Tíminn - 29.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.10.1970, Blaðsíða 9
fTMMTUDAGUR 29. október 1970 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómae Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstjórnar skrifstofur i Edduhúsinu. símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræu . Afgreiöslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur simi iíe?00. Askriftargjald kr 165,00 á mánuði. innamlands — í lausasölu kr. 10,00 eint Prentsm Edda hf Utflutningsráð Tómas Árnason og Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hafa lagt fram á Alþingi tillögu um stofnun útflutningsráðs. Samkv. tillögunni skal leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um Útflutningsráð, er hafi það hlutverk að efla íslenzka útflutningsstarfsemi og annast um útflutnings- og markaðsmál í samvinnu við utanríkisráðuneytið og viðskiptaráðunevtið. Útflutnings- ráð skal verða sjálfstæð stofnun, skipuð fulltrúum helztu samtaka íslenzkra útflytjenda og atvinnuvega. Viðskipta- fulltrúar utanríkisþjónustunnar skulu að hluta verða starfsmenn Útflutningsráðs. í greinargerð með tillögunni benda flutningsmenn m.a. á, að í nágrannalöndunum hafi verið komið á fót sérstökum útflutningsráðum til að greiða fyrir framleið- endum við sölu á vörum á erlendum mörkuðum. Erfið- leikum sé bundið fyrir einstök fyrirtæki að standa fyrir markaðskönnunum erlendis, og þurfi til að koma samstillt átak ríkisvaldsins og atvinnuveganna. Samfara markaðs- könnunum hefði Útflutningsráðið forgöngu um fram- leiðslu nýrra vörutegunda, sem aetla mætti að markaður væri fyrir eða möguleikar að skapa nýjan markað fyrir. Það hefur mikið verið rætt um nauðsyn skipulegrar markaðskönnunar og markaðsöflunar fyrir íslenzkar framleiðsluvörur. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa á s.l. 10 árum hreyft því máli 1 margvíslegum myndum með málflutningi og tillögugerð. Það hafa allir, stjómar- herrar sem aðrir, tekið undir og viðurkennt að það þyrfti að gera átak á þessu sviði. Það sorglega er, að það hefur bara lítið sem ekkert gerzt ennþá. Takmarkað starf nýrra aðila á þessu sviði allra síðustu misseri er lofs- vert. Ekki má þó meira úr því gera, þegar meta skal stöðu okkar á þessu sviði, en efni standa til. Við skulum styðja vel við bakið á þessum aðilum öllum, en til veru- legrar sóknar í þessum málum, sem er okkur lífsnauðsyn, ef við ætlum að nýta möguleika EFTA-aðildar í tíma, dugir ekkert minna en skipulegur og myndarlegur stuðn- ingur ríkisvaldsins. Stofnun Útflutningsráðs, er hefði yfir verulegu fjármagni að ráða, er skref, sem ekki má draga of lengi að stíga. Ókyrrð? Eftir úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er Gunnar Thoroddsen vann mikinn sigur og tryggði stöðu sína sem einn af mestu áhrifamönnum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík á nýjaleik, hefur virzt sem allt væri kyrrt á yfirborðinu og „trojka“ eða samvirk for- usta í uppsiglingu í Sjálfstæðisflokknum. Nú er ljóst, að eldur logar undir. Jarðhræringar eru að vísu svo vægar ennþá, að þær mælast trauðla nema á þá fínu kvarða, sem liggja milli lína í Morgunblaðinu. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir skömmu, lagði Gunnar Thoroddsen á það áherzlu í ræðu fyrir skömmu, að fram þyrfti að fara nýtt gildismat á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Gildi þeirrar stefnu, sem fylgt hefði verið. þyrfti að end- urmeta, því að augljóst væri að búið væri við úreltar kennisetningar og af sér gengin amboð Þessu var neit- að í leiðara Mbl. í gær með því að dásama „aðlögunar- hæfni“ „sjálfstæðisstefnunnar1, sem væri í sífelldri end- urskoðun, og nýtt gildismat stefnunnar þyrfti því ekki að fara fram. Stefnan væri rétt og ætti að vera óbreytt kiarna. Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, hóf svo sjónv&rpsspjall í fyrrakvöld með því að leggja áherzlu á óbreytta stefnu og að fráleitt væri að leggja nýtt mat a gildi hennar! — TK ERLENT YFIRLIT Brandt segist vera bjartsýnn á framtíð ríkisstjórnar sinnar Hann treystir á, að samkomulag náist um Berlín Willy Brandt ISÍÐASTLIÐINN föstudag var liðið rétt ár síðan stjórn Willy Brandts kom til valda í Vesbur- Þýzkalandi. I tilefni af því hélt hann sérstakan blaðamanna- fund. Það gerði einnig Walter Scheel, utanríkisráðherra, sem er formaður Frjálslynda flokks- ins. Blaðamenn segja, að Brandt hafi verið hinn hressasti, en Scheel hafi verið ; daufara lagi, þótt hann hafi reynt að bera sig vel. Slíkt er heldur ekki að undra, þar sem þrír þingmenn hafa nýlega gengið úr flokki hans og farið til liðs við kristilega demókrata, og var einn þeirra enginn annar en Mende, sem var formaður flokksins á undan Scheel. Við brottför þeirra minnkaði meiri- hluti stjórnarinnar á þingi úr tólf atkvæðum í sex. Brandt lét svo ummælt, að hann óttaðist þetta ekki. Meirihluti er meiri- hluti, sagði hann. Báðir létu í ljós þá trú, a@ ríkisstjórnin myndi halda velli til loka kjör- tímabilsins, eða í þrjú ár enn. Ýmsir þeirra, sem vei þekkja til, draga þetta þó í _ efa,- Þeir i4 telja þetta geta oltið á fýlkis- kosningunum, sem fara fram eftir mánaðamótin. Ef frjáls- lyndi flokkurinn tapar í þeim, getur aðstaða Scheels orðið mjög erfið í stjórninni. Þá er heldur ekki talið ólíklegt, að fleiri þingmenn flokksins fari í slóð þremenninganna. sem hafa farið yfir til kristilegra demo- krata. ÞAÐ verður ekki sagt. að rík- isstjórn Brandts hafi verið af- kastamikil á sviði innanlands- mála á fyrsta starfsárinu. Hún hefur ekki framkvæmt nema eitt af þeim fyrirheitum, sem stjórnarflokkarnir gáfu varð- andi þau fyrir kosningamar í fyrra, t. d. á sviði skólamála. Því er einkum borið við, að undirbúningur þessara mála taki mikinn tíma og því hafi ekki enn unnizt tími til að leggja þau fyrir þingið. Hins vegar er nú búið að boða sum þeirra. Það styrkir hins veg- ar stjómina á vettvangi innan- landsmála, að síðustu mánuði hefur dregið úr dýrtíðar- og verðbólguvextinum og raun- tekjur heldur aukizt, þar sem atvinna er meiri en nóg. Með- an slíkt helzt, er það að sjálf- sögðu verulegur styrkui fyrir stjórnina. ÞAÐ ER á sviði utanrík's- mála, sem ríkisstjórn Brandts hefur mest látið til sín taka og unnið sér mest til frægðar. Brandt hefur með viðræðunum við Rússa, Pólver.ia og Austur- Þjóðverja opnað nýja ieið til bættrar sambúðar við Austur- Evrópu. Þýðingarmikill árang- ur hefur þegar náðst, þar sem er griðasáttmálinn við Rússa. Líklegt þvkir. að slíkur samn íngur verði brátt gerður við Pólverja. En Brandt hefur opn- að þessa nýju leið með gr' ' ef svo mætti segja, og því hafa kristilegir demokratar ekki náð hér höggstað á honum. Brandt hefur sett það að skilyrði fyrir endanlegri staðfestingu griða- sáttmálans við Sovétríkin, að nýtt og hagstæðara samkomulag náist um Vestur-Berlín. Náist slíkt samkomulag, verður erfitt fyrir kristilega demokrata að standa gegn samningnum. Náist það hins vegar ekki, getur Brandt bent á, að gerð hafi verið mikilvæg fclraun til bættr- ar sambúðar, þótt hún hafi mis- heppnazt. Sumir leiðtogar kristi- legra demokrata, eins og t. d. Schröder, fyrrv. utanríkisráð- herra, hallast að stefnu Brandts í þessum málum og því eru kristilegir demokratar hvergi nærri einhuga í andstöðunni gegn griðasáttmálanum, þótt hátt láti í þeim Kiesinger og Strauss. MARGT virðist benda til þess, að Brandt telji sig hafa allgóða vissu fyrir því, að Rússar muni slaka til í Berlínarmálinu, þótt aðdragandi þess geti tekið sinn tíma. Álitið er, að Brandt byggi þetta m. a. á því, að Rússar hafi nú mikinn áhuga á stór- auknurn viðskiptum og tækni- legri samvinnu við Vestur-Evr- ópu. Þetta stafi m. a. af því, að Rússar geri sér ljóst, að bilið milli þeirrr og Bandaríkjanna aukist heldur en minnki á tækni- sviðinu, og þetta geti þeir bætt sér upp með aukinni samvinnu við Vestur-Evrópu. Nokkuð er það, að Rússar hafa þegar „.rt stóra samninga við ýmis fyrir- tæki í Vestur-Þýzkalandi, Frakk landi og á ítalíu, um óbeina og beina tæknilega aðstoð þeirra. SUMIR óttast, að hinm raun- verulegi tilgangur Rússa með þessu, sé að draga úr samvinnu Vestur-Evrópu og Bandaríkj- anna. Aukin skipti milli Vestur- Evrópu og Sovétríkjanna, muni og gera þjóðir Vestur- Evrópu andvaralausari en ella. Brandt og skoðanabræður hans virðast þó efast mjög um þessa kenningu. En Brandt telur þó rétt að halda þannig á málun- um, a@ Rússar geri sér ekki neinar tálvonir í þessum efn- um. Þess vegna er það grund- vallaratriði í utanríkisstefnu Brandts, ásamt því að bæta sam búðina við Austur-Evrópu, að Vestur-Evrópuþjóðirnar auki samstarf sitt, m. a. með eflingu og aukningu Efnahagsbandalags Evrópu. Brandt leggur líka mikla áherzlu á, að náin saír.- vinna haldist milli Bandaríkj- anna og Vestur-Þýzkalands. Þess vegna er stjórn hans and- víg fyrirætlunum Bandaríkja- stjórnar um að minnka banda- ríska heraflann í Vestur-Þýzka- landi. Stjórnin vill heldur, að Vestur-Þjóðverjar taki á sig aukinn hluta af kostnaðinum dvöl hans. BRANDT var nýlega spurð- ur um, hvort hann hyggði á samstarf við kristilega demo- krata, ef samstarfið við frjáls- lynda færi út um þúfur. Hann tók því fjarri Jafnframt árétt- aði hann þá skoó ..n sína, r.@ stjórn iafnaðarmanna og Frjáls- lynda flokksins myndi a. m. k. fara með völd til loka kjö.tíma- bilsins. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.