Tíminn - 29.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.10.1970, Blaðsíða 7
«MMTUDAGUR 29. október 1970 TIMINN 7 hjónavígsla venjulega fram í dómsal embættisins. Hún gæti þó farið fram annars staðar, en þó innan umdæmis borgardóm- ara, þ.e. í Reykjavík. í lögum segir, að lýsing skuli fara fram með hjónaefnum. Sá háttur er hins vegar fátíður og leysa þá hjónaefni til sín svoneínt leyfis bréf, sem fæst á skrifstofunni. Þar er einnig að fá form fyrir vottorð svaramanna, sem skulu vera tveir. Ennfremur þurfa hjónaefni að hafa fæðingar- eða skírnarvottorð, svo og læknis- vottorð. Séu þessi vottorð öll í lagi er venjulega ekkert því til fyTÍrstöðu að hjónaefni geti látið „pússa sig saman“. Hjónabönd eiga líka sinn endi. Hjónaskilnaðamál fyrir borgardómi eru margfalt fleiri en borgaralegar hjónavígslur. Vilpi hjón skilja æskja þau venjulega eftir skilnaði að borði og sæng, nema þær ástæður séu fyrir hendí að hægt sé að æskja fulls skilnaðar (lögskilnaðar) strax. Aðallögskilna'ðarástæðan, sem fram er borin, er hjúskap- arbrot, sem svo er venjulega nefnt, þ.e. samfarir við annan en maka (í lögum er raunar talað um hór eða saurlifnaðar- verknað, sem jafna má til hórs). Skilnaði að borði og sæng lýk- ur annað hvort me® því að hjón taka upp samvistir að nýju eða að lögskilnaður er veittur. Séu hjón sammála geta þau fengið lögskilnaðarleyfi eftir eitt ár, annars e : fyrr en eftir tvö ár. Borgardómur veitir leyfi U! skilnaðar að borði og sæng, en lögskilnaðarle.vfi veitir dóms- málaráðuneytið svo og leyfi til skilnaðar áð borði og sæng, ef úrskurða hefur þurft einhver atriði í sambandi við skilnað- inn. Þessi atriði eru . einkum forræði yfir börnum og með- lagsgreiðslur með þeim og lífeyrisgreiðslur til maka. Þótt hjón skilji að borði og Framhald á bls. 12 Borgardómaraembættir í Revkjavík er stundum nefnt Borgardómur Reykjavíkur og verður það h«ti notað hér. Borgaxdómur er stærsti dóm- stóll landsins í svonefndum einkamálum. Þar komu fyrir dómimn (voru þingfest) rúm- lega 6.200 mál árið 1969. í lög- om segir, að borgardómarar fari með einkamál, þar á meðal for- mennsku í fasteignamálum, borgaralega hjónavígslu, hjóna- skilnaðarmál, kvaðning mats- manna og skoðunarmannc. í dómi og utan dóms. Meginstarf Borgardóms er að fara með og kveða upp dóma í emkamálum, en þau eru t. d. hvers konar skaðabótamál (vegna bifreiða- áreksturs, skemmda á íbúð, slysa á landi, sjó og í lofti o. s. frv.), almenn skuldamál (húsa- leiga ekki greidd, úttekt í verzl- un ekki borguð, ekki staðið í skilum með greiðslu afborgana o. s. frv.), víxilmál (ekki staðið í skilum á gjalddaga), tékka- mál (innstæðulaus tékki (ávís- un) gefinn út), ógildingardóms- mál (veðskuldahréf, ti-yggingar- bréf o. s. frv hefur glatazt) og þannig mætti áfram telja. Sjó- og verzlunardómur Reykjavíkur héfur og aðsetur í' Borgardómi, og þar fara svo- nefnd sjópróf'einnig fram. Meðferð þerrara mála eru hinar raunverulegu dómsathafn ir. Hjónavígslur og hjónaskilnað ir eru ekki dómsathafnir í þeim skilningi, þótt dómari fram- kvæmi. í þessnm tveim mála- flokkum kemur dómarinn fram sem valdsmaður. Hjónaskiln- aðir eru í mörgum öðrum lönd- um afgreiddir i dómsmáli. Það er raunar heimilt hér (svonefnl hjúskaparmál), en er nær dæmalaust. Samkvæmt íslenzkum lögum er kirkjuleg hjónavígsla og borgaraleg hjónavígsla jafngild. Hinar fyrrnefndu eru miklu tíðari og hefur fjöldi borgar- legra hjónavígsla verið nokkuð svipaður undanfarin ár. Skil- yrði til hjónavígslunnar eru hin sömu. Hjá Borgardómi fer QjffiM ffiffi LESANDIMN Jólafötin Matrósaföt 2—7 ára, rauð — blá, matrósakragar — flautubönd. Drengjajakkaföt 5—16 ára, terelyn og ull, margir litir, frá kr. 1.985,00. Stakir drengjajakkar og buxur, 4—12 ára. Molskinnsjakkar frá Ung- verjalandi frá kr. 560,00 Drengjaskyrtur kr. 150,00. Kuldaúlpur. Dúnsængur. ÆSadúnssængur, gæsa- dúnssængur, vöggusæng- ur. Sængurfatnaður og kodd- ar, fiðui og dralon. Dúnhelt og fiðurhelt léreft. Gæsadúnn — Æðadúnn — Hálfdúnn. Patons-ullargarnið nýkomið 100 litir — 5 grófleikar, iitekta — hleypur ekki. Prjónar og hringprjónar. Rjómaís milli steikar og kaffis Isréttur er friskandi ábætir, sem fljótlegt er aö útbúa. Vinsæld- ir hans við matborðið eru öruggar. Skemmtilegt er að fram- reiða hann á mismunandi hátt og fylgja hér á eftir nokkrar uppskriftir: ÍSSÚKKULAÐI. Fyllíð glas að % með kakó eða kakómalti. Setjið nokkrar sneiðar af vanilluís í, skreytið með þeyttum rjóma og suituðum appelsínuberki eða möndlum. JARÐARBERJAÍS MEÐ HNETUM. Ristið hasselhnetur þurrar á pönnu. Fjarlægið hýðið og saxið hneturnar gróft. Stráið þeim yfir ísinn og hellið 1 msk. af víni yfir (t. d. likjör eða sher,y). BANANAÍS, 1 skammlur. 1 banani / 3 msk. súkkulaðiis / 1 msk. sólberja- eða jarðarberjasulta / '/2 dl þeyttur rjómi / 1 msk. hnetukjarnar. Kljúfið banana að endilöngu og leggið á disk. Setjiö ísinn yfir, skreytið með rjóma, sultu og söxuðum hnetum. IS I PONNUKOKUM er sérlega ódýr og Ijúffengur éftirféttur. Skerið vanillu- eða súkkulaðiís í lengjur, vefjið pönnuköku ulanum, hellið súkkulaðisírópi, bræddu súkkulaði eða rifnu yfir. NOUGATÍS MEÐ APRIKÓSUM. Setjið til skiptis i glas nougat- ís, niðursoðnar aprikósur og möndlur. Blandið dálitlum sítrónu- safa saman við aprikósumauk og skreytið með þvi. HEIT ÍSTERTA. 1 sykurbrauðsbotn / 3 msk. sherry / V* ds. niðursoðnir ávextir / 2 msk. saxað súkkulaði / 2 msk. saxáðar möndlur / 1 lítri vanilluis. Marengs: 4 eggjahvitur / 3 dl (260 g) sykur. Helliö sherryi yfir kökubofninn, setjið ávextina yfir og súkkulaði og möndlur þar yfir. Spænið ísinn upp og setjið hann yfir ávextina. Þeytið hvíturnar með 1 dl af sykri mjög vel, góða stund eftir að þær eru súfar. Blandið þvi sem eftir er ,»f sykr- ínum gætilega saman við. Smyrjið eggjahvítunum utan um ís- inn og bakið við mikinn yfirhita (300° C) i örfáar mínúfur, eða þar til marengsinn er gulbrúnn. Berið ísréttinn fram str&x. ÍSKAFFI. Fyllið hátt glas til hálts með sterku, köldu kaffi. Leggið nokkrar skeiðar af vanilluis i kaffið, skreytið með þeytt- um rjóma og rifnu súkkulaði. Vesturgötu 12. Sími 13570.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.