Tíminn - 28.10.1970, Page 14

Tíminn - 28.10.1970, Page 14
14 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 28. október 1970 Gljúfurversvirkjun Framháld af bls. 1 fyrirhugaðri Gljúfurvcrsvirkjun á cnilli Landeigendafélagsins og Laxárvirkjunarstjórnar, hafa farið harðnandi, sem m.a. kemur fram í kröfu landeigenda um lögbann, kæru á hendur Laxárvirkjunar- stjórn vegna framkvæmda við Laxá, opnun Miðkvíslar 26. ágúst s. l. oa lokun Miðkvíslarsvæðisins cneð girðingu í byrjun þ.m. 2. Landeigendur við Laxá og Mývatn hafa stofnað með sér fé- lag, er þeir nefna „Landeigenda- félag Laxár og Mývatns“. Er þetta félag nú fullmótað. Auk þess eru á þessu svæði starfandi þrjú veiðifélög. 'Hlutverk Landeigendafélagsins er m.a. að gæta réttar landeig- euda í hvers konar viðskiptum við opinbera aðila, sem hafa með höndum eða ráðgera framkvæand- ir á þessu svæði, og ennfremur allt, er varðar náttúruvernd, fiski rækt o.fl. Það má því telja sterkar líkur fyrir því, að útilokað verði t. d, fyrir Laxárvirkjunarstjórn að gera sérsamninga við einstaka landeigendur, s.s. um endurbygg- ingu stíflunnar við Miðkvísl, nema til komi saoiþykki Landeigenda- félagsins. 3. Laxárvirkjunarstjórn hefur hafið framkvæmdir við orkuver í Laxá eftir óbreyttri Gljúfurvers áætlun. Þetta er gert, án þess að lög heimili fullvirkjun Laxár, sbr. bréf atvinnumálaráðherra frá 23. sept. 1969. Endurhönnun sú, sem ákveðin var í brófi iðnaðarráðherra 13. mai 1970, hefur ekki farið íram. 4. Ekki liggja fyrir rökstuddar upplýsingar uim, hovrt þrýsting- ur í fyrirhuguðum jarðgöngum sé innan þeirra marka, er laxa- seiði þoli á leið sinni til sjávar, né hvort aflvélar slc'þpa þeim lif- andi í gegn. Um þessi atriði bæði þarf álit sérfróðra manna. Rannsóknir þær, sem ráðgerð- ar eru á vatnasvæði Mývatns og Laxár og þegar hefur verið lagð- ur grundvöllur að, með fulltingi iðnaiðarmálaráðuneytisins, munu hefjast næsta vor. Samkvæmt áliti Náttúrafræðistofnunar íslands munu þessar rannsóknir taka 3—5 ár. 5. Þér hafið, hæstvirtur ráð-1 herra, skipað sáttanefnd til að leita eftir sáttum á milli Laxár- virkjunarstjórnar og Landeigenda félags Laxár /Og Mývatns. Þó ennþá sé ekki fullvíst, hvort ár- angur verði af starfi sáttanefndar manna, er ljóst, að aðstaða þeirra er mjög veik, ekki sízt af því að framkvæmdum er haldið áfram af fullum krafti við virkjunina, eins og ekkert hafi í skorizt. 6. Það eru því tilmæli okkar, hæstvirtur ráðherra, að þér látið stöðva framkvæmdir við 1. áfanga Gljúfurversvirkjunar, til þess að auðvclda sáttastörf og á meðan dómstólar fjalla um lögmæti virkj unaráforma. Að lokum viljum við taka fram, að þetta bréf byggist ekki á ein- hliða afstöðu aðila til deilumálsins í heild, heldur á nákvæmri at- hugun á málavöxtum, framkomn- um staðreyndum og raunsæi. Stjórn Búnaðarfélags íslands I>;:rsteinn Sigurðsson Ásgeir Bjarnason Einar Ólafsson F.h. Stéttarsamhands bænda Gunnar Guðbjartsson F.h. Nýbýlastjórnar ríkisins Árni Jónsson F.h. Vciðimálanefndar Árni Jónasson F.h. Náttúrufræðistofnunar fsl. Eyþór Einarsson. Heyskortur Framhala al bls. 1 og frá ríkisbúunum á Litla- Hrauni og Kvíabryggju hafa fengizt um 600 hestar frá hvoru búi. Fréttamaður spurði Agnar hvernig heyið væri og hvað það kostaði. Sagði Agnar að gojtt hey, bundið úr hlöðu væri selt á sex krónur kílóið, en algeng- astá verðið er kr. 5,50 pr. kg. Varðandi gæði heysins sagði Agnaf, að það væri mjög mis- jafnt, og væri vel athugandi hvort ekki bæri að koma upp heymati, svo bændur í fjarlæg um landshlutum gætu treyst á gæði heysins sem þeir keyptu langt frá heimabyggð sinni. Ábyrgðin hvílir Framhald af bls. 9 arreikning, sem nú er 180 millj- arðar dollara á ári. Þetta er frumskilyrði. Takist ekki að hemja þetta bruðl með fé og aðföng öll,,verður erfitt ef ekki ómögulegt, að leggja fram fé til að bæta úr mann- legri neyð í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, hvað þá annarx staðar í heiminum. Leiðtogarnir í Washington og Moskvu viðhafa ánægjuleg orð um Sameinuðu þjóðirnar á ald- arfjórðungsafmæíi þeirra, -n aldrei hefir verið meiri þörf fyrir stefnumið samtakanna en einmitt nú, og aldrei verið jafn fjarri bví, að eftir þeim væri farið. Engu að síður erum við enn einu sinni stödd á slíkum tímamótum í mannkynssögunni, að voldugustu þjóðinnar verða að taka að sér forustu um nýja heimsskipan, eða taka afleiðing unum að öðrum kosti. H. G. WELLS lýsti vandan- um á þessa leið fyrir fimmtíu árum í „Review of Review's: „Þörfin fyrir verulegt átak í framf-araátt er orðin ákaflegá áberandi í málum mannkynsins. Augljóst er, að takist ekki að sameina heiminn um stefnuna að einu og sama markinu, forð- ast síharðnandi og hörmuleg styrjaldarátök, koma á almenn- um hömlum á það skefjalusa bruðl, sem ti'ðkað er með arf okkar af kolum, olíu og sið- ferðisþreki, hlýtur ferill mann- kynsins að liggja til öngþveitis, endurtekningar heimsstyrjald- arinnar I ýktri mynd, og leiða fyrst til upplausnar í samfélag- inu og síðan til hnignunar, sem stefnir beint að eyðitigu." Þegar H. G. Wells ritaði þessi orð var hann fyrst og fremst a® tala til Breta og Frakka, en hið sama á við um risaveldin tvö, sem nú hafa for- ustuna á hendi, eða Bandaríkin og Sovétríkin. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls 13 ast hvor á sínu liafsvæði og á mismunandi árstímum, en sandsílið sennilcga veiðanlegt á grunnsævi víðsvegar um landið. f ni'ðurlagi greinar sinnar kemst Jakob Jakobsson svo að orði, að „til þess að vel takist til um slíka nýbreytni, þarf samstillt átak í rannsóknum, fiskileit og veiðarfæratilraun- uin“. Ætti að mega vænta þess, að allir þeir, er hugleiða þessi mál, komist að söniu niður- stöðu. Hér eru svo fjölmörg atriði ókönnuð, að nauðsyn i slíkra aðgerða er óumdeilan-1 leg. f erindi, sem Þórður Þor- bjarnarson, Ph. D., forstjóri Rannsóknarstofiiunar fiskiðnað arins, flutti á ráðstefnu um vinnslu sjávarafurða 1967, og síðar var sérprentað, er og fjallað um hugsanlega vinnslu allra þessara fisktegunda. Af því má sjá, að það eru fleiri en fiskifræðingar, sem komið hafa auga á gildi þess að auka fjölbreytni i veiðum bræðslu- fisks. En samræmdar meiri háttar könnunarferðir á veg- um hins opinbera hafa ekki átt sér stað enn. Þjóðhagslegt gildi þess, ef takast mætti að nýta i nnklum mæli nú ónotaða afkastagetu síldarverksmiðjanna og veita þar með fjölda manna arðbæra atvinnu og auka útflutnings- framlciðsluna, ætti að vera aug ljóst hverjum manni. Flutningsmenn þessarar til- lögu telja þvi einsýnt, að hefj- ast beri handa um þær aðgerð- ir, sem í tillögunni greinir, og þá að sjálfsögðu á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar, scm nú annast fiskileit íslendinga. Flutningsmenn lcggja áherzlu á, að vart er hugsanlegt, að einstakir útgerðarmenn eða fé- lög ráðist í áður óþekktar veið ar, þar sem allar líkur eru á að veiðarnar yrðu ekki arðvæn legar fyrr en að fenginni tals- verðri reynslu og eftir að lagt hefði verið í verulegan kostn- að. Að svo miklu leyti sem aðslaða er ekki fyrir liendi á skipum Hafrannsóknastofnunar innar, þyrfti af þessum ástæð- um að gera út fiskiskip með stuðningi liins opinbera til þess að kanna, livaða veiðiaðferðir hentuðu bezt og liver grundvöll ur væri fyrir veiðum á þeim fisklegundum, sem tillagan fjallar um, öðrnm en loðnunni. Að fengnum jákvæðum niður- stöðum væri svo unnt að hefja almennar veiðar og fyrr ekki. Flutningsmennirnir leggja sérstaka áherzlu á það, að að- gerðir þær, sem þingsályktunar tillagan fjallar um, verði eigi framkvæmdar á kostnað ann- arrar fiskileitar. Þorsk- og síld- arrannsóknum ber t.d. að þeirra dómi að sinna af fullum krafti og efla rannsóknir og leita að öðrum stofnum, svo sem rækju, humar og skelfiski, svo að dæmi séu nefnd. Mun það mála sannast, sem sagt hefur ve-ið, að langaríibærasta fjárfestingin, sem liugsanleg er \ til aukinna fiskveiða, sé vel skipulögð fiskileit ásamt til- heyrandi rannsóknum og veiðar færatilraunum. Því hagga ekki sveiflur þær, sem ætíð verða á aflamagni milli ára eða ein stakra vertíða." — TK Hljómsveitarstjóri Framhald af bls. 7 ein'kun og mannlega dýpt hljómsveitarstjórans — og það virðist sem hljómsveitin léki af mikilli ánægju með Mak- sím. Hann hefur lag á því nð efla hljómsveitarmennina með orku sinni, með skilningi sín- um á tónlistinni og listrænni tjáningu. Hann hefur ákveðnar skoð- anir á tónlist — þó hann segi stundum: „Ég ann allri góðri tónlist — alveg sama hver skap aði hana og hvenær." Hann hefur sérstaka afstöðu til föður síns. Auk sonarástar ber hann tnikla virðingu fyrir föður sínum sem tónlistar- manni. Hann segir: Faðir minn er einn af kennurum mínum. Ég lærði hjá mörgutn prófessorum í hljómsveitarstjórn, Alexander Gák, Gennadí, Rodsjedstvenn- ski ig fleiri. Þeir kenndu mér ómetanlega mikið. En af föður mínum lærði ég ekki í beinni merkingu þess orðs heldur á víðara sviði — sem listamaður. Maksím leitar ráða og stuðn ings hjá tónskáldinu Dmitri Sjostakovitsj. Og ekki aðeins um hans eigin tónverk — en einnig tónverk annarra höf- unda. Hann hefur ekki misst sjón- »r af hinum margvíslegu áhuga oiálum sínum, en hefur æ minni tíma fyrir hvaðeina sem ekki er teng’ tónlist. Sú var tíð að hann hafði geysimikinn áhuga á djassi, Og átti mikið plötusafn og marg- ar spóiur En Ljass er alvarleg listgrein — segir i.ann — það þarf að gefa sér mikinn tíma fyrir hann. Hér áður fyrr gerði ég það, en nú hef ég einfaldlega ekki tíína til þess lengur. Það var lokaball í Tónlistar- skólanum í Moskvu. Meðal þeirra, sem að þessu sinni voru að úskrifast var Karine Georg- ian selloleikari. Hún átti að koma fram þarna um kvöldið og var mjög taugaspennt, og sagði að það væri auðveldara að leika í alþjóðlegri tónlistar- keppni, en framrhi fyrir skóla- systkinunuim, sem hún var búin að vera með um fimm ára skeið. Karine lék vel. Bekkjarsyst- kinin glöddust og klöppuðu henni duglega lof í lófa. Þannig höfðu líka undirtektir verið ári áður. En áheyrendur höfðu þá verið nokkru strang- ari. í dómnefndinni sátu þá heimsfrægir tónlistarmenn, en þetta var á 3. alþjóðlegu Tsjai- kovskí tónlistarsamkeppninni í Moskvu. f keppninni hlaut Karine Georgian fyrstu verð- laun. Karine var ekki necna fimm ára gömul, þegar hún byrjaði að læra á selló undir handar- jaðri föður síns Armens Georgi ans, sem er frægur sellóleikari on kennari. Á skólaárunum í Moskvu kom hún oft fram á skólaskemimtunum og tók þátt í samkepni oftar en einu sinni, sem haldin var í skólanum og vann í hvert siftn. Sautján ára a ðaldri fékk hún 1. verðlaun í tónlistarsamkeppni sellóleikara frá öllu Rússlandi. Árið 1962 lauk Karine skóla- námi með gullverðlaunum og var tekin í tónlistarskólann í Moskvu, þar seim hún stundaði nám hjá Mstislav Rostropovitsj, og undir leiðsögn hans æfði hún fyrir Tsjaikovskí sam- keppnina. Karine lék víða í borgum Sovétríkjanna meðan hún vai enn við nám í tónlistarskólan- um. Hún kom elnnig fram á hljócnleikum utanlands: í Pól- landi, Ungverjalandi og tók þátt í tónlistarhátíðinni sem helguó' var nútíma tónlist og haldin í Berlín árið 1967, en þar hlaut hún önnur verðlaun fyrir flutning sinn á selló'kon- sert Sjostakovitsjar. Mikhail Kostikov, APN. vörðurinn var þá broti úr sek- úndu á undan á knöttinn. Á 35. mín. leiksins tók Björn aukaspyrnu og sendi vel inn_í teig- inn. Þar náði Snorri Rútsson knett inum og náði að spyrna inn fyrir vörn Skotanna og fylgdi Örn Ósk- arsson vel eftir og renndi í net- ið. Fyrstu 20 mín. síðari hálfleiks sótti fslenzka liðið vel og átti þá m. a. Ingi Björn fast ’skot á mark- ið, sem markvörðurinn bjargaði meistaralega, en heldur dró iir liðinu þegar Skotarnir skoruðu sitt annað mark. Undir lok leiks- ins var greinileg vítaspyrna, er Gísla Torfasyni var hrint á bakið rétt við markteig, en henni var sleppt, eins og öðrum brotum, sem þar urðu. Ekki reyndi sérlöga mikið á Árna Stefánsson markvörð, en hann varði þó laglega tvisvar eða þrisvar f leiknum. Liðið var gott í heild og lék mun betur en gegn Wales á dög unum, Vörnin var sterk og b? sérstaklega Helgi Björgvinsson o? Gunnar Guðmundsson og sömu leiðis Árni Geirsson. Á miðjunn voru beir mjög góðir Björn O Pétursson og Snorri Rútsson oj Gísli Tonfason, en hann kom inr á í síðari hálfleik. Framlínan va) helzt til af sundurlaus og ekk: alTir með á nótunum, en hún gerð sitt bezta eins og reyndar allt lið ið — en enginn má við 11 grófuu mótherjum — og hlutdrægun dómara. Innilegar þakkir og kærar kveðjur sendi ég öllum þeim, sem með gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum minntust mín á sjötugsafmælinu. ) Guðmundur Ingimarsson frá Efri-Reykjum. Sigvaldi Jónsson frá Ausu, 1 | lézt í sjúkrahúsi Akraness, 23. október. | Útför hans fer fram frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 31. október - kl. 14. Börn og tengdabörn. Alúðarþakkir sendum við öllum þeirn, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug vlð fráfall og útför móður okkar og tengdamóður Þórhöllu Jónsdóttur. Kristín Konráðsdóttir Steinunn Konráðsdóttir Friðþjófur Gunnlaugsson Gísll Konráðsson Sólveig Axelsdóttir Elglnmaður minn Andrés Andrésson, klæðskerameistari verður jarðsunginr. frá klrkju Óháða Safnaðarins við Hátegisveg föstudaginn 30. október kl, 1,30. Þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á liknarstofnanir. Ingibjörg Stefánsdóttir. —klu—

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.