Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 322. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Stjörnum prýtt jólaskraut Ný jólaplata er væntanleg í búðirnar á næstu dögum | Menning 68 Tímaritið og Atvinna í dag Tímarit | Stórmerkilegur jólagrautur  Allt í lagi að svindla stundum  Eragon og blái steinninn Atvinna | 6,9% hækkun launavísitölu  Fellibyljir hafa áhrif á vinnumarkaðinn 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 HÖFUÐBORGIN tekur á sig æ jólalegri svip með jólaljósum, skrauti og trjám sem prýða allflesta bæi landsins um þessar mundir. Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og vafa- lítið munu margir tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukrönsum sínum og byrja að skreyta hús sín fullir gleði og tilhlökkunar yfir þeim tíma sem í hönd fer. Reyndar virðist maður ekki þurfa á neinu ut- andyraskrauti að halda þegar litadýrð himinsins er jafn tilkomumikil og þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti leið um Skólavörðustíginn. | 64 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aðventan gengur í garð NIÐURSTÖÐUR nýrrar samanburðarrann- sóknar á Norðurlöndunum og Eystrasaltslönd- unum á viðhorfum barna og ungmenna til kyn- hegðunar og kynlífs, sem birtast munu eftir áramót hvað Ísland varðar, munu vekja mikla at- hygli, að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. „Á þessu stigi er ekki rétt að fjölyrða um niðurstöðurnar en ég get þó sagt að þær munu töluvert stangast á við viðteknar hug- myndir okkar um þessi mál.“ Í viðtali sem birtist í Tímariti Morgunblaðsins í dag segir Bragi m.a.: „Lífsviðhorf unglinga, samskipti og hispursleysi á ýmsum sviðum eru veruleiki sem ég held að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af og þá á ég ekki aðeins við vímuefnin. Ég tel t.d. að sú markaðs- eða verslunarvæðing kynlífs sem við höfum orðið vitni að og marka- leysið í þeim efnum hafi haft mjög ógeðfelldar af- leiðingar. Þær birtast m.a. í því að gerendur kyn- ferðislegs ofbeldis verða sífellt fleiri og sífellt yngri. Rannsóknir hafa sýnt að um helmingur fullorðinna kynferðisbrotamanna byrjar að brjóta af sér á unglingsaldri en þetta hlutfall fer núna stækkandi. Af þeim staðfestu kynferðis- brotum gegn börnum sem koma inn á borð Barnahúss er þriðjungurinn af völdum gerenda innan 18 ára aldurs, t.d. bræður, fjölskylduvinir, nágrannar. Það segir okkur að kynferðislegt of- beldi er samfélagslega ákvarðað að verulegu leyti. Flest brotin eru ekki framin af þessum eig- inlegu barnaníðingum eða pedófílum, einstak- lingum með barnagirnd; þeir eru aðeins örlítið brot af heildarfjöldanum.“ Hugleiddi að segja af sér Bragi segir að saga Barnahússins á Íslandi, sem vakið hafi athygli langt út fyrir landstein- ana, hafi verið nánast samfelld þrautaganga frá upphafi. Hann nefnir tregðu dómstóla, einkum Héraðsdóms Reykjavíkur, til að leyfa börnum að njóta Barnahússins og kveðst um tíma hafa ótt- ast að starfsemi Barnahússins yrði hreinlega lögð niður. „Fyrr á þessu ári hugleiddi ég alvar- lega að leggja til við ráðherra að Barnahúsinu yrði lokað. Í fyrsta sinn frá stofnun þess hafa í ár skýrslutökur af börnum verið fleiri í dómhúsi en í Barnahúsi. Þá lá læknisskoðun á börnum niðri frá vorinu 2004 og þar til nú í haust.“ Hugleiddirðu að segja af þér? „Sú hugsun hvarflaði að mér. Og frekar hefði ég gert það en leggja til lokun Barnahússins.“ Gerendur kynferðis- legs ofbeldis sífellt fleiri og yngri Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Stokkhólmi. AFP. | Einn af fjórum sænskum friðargæsluliðum, sem særðust í sprengjuárás í Afganistan á föstudag, dó af sárum sínum í fyrri- nótt. Sænski herinn sagði í yfirlýsingu í gær að einn hermannanna hefði dáið á sjúkrahúsi í Kabúl, annar særst lífshættulega og hinir tveir væru með minni meiðsl og hefðu verið fluttir á sjúkrahús í grannríkinu Ús- bekistan. Mennirnir voru við störf í borginni Mazar-i-Sharif í norðurhluta lands- ins og hermt er að sprengja hafi sprungið undir bifreið þeirra í grennd við miðborgina. Svíarnir störfuðu með breskum svonefndum „uppbyggingarsveit- um“ í landinu. Fjórtán íslenskir friðargæsluliðar hafa að undanförnu verið við störf í Afganistan. Ákveðið hefur verið að kalla þá sem starfa í norðurhluta landsins heim en sjö félagar þeirra munu áfram starfa í vesturhlutan- um. Alls eru yfir 8.000 friðargæsluliðar frá 36 löndum í Afganistan. Svíi beið bana í Afgan- istan Mumbai. AFP. | 67 ára gamall indverskur auðkýfingur og ofur- hugi, Vijaypat Singhania, kvaðst í gær hafa sett nýtt hæðarmet í loftbelg með heitu lofti og komist 21.167 metra (69.852 fet) yfir sjávarmál. Metið hefur ekki enn verið staðfest formlega. Sing- hania notaði einn af stærstu nælonloftbelgjum sem gerðir hafa verið og lagði af stað frá borginni Mumbai í vesturhluta Ind- lands. Flugið tók fimm klukkustundir. Fyrra metið setti sænski flugmaðurinn Per Lindstrand yfir Texas í Bandaríkjunum árið 1988 þegar hann flaug 19.810 metra (64.997 fet) yfir sjávarmáli. Alls höfðu sautján flugmenn reynt að slá met Svíans fyrir loftbelgsflugið í gær. Setti hæðarmet í loftbelgsflugi Reuters HUNDRUÐ manna þurftu að hafast við í skýlum á Englandi í fyrrinótt eftir að hafa fest bíla sína í snjó þeg- ar hríð brast á víða um Bretland. Breski herinn var kallaður út til að bjarga allt að þúsund mönnum sem höfðu fest bíla sína í snjó í Cornwall- sýslu á suðvestanverðu Englandi, að sögn fréttavefjar breska ríkisút- varpsins, BBC. Vegir lokuðust einnig á Norður- Írlandi, í Wales og Skotlandi á föstu- dag. Kennslu var aflýst í skólum og víða var rafmagnslaust eftir að raf- línur féllu niður. Spáð var áframhaldandi snjókomu víða á Bretlandseyjum um helgina og hríð í Skotlandi. Hundruðum ökumanna bjargað ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.