Tíminn - 28.10.1970, Page 3

Tíminn - 28.10.1970, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 28. október 1970 3 TIMINN SVARTAR HAUGLEIFAR VIÐ VESTURGÖTUNA FB—Reykiavík, þriðjudag. í gærkvöldi voru starfsmenn Þjóðminjasafnsins látnir vita, að vart hefði orðið við einhverja hluti, IVlannrán framhaia aí bls. 1 ránið, lét lögreglan loka tll- um vegum frá borginni og aflýst var öllum flugferðum. Margir nienn hafa verið handteknir vegna ránsins, bæði háttsettir vinstri menn og háskóiakennarar. Sando- val hershöfðingi er 45 ára gamall og var fyrir skömmu skipaður yfirmaður flug- hersins. Fiskverð Framhald af bls. 1 ið að því að fá þennan toll afnum- inn. En lengi vel vildu brezk stjórnvöld ekki fa-llast á það nema að taka upp kvótatakmarkanir á ýmsum tegundum freðfiskflaka. Varð niðurstaðan sú að tekið yrði upp lágmarksverðkerfi fyrir freð- fiskflök í Bretlandi. Er nú eng- inn kvóti á innflutningi freðfisk- flaka til Bretlands. Hefur útfluningur freðfiskflaka j til Bretlands farið vaxandi en er \ þó minni en orðið gæti vegna þess j hve markaðurinn í Bandaríkjun- j um er hagstæður. Útflutnings-1 leyfi frá íslandi á frosnum fiök-! um til Bretlands frá 1. ian. til 30. sept. var gefinn fyrir 1702 lestum. En allur flakaútfluning- ur til Bretlands á fyrra ári héðan var 705 lestir. sem kynnu að vera fornleifar, er verið var að vinna að undirbún- ingi bílastæðis í Glasgow-portinu svokallaða við Vesturgölu. Þor- kell Grímsson fornleifafræðingur tjáði bláðinu í dag, að hann hefði tvívegis farið á staðinn í dag, til þess að fylgjast með því hvað þarna kynni að koma í ijós við uppgröft vinnuvéla, en ekkert merkilegt hefur enn fundizt. Þorkell sagði, að þarna mætti sjá svartar haugleifar, hefðu þær ekki verið á miklu dýpi, en fund- ust þarna í moldarbakka. Sagði hann ekki neitt hægt að segja frekar um þessar haugleifar að svo komnu máli. Þá sagði hann, að þarna hefði fundizt gamalt hjól, kerruhjól, eða bílhjó], með tré- teinum og gúmmídekki. Ekki hef- ur hjól þetta verið athugað náið, enda er það sennilega ekki mjög gamalt. Fornleifafræðingar munu hafa auga með því, sem þarna kann að koma í ljós næstu daga, en ekki er búizt við að það verði neitt sérlega merkilegt. FERNT Á SLYSAVARÐ- STOFUNA VEGNA REYKS SB—Reykjavík, þriðjudag. Slökkviliðið í ReykjavíRc var kallað að Leifsgötu 4 um sex- leytið í dag. Þar hafði kviknað í miðstöðvarherbergi. í mistöðv- arherberginu var geymt heilmik- ið af pappakössum, híldekkjum, hálmi og fleiri eldfimum hlutum. Þegar í þessu kviknaði, fylltust allir gangar og stigagangur húss- ips af reyk, en þarna eru sex íbúðir á þrem hæðum. Fjórir af íbúum hússins voru fluttir á slysa varðstofuna til athugunar vegna mögulegrar ireykeitrunar. Þeir sem dæma sjálfstætt eiga að bera FULLT DÓ ARANAFN KJ—Reykjavík, þriðjudag. Félag héraðsdómara hefur sent Tímanum fréttatilkynningu frá fundi er dómarafulltrúar héldu á laugardaginn og segir þar að í greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 98/1961 sé kveðið svo á, að þeir sem dæma sjálfstætt eigi að bera fullt dómaranafn, og liafa réttindi og skyldur sam- kvæmt því. í fréttatilkynningunni segir að það hafi verið einróma álit fund- armanna að dómarar gætu ekki sætt sig við að þeim væri mis- munað í launum svo sem verið hefur hinyað til. Þá segir enn- fremur að ýmsir félagsmenn hafi gefið það í skyn að þeir myndu ekki sætta sig öllu lengur við ríkjandi ástand og leita sér starfa á öðrum sviðum. Þá er rakin gangur í réttinda- baráttu dómarafulltrúa og ekkert réttlæti talið að þeir, sem fari með einn af þrem þáttum ríkis- valdsins, dómsvaldið, sitji efcki allir við sama borð hvað réttar- stöðu varðar, og í því sambandi getið kafla í greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 98/1961 en þar segir svo: „. . . Fjöllöi einakmála, sem rekin eru í Reykjavík er orðinn svc mikil-l, að dómararnir hafa ekki um lengri tíma getað dæmt þau öll sjálfir. Þess í stað hafa ( Tnncknli í ! Framleiðnisjóður I yiluEVyll I i Framhald af bls. 8. Vestur-Barða- strandasýslu Hörpudiskur Framhaid ai bls. 16. hörpudiskur sé mikill og víða í Breiðafirði. Hólmarar eru afskaplega óánægðir með að sjá á eftir jafn ágætu hráefni óunnu til Reykja- víkur og 20. sept. s.l. samþykfcti hreppsnefndin að takmöi'k yrðu sett um hörpudiskaveiði. svipað og gildir um rækjuveiði og að hráefnið yrði unnið við Breiða- fjör en ekki flutt burtu óunnið. Hreinsun hörpudisksins skapar mikla atvinnu. Eru aðallega stúlk ur sem vinna við hreinsunina. Vinna þær í ákvæðisvinnu og hafa þær fljótustu á þriðja hundr- að kr. á klukkustund og allar ná tímakaupi og vel það. ! SJ—Patreksfirði. Tónskóli Vestur-Barðastranda- i sýslu var settur á Patreksfirði um miðjan þennan mánuð. Sfcól- inn starfar í tveimur deildum, PatreksfjarðardeiTd og Tálkna- fjarðardeild. Nemendur eru alls 50, þar af 9 í smábarnadeild, sem nú er i fyrsta sinn við skólann. Kennslugreinar eru: Orgel, píanó, fiðla, trompet, gltar og flautur. Allir nemendur 9 ára og eldri læra tónfræði og einnig verður lögð áherzla á samleik Skólastjóri skólans er Jón Ólaf ur Sigurðsson. en auk hans starfa tveir stundakennarar við skói- ann. HREINT LAND FAGURT LAND Framhald af bls. 8. tefcst með fóðuröflun fyrir bú- pening landsmanna, og hvernig gæði fóðursins eru, gæði afurð- anna séu mest undir því komin, hvernig fóðrið er, og enginn vafi leiki á því, að það hefur veruleg áhrif á heilsufar þjóðanna, að þessi þáttur framleiðslunnar, fóðuröflun in sé í sem bezta lagi. Framsókn- armenn hafi nú endurflutt á þingi frumvarp til laga sem m. a. miðast að því að láta tiiraunir með innlenda fóðuröflun og hey- verkun sitja fyrir öðrum verkefn- um til fyrirgreiðslu frá Fram- leiðnisjóði. Þrátt fyrir mjög slæmt ástand í landbúnaðarmálum hafi ríkisstjórnin lagt til í frumvarpi sínu, að fjárveiting verði ekki úr sjóðnum á næsta ári, og hún hafi verið felld niður á þessu ári. Yrði að breyta þessu og veita meir en 10 milljón kr. fjárveitingu úr sjóðnum á næsta ári til að forða því að heilar byggðir legðust í eyði. — Þá minnti Stefán á að stofnframlag ríkissjóðs til Fram- leiðnisjóðsins hafi verið 50 milli- ónir króna, sem greiðast skyTdi á fjórum árum. Fvrsta greiðslan hafi farið til að greiða upp þann hajla, sem varð á útflutningssjóði 1966. Stofnfé sjóðsins hafi því raunverulega aldrei verið meira en 30 milljónir króna. fulltrúar þeirra haft málsmeðferð með höndum og kveðið upp dóma í málum sjálfstætt. Er auðsýnt, að þeir menn, sem fara með og dæma mál sjálfstætt, eigi að bera fullt dómaranafn og hafa réttindi og skyldur sam- kvæmt því, og gildir það jafnt í einkamálum sem sakamálum.. .“ Getið er í fréttatilkynningunni um nafnbreytingu félags dómara- fulltrúa, sem nú heitir Félag hér- aðsdómara, og síðan um auglýsing ar um lögfræðiskrifstofur dómara, og sagt að þar sé um nauðvörn að ræða, þar sem því hefði verið beint til dómara, er þeir hafa far- ið fram á kjarabætur, að þeir gætu snúið sér að aukastörfum. Fráfarandi stjórn og þá einkum fráfarandi formanni Birni Þ. Guð- mundssyni voru þökkuð vel únn- in störf í þágu félagsins og harm- að stjórnin sæi sér efcki fært að sitja áfram. Formaður Félags hér- aðsdómara er Kristján Torfason fulltrúi bæjarfógetans í Hafnar- firði. Útflutningsráð Framhald af bls. 8. Með því a@ Útflutningsráð verð ur sjálfstæð stofnun íslenzkra at- vinnuvega, ætti að vera tryggður áhugi þessara aðila á stofnuninni. Þá stæðu vonir til lífrænna starfs og þróttmeira, þar sem starf semin sjálf og starfsmenn stæðu föstum fótum í atvinnulífinu, en hefðu jafnframt þekkingu á við- skiptamálum. Starfsmenn Útflutningsráðs er- lendis þyrftu ekki allir a@ vera fastir opinberir starfsmenn. Þeir yrðu að hafa trausta þekkingu á þörfum atvinnulífsins, verzlun og ’iðskiptum, en njóta jafnframt að- stoðar og fyrirgreiðslu utanríkis- þjónustunnar. Æskilegast væri, að viðskipta- fulltrúar utanríkisþjónustunnar verði að hluta starfsmenn Útflutn- ngsráðs og ráðnir til starfa í sam- ráði við eða eftir tilnefningu ráðs- 1S. Flutningsmenn gera ekki tillögu um, hverjir eða hvernig afla skuli fjár til að greiða kostnað af störf- um Útflutningsráðs. Þeir telja eðli legt, a@ það mál verði sérstsklega Tthugað í samráði við þá aðila, sem hlut eiga að máli. Þó virðist eðli- °gt. að þeir aðilar, sem 'tanda að Útflutningsráði, greiði kostnað af 'arfseminni.“ Framsóknarvisi að Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur Framsóknarvist að Hóte) Sögu fimmtudaginn 5 nóv. n.k Nánar auglýst síðar. „Bræðslufiskur" 8 þingmenn Framsóknar- flokksins hafa nú endurflutt þingsályktunai’tillögu uan leit að bræðslufiski, og er Eysteinn Jónsson fyrsti flutningsmaður. Skv. tillögunní skal ríkisstjórn inni falið að efla skipulega leit og rannsóknir, ásamt veiðar- færa- og veiðitilraunum í því skyni að auka veiðar á bræðslu fiski og gera þær veiðar fjöl- þættari. í upphafi greinargerðar, sem tillögunni fylgir, er greint frá erfiðleikum við að afla síldar- veifcsmiðjunum hráefnis, síldin hafi reynzt duttlungafull, síld- arverksmiðjur hafi verið reist ar smám saman landið um kring, eftir því sem sfldin færði sig. Síðan segir: „Við þessar tilfærslur sfld- veiðanna á mili landshluta hefr ur orðið vandræðaástand í rekstri síldarvcrksmiðjanna. Viðleitni til bjargar hefur ver- ið þríþætt. Vélar hafa verið fluttar frá eldri verksmiðjum landshluta á milli og settar upp á nýjum stöðum. Eftir hefur staðið mikill hluti mannvirkj- anna ónýtanlegur, og atvinnu- líf vi'ðkomandi staða hefur lam azt. Reynd var útgerð verk- smiðjuskips, Hærings. En sú tilraun fór út um þúfur. Loks voru fengin stór skip til flutn- inga af fjarlægum miðum. Við það björguðust töluverð afla- verðmæti og nokkrar stærstu verksmiðjurnar fengu hráefni þar til síðustu 2—3 árin, að veiði sfldar í bræðslu hefur nær engin orðið. Margar verk- smiðjur höfðu hins vegar eng- in not af flutningum þessum, og þeir urðu yfirleitt mjög dýr- ir. Vafalaust verður þehn þó haldið áfram í einhverri mynd, þegar sfld veiCist á fjarlægum miðum, en þó innan þeirra endi marka, að flutningar þyki fram kvæmanlegir. Loðna, spærlingur, sandsíli og kolmunni En hafið er auðugt. Fiski- miðin umhverfis ísland bjóða upp á ýmsa möguleika. Oe því fer fjarri, að þeir hafi allir verið kannaðir til nokkurrar hlítar. f Ægi, riti Fiskifélags fs- lands 3. hefti 1969, birtist grein eftir Jakob Jakobsson, fiski- fræðing og nefnist Bræðslufisk- ur. f inngangsorðum víkur Jakob að hráefnaskorti síldar- vcrksmiðjanna, en ræ@ir síðan möguleika á aukinni hráefnis- ÖflUll, Fiskifræðingurinn telur lík- legt, að unnt sé að stunda Ioðnuveiði niiklu lengur á ári en nú er ge:-t og þá einnig á öðrum veiðisvæðum og á þeim árstímum, þegar loðnan er feit- ust og gefur mestar afurðir. Þá er rætt um þrjár a’ðrar fiskitegundir spærling, sandsíli og kolmunna, og komizt að þeirri niðurstöðu, að þær megi allar nýta sem bræðslufisk, ef að líkum láti. Væri hér um fjölþætta möguleika að ræða, þar sem spærlingur og kol- munni mundu væntanlega veið Fratnhald á bls, 11.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.