Tíminn - 28.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.10.1970, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. október 1970 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karisson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Elitstjórnar skriístofur í Edduhúsinu simar 18300—18306 Skriístofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Askriftargjald kr 165.00 a mámiðl. innanlands — í lausasölu kx. 10,00 eint Prentsm Edda hf JAMES FERON, The New York Times: n m¦ i n Fimm ára áæfiun um haf- og f isklrannsóknir Ný sókn verður að hefjast í landgrunnsmálinu og varðandi hafsbotninn, segir í greinargerð tillögu, er Eysteinn Jónsson flytur í sameinuðu þingi um haf- og fi9kirannsóknir Sú sókrí verður að verulegu leyti að byggjast á aukinni þekkingu og meiri rannsóknum. Því er lagt til í tillögu Eysteins, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta gera fimm ára áætlun um haf- og fiskirannsóknir við ísland, ennfremur um fiskileit, veiði- tilraunir og aðra slíka þjónustu. Áætlunin sé gerð af sér- fræðingum í samstarfi við samtök sjómanna og útvegs- manna. Hún skal lögð fyrir Alþingi eins fljótt og kost- ur er. í greinargerð tillögunnar segir m.a.: Alltaf skýrist betur og betur, að velmegun og efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar veltur framvegis, sem fram að þessu, meira á því en öðru, að vel takist að hagnýta auð- æfi hafsins og landgrunnsins. Rétt er að gera sér grein fyrir því,.að hagnýting hafs- ins og landgrunnsins verður að byggjast framvegis á þekkingu í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Æði mikið hefur verið unnið hér í þessa,átt, pg ber að meta það og virða mikils. Samt kemur alltaf betur og beturí Ijós, að það nær skammt og að því fer fjarri, að hægt hafi verið að kanna hafið og fisktótöfnaná'sem skyldi eða veita fiskiflotanum þá þjónustu, sem þörf er á. Hér er því þörf nýrra stórátaka í þessum efnum. Okkur er lífsnauðsyn að vita, hvernig ástatt er um fiskistofnana og annað líf í sjónum, hvað má veiða, hvað þarf að vernda, og alltaf er að koma betur og betur í ljós, að nýtízku fiskiskipafloti þarf að styðjast við margs konar þjónustu, svo sem fiskileit, veiðitilraunir, veiðar- færatilraunir o.fl., ef fullur árangur á að nást. Aðkall- andi verkefni í þessum greinum eru óþrjótandi. Flutningsmaður er þeirrar skoðunar, að nú sé þörf út- tektar á þvi, hvernig við erum á vegi stödd í þessum efnum, og hvers við þörfnumst, og leggur því til, að sér- fræðingum verði nú falið að gera 5 ára áætlun um nauð- synleg verkefni á þessu sviði og verði sú áætlun gerð í nánu samstarfi við samtök sjómanna og útvegsmanna. — Væri sú áætlunargerð hliðstæð því, sem nú hefur verið gert varðandi .rannsóknir á vatnsaflinu. Það er sannfæring flutningsmanns, að viðhorf allt sé nú svo ger- breytt orðið varðandi fiskistofnana og annað, sem í sjón- um býr, fiskveiðarnar og möguleikana til þess að fá vitn- eskju um hafið og hafsbotninn, að skoða verði þessi rannsóknarmál frá nýjum sjónarhóli og í nýju ljósi. Orkulögin Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins flytja tillögu um þá breytingu á orkulögum, að orkusjóður endur- greiði vexti af lánum, er sveitarfélög eða einstaklingar hafa tekið til að flýta fyrir dreifingu raforku um heima- byggð. Það hefur færzt mjög í vöxt að undanförnu, sök- um ónógs framlags ríkisins til orkusjóðs, að sveitar félög eða einstaklingar- hafa farið út á þessa braut. Eðli- legt vifðist, enda samkvæmt anda orkulaga. að orkusjóð- ur greiði vexti af þessum lánum. Þá hafa þingmenn Framsóknarflokksins einnig lagt fram frv. um að Orkusjóður veiti lán o? styrki til vatns- aflsstöðva, sem bændur reisa, allt að 90% af stofnkostn- aði í stað 67% nú. Þ.Þ. Þeim ber að kappkosta að reyna að jafna ágreiningsmálin EKKI tjáir aS gera sér hærri vonir um árangur af viðræðum Nixons og Gromykos en svo, að forustumenn beggja, Banda- ríkjamanna og Rússa, faJlist á að draga úr áróðrinum og hefj- ast handa um alvarlegar samn- ingaviðræður um hömlur á víg- búnaði. í raun og sannleika er brýn þörf á að leiðtogarnir í Wash- iogton og Moskvu komi sér saman um almennar ráðstafanir til að bægja frá þeim ógnum, sem stafa af stýrjöldum, hungrii fáfræði og offjölgun. En úr slíku getur greinilega ekki orð- ið í fyrirsjáanlegri framtíð. THANT framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði um daginn: „Ég hefi enga löngun til að viðhafa tilgenð eða ýkjur, en ég fæ ekki betur séð, sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem mér eru tiltækar í starfi minu, en að aðildarþjóðirnar að sam- tökunum hafi í bezta falli tíu ár til umráða til að þoka sín- um fornu deilura í skuggann óg taka í þeirra stað höndumsam- Han'ium gjörvalla, jörð um-.tak-; mörkun á vígbúnaSarkapphlaup inu, umbætur á umhverfi mann- kynsins, gera mannfjölgunar- sprengjuna óvirka og hleypa þeim krafti í framþróunina, sem nauðsyn krefur. Geti ekki orðið úr slíkum al- heimssamtökum á næsta ' tug óttast ég mjög að erfiðleikarn- ir, sem ég nefndi, verði orðnir svo umfangsmiklir og sverir í fangi, að okkur verði gersam- lega um megn að ráöa við þá." ÞETTA eru þær þungu horf- ur, sem við þjóðunum blasa, sér í lagi þó Bandaríkjamönn- um og Spvétmönnum, sem eiga óumræðilega mikið á hættu þegar óreiða og stjómleysi vof- ir yfir heiminum. Leiðtogar Sovétríkjanna virðast þó ekki ala eins mikinn ugg í brjósti um framtíðina og áður var. Leiötogarnir í Moskvu virðast ekki eins hræddir nú og á ár- unum milli 1950 og 1960 um að Vesturveldin ráðist á Sovétrík- in eða umkringi þau. Þeir fylgj- ast af vissri velþóknun með erf- iðleikum okkar Bandaríkja- manna bæði heima fyrir og í Vietnam, og virðast trúa, a® þessir innlendu og erlendu erf- iðleikar knýji okkur ^" þess að Jðhyllast einangrunarstefnu að nýju, en það hefir ætíð verið meginmarkmið sovézkrar utan- r'kisstefnu. Þrátt fyrir "þetta ætti að vera urint að lægja áróðursöldurnar, sem Bandaríkjamenn og Sovét- menn hafa tnagnað unriúngengn ar vikur, og hefja að nýju eir.'-a viðtöl um takmarkaðar sam- þykktir, sem eru báðum ríkis- stjórnunum í hag. NÚ er varið 180 milljörðum dollara á ári til hervæðingar í heiminum, og meginhlutann eggja Bandaríkjamenn og So- Grainiko og Nixon ræddust viS í Hvíta húsinu í siðustu viku. vétmenn fram. Samtímis og þessu fer fram verja iðnaðar- ríkin samtals 7 milljörðum f'oll- ara á ári til aðstoðar hinum ríkjunum, þar sem meira en helmingur mannkynsins býr vlð hungur og fáfræði. Af þessum sökum geisar nýtt stríð, eins konar stéttastríð, milli ríkra þjóða og fátækra. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna telur mesta hættu stafa af þessu ástandi mála, jafnvel meiri hættu en af átök- unum, sem fram fara nú í Viet- nam eða löndunum fyrir botni Mið j arðarhaf sins. Nixon forseti hefur lækkað fjárveitingar til hermála. Hann hefir boðizt til að •semja um vopnahlé, flytja allt herlið Bandaríkjamanna á burt frá Vietnam og ganga að stjórn- málasamkomulagi, sem endur- spegli stjórnmálaásti: dið í landinu. ÞVÍ miður hafa Sovétmenn tekið þann kost, að leggja eyrun betur vi'ð því, sem Nixon hefur um þetta sagt af stjórnmála- ástæðum heima fyrir en ákvörð ununum sjálfum. Samtímis þessu hafa athafnir Moskvu- manna og áróður í sambairJi við Kúbu og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs endurvakið grun leiðtoganna í Washington um, afð ekki sé að ireysta á neitt samkomulag við Sovétmenn. Rogers utanríkisráðherra varð ekkert ákveðið ágengt í þeim málum, sem hann ræddi við Gromyko utanríkisaáðheira í New York. Honum tókst þó að nálgast vopnahlé í áróOrin- um ofurlítið og koma því í kring að þeir ræddust við Gromyko og Nixon forseti. Hinn raunverulegi árangur af viðræðum Nixons o- Gromykos mun koma fram i samningsum- leitunum í Vín fyrir áramót. ENGIN leið er að afmá ævar- andi ótta Rússa við vesturveld- in eða grunsemdir Nixons um markmi'ð Sovétmanna, en verði vopnahle í áróðrinum r ieti orð- ið úr samkomulagi ujn takmörk un vígbúnaðar, sem lækkaði hinn gífUrlega háa herko=*nað- Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.