Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 7
PBBBJUDAGUR 27. oktðber 1970. »v Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómae Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar. síkrifstofur í Edduhúsinu, simair 16300—18306. Skrtfstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar sikrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, lnnaniands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Úrelt hugmyndafræði Sjáifstæðisflokksins Síðastl. fimmtudag flutti dr. Gunnar Thoroddsen ræðu í Varðarfélaginu í Reykjavík og hefur birzt útdráttur úr henni í Mbl. í Mbl. segir svo frá niðulagi ræðunnar: „í lok ræðu sinnar sagði dr. Gunnar Thoroddsen, að nauðsynlegt væri endurmat á ýmsum hugmyndum vegna breyttra viðhorfa. Sjálfa hugmyndafræði Sjálf- stæðisflokksins þyrfti að endurskoða. Uppistaðan ætti að vera frelsi, en frelsi með skipulagi. Við byggjum á lýðræði, en leikreglur þess þyrfti að endurmeta. Við byggjum á stétt með stétt og fram- taki einstaklingsins en jafnframt þyrfti að gera áætl- anir fram í tímann. Áætlanir væru ekki í ætt við sósíalisma. Ræðumaður kvaðst ekki í öllum atriðum hafa ákveðnar hugmyndir eða tillögur en hann sagðist vita, að mörgu þyrfti að breyta. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að endurskoða stefnu sína miðað við breytta tíma, breytta atvinnuhætti og breyttan hugsunarhátt. Flokkurinn þyrfti að skoða í sitt eigið hugskot og íhuga, hvort sumt af því, sem trúað hefði verið ,á, yæri ekki úreít orðið. Véfréttin í Delfí hefði sagt þau spak- legu orð: „Þekktu sjálfan þig". Ég held við eigum að tileinka okkur þá hugsun, sem þar liggur að baki og endurskoða okkur sjálf, framkvæma sífellt endur- mat á eldri verðmætum. Þá erum við á réttri leið, sagði dr. Gunnar Thoroddsen að lokum." Það er bersýnilegt á þessum ummælum dr. Gunnars Thoroddsen, að honum er ljóst eftir að hafa fylgzt með íslenzkum stjómmálum úr fjarlægð um hæfilegt skeið, að hugmyndafræðin, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á, er orðin úrelt, og þó einkum eins og hún er túlkuð í Mbl. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði, sem Mbl. boðar, er nær öll áætlanagerð, aðhald og eftirlit tilheyrandi hinu illa og flokkast undir óþolandi höft og bönn. Fé- sýslumenn eiga að leika alveg lausum hala og handahóf og tilviljanir, sem spretta af hagnaðarlöngun, að ráða uppbyggingu atvinnulífs og efnahagsmála. Annað er ekki frelsi. Hvergi hefur þetta verið rækilegar boðað en í bæklingnum „Viðreisn", sem ríkisstjómin gaf út í upp- hafi valdaferils síns. Þar var sagt berum orðum, að hagn- aðarvonin ætti að ráða uppbyggingu atvinnulífsins, eins og bygging hinna mörgu síldarverksmiðja varð dæmi um. Hvers konar skipulag var fordæmt. Það er ánægjulegt, að maður, sem er líklegur til vax- andi áhrifa í Sjálfstæðisflokknum, eins og Gunnar Thor- oddsen, skuli hafa gert sér ljóst, að þessi stefna tilheyr- ir orðið liðnum tíma, en á ekki heima á síðari helmingi 20. aldar. Jafnvel mengunarmálið eitt gerir þessa stefnu óframkvæmanlega. Það er löngu úrelt kenning, sem hald- ið er fram af ýmsum hagspekingum ríkisstjórnarinnar, að frjálsræðisstefna og skipulagsstefna séu einhverjar andstæður, heldur er það viðfangsefni nútímans að sam- eina hið bezta úr báðum þessum stefnum. Uppistaðan á að vera frelsi, en frelsi með skipulagi, svo að notuð séu orð dr. Gunnars Thoroddsens. Því miður er ekki annað sjáanlegt en að hin úrelta hugmyndafræði 19. aldar stjórni gerðum ríkisstjórnar Jóhanns Hafsteins og Gylfa Þ. Gíslasonar og handahófið og tilviljanirnar ráði því mestu um efnahagsstefnuna. Og það er kenningin, sem Mbl túlkar enn sem hug- myndafræði Sjálfstæðisflokksins. — Þ.Þ. TÍMINN Björn Fr. Björnsson alþm. / Kjósendur og kjördæmaskipun Alþingi er að nýju tekið til starfa og af því tilefni eru eft- irfai'andi hugleiðingar settar á blað. í dag geta landsmenn, hvar sem þeir búa og starfa, fylgzt með því, sem fram vindur í landsmálum og stjórnarfari. í lýðræðisþjóðfélagi hvflir sú skylda á hverjum þegni að huga að þeirri framvindu og taka áby-ga afstöðu til hennar. Þessa sjálfsögðu skyldu er nú hægara að rækja en nokkru sinni fyrr. Um það sjá blöðin og svo sjón- og hljóðvarp. Það er höfuðnauðsyn að sem flestir taki þátt í félagslegu starfi. Það er ekki aðeins manninnm sjálfnm til uppbyggingar, held- nr og ekki síður er það samfé- laginu hin mesta þörf. Það er öldungis útilokað að halda til lengdar uppi þjóðfélagsskipan, sem byggir á lýðræði og frjáls- ræði, ef þess er eigi gætt af hverjum einum að vera í þessu efni vel á verði. Hinn almenni kosningaréttur var á fyrri tíð sóttur með eldi og stáli úr höndum yfirstétta og einræðisherra, sem höfðu öll ráð almennings á valdi sínu og ef því skipti svifust einskis. Þessi dýrkeypti réttur er hyro- tngarsteinn lýðræðis og honum verður að beita af ábyrgðartil- finningu og eftir ítarlegri, mál efnáíegri ýfirveguh hverju sinni. Að láta sér fátt um þenn an rétt finnast er háskaíegt, éða telja sig enga skoðun hafa á hinu eða þessu máli. Það gildi einu hverjir fari með stjó-n landsins. Þeir séu ýmist svo ágætir stjórnarherrar, að ekki sé betri manna völ eða þá hitt, að einu gildi hverjir með stjórn völd fari, allir séu þeir til lít- ils jafnlíklegir. Allt hljóti að vera á niðurleið, hvernig sem að sé farið. Bretar eru kunnir a® því að haga svo kosningarétti sínum að til skipta komi á ríkisstjórn- um öðru hverju og oftar en ekki. Þannig vilja þeir veita þeim eðlilegt aðhald, sem með völd fara og svo hitt, að þeir óttast að stjóroendur, sem lengi ern í valdasessi, kunni að freistast til að fylgja um of kjörorði Lúðvíks 14. Frakka- konungs: Ríkið, þa® er ég. Og jafnvel þó að eigi hafi farið mjög úrskeiðis hjá ríkisstjórn eiga áretar það til að eiga ekk- ert undir framhaldssetu henn- ar. Rfldsstjórn á Bretlandi get- ur þannig engan veginn gengið að því vísu, að hún fái ríkt kjör tímabilum saman á hverju sem velta kann um stjórnarfar. En til þess að kosningarétt- urinn, þetta mikilsverðasta Björn Fr. Björnsson tæki fólksins til að hafa áhrif á stjórn landsins í þjóðmálum, hafi raunhæft gildi, þarf hitt að koma tfl, að við það kjördæma- skipulag sé búið, sem hezt má vera til þess fallið að þessi rétt indi hins almenna borgara nýt- ist á sem hagkvæmastan hátt fyrir þjóðfélagið í heild. í kjördæmaskipan okkar hafa orði® margvíslegar breyt- ingar á síðustu áratugum. Upp úr 1930 var stofnað til uppbót- arþingmannakerfisins. Því var ætlað það hlutverk að jafna á milli stjórnmálaflokka þing- sætum með nokkurri hliðsjón af kjörgengi. Við þetta kerfi er búið enn í dag. Mörgum héfur það verið þyrnir I aug- um og þykir til engra bóta eða lítilla hafa leitt. Allt að 11 þingmenn koma í ljós nokkr- um dögum eftir kosningar eftir meira og minna harðsnúna út- reikninga. Hverjir þeií verða er ekki á valdi kjósendanna nema að litlu leyti. Mörgum þykir þetta óhrjáleg aðferð við þingmannakjör. Annars eru um þetta kerfi ýmsar skoðanir á lofti. Aðrar breytingar á kjö> dæmaskipan hafa einnig borið merki tækxfærissinnaðrar til- hneigingar. Því er ekki að leyna að marg ír meðal þingmanna ekki síður en fjöldi annarra, eru þeirrar skoðunar, að með tilkomu stóru kjördæmanna frá 1959 hafi sízi skipazt mál til hins betra. Á framhoðslistum má segja að margir, já fjölmargir framhjóðendur, séu sjálfkjörn- ir og um þá fái almenningur engu þokað. Þessi kjördæmi valda svo oft á tíðum erfiðleikum fyrir þá sök, að eigi verður við kom- ’ð að kynnast mönnum og mál- efnum á hverjum stað svo sem bæri og nauðsynlegt væri. Sér- staklega á þetta við um kjör- dæmin utan Reykjavíkur. Lengi hefur sú skoðun verið uppi og sýnist hafa fengið auk- inn byr á síðustu tímum, að breyta eigi til í þessu efni og stefna að einmenningskjördæm um. Að sjálfsögðu við það mið- að, að kjósendatala verði sem jöfnust innan hvers kjördæmis. Ef að þessu skipiflagi yrði horf ið er auðsætt, að það mundi leiða fyrr eða síðar til tveggja flokka kerfis. Og því fyrr ef krafizt væri meiri hluta at- kvæða til þingmannskjörs. Samsteypustjórnir allavega á sig komnar eftir langvarandi samningamakk hyrfn úr sðg- unni Rfldsstjórn, sem einn flokkur stæði að, stendur og fellur með stefnu sinni og stjómarathöfnum. Hún gæti ekki skotið sér undan ábyrgð og komið heimi á samstarfs- flokkinn. Stjórnarandstaðan yrði einnig ábyrgari en eíla. Hún yrði að gæta ádeiluefna og vanda loforð sín og standa við þau þegar hennar stjórnar- tími kæmi. Þá þekkist meðal nágranna- þjóða okkar, að kjósendum sé frjálst val á einstökum fram- bjóðendum innan stórkjör- dæma. Hvað sem öðru líður verður að telja persónulegar kosningar eðlilegar f okkar fámenna og strjálbýla landi. Samband milli þingmanns og kjósenda yrði nánara og samvinnutengslin báðum aðilum til góðs. Þing- maðurinn yrði að duga til þess a® halda velli og kjósendur hefðu framtíðarsetu hans bet- ur á valdi sfnu. Þannig yrði ábyrgð hans enn ríkari og hon- um Ijósari en annars. Kosningarétturinn og kjör- dæmaskipan eiga að þjóna þvi hlutverki að sameiginlegra hagsmuna fólksins sé sem bezt gætt og lýðræðið fái notið sín. Þjóðin búi við þá stjórn og það stjórnarfar, sem meirihluti hennar kýs sér svo ekki verði um villzt. Stjómarskrá okkar bfður endurskoðunar um fjölmarga mikilvæga þætti, sem athuga þarf frá grunni og samlaga breyttum þjóðlífsháttum. Einn þeirra og ekki hinn veiga- minnsti er sá. sem lýtur að til- högun þingmannskjörs og skip- an kjördæma. ÞRIÐJUDAGSGREININ LEIKHUSNAMSKEIÐ í ÓÐINSVÉUM SJ—Reykjavík, mánudag. Óðinsleikhúsið (Odin Teatret) í Óðinsvéum stendur í íunda sinn fyrir norrænu leikhúsnám- skeiði 29. okt. — 3. nóv. 1970. Að þessu sinni ber námskeiðið tit- ilinn „Myten om det politiske teat- er. Illiusion og kedsgerning“ (Póli- tískt leikhús. Blekkingair og stað- reyndir). Norræni menningarsjóðurinn styrkir námskeiðshald þetta, en í Óðinsvéum koma nú saman hópar leikhúsfólks af Norðurlöndunum, sem telja starfsemi sína hafa stjórnmálalegan tilgang Meðan námskeiðið stendur eína hóparnir, sem þátt taka. til leik- sýninga. Aðgangur að þessum sýn- ingum verður ókeypis, en aílir þessir hópar hafa það að reglu að stilla miðaverði eins mjöe í hóf og frekast er kostur. Leiksýningarnar verða þunga- miðja námskeiðsins. og hefur hver hópur a. m. k. eina sýningu. Þá verður þjálfun og vinnuaðferðir leikflokkanna rædd, svo og val þeirra á tjáningarfonmum oé tæknileg vandamál. Daglega stjórn námskeiðsins annast nefnd, sem þátttökuhóp- arnir útnefna, en auk þeirra á fuU torúi Óðinsleikhússins sæti í henni. Pólitísk leikhús tóku að hafa áhrif á Norðurlöndum eftir 1960. í Svíþjóð eru þeirra helzt Ficktea- tern. Nairengruppen og Pistoltea- tern, í Danmörku Fiolteatret, Bend en og Debatteatret. Kom-gruppen starfaði til skamms tíma í Finn- landi, og í Noregi götuleikhús Jans Varden. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.