Tíminn - 29.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1970, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. október 1970 TIMINN 3 Jóhann Hafstein neitar að láta stöðva framkvæmdir við Gljúfurversvirkjnn — og segir furðulegt að háttvirtar stjórnir í jafn virðulegum samtökum, skuli leyfa sér að fara með ákveðnar fullyrðingar. KJ-Reykjavík, miðvikudag. Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, hefur nú svarað neitandi bréfi stjórnar Búnaðarfélagsins, Stéttarsambands bænda, Landnáms ríkisins, Nýbýlastjórnar, Veiðimálanefndar og Náttúrufræðistofnunar íslands, þar sem farið var fram á, að framkvæmdir við 1. áfanga Gljúfurversvirkjunar yrðu stöðvaðar, „til þess að auðvelda sáttastörf og á meðan dóm- stólar fjalla um lögmæti virkjunaráforma“ eins og það var orðað í bréfi frá þessum aðilum til ráðherra. í svarbréfi IðnaðarráSuneytis- ins er rakin gangur þessa marg- umtalaða máls, og vitnað í bréf sem farið hafa á tnilli aðila. Þá er í upphafi skýrt frá hvað sé óbreytt Gljúfurversvirkjun, og les endum til glöggvunar skal hér birtur sá kafli bréfs iðnaðarmála- ráðuneytisins. „I. áfangi: Bygging stöðvarhúss og vatnsvega og fyrri aflvél 24 MW að stærð. Aflgeta í þessum áfanga er um 7 MW. II. áfangi: Bygging fyrri hluta j stíflunnar, vatnsborðshækkun um 21 m. III. áfangi: Bygging síðari hluta stíflunnar í 57 m. hæð, vatnsborðs ! hækkun um 45 m. IV. áfangi: Síðari aflvél um Séttagrundvöllur sáttusemjarunnu KJ—Reykjavík. miðvikudag í ágúst voru þeir Jóhann Skapta son sýslumaður og bæjarfógeti á Húsavík og Ófeigur Eiríksson sýslu maður og bæjarfógeti á Akureyri skipaðir sáttasemjarar í deilu land eigenda við Laxá og Mývatn og stjórnar Laxárvirkjunar. Hafa verið haldnir margir fundir með deiluaðilum, og fundarstaður ýmist verið á Akureyri eða Húsavík. 7. október lögðu sáttasemjarar fram sáttagrundvöll í deilunni, og á fundunum, sem haldnir hafa verið síðan, hefur verið rætt um grund- völlinn, sem hvorugur aðilinn get- ur sætt sig við óbreyttan. Síðasti fundurinn var haldinn í dag á Húsavík, og voru á honum n.æthr, framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar og einn stjórnarmaður, auk full- trúa frá Rafveitu Akureyrar. Af hálfu landeigenda var stjórn Land eigendafélags Laxár og Mývatns á fundinutn. Búizt er við að næsti fundur verði haldinn að viku lið- ínni. Hér á eftir fer sáttagrundvöllur sá sem sáttasemjarar lögðu fram 7. «któber s.l. 1. Stjórn Laxárvirkjunar ítreki það sem frarr. ketnur í bréfi iðn aðarmálaráðuneytisins 13. maí s.l. að hún hafi ekki uppi nein áform um Suðurárveitu. Jafnframt að hún sé ekki með nein áform um af auka vatnsmagn Laxár með vötnum af öðrum vatnasvæðum. Loks að hún falli nú frá frekari virkjunaráætlunum í Laxá en um ræðir hér á eftir. 2 Haldið verði áfratn fram- kvæmdum við I. éfanga Gljúfur- versvirkjunar með þeim breyting- ur/ frá upphaflegum byggingar- áætlunum. er síðar greinir. 3. Ekki verði hafnar framkvætnd ir við II. áfanga virkjunaráætl- unarinnar, nema eftirfarandi skil- yrðum verði fullnægt: a. Að líffræðilegar rannsóknir leiði ekki í ljós að lífsskilyrði vatnafiska í ánni neðan virkjunar innar, verði í verulegu verri en þau eru nú. Skal um þetta byggt á áliti sérfróðra manna, er nú vinna að þessari rannsókn og áliti veiðimálastjóra. b. Að vatnsgöng verði þrengd og þau gerð fyrir rnest rennsli 70 m3 s. í stað 80 m3 s. c. Hæð stlfla við gerð II. áfanga verði ekki hærri en það að vatns- borðshækkun í Birningsstaðaflóa verði ekki meiri en ca. 2 m. d. Vegna áforma um að rækta lax í Laxá ofan virkjunar, skal hafa í huga við gerð mannvirkja fvatnsvegir og vélar) að laxaseiði, sem fara um vatnsgöng og tæki, verði fyrir sem minnstu áfalli á leið sinni til sjávar. 4. Stjórn Laxárvirkjunar lýsi yfir að með framhjárennsli og/ eða keyrslu díselvéla eða annarra orkugjafa verði komið í veg fyrir vatnsborðssveiflu í Laxá í Aðal- dal þannig að vatnsborðssveifla fari ekki yfir 6—8 cm. af völdum virkjunarinnar. 5. Framkvæmdastjóri Laxár- virkjunar skal jafnan gefa stjórn félags iandeigenda við Laxá grein fyrir framkvæmdum á vegum virkj unarinnar, ef þær miða að því að breyta mannvirkjum við orkuver- ið eða rennsli árinnar. Skal hann gera það með nokkrum fyrirvara áður en byrjað er á framkvæmd- um. 6. Stjórn Laxárvirkjunar sam- þykki að vinna að því að sam- ráði við stjórn veiðifélags Laxár og veiðimálastjóra að rækta lax í Laxá ofan virkjunar. enda náist samkomulag milli stjórnar veiði- félagsins og Laxárvirkjunarstjórn ar um aðild Laxárvirkjunar að veiðifélaginu. Stuðning sinn við þetta veiti stjórnin m. a. með að kosta að öllu íeyti flutning á laxi úr kistum j Laxá neðan virkj unarmannvirkjanna og í ána ofan lónsins, taka bátt í byggingu laxa stiga upp fyrir virkjunarmann- virkin, ef í ljós kemur að unnt er og fjárhagslega rétt að rækta lax í ánni ofan virkjunarinnar oa Framhald á bls. 14 30,9 MW að stærð. Auk þess er ráðgert að fram- kvæma sem V. áfanga Suðurár- veitu, en hún er í því fólgin að veita um 16 m3/sek. af vatni úr Suðúrá í Kráká, seim rennur í Laxá.“ Eftir að rakinn hefur verið gang ur málsins fram á þennan dag, segir í bréfi ráðuneytisins að for- sætis- og iðnaðarráðherra hafi lýst því yfir í áheyrn alþjóðar (Sjónvarpinu) að áform um háa stíflu í Laxárdal væri brott fallið, en síðar segir orðrétt í bréfi ráðu neytisins, og er það niðurlag bréfs- ins: Innan markanna „1. Framkvæmdir þær, sem nú erj hafnar í Laxá eru fullkom- lega innan marka heimildar ráðu- neytisins og heimildar í lögum. 2. Það hefur formlega verið fallið frá áformum um Suðurár- veitu og gefin yfirlýsing um, að hástíla (um 50 m.) yrði ekki leyfð í Laxárdal. Það er því á engan hátt hér um óbre; tta Gljúfurversvirkjun að ræða, sem þessar byrjunarfram kvæmdir nú stefna að. Sáttasemjarar skipaðir Ráðuneytið hafði ástæðu til að ætla á vordögum 1970, að sam- komulag mundi nást milli aðila á grundvelli þess, sem rakið er í bréfi ráðuneytisins frá 13. maí s.l. Þetta reyndist því miður ekki svo, og þegar ráðuneytið sá hverju fram fór óskaði það eftir því við dómsmálaráðuneytið, að skipaðir l yrðu sáttasemjarar í þessu máli, þeir sýslumaðurinn í Suðui-Þing- eyjarsýslu og bæjarfógetinn á Ak- ureyri. Urðu þessir embættismenn við þessum tilmælum og voru þeir skipaðir til starfsins með bréfi 20. ágúst s.1 Þrátt fyrir þessa sáittatilraun var Miðkvíslarstífla rofin viku síðar eða 26. ágúst. Sáttamenn hafa síðan starfað að þessum málum og lögðu fram sáttatillögu á Húsavík h. 7. okt. s.l. „Furðulegt aS háttvirtar stjórnir . “ Skal nú vikið að bréfinu sjálfu. í þriðja tölulið bréfs yðar segið þér: „Laxárvirkjunarstjórn hefur hafið framkvæmdir við orkuver eftir óbreyttri Gljúfurversvirkj- un“. Hér er algjörlega rangt með farið. Óbreytt Gljúfurversvirkjun er eins og fram er tekið hér að framan, stórvirkjun í Laxá í fimm áföngum, þar með talin Suðurár- veita. Þetta hlýtur yður að vera fullkomlega ljóst og þess vegna er það furðulegt, að háttvirtar stjómir í jafn virðulegum samtök um skuli leyfa sér að fara með slíkar tullyrðingar og það því fremur, þegar höfð er í huga loka setping f bréfi yðar. Áframhald i þriðju grein bréfs yðar er heldui ekki rétt Lög heimila og ráðuneytið hefur heim iiað virkjun I. áfanga Gljúfur- versvirkjunar og ennfremur sagt, að því sé l.ióst, að um áframhald- andi virkjun geti verið að ræða og þó skýrt framtekið, að III., IV. og V. áfangi Gljúfurversvirkj- unar verði ekki leyfðir. En þetta breytir þvi ekki. að ekki megi hefja framkvæmdir við I. áfanga innan þeirra marka, sem lög og heimildir ákveða. Rannsóknir hefjast næsta vor í síðari málsgrein, fjórða liðar takið þér réttilega fram, að þegar hafi verið lagðui grjndvöllur að rannsóknum, með fulltingi iðnað- armálaráðuneytisins og muni þær hefjast næsta vor o? samkvæmt áliti Náttúrufræðistofnunar ís- lands muni þær rannsóknir taka þrjú til fimm ár. Það má teljast víst, að ekki verður ráðizt í II. áfanga, ef leyfður verður, fyrr en að þessum tíma liðnum. Rannsókn ártíminn er því nægilegur. I fimmta lið bréfsins takið þér fram, að aðstaða sáttasemjaranna sé mjög veik, ekki sízt af því, að framkvæmdum er haldið áfram af fullum krafti við virkjunina eins og ekkert hafi í skorizt. Ráðu- neytið getur ekki séð, að þetta þurfi að hafa nein áhrif. Það er verið að framkvæma virkjunar- áfanga, sem er alveg óháður því, hvað síðar verður. Tilmælum neitað í sjötta lið farið þér fram á það, að ráðherra láti stöðva fram- kvæmdir við I. áfanga Gljúfur- versvirkjunar þegar í stað. Ráðu- neytið vill taka það fram með tilvísun til framanskráðs, að ekki er unnt að verða við þessum til- mælum yðar. Ráðuneytið vill að lokum ein- dregið mælast til þess við hátt- virta stjórn Búnaðai’félags íslands og aðra þá aðila, að bréfi dags. 22. þ.m., er þeim nú hefur verið kynntur aðdragandi þessa máls af hálfu ráðuneytisins, og mála- vextir að öðru leyti, að þessir aðilar beiti áhrifum sínum t.il þess að sættir takist milli aðila í þessu deilumáli, sem verða r.. ,ndi öllum aðilum farsælast." Undir bréfið rita iðnaðar- og forsætisráðherra. Jóhann Hafstein og ráðuneytisstjórinn í iðnaðar- ráðuneytinu, Árni Snævarr. Með bréfi þessu fylgdi afrit af sáttatillögu sem sáttasemjarar í Laxárdeilunni lögðu fram 7. okt. s.l. og einnig bréf ráðuneytis ins frá því í maí í vor, þar sem var yfirlýsing um virkjuoarfram- kvæmdir við Laxá. Pilfurinn talinn úr lífshættu OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Líðan piltsins sem stunginn var hnífi í Reykjavík í fyrri viku er nú mun betri. Er hann úr lfshættu og allar líku-r á að hann nái sér að fullu eftir meiðslin. Enn er samt ekki hægt að yfirheyra hann. Maðurinn sem stakk piltinn sit- ur j gæzluvarðhaldi, en hann var úrskurðaður í 40 daga gæzlu rétt eftir að hann var handtekinn. Maðurinn hefur ekki breytt beim framburði sínum að hann hafi stungið piltinn í sjálfsvörn, en hann segir að pilturinn hafi ráð- izt að sér með hnífi. Ekki er hægt að sannprófa framburð mannsins, sem er 66 ára að aldri. fvrr en hægt verður að yfirheyra piltinn. en það verður gert næstu daga. || Verður skuttogarí i smíðaður á Akureyri? [ Dagur á Akureyri segir að í tvö stórfyrirtæki þar í bæ séu nú í vanda stödd vegna fyrir- I hugaðra togarakaupa: Útgerð- arfélag Akureyrar og SIipp- j stöðin. Útgerðarfélagið hafi | lengi haft endurnýjun veiði- | skipanna á dagskrá en nú loks | verið sköpuð aðstaða til að ráð ast í hana og hafi félagið sótt um einn hinna sex skuttogara, sem ríkisstjórnin loks ákvað að beita sér fyrir að útvega. Um þetta segir Dagur: „Smíði þessara togara var boðin út og á grundvelli tilboðs frá Spáni, var samið um smíði fjögurra togarana þar, en yfir / standa viðræður e'ða samning- 8ar um smíði fimmta togarans fyrir Ú.A. við Slippstöðina á Akureyri, ennfremur sjötta tog j arans, sem Súlur h.f. á Akur- | eyri vilja kaupa. Allt eru þetta f um 1000 tonna skip. Spánartogararnir eru smíðað 'ý ir fyrir fyrirfram ákveðið verð, | sagðir seldir undir kostnaðar- I verði. Og talið er, að hvergi fáist eins hagstæð kaup slíkra skipa. Ú.A. hefur eindregið óskað þess, að fá skip sitt smíðað hér á Akureyri, hjá Slippstöðinni. Hætt er við, eða raunar sýni- iegt, að sá togari verður dýr- ari en hinir Spánarsmíðuðu. Vandi Ú.A. stafar af þeim þegn skap, að vilja láta annað fyrir tæki á Akúreyri leysa hið stóra verkefni í endurnýjun togar- anna og greiða það verk hærra verði en á Spáni. En vandi Slippstöðvarinnar í samkeppni við Spánverja liggur í því, að Spánartogararnir eru boðnir undir kostnaaðrverði. En hér á landi fær skipasmíðaiðnaður- inn litla fyrirgreiðslu, miðað við þarfir ungrar iðngreinar. Hvort er hagkvæmara fyrir Akureyringa? Frá sjónarhóli hinna almennu skattborgara á Akureyri, sem eiga Útgerðarfélagið og bærinn rekur, á Ú.A. að gera eins hag- stæð togarakaup og unnt er. En þá vaknar sú spurning, sem liinum almenna borgara á IAkureyri kemur ekkert síður við en togarakaup Ú.A.: Hver verða þá verkefni Slippstöðvar- innar? Það sýnist fyrst og fremst á vaidi ríkisstjórnarinnar að leysa vanda fvrirtækjanna tveggja, svo sem að jafna veru lega hinn óeðlileg verðmismun hinna nýju, væntanlegu togara, eða að greiða fyrir því, að Ú.A. jl fái Spánartogara og Siippstöð- ^ in næg önnur verkefni.“ TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.