Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinsælasta barnadagbók í heimi Hér er loksins komin vinsælasta barnadagbók í heimi í íslenskri þýðingu. Bókin hvetur foreldra og aðstandendur til að varðveita minningarnar. Í bókinni er að finna fjöldann allan af gullfallegum myndum eftir þekktasta barnaljósmyndara heims, Anne Geddes. www.jpv.is SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn og Landsvirkjun hafa gert með sér samning sem kveður á um að Lands- virkjun styrki félagið. Markmiðið með samstarfssamningnum er að Landsvirkjun efli starf Hróksins við að kynna skáklistina grunn- skólabörnum. Í tengslum við samninginn mun Hrókurinn dreifa bókinni Skák og mát til grunnskólanema undir slag- orðinu „Virkjum framtíðina – börnin eru dýrmætasta auðlind Íslands“. Hrókurinn hefur undanfarin fjögur ár fært þriðju bekkingum að gjöf bókina Skák og mát frá Hróknum og Eddu útgáfu, sem alls hefur gefið til þess verkefnis 20.000 bækur. Þá mun Hrókurinn halda fimm skákhátíðir kenndar við Landsvirkjun fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrjár verða á vor- önn 2006 og tvær haustið 2006. Sam- kvæmt samningnum er framlag Landsvirkjunar til Hróksins ein og hálf milljón króna. Skákskóli Hróksins viðurkenndur „Það eru viss tímamót að eiga sér stað í íslensku skáklífi,“ segir Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, og bætir við að þetta samstarfsverkefni sé honum afar dýrmætt. „Lands- virkjun er að sýna í verki að fyr- irtækið styður starf sem nær til allra grunnskóla á Íslandi. Megintilgangur Hróksins í framtíðinni verður að sjá til þess að það sé líf og fjör í skákinni í hverju einasta byggðarlagi landsins. Við munum jafnframt standa að fjöl- mörgum viðburðum í sameiningu og skákhátíðum um allt land.“ Sjálfur stendur Hrafn nú á per- sónulegum tímamótum. „Fyrsta jan- úar næstkomandi mun ég láta af því embætti sem ég hef gegnt með miklu og vaxandi stolti síðustu sjö árin og kraftmiklir vaskir menn munu taka við Hróknum og sjá til þess að skák- vakningin mikla haldi áfram,“ segir Hrafn. „Áður en að því kemur þrái ég þó fátt heitar en að sjá nokkur stór mál í höfn. Þar ber hæst skák- væðingu grunnskólakerfisins á Ís- landi, því eins og erlendar rannsóknir sýna bætir skákkunnátta árangur nemenda í öllum öðrum náms- greinum, allt frá lestri til stærðfræði. Ég bind miklar vonir við skilning ráðamanna á þessu framfaramáli sem varðar æsku landsins og þar með framtíðina svo miklu og tel að tíðinda sé að vænta í þessum efnum. Vænst þykir mér um að geta kvatt Hrókinn þannig að hann njóti þeirrar við- urkenningar að Skákskóli Hróksins er nú kominn á fjárlög íslenska rík- isins.“ Hrafn segir stuðning Alþingis við Skákskóla Hróksins félagsmönnum mikils virði sem viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið. „En hann verður þó fyrst og fremst hvatn- ing til frekari dáða,“ segir Hrafn. „Við erum líka stolt af því að stórfyr- irtæki á borð við Íslandsbanka og Bónus skuli hafa tekið að sér að ger- ast bakhjarlar okkar starfs, eins og Edda útgáfa og fjölmörg önnur fyr- irtæki, félagasamtök, sveitarfélög og einstaklingar. Þegar ég kveð Hrók- inn finnst mér eins og á þessum sjö árum hljóti ég að hafa leitað liðsinnis upp undir allra Íslendinga og veit nú að framtíð í íslensku skáklífi er björt; Hrókurinn mun dafna og ólmast og heimsækja skólana. Við munum halda áfram starfi okkar með vinum okkar, föngunum á Litla-Hrauni, með krökkunum á barnaspítala Hringsins og í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir. Þá erum við svo gæfusöm að hafa nú glæsilegasta leiðtoga sem íslensk skákhreyfing hefur eignast, Guðfríði Lilju Grét- arsdóttur, forseta Skáksambandsins, sem mun leiða lokasóknina að skák- landinu Íslandi.“ Rækta vináttuna við Grænlendinga Þá er einn lykilmaður ótalinn, en hann er danski stórmeistarinn Hen- rik Danielsen, sem að sögn Hrafns hefur unnið þrekvirki í íslensku sam- félagi á undanförnum misserum. „Sem skólastjóri Hróksins hefur hann heimsótt skóla um allt land, teflt við og hrifið þúsundir barna auk þess að taka þátt í ótal viðburðum og heimsækja sjúkrahús, fangelsi, dval- arheimili aldraðra og alla aðra þá staði sem Hrókurinn hefur haft tíma til að sinna á síðustu misserum,“ segir Hrafn. „Það er einlæg von mín að við njótum áfram starfskrafta þessa af- reksmanns sem er nýkominn úr ferð til Afríku á vegum Hróksins, Þróun- arsamvinnustofnunar og Skák- sambandsins, ásamt hinum knáa liðs- manni okkar Kristian Guttesen.“ Dagana 4. til 11. desember nk. munu Hróksmenn heimsækja Græn- land, og færa 560 grænlenskum grunnskólabörnum taflsett að gjöf. Þessi ferð var fjármögnuð með skák- maraþoni sem Hrókurinn stóð fyrir í október. „Þetta er ferð lífs míns,“ segir Hrafn. „Vaskur hópur Hróks- manna og vina okkar í Barnaheillum á Íslandi, Kalak, vinafélagi Íslands og Grænlands og Rauða krossins, hefur unnið að skipulagningu þessarar miklu ferðar. Tilgangurinn er að fjölga ánægjustundum hjá okkar næstu nágrönnum í þessum heimi, en landnámið á Grænlandi er einn dýr- mætasti ávöxturinn af starfi Hróks- ins á liðnum árum. Stóri draumur minn er sá að samband Íslendinga og Grænlendinga stóreflist á næstu ár- um og að þeir finni hressilega fyrir því að þeir eigi vini í Íslendingum. Margir leggja okkur lið við að gera þessa ferð mögulega og ég er þeim öllum óendanlega þakklátur.“ Nokkur mikilvæg mál eru enn eftir á verkefnalista Hrafns og vill hann vinna ötullega að þeim á næstu vik- um. „Ég mun á næstu vikum leggja allt í sölurnar til þess að nokkur mik- ilvæg mál komist í höfn sem eiga að tryggja að Ísland verði það skákland sem við eigum skilið,“ segir Hrafn. „Ég mun láta einskis ófreistað að eft- irmenn mínir í Hróknum og okkar glæsilegi forseti Skáksambandsins geti starfað að uppbyggingu og út- breiðslu skákarinnar meðal ungra sem aldinna um ókomna framtíð.“ Skákfélagið Hrókurinn og Landsvirkjun gera með sér samning um grunnskólafræðslu Morgunblaðið/Ómar Hrafn Jökulsson og Friðrik Sophusson undirrita samning um samstarf Landsvirkjunar og Hróksins. Tímamót í íslensku skáklífi Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is FULLTRÚAR Ljósmyndarafélags Íslands hafa fundað með dómsmála- ráðherra og dómsmálaráðuneytinu vegna ljósmynda í nýja gerð vega- bréfa. Gunnar Leifur Jónasson, for- maður Ljósmyndarafélagsins, sagði fundina hafa verið mjög upplýsandi og taldi að komið yrði til móts við óskir ljósmyndara um að eiga mögu- leika á að taka áfram passamyndir. Í nýju vegabréfunum verða tölvu- lesanlegar upplýsingar um ýmis líf- kenni handhafa vegabréfsins, þeirra á meðal er andlitsmynd af umsækj- anda. Ávallt verður tekin mynd af umsækjanda hjá sýslumanni, sem annast útgáfu bréfsins. Sú mynd verður geymd þar ásamt öðrum per- sónuupplýsingum. Ströng skilyrði um myndirnar Gunnar telur að sú niðurstaða hafi fengist að umsækjendur um nýju vegabréfin geti valið á milli þess að í vegabréfinu sjálfu verði myndin sem tekin var hjá sýslu- manni eða mynd tekin á ljósmynda- stofu. Myndin frá ljósmyndastof- unni verður þó að uppfylla ýmis skilyrði. Hún verður að vera á raf- rænu formi og uppfylla strangar kröfur um lýsingu og fleiri atriði. Eitt þeirra er að tölvubúnaður, sem les lífkenni úr vegabréfunum, skynji að um sama einstakling sé að ræða á báðum myndunum. Gunnar telur að með þessu hafi unnist áfangasigur, því það sé hagur almennings að geta leitað til at- vinnuljósmyndara um passamynda- tökur. „Ég tel að margir muni leita til ljósmyndara til að fá almennilega mynd af sér,“ sagði Gunnar. Hann sagði reynsluna hafa sýnt að passa- myndir séu dýrmætar heimildir. Oft hafi það verið einu myndirnar sem teknar voru af fólki. Lengi vel voru passamyndirnar teknar á filmu og framkallaðar á pappír. Í dag er mik- ið leitað í þessi filmusöfn. Síðar kom tímabil þar sem myndirnar fram- kölluðust beint á pappír, án þess að filma væri til eða neitt afrit af myndinni. Nú sé farið að bera á að myndir vanti af fólki frá þessum tíma. Með tilkomu stafrænna mynda og geymslu þeirra á tölvu- tæku formi sé aftur hafin skráning á andlitum heilu kynslóðanna. Ljósmyndir í nýju vegabréfin Umsækjendur um vegabréf geti valið um myndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.