar viðræður byrjuðu. Annars er' það ástand hjá Hannibalistum og Aþýðubanda- 'laginu, að sambúðin er engan veginn eindregin heima fyrir. — Nafnið á flokki Hannibalista bendir sjálft til þess, að hann er tvískiptur flokkur eða bygg- ist á tveimur örmum, sem hafa mismunandi skoðanir. Annar telur sig frjálslyndan, hinn telur sig sósíaliskan. Ymsir yngri menn flokksins fara ekki dult með það, að þeir hyggjast stefna að því að byggja upp framtíðar- flokk, en Björn Jónsson lét hins vegar svo ummælt í sjónvarps- viðtali nýlega, að samtökin væru eiginlega ekki hugsuð nema til bráðabirgða. Ýmsir þeirra, sem eru framarlega í flokknum, vilja ekki hafa neins konar sam vinnu við Sjálfstæðisflokldnn, en Björn o j Hannibal vilja a.m.k. hafa nána samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn í verkalýðshreyf- ingunni. Þannig eru Satntök frjáls- lyndra og vinstri manna strax í upphafi tvískiptur flokkur. eins og nafnið bendir til, og það er meira að segja óákveðið, hvort flokknum er ætlað að verða aðeins til bráðabirgða eða til frambúðar! Misheppnuð tilraun En þótt Samtök frjálslyndra og vinstri manna séu tvískipt, gildir það þo enn frekar um Alþýðuþandalagið, Alþýðubahda-1' lagið í því,^að koqimrir, únistar og jafnaðarmenn vinni sarra’i' i einum flokki. Tvívegis áti. oafa slíkar tilraunir verið gi,.' :<■ hér á landi og þær mis- Iieppnazt báðar. Fyrst var það Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn, sem var myndaður, þegar Héðinn Valdi- marssor. gekk með nær hálfan Alþýðuflokkinn til samstarfs við Kommúnistaflokkinn. Sú tilraun misheppnaðist, því að kommún- istar tryggðu sér öll yfirráð í flokknum. Héðinn hrökklaðist því í burtu Næsta tilraun var gerð, þegar Aiþýðubandalagið hóf göngu sina sem kosninga- bandalag og íarið var að hafa Sósíalistaflokkinn í felum. Þá gengu Hannibal Valdimarsson og nokkur hluti Alþýðuflokksins til samstarfs við kommúnista í þejBsu nýja kosningabandalagi. Því lauk eins og fyrri daginn. Samstarf milli kommúnista og jafnaðarmanna í einum og sama flokki reyndisl ógerlegt. Hanni- bal gafst því upp. Nú stendur þriðja tilraunin yfir. Alþýðubandalagið hefur breytt sér úr kosningabandalagi í flokk, þar sem eiga að vera bæði kommúnistar og jafnaðar- menn. Það væri andstætt fyrri reynslu, bæði hér og erlendis, ef þessi tilraun endaði á nokk- urn annan veg en hinar fyrri. Bilið milli kommúnista og jafnaðarmanna er svo mikið, að þeir samrýmast ekki í einum og sama flokki. Þess vegna hafa kommúnistar lent alveg sér ann ars staðar á Norðurlöndum og yfirleitt orðið litlir sértrúar- flokkar. íslenzkur sósíalismi Stefnumótun Alþýðubandalags- ins ber þess mjög svip, hve erfitt er að búa til flokk, þar sesn á að samræma viðhorf róttækra kommúnista og hófsamra jafn- aðarmanna. Látið er í veðri vaka, að stefnt sé að sósíalisma. Hann eigi, hvorki að - vera eftirlíking af kommúnisma í Sovétríkjunum, Kína, Kúbuh-eða 'Júgóslavíu, svo að nokkur afbrigði kommúnism- ans eða sósíalismans séu nefnd. Sósíalismi Alþýðubandalagsins eigi að vera islenzkur sósíalismi. Talsmönnum Alþýðubandalags- ins tekst hins vegar illa að út- skýra, hvernig þessi íslenzki sósíalismi eigi að vera. Jafnvel sagt, að reynslan og aðstæður verði helzt að skera úr um það. Þegar til kastanna kemur, virð- ist hinn íslenzki sósíalismi Al- þýðubandalagsins því ekki vera annað en slagorð, sem reynt er að nota til að leyna því, að komm únistar ráða enn mestu um störf og markmið Alþýðubandalagsins og hin raunverulega stefna er í samræmi við það. Undir fölsku flaggi Því má ekki gleyma, að það eru fleiri en kommúnistar, sem iðka þá list að sigla undir fölsku flaggi og forðast að koma til dyranna, eins og þeir eru. Eng- inn flokkur hefur gert þetta lengur og rækilégar en Sjálf- stæðisflokkurinn. Hann hefur ástundað þetta með miklum ár- angri síðan að hann tók upp núverandi nafn sitt fyrir rúmum 40 árum. í eðli sínu er Sjálfstæðisflokk urinn þröng samtök ýmissa for- réttinda- og gróðamanna, sem vilja halda i og treysta sérstöðu sína og gróðamöguleika Stefna hans er íhaldsstefnan, sem bygg- ir á því, að hinir fáu „sterku“ einstaklingar eigi að ráða í at- vinnurekstr' og þjóðmálum, þvi að þeir séu bezt til þess hæfir Þetta þykir hins vegar ekki ráð- legt að segja opinberlega og þvi eru búin til slagorð eins og „flokkur allra stétta" og „stétt með stétt“ En alltaf þegar til alvörunnar Kemur, stendur Sjálf stæðisflokkurinn trúan vörð um hagsmuni hinna fáu gegn hags- munum almennings. Það hefur -’erið rauði þráðurinn í sögu flokksins frá upphafi. En svo vel hefur flokknum tekizt að fela „nafn og aúmer" að margir þeirra, sem hann hef- ur unnið mest á móti, hafs í tíma og ótíma fylgt sér undir merki hans. Sundrung íhalds- andstæðinga , | Sj álfstæðisflokkurittn e8a l»»| ingjar hans, geta þó e&fci ete-| göngu þakkað það þessam fela- hæfileikum sínum, hve cnllkil áhrif hans hafa löngum verið og, þó aldrei meiri ea síðasta ára- tuginn. Þar ræðux enn meira klofningur og sundurlyndi and- stöðuflokka hans. Síðan komm- únistar klufu Alþýðuflokkinn 1938 ,og það kerfi hrundi, sem Jónas Jónssoa hafði byggt upp, hefur aldrei verið fyrir hendi starfshæfur meirihluti íhalds- andstæðinga, enda þótt þeir hafi verið í meirihluta hjá þjóðinni og í meirihluta á þingi. Þessi meirihluti fór að vísu saman með stjóm á árunum 1956—58, en reyndist þó engan vegian nægilega starfhæfur, m.a. vegna þess, að hægri mennimir í Al- þýðuflokknum og kommúnistam- ir í Alþýðubandalaginu unnu gegn stjórninni. Það er þessi sundrung íhalds- andstæðinga, sem hefur átt mest an þátt í því, hve mikill áhrifa- valdur Sjálfstæðisflokkurinn hef ur verið í íslenzkum stjórnmál- um á undanförnum áratugum, með þeim afleiðingum m.a., að aldrei hefur verið gerð raun- hæf tilraun til að stöðva verð- bólguaa. Lögmál hennar er nefni lega það, að gera hina ríka rík- ari og hina fátæku fátækari. Nýskipan stjórnmálanna Enginn sá, sem virðir fyrir sér flokkaskipan og ástand stjórn mála á íslandi nú, getur talið þá mynd ánægjulega. Glundroð- inn er mikill og línurnar næsta óskýr^r, m.a. vegna þess, að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Aþýðu bandalagið keppast við 'að fela hin raunverulegu markmið sín, en Alþýðuflokkurinn er svo reik ull og tækifærissinnaður, að hann stefnir ! þrjár áttir sam- tímis! íslenzk flokkaskipan þarfnast vissulega endurskipulagningar. Línur verða að skýrast og glund- roðinn að minnka. Vafasam-t er hvort slíkt geti orðið, nema breyting verði á stjórnskipan landsins Ei.nmenningskjördæmi skapa yfirleitt hreinni línur og heilbrigðari flokkaskipun en hlutfallskosningar Því ber nú að fagna hinuir. vaxandi umræð- um um endurskoðun stjórnar- skrárinnar og bersýnilega auknu fylgi við “inmehningskjördæm- in. Sízt af öllu ættu eialægir íhaldsandstæðingar að vinna gegn slíkri breytingu. því að hún gæti s-ennilega frekar en nokkuð annað fært þá saman, er saman eiga að vinna, í stað þess að þeir skipta sér nú i sundurleita flokka. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.